Feykir - 26.06.2019, Blaðsíða 6
erlendis. Við erum á samning
hjá bandarísku plötufyrirtæki
og erum með þýskan bókara
sem sér um þetta allt. Bókar
og býr til tónleikaferðalögin.
Ferðalögin eru misgóð, eins
og þessi túr var t.d. ekkert
sérstaklega skemmtilegur upp
á það að gera að við keyrðum
7000 km á tólf dögum, það er
svona, minnir mig, fimm til
sex hringferðir um Ísland.
Nú ert þú í hljómsveit sem
heitir Stafrænn Hákon,
hvernig varð þessi hljómsveit
til?
- Hún varð til sem sólóverkefni
Ólafs Josephssonar í kjallara
í Breiðholti. Þar var hann
einn að taka upp tónlist,
svo fór hann að bæta við
sig hljómsveitarmeðlimum.
Árið 2007 þá bjó ég í
Kaupmannahöfn og Stafrænn
Hákon var á leiðinni
í tveggja til þriggja vikna
tónleikaferðalag til Bretlands.
Biggi Ampop söngvari átti
að fara með þeim en helltist
úr lestinni. Sá sem spilaði á
harmonikku í bandinu vissi
að ég væri bróðir Kristjáns
Gíslasonar og vissi að Kristján
kynni að syngja en vissi samt
ekkert hvort ég gæti sungið,
þannig að hann tók mig með
á eina æfingu til að prófa. Þeir
senda á mig lag, ég læri það
og syng með þeim, fjórum
dögum seinna er ég farinn
í tveggja til þriggja vikna
tónleikaferðalag um Bretland.
Hvað merkir nafnið Stafrænn
Hákon?
- Ekki neitt, þetta er bara bull,
sem er frekar óheppilegt af því
að flest allir áhangendurnir eða
hlustendur okkar eru erlendir,
það eru sárafáir sem hlusta á
þetta á Íslandi. Þannig að þetta
er mjög óþjált og óheppilegt
hljómsveitarnafn á erlendri
grundu, en það veit enginn
hvað þetta þýðir þannig að
þetta skiptir engu máli.
Nú voruð þið í tónleikaferð
á erlendri grundu, hvernig
kom sú ferð til?
-Við höfum gert þetta
reglulega, þetta er örugglega
svona fjórða tónleikaferðin
mín með hljómsveitinni
VIÐTAL
Eysteinn Ívar Guðbrandsson
Skagfirðingurinn Magnús Freyr Gíslason, sem fæddist nú samt á Selfossi, er fluttur aftur heim í fjörðinn. Magnús er
rétt rúmlega þrítugur, sonur þeirra Gísla Kristjáns og Dagmarar Ingu. Magnús er faðir þriggja barna og á konu sem
heitir Kolbrún Dögg og vinnur í Árskóla. Börnin þrjú heita Katla sem er 10 ára, Hinrik sem er 4 ára og Jökla sem er 10
mánaða. Magnús er arkitekt, húsgagnasmiður og tónlistarmaður. Magnús Freyr er í hljómsveitinni Stafrænn Hákon
og voru þeir í tónleikaferð um Evrópu. Blaðamaður kíkti til hans í kaffi til að fá fregnir af téðri ferð.
Magnús Freyr í skúrnum sínum þar sem hann er með vinnustofu GAGN. MYND EÍG
Magnús Freyr Gíslason ræðir um tónleikaferðalagið með Stafrænn Hákon
„Það þarf ekki að maxa allt og hætta svo
ef maður meikar það ekki“
Í hvaða löndum voru þið að
spila í þessari tónleikaferð?
-Við flugum til Danmerkur og
æfðum í Svíþjóð. Byrjuðum
að spila í Berlín og tókum
einhverja 3-4 tónleika í
Þýskalandi svo fórum við yfir
Alpana og til Ítalíu, fórum til
Austurríkis og Sviss og síðan
aftur til Þýskalands. Enduðum
í Frakklandi.
Hvað var skemmtilegast við
ferðina?
-Tónleikarnir sjálfir eru alltaf
skemmtilegastir. Ferðalagið
sjálft er mikið hark, maður
vaknar snemma fær sér að
borða, keyrir síðan í 5-6 tíma
og hendir dótinu inn á staðinn,
Mynd frá tónleikum úr ferðinni. MYND: HJÖRLEIFUR JÓNSSON Stafrænn Hákon á sviði í Austurríki. MYND: HJÖRLEIFUR JÓNSSON
6 25/2019