Fréttablaðið - 23.12.2020, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 23.12.2020, Blaðsíða 2
Ilmur af Þorláksmessu VESTFIRÐIR Þingkonan Halla Signý Kristjánsdóttir og eiginmaður hennar Sigurður G. Sverrisson, keyptu nýlega flugstöð af Þjóðkirkj- unni. Halla og Sigurður leigja jörð- ina Holt í Önundarfirði af kirkjunni og hyggjast þau breyta flugstöðinni, sem stendur á jörðinni, í hesthús. Áður en Vestfjarðagöngin undir Botnsheiði og Breiðadalsheiði voru opnuð árið 1996 var áætlunarflug til og frá Flateyri í Önundarfirði á litlum flugvelli í Holti. Flugvöllur- inn var aflagður en f lugstöðin var þá mjög nýleg, byggð árið 1994. Hálf f lugbrautin stóð inni á kirkjujörð- inni að Holti sem og flugstöðin, sem prestseturssjóður ákvað að kaupa í kringum aldamótin. „Við gerðum tilboð í f lugstöðina um daginn sem var samþykkt,“ segir Halla, en þau hjónin hafa leigt íbúðarhúsið að Holti af kirkjunni í rúmlega eitt ár. Það er um það bil sá tími sem kirkjan hefur verið með flugstöðina á sölu, en með kvöð um að rífa eða f lytja húsið af jörðinni. Halla segir að kvöðin sé enn þá í gildi. „Þegar við förum þurfum við að taka húsið niður,“ segir hún. Ástæðan fyrir þessari kvöð er sú að Þjóðkirkjan vill ekki fá f leiri leigjendur á jörðina eða skipta henni frekar upp. Samkvæmt kirkj- unni er kaupverðið trúnaðarmál, fasteignamatið er hins vegar tæpar 3 milljónir króna. „Maðurinn minn er með hesta og það stendur til að breyta húsinu í hesthús,“ segir Halla, sem setið hefur á þingi fyrir Framsóknar- flokkinn síðan árið 2017. Hún var bóndi, hefur verið búsett fyrir vest- an alla sína ævi og er dyggur mál- svari landsbyggðarinnar. „Við erum sjálf ekki með búskap núna, aðeins nokkra hobbí-hesta,“ segir hún. Flugstöðin er 80 fermetra álklætt timburhús með steyptum grunni, þremur herbergjum og þremur bað- herbergjum. Er hún í þokkalegu ásigkomulagi. Hefur húsið að mestu verið notað sem geymsla eða sem gistirými síðan kirkjan keypti það. Halla telur að það verði nokkuð einfalt að innrétta húsið sem hest- hús. Það þurfi þó til dæmis að setja stærri hurð á það fyrir skepnurnar. Hvað f lugbrautina sjálfa varðar segir Halla að hún sé nú orðin uppgróin. Þó komi það einstaka sinnum fyrir að litlar rellur lendi á henni. Flugbrautin að Holti var byggð árið 1963 en á þeim árum var mikill áhugi á auknum flugsamgöngum á Vestfjörðum. Auk áætlunarflugs var völlurinn töluvert notaður undir einkaflug. Árið 1991 varð f lugslys þegar drapst á mótor eftir f lugtak smávélar. Tókst f lugmanninum að lenda vélinni á maganum í firðinum og komust hann og börn hans tvö ómeidd í land. kristinnhaukur@frettabladid.is Alþingiskona keypti flugstöð af kirkjunni Húsið, sem reist var sem flugstöð í Önundarfirði, verður nú að hesthúsi eftir að þingkona og maður hennar keyptu það. Skömmu eftir að flugstöðin var byggð var völlurinn aflagður og keypti þá Þjóðkirkjan hana undir geymslu. Flugbrautin að Holti í Önundarfirði er nú uppgróin en timburhúsið sem áður hýsti flugafgreiðsluna er í þokkalegu ásigkomulagi. MYND/AÐSEND Maðurinn minn er með hesta og það stendur til að breyta húsinu í hesthús. Halla Signý Krist- jánsdóttir þing- kona ÍÞRÓTTIR Þrjú sem áður hafa verið útnefnd Íþróttamenn ársins, eru meðal tíu efstu í kjöri Samtaka íþróttafréttamanna á Íþróttamanni ársins 2020. Verðlaunin verða veitt 29. desember Þá verður kynnt val á þjálfara ársins ásamt liði ársins. Kvennalandsliðið í knattspyrnu á flesta fulltrúa eða þrjá talsins. Gylfi Þór Sigurðsson, leikmaður Everton, Sara Björk Gunnarsdóttir, leikmaður Lyon, og Aron Pálmars- son hjá Barcelona, hafa áður verið kjörin. Önnur tilnefnd eru knatt- spyrnukonurnar Glódís Perla Vigg- ós dóttir hjá Rosengård og Ingi- björg Sigurðardóttir hjá Vålerenga, körfuboltamennirnir Martin Her- mannsson hjá Valencia og Tryggvi Snær Hlinason hjá Zaragoza, sund- kappinn Anton Sveinn McKee hjá Toronto Titans, handboltamaður- inn Bjarki Már Elísson hjá Lemgo og frjálsíþróttakappinn Guðni Valur Guðnason úr ÍR. Nánar má lesa um málið á vef Fréttablaðsins, frettabladid.is. – kpt Landsliðskonur margar á lista Júlían J. K. Jóhannsson, íþróttamað- ur ársins 2019. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI SEYÐISFJÖRÐUR Úlfar Trausti Þórð- arson, skipulags- og byggingarfull- trúi á Seyðisfirði, varaði við því í fyrra að aurflóð gætu fallið á bæinn. Lagði Úlfar til að boruð yrðu göng inn í Botnabrún til að ræsa út  vatn  sem ella safnaðist fyrir í stórrigningum og gæti orsakað flóð. „Þetta er eins konar drenun á massa til að hægja á honum eins hægt er,“ lýsti Úlfar aðferðinni í Fréttablaðinu 3. desember í fyrra. Komið hefðu miklar rigningar og aurskriður verið í ám og lækjum. „Þetta er beint fyrir ofan byggðina og það þarf að gera eitthvað til að hægja á þessu.“ Sagði Úlfar að fulltrúi frá Veður- stofunni hefði komið um haustið og sagt á íbúafundi að ástandið væri hættulegt. Aðspurður taldi hann kostnað við fyrrnefndar aðgerðir geta verið 800 til 1.500 milljónir króna. Síðan þá hefur eftirlit verið aukið með hættunni, en engin áætl- un er um framkvæmdir. – gar Varað við aurflóðahættu fyrir ári Um 30 prósent landsmanna leggja sér skötu til munns í dag samkvæmt könnun MMR sem birt var í gær. Einn þeirra var í fiskbúðinni Hafbergi í gær. Hlutfall þeirra sem snæða skötu lækkar um sjö prósentustig milli ára. Kannski er ástæðan fjöldatakmarkanir fremur en undarlegt bragð. Hlutfallið mældist 35 til 38 prósent árin 2014 til 2019. Alls hefur hlutfall þeirra sem segjast ætla í skötu lækkað um 12 prósentustig frá 2011. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Dómsmálaráðherra og fjármálaráðherra á Seyðisfirði í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI 2 3 . D E S E M B E R 2 0 2 0 M I Ð V I K U D A G U R2 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.