Fréttablaðið - 23.12.2020, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 23.12.2020, Blaðsíða 8
Frá því að ég man eftir mér hefur mig dreymt um að verða bóndi. Mér finnst frelsið sem fylgir þessu heillandi og að auki hef ég brennandi áhuga á ræktun, hvort sem það eru dýr eða eitthvað grænt,“ segir Kristófer Orri Hlynsson. Kristófer er aðeins 22 ára gamall en fyrir tæpum tveimur árum flutti hann einn á eyðibýlið Syðsta-Mó í Flókadal í Fljótum til þess að standa á eigin fótum og gerast bóndi. Bærinn er um 40 kílómetra frá æskustöðvum Kristófers, bænum Melstað í Óslandshlíð í Skagafirði þar sem stórfjölskyldan býr enn. Afi hans og amma, auk foreldra og systkina. Að sögn Kristófers var afi hans mikill áhrifavaldur varðandi þá leið sem hann ákvað að feta. „Ég leit alltaf mjög upp til hans og þess- ara karla sem voru bændur hérna í sveitinni. Ég fékk að vera með afa í hinu og þessu sem kveikti ef laust áhuga á búskapnum.“ Frétt Fréttablaðsins fyrir síðustu jól um gjafmildi sveitunga Kristó- fers vakti talsverða athygli en þeir komu fótunum almennilega undir hinn unga bónda með því að gefa honum 1-2 gimbrar hver. Alls átti Kristófer tólf ær þegar hann flutti á Syðsta-Mó en hlýhug sveitunganna og ekki síður stuðningi fjölskyldu sinnar var hann fljótlega kominn með hátt í þrjú hundruð ær. „Ég er síðan búinn að fjölga upp í 350 ær á þessu ári og hugsa að ég láti þann fjölda duga í bili.“ Hann hefur í mesta lagi pláss fyrir fjögur hund- r uð ær á Syðsta-Mó og þarf því að huga að frekari fjárfestingum ef hann hyggst auka við sauðfjár- búskap sinn. Þá á hann 15 hross og dreymir um að koma sér upp betri aðstöðu fyrir þau. „Ég hef alltaf stefnt á að vera meira í hestum. Ég er ekki með neina aðstöðu hérna fyrir þá eins og er og langar mikið til þess að koma mér upp almennilegu hesthúsi og tamningaraðstöðu. Það er mark- miðið í framtíðinni.“ Það er ærið starf að sinna bú- skapnum og þrátt fyrir að Kristó fer elski hverja mínútu af starfinu segir hann að búskapurinn hafi tekið á. „Ef ég á að vera alveg hreinskilinn þá er þetta búið að vera erfiðara en ég átti von á. Ég vissi svo sem alveg að það væri lítið upp úr þessu að hafa og að það yrði enginn ríkur af því að vera bóndi. Tekjurnar komu mér því ekki í opna skjöldu heldur frekar kostnaðurinn við búrekst- urinn. Það eru alls konar lúmsk útgjöld sem ég hafði vanmetið. Já, þetta er verra en ég hélt, en ég gefst ekkert upp.“ Bóndinn ungi hefur því þurft að finna f leiri leiðir til að af la sér tekna en búskapinn, að minnsta kosti á meðan hann greiðir niður þær skuldir sem óhjákvæmilega fylgja því að koma undir sig fót- unum, meðal annars fjárfestingar í ýmsum tækjum og tólum. Hann hefur því tekið að sér snjómokstur í sveitinni á veturna, auk þess sem hann hjálpar öðrum bændum við rúning á vorin. „Maður myndi auð- vitað vilja hafa fulla atvinnu af því að sinna búskapnum. Búreksturinn er fullt starf ef maður ætlar að gera þetta almennilega. Það er samt ekki raunhæft eins og er og því þarf ég að taka að mér önnur störf. Með því að sinna þeim hef ég það fínt.“ Bærinn sem Kristófer f lutti á var búinn að vera í eyði í sex ár og því var að mörgu að huga þegar hann ákvað að hefja þar búskap. „Það skipti mestu að íbúðarhúsið var í fínu lagi og var vel íbúðarhæft. Það voru eldri hjón sem bjuggu hérna en þau höfðu brugðið búi mörgum árum fyrr. Fjárhúsin voru því í verra ástandi, sérstaklega gólfin.“ Við slíkar aðstæður skiptir máli að búa í samfélagi þar sem stuðn- ingsnetið er þétt. „Þetta er afar skemmtilegt og náið samfélag hérna. Menn standa saman og hjálpa hverjir öðrum. Ég hef aldr- ei orðið var við að einhver telji sig skulda einhverjum eitthvað fyrir að rétta hjálparhönd og það er afar dýrmætt,“ segir Kristófer. Fljótlega eftir að Kristófer hóf búskap knúði ástin dyra í lífi hans þegar hann kynntist Söru Katrínu Sandholt. „Ég kannaðist aðeins við hana og fékk hana til að hjálpa mér við sauðburðinn. Svo kviknaði ein- hver neisti og hún bara fór eiginlega ekkert,“ segir Kristófer og hlær. Sara býr á Akureyri og hafa þau verið í eins konar f jarbúð síðan. „Við höfum haft það þannig enda er ekki mikla atvinnu að hafa hérna í sveitinni. Hún hefur komið til mín um helgar og þegar hún á frí. Hún ætlar svo að f lytja alfarið til mín næsta vor enda hefur hún sem betur fer gaman af búskapnum.“ Kristófer sinnir því búinu ein- samall alla virka daga vikunnar og stundum hittir hann ekki annað fólk dögum saman. Fjarlægðirnar í sveitinni er stuttar þegar vel viðrar en að vetri til getur einangrunin orðið mikil. Hann segist oft vera spurður að því hvort hann sé ekki einmana en þeirri spurningu sé þó auð- svarað. „Maður verður ekki ein- mana í kringum dýrin, sérstaklega ef maður er með góðan og tryggan hund eins og Storm minn. Mér finnst gaman að vinna og leiðist því aldrei,“ segir Kristófer. Það er auðheyrt að Kristófer þykir afar vænt um ærnar sínar en hann viðurkennir að sumar séu meira í uppáhaldi en aðrar. „Sumar eru stærri persónuleikar og þá myndar maður sterkari tengsl við þær. Ég verð samt að viðurkenna að þær tólf sem ég f lutti hingað með mér þegar ég hóf búskap eiga sérstakan stað í hjarta mínu. Sú sem er í mestu uppáhaldi er Golta gamla sem amma mín og afi á Miðhúsum gáfu mér fyrir átta árum,“ segir Kristófer. Eins og áður segir unir Kristófer sér best við vinnu og þegar hann er einn á bænum kveikir hann aldrei á sjónvarpi. „Ég hef þetta bara ein- falt, ég vinn og síðan fer ég að sofa. Þannig líður mér best. Þegar Sara kemur til mín þá er stundum kveikt á sjónvarpinu en þá bara til að horfa á Netflix. Hún er meira fyrir það en ég en maður lætur tilleiðast.“ Hann segir einnig að matseðillinn á heimilinu taki talsverðum breyt- ingum þegar hann er ekki einsam- all í húsinu. „Ég í minni sparsemi er yfirleitt með saltaða rollu í tunnu og ét bara upp úr henni. Svo finnst mér gott að eiga heimagerð bjúgu í frysti. Ég er bara alinn upp við að éta kjöt og saltfisk og ég hugsa að það breyt- ist seint. Þegar Sara er heima þá er samt oftar en ekki tvíréttað,“ segir Kristófer og hlær. Hann leyfir sér þó stundum píts- ur og annan skyndibita þegar hann bregður sér í kaupstaðina í kring. „Mér finnst það mjög gott endrum og eins, en það er ekkert sem maður eldar heima hjá sér.“ Væntumþykja Kristófers í garð heimahaganna skín í gegnum allt samtalið enda segist hann vera afar heimakær. Hann segist aldrei hafa farið til útlanda, né setið í f lugvél yfir höfuð og telur sig ekki vera að missa af neinu. „Ég hef ekki verið mjög duglegur við að fara í frí enda finnst mér óþægilegt að biðja aðra um aðstoð við að líta eftir búinu. Það er helst að ég biðji systkin mín um aðstoð en þó að ég sé í burtu þá er hugurinn við búið. Ég hef aldrei fundið neina þörf til þess að fara til útlanda. Tengdaforeldrar mínar búa þó í Noregi þannig að ég reikna nú með að ég þurfi að skjótast þangað við tækifæri. Það er ekki annað hægt,“ segir hann kíminn. Þrátt fyrir að gríðarleg vinna sé fólgin í því að koma undir sig fót- unum sem bóndi segist Kristófer bjartsýnn á framtíðina og að hann ætli sér stóra hluti. „Það skiptir mig afar miklu máli að sveitin sé í byggð. Ég skil samt að ungt fólk leggi ekki út í þetta enda þarf maður að vera hálfruglaður til þess.“ Hann segist vonast til þess að afurðaverð fari hækkandi og einn- ig að hömlur á heimavinnslu verði rýmkaðar. „Fjölskyldan mín hefur verið dugleg við að vinna kjöt heima til eigin neyslu. Á aðfangadag borðum við til dæmis tvíreykt hangikjöt sem afi verkar og það er heimsins besta kjöt. Ég hef mikinn áhuga á slíkri vinnslu og það væri óskandi að það verði liðkað til fyrir slíku í framtíðinni.“ bjornth@frettabladid.is Maður verður ekki einmana í kringum dýrin, sérstaklega ef maður er með góðan og tryggan hund eins og Storm minn. Ég í minni sparsemi er yfirleitt með saltaða rollu í tunnu og ét bara upp úr henni Búskapurinn erfiður en þess virði Fyrir tveimur árum hóf hinn 22 ára gamli Kristófer Orri Hlynsson sauðfjárbúskap á eyðibýli í Fljótum. Hann segist elska hverja mínútu þó að reksturinn sé erfiðari en hann hafði gert ráð fyrir. Hann hefur það ágætt með því að taka að sér störf utan búsins. Kristófer Orri og vinur hans Stormur við fjárhús að Stóra-Mó. Þar þurfti hann að taka til hendinni enda jörðin verið í eyði. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Kristófer segir að búreksturinn sé erfiðari en hann hafi gert ráð fyrir. Hann segist þó líta framtíðina björtum augum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK 2 3 . D E S E M B E R 2 0 2 0 M I Ð V I K U D A G U R8 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.