Fréttablaðið - 23.12.2020, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 23.12.2020, Blaðsíða 26
FAXAFENI 5 Reykjavík 588 8477 DALSBRAUT 1 Akureyri 588 1100 SKEIÐI 1 Ísafirði 456 4566 Frá 19.120 kr. JÓLATILBOÐ Fullt verð frá: 23.900 kr. A F S L ÁT T U R 20% L Ú X U S B A Ð S L O P P A R T I LV A L I N J Ó L A G J Ö F FRÉTTIR, FÓLK & MENNING á Hringbraut Nú fyrir jólin kom út ný lína, STAR, frá EYGLO, sem er hugarfóstur fata-hönnuðarins Eyg-ló a r M a r g r é t a r Lárusdóttur. Fyrir síðustu jól kom út línan AMEN þar sem frelsarinn sjálfur, Jesús Kristur, spilaði stórt hlutverk. Stefnan var ekki endilega sú að gefa út aðra línu núna í ár, þar til örlögin gripu í taumana og söng- konan ástsæla GDRN, Guðrún Ýr Eyfjörð, hafði samband við Kiosk. Búðin er staðsett úti á Granda og rekin af fimm hönnuðum, þeim Anítu Hirlekar, Magneu Einars- dóttur, Hlín Reykdal, Helgu Lilju Magnúsdóttur og áðurnefndri Eygló. „GDRN hafði samband við okkur í Kiosk af því að hún var að leita að hátíðadressum fyrir jólatónleika. Hausinn á mér fór strax af stað og það fyrsta sem ég hugsaði voru stjörnur. Enda er hún algjör stjarna hún Guðrún. Ég vinn vanalega alltaf með eitthvað alveg nýtt fyrir hverja línu og núna ákvað ég að vinna með tjull í fyrsta skiptið. Seinasta línan sem ég gerði hét AMEN og var jóla- lína, en þessi er meira hugsuð sem áramóta-partílína.“ Eygló fékk einvalalið með í myndatökurnar fyrir línuna, ljós- myndarann Sögu Sig, stílistann Lilju Hrönn Helgadóttur og förð- unarfræðinginn Ísak Frey Helgason. Smellpassaði Hlín Reykdal hefur löngum verið þekkt fyrir einstaka skartgripa- hönnun og er ein af þeim sem stend- ur að rekstri Kiosk. Þær ákváðu að taka höndum saman og hannaði Hlín sérstaka línu af skarti með hönnun Eyglóar. „Það er bara svo skemmtilegt að fá sérhannað skart með línunni sinni. Við rekum Kiosk ásamt þremur öðrum fatahönnuðum og eyðum miklum tíma saman. Hlín var snemma komin inn í sköpunar- ferlið hjá mér og sérpantaði steina og efnivið í skartið og gaf út línu með sama nafni, STAR,“ segir Eygló. En af hverju GDRN, hvað er það við hana? „Hún er nú með þeim glæsi- legri í bransanum. Ég varð himin- lifandi þegar hún var til í að sitja fyrir í myndatökunni, enda kom innblásturinn frá henni. Ég fékk gæsahúð þegar hún var komin með förðun frá Ísaki, komin í gallann og sest í settið. Þetta smellpassaði allt saman,“ segir Eygló. Gengur vel á Granda Þær segjast himinlifandi með nýja staðsetningu búðarinnar, sem áður var rekin á Laugavegi og í Ingólfs- stræti. „Við elskum að vera úti á Granda. Það er líka barist um plássin hérna í verbúðunum. Traffíkin hjá okkur hefur verið frábær og við finnum vel fyrir að kúnnarnir okkar kunna að meta nýju staðsetninguna,“ segir Hlín. Hvað var það sem heillaði þig við skartgripahönnun, Hlín? „Skartgripir og fylgihlutir hafa alltaf heillað mig. Það setur punkt- inn yfir i-ið. Rétt skart getur gjör- breytt heildarútlitinu og stemning- unni,“ svarar hún. Línuna er hægt að skoða nánar í Kiosk og á kioskreykjavik.com. steingerdur@frettabladid.is Eygló gerði fatalínu innblásna af GDRN Þær Eygló og Hlín Reykdal standa saman að rekstri Kiosk Reykja- vík ásamt þeim Helgu Lilju, Magneu og Anítu. Eygló og Hlín gefa út línuna STAR nú fyrir jólin, sem er innblásin af söngkonunni GDRN. Eygló og Hlín segja mikla grósku vera á Grandanum og eru ánægðar með viðtökurnar. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Förðun eftir Ísak og Lilja Hrönn stíliseraði. MYND/SAGA RÉTT SKART GETUR GJÖRBREYTT HEILD- ARÚTLITINU OG STEMNING- UNNI. Hlín ÉG FÉKK GÆSAHÚÐ ÞEGAR HÚN VAR KOMIN MEÐ FÖRÐUN FRÁ ÍSAKI, KOMIN Í GALLANN OG SEST Í SETTIÐ. ÞETTA SMELL- PASSAÐI ALLT SAMAN. Eygló 2 3 . D E S E M B E R 2 0 2 0 M I Ð V I K U D A G U R22 L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð LÍFIÐ

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.