Fréttablaðið - 23.12.2020, Blaðsíða 14
Ljóðabókin Vonin
er tilfinningabomba!
Öll sölulaun af bókinni renna óskipt til hjartadeildar Landspítalans
Allur ágóði a
f sölu bókar
innar Vonin
rennur til h
jartadeildar
Landspítala.
Anna Lára M
öller
Vonin
Anna Lára M
öller
A
nna L
ára M
öller Vonin
Kapa-01.indd
All Pages
08/09/2020
10:37:50
Auðlindarentu köllum við muninn á söluverðmæti náttúr uaf urða á heims-
markaði og framleiðslukostnaði.
Ef olíufarmur selst á eina milljón
Bandaríkjadala en kostar ekki
nema 100 þúsund dali í fram-
leiðslu, þá er rentan 900 þúsund
dalir. Rentan er iðulega margfalt
meiri en framleiðslukostnaðurinn.
Af þessu leiðir að ásókn í auðlinda-
rentu er mikil.
Bandaríkin og Noregur voru
rótgróin lýðræðisríki þegar olía
fannst þar og urðu áleitinni rentu-
sókn því ekki að bráð. Í Rússlandi
stendur lýðræði höllum fæti m.a.
vegna ásóknar óbilgjarnra manna
í olíu rentuna. Ísland sýnist vera á
sömu leið. Hér er lýðræðið í upp-
námi. Alþingi heldur nýju stjórnar-
skránni í gíslingu m.a. til að þókn-
ast útvegsmönnum sem vilja ekki
að réttur eigandi, fólkið í landinu,
fái að njóta rentunnar af auðlind
sinni í sjónum.
Íslendingar eiga tvær verðmætar
sameignarauðlindir sem gefa af sér
ríkulega rentu.
Sjávarrenta nemur um 2% til 3%
af landsframleiðslu eins og Indriði
H. Þorláksson fv. ríkisskattstjóri
hefur lýst. Mat hans á fiskveiði-
rentunni rímar vel við mat Þjóð-
hagsstofnunar. Indriði bendir á
að um 10% rentunnar falla réttum
eiganda í skaut í gegnum veiðigjöld
frá 2002. Afgangurinn, 90% af rent-
unni, rennur til útvegsmanna sem
hegða sér, þótt fáir séu, eins og ríki
í ríkinu og leika á Alþingi eins og
gítar.
Rentan af orkunni sem býr í
iðrum landsins og vatnsföllum
nemur um 1,5% til 2% af lands-
framleiðslu, sbr. samantekt Sig-
urður Jóhannessonar, forstöðu-
manns Hagfræðistofnunar Háskóla
Íslands. Orkulindirnar hafa ekki
dregið að sér sérhagsmunaseggi
líkt og sjávarútvegurinn. Orku-
verði til erlendra kaupenda er þó
enn haldið leyndu fyrir eigand-
anum, fólkinu í landinu, þar eð
stjórnvöld telja það ekki þola dags-
birtu.
Samanlagt verðmæti þessara
helztu auðlinda þjóðarinnar til
sjós og lands liggur skv. mati Ind-
riða H. Þorlákssonar og Sigurðar
Jóhannessonar á bilinu 67% til 90%
af landsframleiðslu. Ef við förum
bil beggja jafngildir mat þeirra um
20 m.kr. á hverja fjögurra manna
fjölskyldu í landinu.
Eftir því sem kjósendur gera
sér gleggri grein fyrir auðlinda-
rentunni og umfangi hennar eykst
stuðningur almennings við rétt-
láta skiptingu hennar. Engan þarf
að undra stuðning 83% kjósenda
við auðlindaákvæði nýju stjórnar-
sk rár innar í þjóðaratk væða-
greiðslunni 2012. Í þessu ljósi þarf
að skoða tilraun Alþingis til að
hafa arðinn af sjávarauðlindinni
af réttum eiganda.
Auðlindarentan
og skipting hennar
Lýður
Árnason
læknir og
kvikmynda-
gerðar-
maður
Ólafur
Ólafsson
fyrrv.
landlæknir
Þorvaldur
Gylfason
hagfræði-
prófessor
Að missa vinnuna er mikið áfall. Það setur fjármál ein-staklinga og heimila í upp-
nám og óvissu. Það vegur einnig að
sjálfsvirðingu og sjálfsmynd þess
sem verður fyrir þeirri döpru lífs-
reynslu. Þessi misseri er atvinnuleysi
meira en nokkru sinni. Það ástand
gæti haldist fram á næsta ár og jafn-
vel út það ár í versta falli. Öryggis-
netið sem samfélag okkar strengir
út við þessar aðstæður er atvinnu-
leysisbætur. Núverandi ríkisstjórn
hefur einnig gripið til ýmissa ann-
arra ráða til að bregðast við þessum
ömurlegu aðstæðum, s.s. með hluta-
bótaleið og hækkun á tekjutengdum
atvinnuleysisbótum. Þá verða fullar
grunnbætur, sem nú eru kr. 289.510 á
mánuði, hækkaðar og verða væntan-
lega 1. janúar 2021 kr. 307.403. Þar
sem tímabil atvinnuleysisbóta er
aðeins 30 mánuðir, og fyrir liggur að
á næstu misserum getur farið svo að
margir hafi fullnýtt rétt sinn til bóta,
hefur verið bent á að lengja þurfi
tímabil atvinnuleysisbóta. Flestir
telja upphæð atvinnuleysisbóta
undir mörkum lágmarksframfærslu
og alveg ljóst að hækkaðar bætur, kr.
307.403 á mánuði, duga aðeins fyrir
brýnustu nauðsynjum.
Launafólk vinnur sér inn rétt til
atvinnuleysisbóta með atvinnu-
þátttöku og til að fá full réttindi
þarf að starfa 12 mánuði samfellt á
innlendum vinnumarkaði. Flestum
okkar þykja atvinnuleysisbætur
sjálfsögð og eðlileg réttindi, ekki
ölmusa og ekki er litið á atvinnu-
lausa sem þurfalinga eða ómaga.
Hvað tekur svo við þegar launafólk
fellur af atvinnuleysisbótum? Jú, það
er fjárhagsaðstoð sveitarfélaga.
Fjárhagsaðstoð sveitarfélaga
Fyrrum tíð voru þeir sem þurftu á
aðstoð hrepps eða sveitarfélags til
framfærslu að halda kallaðir þurfa-
lingar, ómagar og f leiri niðrandi
nöfnum. Þeir voru lægstir í mann-
félagsstiganum, neðar varð ekki
komist. Og hrepps- og sveitarstjórnir
beittu öllum brögðum til þess að
framfærsla þessara þurfalinga yrði
sem ódýrust. En nú eru aðrir tímar,
eða er það ekki? Í lögum nr. 40/1991
um félagsþjónustu sveitarfélaga segir
m.a. í 1. gr: Markmið félagsþjónustu
á vegum sveitarfélaga er að tryggja
fjárhagslegt og félagslegt öryggi og
stuðla að velferð íbúa á grundvelli
samhjálpar. Til að uppfylla þessa
skyldu samkvæmt þessum lögum
veita sveitarfélögin mánaðarlegan
framfærslustyrk/fjárhagsaðstoð.
Sveitarfélögin sjálf reikna út hve
hár þessi styrkur þarf að vera til að
„tryggja fjárhagslegt og félagslegt
öryggi og stuðla að velferð íbúa“. Í
Reykjavík hefur borgarstjórn ákveð-
ið að þessi upphæð sé kr. 207.709 á
mánuði. Í Reykjanesbæ er upp-
hæðin kr. 152.717. Hvernig fulltrúar
í borgar- og bæjarstjórnum komast
að því að þessi fjárhagsaðstoð dugi
til að uppfylla skyldur sveitarfélaga
um að „tryggja fjárhagslegt og
félagslegt öryggi og stuðla að velferð
íbúa“ er leikmanni hulin ráðgáta.
Flestir telja atvinnuleysisbætur,
sem verða kr. 307.403 á mánuði, rétt
duga fyrir brýnustu þörfum. Þeirra
sem falla af atvinnuleysisbótum og
neyðast til að lifa á fjárhagsaðstoð
sveitarfélaga bíður sárasta örbirgð,
fátækt og vonleysi. Með því skera
fjárhagsaðstoðina svo við nögl eru
sveitarfélögin mögulega að hvetja
þá sem njóta aðstoðar þeirra til að
útvega sér vinnu og sjá sjálf fyrir sér
og sínum. En þegar atvinnuleysi er
9-10%, og jafn vel hærra, fá 9-10%
landsmanna einfaldlega ekki vinnu.
Það hljóta flestir að skilja. Það skap-
ast enginn atvinna við það að hluti
landsmanna þurfi að draga fram
lífið í sárri fátækt.
Bæjarstjór i Reykjanesbæjar
hefur nýlega kallað eftir því að í ljósi
aðstæðna verði tímabil atvinnuleys-
isbóta lengt. Það er auðvelt að taka
undir það sjónarmið. Hann upplýsti
jafnframt að fjárhagsaðstoð Reykja-
nesbæjar væri aðeins 152.717 á mán-
uði, helmingi lægri en atvinnuleysis-
bætur. Hann hafði greinilega fullan
skilning á því að þessar bætur dygðu
ekki fyrir brýnustu nauðsynjum.
En hann sagði ekki frá því að það
er bæjarstjórn Reykjanesbæjar sem
ákveður upphæð fjárhagsaðstoðar,
enginn annar! Það hefur einnig verið
upplýst að þeim fjölgar mjög sem
sækja aðstoð Fölskylduhjálparinnar
í Reykjanesbæ. Eru það mögulega
þeir sömu og þurfa að reiða sig á fjár-
hagsaðstoð Reykjanesbæjar?
Sama er upp á teningnum í
Reykjavík. Þeim fjölgar mjög sem
óska aðstoðar hjálparstofnana.
Er það ásættanlegt að þeir sem
þurfa að reiða sig á fjárhagsaðstoð
sveitarfélaga neyðist til að standa
í biðröðum hjá hjálparstofnunum
svo fjölskyldur þeirra þurfi ekki að
svelta? Er þetta velferðarsamfélagið
Ísland?
Það þarf að endurskoða frá
grunni lög nr. 40/1991 og setja inn
ákvæði um lágmarksbætur. Nú
eru það sveitarfélögin sjálf sem
ákveða upphæð fjárhagsaðstoðar
sbr. 21. gr. Félagsmálanefnd metur
þörf og ákveður fjárhagsaðstoð til
einstaklinga í samræmi við reglur
sveitarstjórnar, sbr. 1. mgr. Með
lagabreytingu mætti til dæmis miða
fjárhagsaðstoð sveitarfélaga við upp-
hæð atvinnuleysisbóta hverju sinni.
Einnig þarf í lögunum að takmarka
verulega þau skerðingarákvæði
sem sveitarfélög nýta sér í dag til að
lækka bætur.
Staðan í þessum málum í dag er
algjörlega óásættanleg. Ef sveitar-
félög landsins treysta sér ekki til að
veita þeim sem þess þurfa mann-
sæmandi fjárhagsaðstoð verður að
finna aðra lausn, mögulega með
aðkomu ríkisins.
Atvinnuleysisbætur
og fjárhagsaðstoð
Steinar
Harðarson
vinnuverndar-
ráðgjafi og
athafnastjóri
Alþingi heldur nýju stjórn-
arskránni í gíslingu m.a. til
að þóknast útvegsmönnum
sem vilja ekki að réttur
eigandi, fólkið í landinu, fái
að njóta rentunnar af auð-
lind sinni í sjónum.
Sæl og blessuð, Rósa Björk.Í þessu opna bréfi hyggst ég tjá mig í fáum orðum um
síðustu ákvörðun þína á hinu
pólitíska sviði. Hún snýst um inn-
göngu þína í þingf lokk Samfylk-
ingarinnar fyrir skemmstu, eftir
að þú sagðir þig úr þingf lokki VG
síðastliðið haust.
Versti kosturinn valinn
Í íslenskri þingsögu hefur það gerst
af og til að kjörnir fulltrúar segi sig
úr þingf lokki þegar þeir eiga ekki
lengur samleið með honum af ein-
hverjum ástæðum. Næstu spor
þingmannanna eru íhugunarverð
en þeir eiga þriggja kosta völ:
1. Að stíga skrefið til fulls og segja
af sér þingmennsku.
2. Að starfa utan þingf lokka sem
óháðir þingmenn.
3. Að ganga í annan þingf lokk.
Þriðji kosturinn er sá versti
að minni hyggju og eðlilegt að
almenningur staldri við þegar
þingmenn velja hann, líkt og þú
hefur nú gert, því miður.
Þingmenn komast til valda
sem f rambjóðendur ák veðins
stjórnmálaaf ls og það orkar mjög
tvímælis þegar þeir nýta það
brautargengi til að ganga öðrum
stjórnmálaf lokki á hönd á því
sama kjörtímabili.
Út um gluggann
Mér finnst þessi ákvörðun þín
mikil vanvirðing gagnvart kjós-
endum sem hafa stutt þig til valda
og undarlegt að þú farir með það
vald líkt og þína prívateign. Virðist
svo vera að þú metir eigin frama-
vonir hærra en trúnað við þá kjós-
endur sem lyftu þér til metorða.
Ég óska þér alls hins besta á
nýjum brautum en verð þó að
árétta að með ákvörðun þinni
ferðu langt yfir ákveðið strik í
mínum huga. Orð líkt og „öf lugur
þingmaður“ og „víðsýn baráttu-
kona fyrir mannréttindum“ missa
nefnilega marks og fjúka út um
gluggann þegar sá sami einstakl-
ingur virðir ekki grundvallaratriði
í mannlegum samskiptum.
Opið bréf til þingmanns
Bjarki
Bjarnason
bæjarfulltrúi VG
í Mosfellsbæ
2 3 . D E S E M B E R 2 0 2 0 M I Ð V I K U D A G U R14 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð