Fréttablaðið - 23.12.2020, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 23.12.2020, Blaðsíða 11
Ef Varsjá heldur áfram að fylgja þessum farvegi í blindni mun hún enda, formlega eða lagalega, utan Evrópusambandsins. Flokkurinn Lög og réttlæti hefur í þrígang notfært sér kosninga-sigra sína til að kljúfa pólska samfélagið. Það gerir hann með ein- róma andstöðu ríkisstjórnarinnar við allar tillögur þar sem minnst er á „kyn“ eða „kynjajafnrétti“. And- stöðu sinni við það sem þau kalla „kynjahugmyndafræði“. Því miður kom það engum á óvart þegar Pól- land beitti neitunarvaldi sínu til að koma í veg fyrir að fjárstuðningur vegna kórónuveirunnar yrði bund- inn því að ríki uppfylltu kröfur rétt- arríkisins, en Evrópuríkin skilja enn ekki afstöðu Póllands gegn lög- gjöf um jafnrétti kynjanna. Frá 22. október síðastliðnum hefur pólskur almenningur mót- mælt á götum úti. Það er dagurinn sem hinn pólitískt skipaði stjórn- lagadómstóll Póllands lagði nær algjört bann við þungunarrofi. Bæði ríkisstjórn Laga og réttlætis og kaþólska kirkjan hafa kallað mótmælin afsprengi „menningar dauðans“ og „kynjahugmynda- fræði“, sem hafa lengi talist erki- óvinir almennings að þeirra mati. Undir yfirskyni baráttunnar gegn þessari meintu vá hefur Lög og rétt- læti meðal annars lagst í herferð gegn hinsegin fólki. Dæmi um slíka herferð eru svokölluð „hinseginlaus svæði“ sem sveitarstjórnarfulltrúar f lokksins hafa lýst yfir víða um Pólland. Þá eru mun fleiri dæmi, á borð við yfirgengilega fordómafulla hatursorðræðu í garð hinseginfólks frá valdamestu stjórnmálamönnum þjóðarinnar, eins og Andrzej Duda forseta og hinum nýkjörna mennta- málaráðherra Przemysław Czar- nek. Á meðan stunda málgögn hins opinbera, þar á meðal ríkissjón- varpið TV Poland, hræðsluáróður gegn „kynjahugmyndafræði“ með því að bendla hinseginfólk við barnagirnd. Framkvæmdastjórn Evrópusam- bandsins kynnti nýverið þriðja aðgerðapakkann um valdef lingu kvenna og kynjajafnrétti í utan- ríkismálum. Markmiðið er að bæta réttindi kvenna, ungra sem aldinna, og hinseginfólks um allan heim með því að „rísa gegn kynbundnum venjum og staðalímyndum“. Kallað er eftir því að ESB leiði með fordæmi í gegnum kynjajafnvægi í eigin for- ystu, aukinni yfirsýn og nánara samstarfi við aðildarríkin á vett- vangi landsmála. Jafnframt er þar markmiðið um að 85% þróunar- verkefna leggi sitt af mörkum til kynjamála fyrir 2025 ítrekað. Að sögn Jutta Urpilainen, alþjóðafull- trúa framkvæmdastjórnar ESB, er þetta mikilvægara en áður vegna neikvæðra áhrifa heimsfaraldursins á jafnrétti kynjanna. Evrópusam- bandið verði að taka til aðgerða strax til að snúa við þeirri þróun. Því miður sögðu pólsk yf ir- völd „nei“ við skjalinu í heild, um leið og þau ráku augun í orðið „kyn“. Ríkisstjórn Laga og rétt- lætis hefur stimplað kynjajafnrétti sem „útlenska hugmyndafræði“ og ákveðið að standa í vegi fyrir slíku framtaki án þess að líta til jákvæðra áhrifa aðgerðapakkans á stöðu kvenna. Ekki síst á stöðu þeirra kvenna sem minnst mega sín, þrátt fyrir að Lög og réttlæti tali sífellt fyrir vernd þeirra. Öfga- hægrisinnaðir popúlistar eru aðeins samkvæmir sjálfum sér þegar það hentar þeim og þeir hafa meiri áhuga á eigin ávinningi til skamms tíma en á langtímaávinningi fyrir pólska samfélagið. Þá er enn meira til í þessari þrá- kelkni. Í októbermánuði síðast- liðnum stöðvuðu pólsk stjórnvöld tvö opinber skjöl Evrópusambands- ins vegna þess að fulltrúar Laga og réttlætis fundu orðið „kyn“ í þeim. Í fyrra skiptið þegar Mateusz Mora- wiecki sá sér ekki fært að mæta á leiðtogafund ESB þann 16. október vegna COVID-19 sóttkvíar og Vikt- or Orbán, sem var fulltrúi Póllands í hans nafni, hafnaði því að ákvæði um kynjajafnrétti í Afríku fengi að fylgja með ályktunum fundarins. Nokkrum dögum síðar kom pólska ríkisstjórnin í veg fyrir að álykt- unum Evrópusambandsráðsins um gervigreind yrði hleypt í gegn, aftur á grundvelli þess að hugtakið „kynjajafnrétti“ kæmi þar fram. Pólski sendiherrann reyndi að réttlæta ákvörðunina með vísun til þess að „merking orðsins kyn sé óljós“ og að „skortur á skilgrein- ingu og ótvíræðum skilningi meðal aðildarríkja geti leitt til merkingar- fræðilegs vanda“. Hann sannfærði ekki nokkurn mann. Í öllum þessum tilfellum hefur afstaða pólsku ríkisstjórnarinnar gegn kynjajafnrétti aðeins notið stuðnings Ungverjalands á meðan hin 25 aðildarríkin hafa þurft að klóra sér í höfðinu. Hugmyndafræði Laga og réttlætis varpar skugga á baráttu ESB fyrir mikilvægum sameiginlegum markmiðum, ekki aðeins fyrir álfuna heldur sérstak- lega fyrir fólkið í Póllandi. Ef Varsjá heldur áfram að fylgja þessum far- vegi í blindni mun hún enda, form- lega eða lagalega, utan Evrópusam- bandsins. Afstaða Póllands gegn kynjajafnrétti Miłosz Hodun PhD forseti Projekt: Polska Found­ ation í Varsjá og varafor­ seti European Liber al Forum Ævintýrið um Dísu ljósálf er nú fáanlegt í endurbættri útgáfu með 112 litmyndum. Bókin er í stærra broti en eldri útgáfur svo litríkar myndirnar njóta sín til fulls. Tímamótaverk spæjari rannsakar draugalega naggrísinn Maríella Mánadís og vinkonur hennar, þær Víóla og Pála, eru allar spæjarar. Einkunnarorð Maríellu eru: Engin ráðgáta of dularfull, ekkert vandamál of flókið. En svo fara að birtast draugalegir naggrísir út um allan bæ og Spæjarastelpurnar ákveða að leysa ráðgátuna. Dagbjört Ásgeirsdóttir þýddi. Frábær bók fyrir 7-12 ára krakka S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 11M I Ð V I K U D A G U R 2 3 . D E S E M B E R 2 0 2 0

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.