Fréttablaðið - 23.12.2020, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 23.12.2020, Blaðsíða 1
— M E S T L E S N A DAG B L A Ð Á Í S L A N D I * —2 7 0 . T Ö L U B L A Ð 2 0 . Á R G A N G U R M I Ð V I K U D A G U R 2 3 . D E S E M B E R 2 0 2 0 NEYÐAR PAKKATAKKINN! Engar áhyggjur, við hjálpum þér! OPIÐ 23 HJÁLP! Það er Þorláks- messa og ég veit ekki hvað ég á að gefa pabba! STJÓRNMÁL Fylgi ríkisstjórnar­ f lokkanna dalar um 0,4 prósent, samkvæmt nýrri könnun sem Zenter rannsóknir unnu fyrir Fréttablaðið. Ríkisstjórnarflokkarnir hafa nú 40,4 prósenta fylgi en höfðu 40,8 prósent í síðustu könnun í septem­ ber. Framsóknarf lokkurinn missir rúmlega hálft prósent og mælist nú með 7,3. Sjálfstæðisflokkurinn dalar einnig lítillega og mælist með 22,9 prósenta fylgi. Vinstri Græn vinna tap ríkisstjórnarinnar þó að einhverju leyti upp, eða um hálft prósent. Stendur fylgi þeirra nú í 10,2 prósentum. Miðflokkurinn dalar um 0,8 pró­ sent. Mælist f lokkurinn nú aðeins með 6,7 prósenta fylgi og hefur ekki verið lægri í könnunum síðan í mars árið 2019, eða um það leyti sem siðanefnd Alþingis var að taka Klausturmálið fyrir. Flokkur fólksins stendur nokk­ urn veginn í stað með 4,7 prósent og Sósíalistar dala um hálft prósent, nú með 3,3. Gengi þetta eftir í kosn­ ingum næði hvorugur f lokkurinn inn jöfnunarmanni. Þeir þrír f lokkar sem hafa verið nokkuð samstíga í stjórnarand­ stöðu, Samfylking, Viðreisn og Píratar, bæta við sig í heildina. Höfðu 41,1 prósent í september en 42,8 nú. Píratar mælast nú næst stærsti f lokkurinn með 17 prósent, bæta við sig rúmum 3 prósentu­ stigum. Samfylking dalar um 1,6 og mælist með 15,6 prósent. Fylgi Við­ reisnar eykst lítillega og stendur nú í 10,2 prósentum. Í yngsta aldurshópnum, 18 til 24 ára, mælist Sjálfstæðisflokkurinn stærstur með 32 prósenta fylgi. Samfylking og Vinstri græn eru einnig vinsæl meðal yngstu kjós­ endanna, með 19 prósent hvor. Enginn svarenda í þeim aldurshópi sagðist vilja kjósa Framsóknar­ flokk, Miðflokk, Flokk fólksins eða Sósíalista. Píratar mælast stærsti f lokkur landsins í tveimur aldurshópunum, það er 25 til 34 ára og 35 til 44 ára. Framsóknarflokkur, Miðflokkur og Sósíalistaflokkur sækja hins vegar mest fylgi til fólks á miðjum aldri, 45 til 54 ára. „Við höfum mælt fyrir mála­ miðlunum, til dæmis í fæðingar­ orlofsmálinu, og verið á varðbergi gagnvart óhóf legum inngripum í að fólk fái að velja eigin leiðir,“ segir Smári McCarthy þingmaður Pírata, aðspurður um hvers vegna flokkurinn sé að ná til fólks á barn­ eignaraldri. Þungt sé yfir í efna­ hagslífinu og Píratar hafi beitt sér fyrir að stuðningur hins opinbera fari ekki í of þröngan farveg. Smári vill ekki nefna neina ákveðna flokka sem Píratar kynnu að mynda ríkisstjórn með, yrði það möguleiki næsta haust. „Ég verð ekki með í næstu kosningum en það er eðli Pírata að leita eftir frjáls­ lyndum og framsýnum flokkum til samstarfs,“ segir hann. Könnunin var send á könnunar­ hóp Zenter rannsókna og svartími var frá 11. til 19. desember. Í hópnum voru 2.500 einstaklingar á Íslandi, átján ára og eldri og voru svör þeirra vegin eftir kyni, aldri og búsetu. Svarhlutfall var 52,8 prósent. – khg Lægsta mæling Miðflokks frá Klausturmáli Fylgi Miðflokksins hefur verið á niðurleið í haust og hefur ekki mælst lægra síðan Klausturmálið var í hámæli. Ríkisstjórnarflokkarnir dala eilítið en þrír stjórnarandstöðuflokkanna bæta við sig. Píratar eru vinsælastir hjá fólki á barneignaraldri. ✿ Fylgi flokkanna samkvæmt könnunum Fréttablaðsins 0% 5% 10% 15% 20% 25% 30% Sjálfstæðis- flokkurinn Sam- fylkingin Píratar VG Viðreisn Framsóknar- flokkurinn Mið- flokkurinn Flokkur fólksins Sósíalista- flokkurinn n Desember 2020 n September 2020 n Niðurstöður kosninga 2017 Ég verð ekki með í næstu kosningum en það er eðli Pírata að leita eftir frjálslyndum og fram- sýnum flokkum til samstarfs. Smári McCarthy, þingmaður Pírata Meira á frettabladid.is „Það var mjög gott að fá þau hingað og fyrir þau að sjá þetta með eigin augum,“ segir Björt Sig finnsdóttir, íbúi á Seyðisfirði, um heimsókn ráðherra í gær sem kynntu sér aðstæður eftir skriðuföllin. Björt, sem sést hér faðma forsætisráðherra, upplifði mikinn ótta þegar skriða féll rétt við hús foreldra hennar. Inni í húsinu voru bræður hennar og faðir. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.