Fréttablaðið - 23.12.2020, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 23.12.2020, Blaðsíða 32
RITSTJÓRN ritstjorn@frettabladid.is AUGLÝSINGADEILD auglysingar@frettabladid.is PRENTUN Torg ehf. DREIFING Póstdreifing ehf. dreifing@postdreifing.is 550 5000 Jónu Hrannar Bolladóttur BAKÞANKAR Kunningjakona mín var svo óheppin um daginn að rek-ast á eina túristann í Reykja- vík þar sem hún stóð við jólakött- inn í Austurstræti. Ferðamaðurinn spurði hana um hlutverk þessa illúðlega dýrs í jólahefðum land- ans. Hún hóf að lýsa fjölskyldunni sem héldi þetta gæludýr en áttaði sig brátt á því að hún væri komin í ógöngur og skorti bæði hugtök og hugrekki til að lýsa hinni vanvirku og skelfilegu fjölskyldu þar sem hegðunarraskanir, of beldisfíknir og margháttað annað markaleysi ræður ríkjum. Þótt við notum von- andi sögurnar ekki lengur til að hræða börn til hlýðni þá vita allir meðvitaðir uppalendur að enn í dag eru margar grýlurnar, leppa- lúðarnir og jólasveinarnir, og því miðlar sagnahefðin um Grýlu og hennar hyski mikilvægri þekkingu á markaleysi og of beldi. Það sannast núna að jólin eru fyrst og síðast tengslahátíð. Flest sakna þess sárt að hitta ekki frændgarð sinn á meðan sum eru dauðfegin vegna vanvirkra og meiðandi tengsla. Þótt ég f lytji ljóð Jóhannesar úr Kötlum um Grýlu og co. með tilþrifum fyrir barna- börnin, þá nýt ég þess best að segja þeim söguna af palestínsku fjöl- skyldunni frá Mið-Austurlöndum. Þar birtist fólk sem tekur virka afstöðu til verkefna sinna og hefur til að bera æðruleysi, auðmýkt og lotningu fyrir lífinu. Jósef og María mæta kerfislægu ranglæti og hjartakulda en ganga fram í styrkleika sem á rætur í undrun og þakklæti. Þau sýna einstaka félags- hæfni og megna í samvinnu við ókunnugt fólk að skapa nýfæddu barninu öryggi og skjól. Sagan af Jesúbarninu er saga um alger aðal- atriði. Þess vegna verður hún alltaf sögð og aldrei þögguð. Kæru lesendur, ég óska ykkur gleðilegra jóla. Grýla og co. Vínkælar Fyrir heimilið FRÁBÆRT ÚRVAL Höfðabakka 9, 110 Reykjavík E L D H Ú S A L L R A L A N D S M A N N A Okkar bestu óskir um gleðileg bókajól og farsælt komandi ár! Beint í bílinn úr lúgunni siminn.is 30 daga Sjónvarp Símans Premium fylgir! Tilboð Samsung spjaldtölva 24.990 kr. 34.990 kr. Þú átt skilið Enska boltann um jólin. Það verða beinar útsendingar á Síminn Sport yfir hátíðarnar og vönduð umfjöllun í desert þar sem Tómas Þór og félagar sjá til þess að þú missir ekki af neinu.  Svona á sjónvarp að vera. Fáðu áskrift á siminn.is Órjúfanlegur hluti af jólahátíðinni

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.