Fréttablaðið - 23.12.2020, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 23.12.2020, Blaðsíða 28
EINN ÞÁTTURINN MUN TAKA SVOLÍTIÐ Á ÞESSU EN ÞAÐ AÐ TALA UM KLÁM OG GAGNRÝNA KLÁM VIRÐIST BARA VERA ELDFIMT. SÍMAR AUGLÝSINGADEILDIR – AUGLÝSINGASTJÓRI: Gústaf Bjarnason gustaf@frettabladid.is ALMENNAR AUGLÝSINGAR: SÍMI 550 5050: Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson, hlynur@frettabladid.is , Sigfús Örn Einarsson sigfus@frettabladid.is, Örn Geirsson orn.geirsson@frettabladid.is FÓLK/SÉRBLÖÐ SÍMI 550 5077: Atli Bergmann atli@frettabladid.is, Arnar Magnússon arnarm@frettabladid.is, Jóhann Waage johannwaage@frettabladid.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@frettabladid.is, FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Elín Albertsdóttir elin@frettabladid.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 550 5056: Hrannar Helgason hrannar@ frettabladid.is, Viðar Ingi Pétursson vip@frettabladid.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 550-5055: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@frettabladid.is Jólaopnun Jólaþorpið opið frá 16-22:00 Umræðan sem hefur ver ið í k r ing um sumt sem ég hef gert hefur gert menn reiða en ég held að þessir þættir séu ekki meira stuðandi heldur en annað sem ég hef verið að gera,“ segir Þorsteinn V. Einarsson um sjónvarpsþættina Karlmennskan sem byrja á Hringbraut á mánu­ daginn. „Ég held að ég sé kannski jafnvel mögulega að sýna fram á að það sem ég hef verið að gera hingað til er ekki jafn mikil persónuleg árás á karlmenn og menn hafa viljað láta í veðri vaka,“ heldur Þorsteinn áfram og bætir við að þættirnir séu einhvers konar sjálfstætt afsprengi samnefnds samfélagsmiðlaverk­ efnis. #karlmennskan „Þetta sprettur í rauninni upp af myllumerkinu #karlmennskan þar sem karlar voru að deila frásögnum úr lífi sínu. Bara af upplifun sinni af karlmennskuhugmyndum, bæði á jákvæðan og neikvæðan hátt. Þetta verður að þessum samfélagsmiðli, fyrst og fremst á Facebook, þar sem ég er svona að velta upp þessum karlmennskuhugmyndum. Hvað karlmennska er og allt þetta,“ segir Þorsteinn um nettengingu þátt­ anna. „Það má alveg segja að þetta séu viðtalsþættir sem hverfast um til­ tekið málefni hverju sinni,“ segir Þorsteinn sem ræðir bæði við sér­ fræðinga og fólk með reynslu. Meðal annars um klám, of beldi gegn körlum, sjálfsvíg karla og auð­ vitað karlmennsku.“ Og þar f lækj­ ast málin. Einfalda skýringin „Það færi eiginlega heil blaðsíða í að svara því. Það er eiginlega ekki hægt að segja hvað karlmennska er vegna þess að um leið og ég segi „þetta er karlmennska“ þá verður einhver brjálaður,“ svarar Þorsteinn þegar hann er spurður hvað karlmennska sé. „Og ef ég útskýri karlmennsku einhvern veginn öðruvísi þá þætti svarið ekki fullnægjandi. Þannig að í grunninn getum við kannski sagt bara að karlmennska er það sem er talið hæfa körlum og drengjum best hverju sinni í hverju samfélagi í tengslum við menningu, stað og stund og svo framvegis. Ef ég ætti að gefa einhverja mjög einfalda skýringu á karlmennsku myndi ég segja að það væri það sem einkennir karla eða drengi og telst eftirsóknarvert meðal þeirra. Þá erum við að tala kannski helst um hegðun og viðhorf. Ég vonast til að ég fái kannski fleiri í lið með mér að gagnrýna þær karlmennskuhugmyndir sem eru ekki gagnlegar fyrir hvorki karlana sjálfa né samfélagið í heild sinni,“ segir Þorsteinn um þættina sem hann útilokar ekki að muni stuða einhverja. Klámvörnin Klámið virðist til dæmis einhverra hluta vegna sérlega viðkvæmt fyrir gagnrýni. Jafnvel þótt of beldisvið­ bjóðurinn sem hefur grasserað á PornHub hafi nýlega verið dreginn fram úr skúmaskotum þessarar stærstu klámveitu heims. „Einn þátturinn mun taka svo­ lítið á þessu en það að tala um klám og gagnrýna klám virðist bara vera eldfimt. Það er bara eins og maður sé einhvern veginn að ráðast á frið­ helgi einkalífsins. Eða eitthvað. Bara eins og það sé fáránlegt viðhorf að vera gagnrýninn á þetta klám.“ Þorsteinn segist til dæmis hafa farið víða og rætt um karlmennsku í grunnskólum og framhaldsskólum og þegar hann talar um klám sem of beldi í umræðum þar sé hann stundum spurður hvort hann sé ekki að grínast. „Meira að segja svolítið gamlar rannsóknir sem hafa verið gerðar á klámi hafa sýnt að 90% af því klámi, sem sagt er kynörvandi myndefni sem finnst á þessum meginstraums­ klámveitum, er kynferðisof beldi. Það er bara skilgreint sem kyn­ ferðisof beldi,“ segir Þorsteinn sem byrjar að vaða í viðkvæmu karl­ mennskumálin á Hringbraut mánu­ daginn 28. desember. toti@frettabladid.is Þorsteinn tekur fyrir karlmennsku og klám Þorsteinn V. Einarsson hefur vakið umræður og deilur undir #karlmennskan sem hann ætlar að teygja yfir í sjónvarp og taka á klámi, ofbeldi og karlmennskunni í nýjum þáttum á Hringbraut. Þorsteinn V. Einarsson hefur vakið athygli og hressilegt umtal með #karlmennskan sem hann þróar nú áfram í sjónvarpi með þáttunum Karlmennskan sem eru að fara af stað á Hringbraut. FRÉTTABLAÐIÐ/ ANTON BRINK 2 3 . D E S E M B E R 2 0 2 0 M I Ð V I K U D A G U R24 L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.