Feykir - 10.04.2019, Blaðsíða 7
skírnir, fermingar, brúðkaup,
jarðarfarir og svo náttúrulega
athafnir eins og setningu
Sæluviku og þess háttar.
Einnnig hafi hópurinn alltaf
verið í góðu samstarfi við
Byggðasafnið og haft það fyrir
sið að heimsækja Glaumbæ á
kvenréttindadaginn, 19. júní,
og á síðasta ári þegar Sigríður
Sigurðardóttir lét af störfum
sem safnstjóri fór hópurinn
prúðbúinn og kvaddi hana.
Eins og áður segir var
Pilsaþytur óformlegt félag þar
til nýlega. „Við stofnuðum
hóp á Facebook, ég held að
félagarnir þar séu um 40
en það eru tæplega 20 sem
eru í þessu nýja formlega
félagi,“ segir Ásta. Það var
svo hinn 10. mars sem félagið
Pilsaþytur í Skagafirði var
stofnað formlega og var það
gert í baðstofunni í Glaumbæ
sem auðvitað var vel við hæfi.
Ásta segir að í sjálfu sér hafi
formlegheitin ekki miklar
breytingar í för með sér fyrir
starfsemi hópsins, heldur sé
ástæðan fyrst og fremst sú að
þær séu alltaf að sýsla eitthvað
með peninga og þá sé auðvitað
mikið betra að hafa sérstakan
bankareikning fyrir félagið á
eigin kennitölu. Við vorum tíu
sem mættum á stofnfundinn,
átta uppáklæddar, en vorum
17 sem vorum búnar að
melda okkur sem formlega
stofnfélaga. Við erum því 17
sem erum félagar í dag en
kannski svona tíu sem erum
virkastar. Stjórnarkonur eru
Ásta Ólöf Jónsdóttir, Jóhanna
Björnsdóttir og Sigríður
Ingólfsdóttir. Til vara er
Jóhanna Birgisdóttir."
En fylgja félagsaðildinni
einhverjar kvaðir?
„Í sjálfu sér ekki. Við ákváðum
að hafa félagsgjald, 1.000
krónur fyrsta árið, en ég hef
alltaf lagt mikla áherslu á að
þetta á ekki að vera kvöð.
Auðvitað er einhver kvöð fyrir
þá sem eru í stjórn og ef um
einhverjar uppákomur er að
ræða þá fylgir því auðvitað
einhver skipulagningarvinna.
Og þó það séu ekki allir sem eru
í Facebookhópnum formlegir
aðilar þá koma bara þeir sem
það vilja á uppákomur, hvort
sem þeir eru í félaginu eða
ekki. Hins vegar getur vel verið
að við verðum einhvern tíma
með sér uppákomur, einungis
fyrir félagsmenn, en það er
bara eitthvað sem við eigum
eftir að þróa.“
Sýning og ball á Sæluviku
Nú ætlið þið að standa fyrir
viðburði í Sæluviku, í hverju er
hann fólginn?
Við ætlum að vera með
samkomu í Melsgili,
fimmtudagskvöldið 2. maí.
Þangað kemur dansflokkur
frá Akureyri, dansfélagið
Vefarinn, og þau ætla að sýna
okkur þjóðdansa. Sýningin
mun taka um 50 mínútur og á
eftir verður boðið upp á kaffi
og kleinur. Svo vorum við
að hugsa um að efna til smá
harmóníkuballs á eftir. Allir
eru velkomnir og verður selt
inn gegn mjög hóflegu gjaldi.
Aðspurð um hvað sé
fleira framundan hjá félaginu
segir Ásta að líklega séu þær
hættar námskeiðahaldi í bili.
„En Helga Sigurbjörnsdóttir
er enn að kenna og hún á
þátt í mörgum búningum
hér á svæðinu. Áhuginn á
þjóðbúningum hefur aukist,
mér finnst það. Og hann er
náttúrulega töluvert mikill
hér, kannski vegna þess að við
erum þetta sýnilegar. Ég lendi
miklu frekar í því ef ég er fyrir
sunnan á samkomum að ég
sé sú eina sem mæti í svona
búningi.
Þjóðbúningarnir tengjast
auðvitað arfleifðinni og partur
af því sem við erum að gera
er að tengjast henni og skila
til komandi kynslóða. Margar
þessar ungu konur bera
þessa búninga með miklum
glæsibrag. En svo er auðvitað
þetta, mér er alveg sama þó ég
sé eins og troðin tunna þegar
ég er komin í búninginn, það
eru sumar sem geta ekki farið
í hann því að þeim finnst þær
verða of feitar í honum. Það er
allt í lagi mín vegna, þær ráða
því alveg, en ég verð ekkert
mjórri og ekki feitari við að
fara í búninginn, ég er bara
eins og ég er og mér finnst
gaman að fara í búninginn og
þó að ég sjái fullt af konum
sem eru miklu glæsilegri en ég
þá breytir það því ekki að ég
megi ekki nota minn búning.
Mér finnst við ekkert eiga að
vera með einhvern hauspoka
þó það séu einhverjar aðrar
flottari. Ég get alveg verið
flottari í einhverju öðru en það
er bara ekki eins áberandi,“
segir Ásta og glottir lítillega.
Samkoma Pilsaþyts í
Melsgili verður auglýst í
Sæluvikudagskránni og hvetur
Ásta fólk til að líta þar við
og horfa á sýninguna, þiggja
kaffi og meðlæti og taka svo
sporið við undirleik dunandi
harmóníkuspils. „Við ætlum
ekki að selja dýrt inn, 1.500
kall og svo verður afsláttur ef
þú mætir í þjóðbúningi eða
hátíðarbúningi, þá færðu þetta
á 1.000 kall. Þangað verða
allir velkomnir, alveg óháð því
hvort fólk klæðist þjóðbúningi
eða ekki,“ segir Ásta að lokum.
Frá stofnfundi Pilsaþyts 10. mars 2019. Efst er Guðrún Ingólfsdóttir, næst koma
Ásta Ólöf Jónsdóttir og Guðbjörg Elsa Helgadóttir, þá Jóhanna Birgisdóttir og Birna
Jónsdóttir, Hulda Þórsdóttir og Jóhanna Björnsdóttir og neðst er Rósa Róarsdóttir.
Ásta Ólöf Jónsdóttir, Finnur Alexander Lazar Sorinsson og Sigurjóna Sóldís
Friðriksdóttir á sýningu í íþróttahúsinu á Sauðárkróki í maí 2018.
Ásta segir að búningunum megi klæðast við nánast öll tækifæri. Hér er slakað
á eftir sýningu á Prjónagleði á Blönduósi. Sigurjóna Sóldís Friðriksdóttir (blár
búningur) og Ásta Ólöf Jónsdóttir (rauður búningur).
Sigríður Ingólfsdóttir og Ásta Ólöf Jónsdóttir, uppáklæddar í grenjandi rigningu við
setningu landsmóts UMFÍ 2018.
Sigríður Ingólfsdóttir og Geir Eyjólfsson á sýningu í íþróttahúsinu á Sauðárkróki
í maí 2018.
14/2019 7