Feykir - 22.05.2019, Page 7
Verkefnastjóri vegna
móttöku flóttafólks til
Blönduóss er Þórunn Ólafs-
dóttir sem m.a. hefur sinnt
fjölbreyttum verkefnum
með flóttafólki í Grikklandi
ásamt því að hafa verið
verkefnastjóri hjá Hafnar-
fjarðarbæ í málefnum
umsækjenda um alþjóðlega
vernd. Maður hennar, Kinan
Kadoni, starfar með henni
sem túlkur, stuðningsfulltrúi
og menningarmiðlari en
hann er Sýrlendingur og
hefur unnið að þessum
málum, meðal annars sem
túlkur og menningarmiðlari
bæði á Ísafirði og í Reykjavík.
Einnig hefur hann starfað
í Belgíu og Grikklandi,
meðal annars með Rauða
krossinum og Læknum án
landamæra.
Þórunn segir að hennar helsta
verkefni sé að vera tengiliður
sveitarfélagsins við hópinn og
þær mörgu stofnanir sem koma
að móttökunni á einn eða annan
hátt. Starfið er mjög fjölbreytt og
enginn dagur alveg eins. „Undir-
búningurinn hefur gengið mjög
vel en hefði aldrei gengið upp ef
ekki væri fyrir allt frábæra fólkið
sem að honum kom. Þá vil ég
sérstaklega nefna sjálfboðaliða
Rauða krossins sem lögðu á sig
mikla vinnu, sérstaklega á loka-
sprettinum. Meðal verkefna
þeirra var að afla húsbúnaðar og
gera húsnæðið huggulegt og
tilbúið áður en fólkið kom. Vil ég
nota tækifærið og þakka öllum
sem lögðu sitt af mörkum á einn
eða annan hátt. Ég finn að fólk er
að vanda sig mikið og það er
mikill kærleikur í þessu öllu.“
Skynjar jákvæðni
og bjartsýni
Hópurinn sem kom til Blönduóss
samanstendur af sex fullorðnum
og níu börnum. Seinna í sumar
bætist svo ein fjölskylda í hópinn
og þá telur hópurinn alls 21, átta
fullorðna og 13 börn á aldrinum
2-15 ára. Þórunn segir að
bæjarbúar hafi tekið hópnum
mjög vel. „Ég hef fengið fjöl-
margar fyrirspurnir frá bæjar-
búum sem vilja aðstoða eða bara
vita hvernig gengur og óska
fólkinu alls hins besta. Ég get
auðvitað ekki tjáð mig fyrir hönd
allra íbúa á Blönduósi, en mín
stutta reynsla af samfélaginu
hérna er góð og það er mín
upplifun að það skipti fólk máli
að hópnum líði vel hérna hjá
okkur. Það eru mikil viðbrigði að
flytjast í svo gjörólíkt umhverfi,
en ég hef ekki heyrt annað en að
fólki lítist bara vel á við fyrstu
kynni. Þau eru auðvitað bara
nýkomin og enn að kynnast
bænum og bæjarbúum, en ég
skynja jákvæðni og bjartsýni.
Sumum þykir ansi kalt, en það
var viðbúið og venst vonandi
með tíð og tíma.“
Fjölskyldurnar hafa fengið
sínar stuðningsfjölskyldur sem
eiga að hjálpa fólkinu að fóta sig í
samfélaginu. Þórunn segist vita
að Rauði krossinn geti enn bætt
við fleiri fjölskyldum eða ein-
staklingum í þann hóp og vill hún
hvetja fólk sem hefur hugleitt að
gerast stuðningsaðilar að hafa
samband við Rauða krossinn og
fá betri upplýsingar.
En er Blönduós góður staður
til að taka á móti flóttamanna-
hópum?
„Já, það er ég sannfærð um.
Blönduós býr líka að fyrri reynslu
af slíkri móttöku, en fyrir 20 árum
kom hingað hópur af fólki frá
fyrrum Júgóslavíu. Slík reynsla
nýtist auðvitað alltaf vel við
aðstæður sem þessar. Það þarf
vilja, jákvæðni og góðan skammt
af kærleika til að svona gangi vel.
Ég sé ekki betur en að hér sé nóg
af þessu öllu. Ofan á þetta bætist
svo allt frábæra fagfólkið sem
starfar hér í sveitarfélaginu og
mun sinna fólkinu á einn eða
annan hátt.“
Þórunn segir að í nógu sé að
snúast þessa dagana. „Það þarf
bæði að sinna allskonar pappír-
svinnu og praktískum málum
sem fylgja því að setjast að í nýju
landi. En við erum líka að vonast
til að finna góðan tíma til að kíkja í
sauðburð og annað skemmtilegt.
Á morgun ætlum við t.d. að kíkja í
heimsókn á Hvammstanga. Ég
hef mjög góða tilfinningu fyrir
þessu verkefni. Það er auðvitað
stórt og viðamikið en ég finn að
fólk hefur trú á þessu og vill að
þetta gangi vel. Fólkið sjálft býr
svo auðvitað yfir fjölbreyttum
hæfileikum og reynslu sem
mun án vafa nýtast samfélaginu
hérna til góðs. Börnin eru strax
farin að eignast vini og það er
gott að sjá þau leika sér og fá að
vera börn í þessu friðsæla og
fallega umhverfi. /FE
kunnátta ekki almenn hjá
fólkinu. „Ég veit bara um eina
konu og svo eru einhverjir
karlar sem skilja allavega
eitthvað. En það er svo gaman
að þau eru bara strax komin
með stílabækur og farin að
skrifa niður orð á íslensku.
Þetta er þriðji dagurinn og í
morgun heilsuðu þau öll með
„góðan daginn“ og kvöddu
með „bless“. Þetta er mjög
flottur hópur.“
Eins og gefur að skilja eru
siðir og venjur Sýrlendinganna
í mörgu frábrugnar okkar.
Liljana segir að þetta sé þó
mjög afslappaður hópur.
„Fólkið er mismikið trúað.
Það eru bara tvær af fimm
fjölskyldum sem eru að fasta
þó það sé Ramadan. En þetta
fólk borðar Halal kjöt og
konurnar eru með slæður. En
karlmennirnir heilsa allir með
handabandi.“ Og til merkis um
hvað fólkið er opið og tilbúið
að prufa nýja hluti þarf Liljana
nú að kveðja þar sem hún hafði
lofað að fara í sund með einni
fjölskyldunni.
Sýrlensku fjölskyldurnar
hafa allar búið í Líbanon við
bágbornar aðstæður síðustu
þrjú til fimm árin og hafa
væntanlega upplifað ýmislegt.
Guðrún segir að óneitanlega
verði spennufall hjá fólkinu.
„Þess vegna er ég svo fegin að
við erum svona mörg sem þau
geta leitað til, því meira sem
við erum til staðar, því meira
öryggi. En auðvitað er þetta
erfitt, að koma til nýs lands
og vita ekki hvort hægt er að
treysta því að allt sem sagt var
muni standast. Við þurfum
að gefa þeim svigrúm og
leyfa hlutunum að taka tíma,
þau þurfa að læra að treysta
okkur og við þurfum smám
saman að fara að gera kröfur
á þau. Við verðum að sleppa
höndunum af þeim smátt og
smátt. Verkefni Rauða krossins
stendur bara í eitt ár en
sveitarfélagsins í tvö. Svo fylgja
félagsráðgjafar þeim áfram ef
með þarf.
Túlkarnir segja mér að fólki
sem kemur á minni staði líði
betur. Arabarnir eru líka mjög
mikið fjölskyldufólk þannig að
það að búa í litlu samfélagi þar
sem eru mikil fjölskyldutengsl
hentar vel fyrir þá. Mín reynsla
er sú að fólkið er rosalega
ánægt að búa í þessum litlu
samfélögum, þetta er kannski
eins og að skapa pínu hreiður,
svo getur það flogið hvert sem
er,“ segir Guðrún að lokum og
er bjartsýn á framtíð nýbúanna
í Húnaþingi.
Hvammstanga næstu vikurnar
og annast fræðslu fyrir fólkið
ásamt því að vera túlkur.
„Hann er svona svolítið talinn
vera stórstjarnan okkar í túlka-
og menningarmiðlaramálum
og hefur líka mjög mikla
reynslu og innsæi. Svo höfum
við Þórunni og Kinan á
Blönduósi og þau hafa mikla
reynslu.“
Flóttamennirnir sem komu
til Hvammstanga eru frekar
ungt fólk. Sá elsti er 39 ára en
allir hinir undir 31 árs aldri
og börnin mörg. Til að byrja
með fer hópurinn í samfélags-
fræðslu og íslenskukennslu og
börnin hefja svo skólagöngu
í haust. Liljana segir skólana
vel undirbúna fyrir verkefnið.
Leikskólinn hefur reynslu af að
taka á móti börnum þar sem
báðir foreldrar eru erlendir
og tala enga íslensku þannig
að þar er ákveðin reynsla og
prógramm sem farið er eftir.
Grunnskólinn byrjaði undir-
búning um leið og ákvörðunin
um móttökuna var tekin. Þar er
búið að ráða manneskju sem
verður með aðlögunarprógram
fyrir börnin í sumar og
skipuleggur íslenskukennslu
fyrir þau. Liljana segir að
skólastjórar beggja skólanna
séu búnir að heimsækja börnin
sem geti varla beðið eftir að
komast í skólann.
Lítil samfélög henta
Aröbunum vel
Að sögn Liljönu er ensku-
Þórunn Ólafsdóttir, verkefnastjóri á Blönduósi
Fólk hefur trú á þessu og vill að þetta gangi vel
Kinan og Þórunn. MYND: FE
20/2019 7