Feykir


Feykir - 22.05.2019, Side 9

Feykir - 22.05.2019, Side 9
Lista- og vísindasmiðjur á Norðurstrandarleið Íbúar Norðurlands vestra hvattir til að taka þátt í verkefninu Stefna á þátttakendum í fimm fjörur á Norðurlandi vestra þann 25. maí næstkomandi. Byrjað verður á því kl. 10 að safna saman rusli og í framhaldinu verða reistar vörður undir leiðsögn listamanna frá Listaháskóla Íslands, Nes listamiðstöð á Skagaströnd og Textíllistamiðstöðinni á Blönduósi. Reiknað er með því að dagskránni verði lokið í síðasta lagi kl. 16. Tvær fjörur eru staðsettar við Sauðárkrók, ein við Hvammstanga og tvær úti á Skaga. Markmiðið með verkefn- inu er að auka þekkingu almennings á umhverfis- málum og mengun hafsins. Þema smiðjanna er „Varða“ en talið er að maðurinn hafi reist sér vörður allt frá steinöld. Textílmiðstöð Íslands á Blönduósi stýrir verkefninu í samstarfi við Biopol á Skagaströnd en tveir vísindamenn hjá Biopol eru búnir að þræða norður- ströndina til að skoða fjörur þar sem rusl berst að landi. Styrkur fékkst til verkefn- isins bæði frá Uppbygg- ingarsjóði og Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu og að sögn Lee Ann Maginnis, verkefnisstjóra, hefur undir- búningur verkefnisins gengið vel. ,,Sú hugmynd kom upp að fá ungmennasamböndin á svæðinu með í verkefnið en þau búa yfir miklum mann- auð sem hægt er að nýta í verkefnið. Sveitarfélögin hafa líka öll tekið mjög vel í þetta og núna er verkefnið á lokametr- unum en verið er að afla leyfis landeigenda til að fara í fjörurnar.“ Í verkefninu felst að vísindin og listirnar leggja saman til að skapa vettvang til að vekja athygli á þeirri ógn sem mengun hafsins er lífi á jörðinni. Þátttakendur á hverjum stað ákveða undir leiðsögn þess listafólks sem leiðir þá vinnu hvernig þeir skilgreina sína vörðu og með hvaða hætti hún varpar ljósi á eða leggur til lausn/lausnir á mengun hafsins. ,,Nákvæm staðsetning á fjörunum verður aðgengileg á heimasíðu Textílmiðstöðvar- innar, www.textilmidstod.is og frekari upplýsingar. Ég vil hvetja íbúa á Norðurlandi vestra til að taka þátt í verk- efninu með okkur og mæta í fjörurnar. Við mælum líka með því að þátttakendur komi með sína eigin kaffibolla til að minnka ruslið sem kemur frá okkur mannfólkinu“ segir Lee Ann að lokum. Boðið verður upp á kaffi og kakó á staðnum. Verkefnið verður í framhaldinu kynnt sem hluti af opnun Norður- strandarleiðarinnar þann 8. júní næstkomandi á „Degi hafsins“. Lee Ann á Blöndubökkum. AÐSEND MYND 20/2019 9 Snotur sem sumardagur Feykir.is Birkir LG Jullum / pínaó og hljómborð „Hef nú ekki mikið um að velja fyrir utan sálmabókina á sunnudagsmorgnum“ ( TÓN-LYSTIN ) oli@feykir.is Birkir á góðu götuhorni. MYND ÚR EINKASAFNI Síðast skaust Tón-lystin út fyrir landsteinana eftir viðfangsefni og nú endurtökum við leikinn því að þessu sinni heilsum við upp á Birki Lúðvík Guðmundsson Jullum sem er atvinnumaður í faginu og gerir út frá 800 manna bæ, Lyngseidet, í Lyngen-firði í Norður- Noregi. Birkir er fæddur árið 1969 og uppalinn á Króknum, sonur Elínar Halldóru Lúðvíksdóttur og Guðmundar skipstjóra Árnasonar. Píanó og hljómborð hafa leikið í höndunum á Birki frá fyrstu tíð en hann var hljómborðsleikari í hljómsveitinni Herramönnum frá Sauðárkróki ásamt skólabræðrum sínum. Hann tók einnig þátt í að starta hljómsveitinni Spútnik ásamt Stjána Gísla og sú sveit poppar upp annað veifið þó Birkir sé víðs fjarri. „Ég flutti til Noregs árið 2000 og var mjög heppinn með að geta unnið áfram í tónlistinni. Ég hef ferðast um allan Noreg, frá syðsta punkti til nyrsta punkts (Lindesnes til Nordkapp) í fleiri ár vegna tónlistarinnar og síðasta verkefnið sem ég hef verið að vinna að er tónleikaröð til heiðurs Unit Five sem var vinsæl hljómsveit frá Hammerfest í Norður-Noregi.“ Unit Five seldi yfir 250 þúsund plötur og átti sín bestu ár á milli 1978-1982. Birkir fékk það verkefni að fá að heiðra hljómsveitina og lýkur tónleikaröðinni ekki fyrr en á næsta ári. Hvaða lag varstu að hlusta á? Chicago, lagið Now. Uppáhalds tónlistartímabil? 1980-1990. Hvaða tónlist fær þig til að sperra eyrun þessa dagana? Eiginlega allt saman en það eru nú gömlu góðu snillingarnir frá 1970 – 1990 sem sköpuðu veginn fyrir mig i tónlistinni. Hvers konar tónlist var hlustað á á þínu heimili? Mest það sem var á gömlu gufunni en pabbi hlustaði á Ivan Rebroff og líkaði líka The Platters og svo voru það sjómannalögin að sjálfsögðu. Hver var fyrsta platan/diskurinn/kasettan/niðurhal- ið sem þú keyptir þér? Guð min góður! Fyrsta platan sem ég eignaðist var með íslenskri barnastjörnu sem heitir Hanna Valdis og fyrsti geisladiskurinn var með enska dúettnum BROS. Hrein skelfing eiginlega en það var ekki mikið úrval af diskum í Skaffó þegar fyrstu geislaspilararnir komu í bæinn. Hvaða græjur varstu með á þessum tíma? Stereó- græjurnar sem ég fékk í fermingargjöf frá foreldrunum, Marantz plötuspilari / magnari, útvarp og kasettutæki fra Unisound og Las Vegas hátalarar. Keypt i raftækja- versluninni hans Itta á Króknum á sínum tíma. Hvert var fyrsta lagið sem þú mannst eftir að hafa fílað í botn? Strax í dag með Stuðmönnum. Hvaða lag getur eyðilagt fyrir þér daginn eða fer óstjórnlega í taugarnar á þér? Have You Ever Seen the Rain med CCR. Ég hef spilað það lag aðeins of oft í gegnum árin þegar ég hef spilað á börum og skemmtistöðum á Íslandi og hérna í Noregi. Þú heldur dúndurpartí í kvöld, hvað læturðu hljóma í græjunum til að koma öllum í stuð? Komnar nýjar græjur í hús svo það verður Chicago og fín 80´s músik í kvöld [23. apríl]. Fæ reyndar einn góðan félaga og konuna hans í heimsókn í kvöld svo það verður smá tími í litla hljóðverinu mínu þar sem við vinnum aðeins með tónlistina hans og síðan verður farið upp á aðra hæð og hlustað á góða tónlist og whiskey og nice! Þú vaknar í rólegheitum á sunnudagsmorgni, hvað viltu helst heyra? Venjulega á sunnudögum fer ég i vinnunna kl. 9 til að spila í guðsþjónustu þar sem ég vinn sem organisti hérna i Lyngen í norður Troms-fylki. Þannig að ég hef nú ekki mikið um að velja fyrir utan sálmabókina á sunnudagsmorgnum ;o) Þú átt þess kost að fara hvert sem er í heiminum og skella þér á tónleika. Hvert færirðu, á hvaða tónleika og hvern tækirðu með þér? Kannski færi ég til tunglsins ... það væri svolítið öðruvísi. Ég var svo heppinn að vera á tónleikum með sjálfum Tom Jones í Dublin fyrir fjórum árum síðan og ferðafélagi minn er jafnan konan mín, Søssa Jullum, að sjálfsögðu. Hvað músík var helst blastað í bílnum þegar þú varst nýkominn með bílpróf? C'est La Vie með Robbie Nevil. Hvaða tónlistarmaður hefur þig dreymt um að vera? Enginn! Málið var aldrei að líkjast einhverjum en það voru margir góðir sem ég lít upp til. Eyþór Gunnars er sá tónlistarmaður sem heillaði mig mest þegar ég var að byrja að spila á hljómborðið. Mezzoforte eru nú strákarnir okkar á Íslandi sem kunnu þetta. Þá var Jakob Frímann Magnússon í Stuðmönnum líka einn af mínum uppáhalds hljómborðsleikurum. Hver er að þínu mati besta plata sem gefin hefur verið út? Dark Side of the Moon med Pink Floyd og Thriller med Michael Jackson. Sex vinsælustu lögin á Playlistanum þínum? Sex lög!? Að finna lög er ekki einfalt. Það sem ég get sagt er að Michael Jackson, Whitney Houston og Sting eru þær stórstjörnur sem mér líkaði best. En fyrir mér hefur öll tónlist rétt á sér og svo er það eftir hverjum og einum að líka það sem manni líkar.

x

Feykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.