Feykir


Feykir - 22.05.2019, Page 10

Feykir - 22.05.2019, Page 10
Team Rynkeby hjólar til Parísar Skagfirðingur í íslenska liðinu Hjólahópurinn staddur fyrir utan sundlaugina í Varmahlíð áður en hann hélt í smá skrepp á Krókinn og til baka. Um síðustu helgi var íslenska Team Rynkeby hjólaliðið með æfingu á Norðurlandi og hjólaði m.a. í Skagafirði. Team Rynkeby er samnorrænt góðgerðastarf þar sem þátttak-endur þess hjóla á hverju ári til Parísar til styrktar krabbameinssjúkum börnum og fjölskyldum þeirra. Skagfirðingurinn Sigurður Ingi Ragnarsson er einn þátttakenda og segist hann hlakka mikið til fararinnar. Á heimasíðu Team Rynkeby kemur fram að það var stofnað árið 2002 þegar ellefu hjólreiðamenn sem tengdust Rynkeby Foods í Danmörku ákváðu að hjóla til Parísar til að sjá lok Tour de France hjóla- keppninar. Rynkeby Foods var aðalstyrktar- aðili ferðarinnar en önnur fyrirtæki aðstoð- uðu einnig. Reyndar stóðu þátttakendurnir í fyrsta Team Rynkeby-liðinu sig svo vel í að safna styrkjum að þeir sátu eftir með 727.000 króna hagnað þegar liðið sneri aftur til Danmerkur að viku liðinni. Team Rynkeby gaf peningana til deildar krabba- meinssjúkra barna við háskólasjúkrahúsið í Óðinsvéum í Danmörku og þar með var hefðinni komið á. Í dag samanstendur Team Rynkeby af 2.100 hjólreiðamönnum og 500 aðstoðar- mönnum sem skiptast í 54 lið frá Danmörku, Svíþjóð, Finnlandi, Noregi, Færeyjum, Íslandi og frá Þýskalandi. Þátttakendurnir eru valdir úr þúsundum umsækjenda sem hafa fyllt út umsóknareyðublaðið á heima- síðu Team Rynkeby. Frá Kolding til Parísar Einn þátttakenda er Skagfirðingurinn Sigurður Ingi Ragnarsson. Hann segist hafa sótt fyrst um að komast í liðið fyrsta árið sem átti að hjóla en ekki fengið inngöngu. „En sótti svo um sl. sumar, í byrjun ágúst en mig vantaði einhverja áskorun til að koma mér í og halda mér í formi. Það er auglýst eftir hjólafólki og svo er valið úr og reynt að velja þverskurð þjóðarinnar,“ segir Sigurður sem hefur síðan þá æft sig á hjólinu og safnað peningum. „Það eru allir á eins hjólum og eins klæddir. Þátttakendur þurfa að kaupa sér hjól og búning en við seljum svo auglýsingar á búninginn.“ Hjólað er frá Kolding í Danmörku til Parísar um 1250 km leið en lagt verður af stað 29. júní og endað í París 7. júlí og segir Sigurður verkefnið snúast um að safna pening fyrir krabbameinssjúk börn í viðkomandi landi þátttakenda. „Þetta er þriðja árið sem Ísland tekur þátt en fyrsta árið söfnuðust um níu milljónir, í fyrra u.þ.b. 16 milljónir og vonandi náum við meiru núna. Aðal vinnan fyrir okkur er að koma sér í form til að geta hjólað þessa leið. Fyrsta daginn hjólum við 150 km svo koma þrír 210 km dagar, tveir 150 og svo síðasti dagurinn 50 km en þá hjólum við inn í París. Öll liðin hjóla svipaðar leiðir og svo hittumst við öll liðin í París á laugardeginum þannig að það verður mikið um húllúmhæ þar.“ Sigurður segir íslenska hópinn skipaðan alls konar fólki þar sem sá yngsti er um þrítugt en elsti yfir 60. Sumir eru vanir hjólarar en aðrir nýbyrjaðir til þess að gera. Flestir eru af höfuðborgar- svæðinu en aðrir koma frá Akranesi, Akureyri, Ólafsfirði og Skagafirði. 200 km hjólaðir um helgina Það voru liðsstjórarnir, þau Guðbjörg Þórðar- dóttir og Viðar Einarsson ásamt vinafólki þeirra í Danmörku, sem komu með þetta verkefni til landsins á sínum tíma og fóru með fyrsta liðið árið 2017. Nú er stefnt á þriðju ferðina og hópurinn allur saman kominn á Norðurlandi til að æfa. Sl. laugar- dag var hjólað í Eyjafirði og daginn eftir í Skagafirði. „Við lögðum af stað frá Húsa- bakkaskóla í Svarfaðardal og hjóluðum inn Eyjafjörð, fórum svokallaðan Eyjafjarðarhring og svo aftur til baka og inn Svarfaðardal, rúma 150 km. Þetta var geðveikt og æðislegt veður,“ segir Guðbjörg liðstjóri þegar Feykir ræddi við hana í Varmahlíð áður en hópurinn lagði af stað á Krókinn en Eyjafjarðartúrinn var liður í skylduæfingu hópsins. „Það eru fjórar skylduæfingar sem liðið þarf að taka áður en við leggjum af stað. Fyrst eru það 70 km, síðan 100 km og svo 150 km sem við vorum að taka í gær og þá eigum við eftir að hjóla 200 km skylduæfingu sem verður 1. júní. Ég reikna með að hún verði á Suður- landinu einhvers staðar. Nú ætlum við aðeins að hjóla úr okkur eftir gærdaginn og snúa pedulunum út á Krók og hitta fyrirtæki sem hafa styrkt okkur og til baka.“ Guðbjörg segir alla vera í hörku formi og að verða klárir fyrir stóru ferðina. „Í liðinu eru 36 hjólarar og átta manna aðstoðarteymi en fjórir með okkur núna. Það eru fylgdarbílar sem nesta okkur upp á leiðunum. Till dæmis í gær voru þeir með ávexti og smurt brauð og heita súpu í matarpásunni. Þau sjá um að við verðum ekki svöng og komust á leiðar- enda,“ segir liðsstjórinn sem vill minna fólk á að liðið er með, auk heimasíðunnar team- rynkeby.is, Facebook- og Instagram-síðu; Team Rynkeby Ísland og símanúmer þar sem hægt er að styrkja verkefnið. Ef hringt er í númerið 907 1601 renna 1500 krónur til þess, 907 1602 kr. 3000 og 5000 krónur í númerið 907 1603. /PF Að neðan: Sigurður Ragnars og Guðbjörg Þórðardóttir liðsstjóri. Til vinstri: Sigurður I. Ragnarsson í fullum skrúða. MYNDIR: PF 10 20/2019

x

Feykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.