Feykir


Feykir - 09.10.2019, Qupperneq 2

Feykir - 09.10.2019, Qupperneq 2
Viðbygging við Íþróttamiðstöð Húnaþings vestra á Hvammstanga var vígð í síðustu viku að viðstöddu fjölmenni. Með viðbyggingunni hefur aðstaða í Íþróttamiðstöðinni batnað til muna og þjónusta við íbúana hefur aukist verulega. Sagt er frá vígslunni á vef sveitarfélagsins, hunathing.is. Á vígsluhátíðinni fór Þorleifur Karl Eggertsson, oddviti, yfir sögu byggingarinnar sem að mestu var unnin af heimamönnum. Ráðbarður sf. sá um hönnun hússins sem hófst árið 2016. Fyrsta skóflustungan var tekinn um mitt ár 2017 og var uppsteypu lokið vorið 2018 og var húsinu lokað þá um sumarið. Tók þá við frágangur innanhúss og utan sem lauk nú í haust. Stærð viðbyggingarinnar er 300 m2. Móttaka og aðkoma gesta er nú orðin góð eftir að anddyri var stækkað. Aðstaða til íþróttaiðkunar hefur batnað verulega með góðum þrektækjasal með nýjum tækjum og búnaði og einstöku útsýni yfir fjörðinn. Einnig minni sal sem gefur mörguleika á að vera með hóptíma og fjölbreyttar æfingar. Markmiðið er að koma til móts við fjölbreyttan notendahóp á öllum aldri. Þá hefur aðstaða starfsfólks og kennara batnað. Geymslupláss hefur aukist og er góð áhaldageymsla í húsinu. Aðgengi fyrir fatlaða hefur verið bætt með tilkomu lyftu og nýrra snyrtinga fyrir fatlaða og í byggingunni er nýtt dómaraherbergi með sturtuaðstöðu. Auk þess var eldri búningsaðstaða tekin upp að hluta, loftræsting og myndavélakerfi endurnýjað. Þessar breytingar skapa ný tækifæri til að halda stærri íþróttaviðburði og hægt er að bjóða íþróttafélögum um land allt upp á fyrirtaks aðstöðu fyrir æfingahelgar. Að lokinni yfirferð Þorleifs Karls tók fulltrúi ungmennaráðs Húnaþings vestra, Guðmundur Grétar Magnússon, til máls og að lokum Anton Scheel Birgisson framkvæmdastjóri Ungmenna- sambands Vestur Húnvetninga. Dagskránni lauk með metnaðarfullri sýningu ungmenna sem æfa hestafimleika hjá hestamannafélaginu Þyt. Myndir frá vígslunni má sjá á Facebooksíðu Húnaþings vestra. /FE Mikið hefur verið rætt og ritað um hlýnun jarðar undanfarið og þær loftslagsbreytingar sem mannkyni öllu stendur ógn af og taldar eru af mannavöldum. Hafa vísindamenn, og hinir ýmsu fræðingar, lagt fram gögn því til staðfestingar og því haldið fram að mikið slæmt hljótist af ef ekkert verður að gert. Þeir sem efast um þá þróun hafa verið gagnrýndir harðlega og jafnvel spottaðir enda geti hamfarahlýnun aldrei verið góð. Greta Thunberg hélt þrum- andi ræðu yfir þjóðarleiðtogum á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í New York fyrir skömmu og snupraði þá sem þar sátu og ráða örlögum heimsins. „Þið hafið brugðist okkur, en unga fólkið er farið að skilja svik ykkar. Augu komandi kynslóða stara á ykkur og ef þið kjósið að bregðast okkur, munum við aldrei fyrirgefa ykkur,” hefur Vísir.is eftir Gretu. Þeir sem hafa gagnrýnt Gretu fyrir þessa skeleggu framgöngu eða bent á að hún gæti verið á villigötum og hafi engar frambærilegar lausnir hafa einnig fengið að finna til tevatnsins. En Greta tjáði sig bara um hvernig henni finnst ástandið vera og það er bara gott. Fólk hugsar þá kannski frekar um það hvað það getur lagt af mörkum í baráttunni fyrir betri heimi. Magnús Jónsson fv. veðurstofustjóri, er óbanginn og ritaði athyglisverða grein á Kjarnanum.is í liðinni viku þar sem hann segir heiminn ekki vera að farast vegna loftslagshlýnunar. Aðra þætti telur hann upp sem gætu haft meiri áhrif á mannkynið s.s. eins og offjölgun þess. „Hingað til hef ég ekki misst svefn eða haft áhyggjur af hækkun hita á jörðinni, enda tel ég ekki um neitt neyðarástand (bráðahættu) á því sviði að ræða. Ég reikna heldur ekki með að ég muni lifa það að innihald gróðurhúsalofttegunda í andrúmslofti jarðar muni minnka. En meðan mannkyninu fjölgar jafnmikið og raun ber vitni og krafa um stöðugt meiri hagvöxt og betri lífskjör er uppi eru að mínu mati engar líkur til að okkur takist að minnka styrk koltvísýrings í andrúmslofti. Við þurfum því að hættumeta áhrif hlýnunar á yfirvegaðan hátt og án hræðsluáróðurs og laga okkur að þeim breytingum sem kunna að verða á lífskilyrðum manna og dýra í einstökum heimshlutum við frekari hlýnun,“ skrifar Magnús. Kannski það sé málið, að tala um hamfarafjölgun. RÚV sagði frá því í sumar að mannkyni myndi fjölga um tvo milljarða næstu 30 árin. Tveir milljarðar eru litlar 2000 milljónir. Þetta er svo yfirgengileg tala að maður skilur vart hver áhrif slíkrar fjölgunar geta orðið á Jörðina. Í dag erum við um 7,7 milljarðar en verðum 9,7 milljarðar árið 2050 miðað við nýjustu mannfjöldaspár Sameinuðu þjóðanna. Hvað er til ráða? Líkt og sumir þjást af flugviskubiti þjáist ég af tímgunarbiti og ætla ekki að eignast fleiri börn! Páll Friðriksson, ritstjóri. LEIÐARI Hamfarahlýnun eða samfarahlýnun? Viðbygging við Íþróttamiðstöð vígð Tekinn á 166 km hraða Húnaþing vestra Glannaakstur í Blönduhlíðinni Nokkrir fjölsóttir viðburðir voru í umdæmi Lögreglunnar á Norðurlandi vestra um liðna helgi, eins og stóðréttir í Víðidal og matarmarkaður á Hofsósi. Þeim fylgir gjarnan mikil umferð og í því fallega haustveðri sem ríkt hefur að undanförnu, freistast margir ökumenn til að aka of greitt. Einn þeirra var tekinn á 166 km hraða á klukkustund í Blönduhlíðinni. Í Faebookfærslu lögreglunnar segir að hún hafi haft afskipti af alls 144 ökumönnum um helgina sem kærðir voru fyrir of hraðan akstur. Sá sem hraðast ók var erlendur ferðamaður er lögregla stöðvaði í Blönduhlíð í Skagafirði á 166 km hraða á klukkustund. Sá var sviptur ökuréttindum á staðnum. Þá reyndist einn ökumaður vera undir áhrifum áfengis. Að öðru leyti gekk umferð vel og aðeins eitt minniháttar umferðarslys var tilkynnt lögreglu. /PF Á Sauðárkróki var landað tæpum 668 tonnum í vikunni sem leið og var það Málmeyjan sem var aflahæst með rúm 2.016 tonn. Rúmu 71 tonni var landað á Skagaströnd og var það línubáturinn Sævík GK sem var aflahæst þar með rúm 23 tonn. Tæp 28 tonn bárust á land á Hofsósi og var dragnótabáturinn Njáll ÓF aflahæstur með 12,6 tonn. Heildarafli vikunnar á Norðurlandi vestra í síðustu viku var 766.547 kíló. /FE Aflatölur 29. sept. – 5. okt. 2019 Málmey með 216 tonn SKIP/BÁTUR VEIÐARFÆRI KG SKIP/BÁTUR VEIÐARFÆRI KG SKAGASTRÖND Auður HU 94 Landbeitt lína 4.422 Blær HU 77 Landbeitt lína 1.001 Dagrún HU 121 Þorskfiskinet 447 Dóra HU 225 Handfæri 2.030 Dúddi Gísla GK 48 Lína 17.250 Elfa HU 191 Handfæri 2.839 Fengsæll HU 56 Landbeitt lína 2.362 Geirfugl GK 66 Landbeitt lína 4.635 Geiri HU 69 Handfæri 1.707 Gunna Beta ST 60 Handfæri 894 Hafdís HU 85 Handfæri 2.002 Hafrún HU 12 Dragnót 4.497 Húni HU 62 Handfæri 1.948 Jenny HU 40 Handfæri 47 Ólafur Magnússon HU 54 Þorskfiskinet 1.217 Sæunn HU 30 Handfæri 701 Sævík GK 757 Lína 23.103 Alls á Skagaströnd 71.102 SAUÐÁRKRÓKUR Akurey AK 10 Botnvarpa 144.592 Drangey SK 2 Botnvarpa 139.852 Gammur SK 12 Þorskfiskinet 1.237 Guðrún GK 47 Lína 20.468 Hafborg SK 54 Þorskfiskinet 5.018 Hafey SK 1 Handfæri 668 Kristinn SH 812 Landbeitt lína 45.107 Kristín GK 457 Lína 58.797 Málmey SK 2 Botnvarpa 216.329 Onni HU 36 Dragnót 33.827 Steini G SK 14 Handfæri 1.104 Vinur SK 22 Handfæri 771 Alls á Sauðárkróki 667.770 HOFSÓS Ásdís ÓF 250 Handfæri 3.028 Njáll ÓF 275 Dragnót 12.645 Þorgrímur SK 27 Landbeitt lína 1.393 Þorleifur EA 88 Dragnót 10.609 Alls á Hofsósi 27.675 Nýbygging við Íþróttamiðstöð Húnaþings vestra. MYND: HUNATHING.IS Útgefandi: Nýprent ehf., Borgarflöt 1, Sauðárkróki Póstfang Feykis: Borgarflöt 1, 550 Sauðárkrókur Ritstjóri & ábyrgðarmaður: Páll Friðriksson, palli@feykir.is & 861 9842 Blaðamenn: Fríða Eyjólfsdóttir, frida@feykir.is & 867 9744, Óli Arnar Brynjarsson, oli@feykir.is Auglýsingastjóri: Sigríður Garðarsdóttir, siggag@nyprent.is & 4557171, Áskriftarverð: 555 kr. hvert tölublað með vsk. Lausasöluverð: 685 kr. með vsk. Áskrift og dreifing: Nýprent ehf. Sími 455 7171. Umbrot og prentun: Nýprent ehf. Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra - alltaf á miðvikudögum 2 38/2019

x

Feykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.