Feykir


Feykir - 09.10.2019, Side 3

Feykir - 09.10.2019, Side 3
Opnað fyrir umsóknir Framkvæmdasjóð ferðamannastaða Nú hefur verið opnað fyrir umsóknir í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða fyrir árið 2020 en hann veitir styrki til uppbyggingar, viðhalds og verndunar mannvirkja og náttúru á ferðamannastöðum sem eru í eigu eða umsjón sveitarfélaga og einkaaðila allt um land. Einnig styrkir sjóðurinn aðgerðir sem varða öryggi ferðamanna og verndun náttúru landsins svo og verkefni til undirbúnings- og hönnunarvinnu vegna styrkhæfra verkefna. Nýsköpunarmiðstöð Íslands mun veita umsækj- endum leiðbeiningar við undirbúning og gerð umsókna þar til auglýstum umsóknarfresti lýkur en umsóknum skal skilað rafrænt í gegnum Þjónustugátt Ferðamála- stofu sem aðgengileg er á www.ferdamalastofa.is/ umsoknir. Þar er einnig að finna nánari upplýsingar um umsóknaferlið. Umsóknarfrestur er til hádegis þriðju- daginn 29. október 2019. /FEUndirbúningur að endurskoðun aðalskipulags Sveitarfélagsins Skagafjarðar, búsetu- og byggðarþróun sveitarfélagsins er hafinn. Í tengslum við vinnu að skipulaginu er leitað til sérfræðinga, hagaðila og almennings til að ræða áherslur og framtíðarsýn að því er segir í frétt á vef Sveitarfélagsins Skagafjarðar. Í tilefni endurskoðunarinnar boðar skipulags- og byggingarnefnd Sveitarfélagsins Skagafjarðar til opins fundar um helstu áherslur við mótun aðalskipulagstillögu fyrir sveitarfélagið næstu tólf árin í það minnsta. Á fundinum verða formaður skipulags- og byggingarnefndar, sveitarstjóri, sérfræðingar frá Byggðastofnun og formaður Búnaðarsambands Skagfirðinga með framsögur og að þeim loknum verða umræður og vinnustofur. Fundurinn verður haldinn í Húsi frítímans á morgun, fimmtudaginn 10. október, klukkan 17:00-19:00 og eru íbúar og hagaðilar hvattir til þátttöku til að móta áherslur og framtíðarsýn á aðalskipulagi sveitarfélagsins. /FE Endurskoðun á aðalskipulagi Sveitarfélagið Skagafjörður Frá Sauðárkróki. MYND:FE Kálfshamarsvík. Skagabyggð fékk fyrr á þessu ári styrk til að bæta aðstöðu fyrir ferðafólk í Kálfshamarsvík. MYND:NORTHWEST.IS Veiddu hnúðlax í Djúpadalsá Sjaldséður gestur í Blönduhlíð Þeir voru heldur betur undrandi bræðurnir á Minni-Ökrum í Blönduhlíð, Stefán Ármann og Helgi Vagnssynir, er þeir litu fiskinn augum sem þeir veiddu upp úr Djúpadalsalsánni, skammt frá heimili þeirra fyrir skömmu. Var þar kominn, langt fram í Blönduhlíð, hinn ófagri fiskur hnúðlax sem tilheyrir ættkvísl Kyrrahafslaxa. Fallegir urriðar hafa veiðst í Dalsánni en hnúðlaxinn er alveg ný saga og að sögn Vagns Stefánssonar, föður þeirra bræðra, lætur Dalsáin yfirleitt lítið yfir sér og ekki þekkt fyrir mikla veiði. Sagði hann aðallega um smáfisk að ræða í gegnum tíðina en síðustu ár hafi krakkarnir borið heim fína urriða og bleikjur og eftir þær miklu rigningar seinniparts sumar hafi mikil ganga verið í ánni. „Veiðitíminn er september til október og við förum nokkrum sinnum á þessu tímabili og veiðum með gömlum og frumstæðum aðferðum þ.e. með höndum og heimagerðum háf,“ segir Helgi. „Það er mest urrriði sem veiðist í ánni og fáeinar bleikjur en við sáum strax að þetta var ekki eðlilegur fiskur og langaði okkur mikið til að ná honum. Við urðum forvitnir að vita hvernig fiskur þetta væri. Þegar við spurðum pabba þá hélt hann að það hefði flætt upp úr Grænuvötnunum í rigningunni um daginn og að þetta væri afkomandi af skrímslinu sem á að vera þar,“ segir Helgi kíminn en þá bræður langar til að stoppa fiskinn upp og eiga til minninga, þar sem þetta er fyrsti laxinn sem þeir veiða. „Við systkinin byrjuðum að veiða í ánni fyrir mörgum árum og varð pabbi mjög hissa þegar við fórum að koma heim með þetta stóra fiska. Aflinn hefur verið flakaður og reyktur eða steiktur í smjöri.“ Hnúðlaxar (Oncorhynchus gorbuscha) hafa lengi veiðst í íslenskum ám, segir á Vísindavefnum. Þeirra varð fyrst vart í evrópskum ám upp úr miðri 20. öld. Þann 12. ágúst 1960 veiddist einn slíkur í Hítará á Mýrum og var það fyrsti hnúðlaxinn sem kom á land úr íslenskri á. Hnúðlaxana í Evrópu má rekja til tilrauna Rússa til að koma á legg hnúðlaxastofnum í rússneskum ám. Í framhaldi af því fór fljótlega að bera á hnúðlöxum í öðrum ám í Evrópu, þar á meðal í íslenskum. /PF Hér heldur Helgi á urriðanum en Stefán Ármann handleikur hnúðlaxinn. MYND AÐSEND Veiði er nú lokið í flestum laxveiðiám landsins og hefur lokatölum verið skilað fyrir allar húnvetnsku árnar. Þær eiga það flestar sammerkt að afli þar er umtalsvert minni en síðustu ár og oft þarf að leita langt aftur í tímann til að finna svo léleg sumur. Miðfjarðará er efst á listanum yfir norðlensku árnar. Hún er í þriðja sæti með 1606 laxa. Þar veiddust 2.719 laxar í fyrra og 3.765 árið 2017. Laxá á Ásum er með lokatölur upp á 807 laxa og er í sjötta sætinu og nær trúlega að halda því. Þar veiddust fleiri laxar en á síðasta ári þegar hún skilaði 702 fiskum en lokatölur þar árið á undan voru 1.108. Í Blöndu veiddust ekki nema 638 laxar og þarf að fara allt aftur til ársins 2003 til að finna jafn lélegt sumar. Þar veiddust 870 laxar í fyrra og 1.433 í hittifyrra. Blanda er í 14. sæti á listanum. Í Vatnsdalsá veiddust 477 laxar í ár samanborið við 551 í fyrra og 714 árið 2017. Víðidalsá var með loka- tölur upp á 430. Í fyrra Miðfjarðará efst norðlensku ánna Lokatölur í laxveiðinni Miðfjarðará var í þriðja sæti á lista Landssambands veiðifélaga yfir aflahæstu árnar. Mynd:angling.is. veiddust þar 588 laxar og 781 árið áður. Hrútafjarðará og Síká skera sig úr líkt og Laxá á Ásum og skiluðu meiri afla en í fyrra. Veiðin þar var 401 lax en þeir voru 360 á síðasta ári og 684 árið 2017. Loks kemur svo Svartá sem er mjög neðarlega á lista. Þar var veiðin aðeins 57 laxar samanborið við 129 í fyrra og 128 árið 2017. Á vef Landssambands veiði- félaga, angling.is, má finna lokatölur mörg ár aftur í tímann svo áhugasamir geta kynnt sér þær þar. /FE Afmælishátíð Höfðaskóla Skagaströnd Höfðaskóli á Skagaströnd á 80 ára afmæli á þessu ári og var því fagnað í gær. Dagskrá afmælishátíðar hófst með skrúðgöngu frá Bjarmanesi klukkan 14. Eftir það bauðst gestum og gangandi að skoða núverandi skólahúsnæði, þau verkefni sem nemendur hafa unnið við í þemaviku undanfarna daga og þiggja léttar veitingar. /PF Höfðaskóli. MYND: SKAGASTROND.IS 38/2019 3

x

Feykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.