Feykir


Feykir - 09.10.2019, Page 15

Feykir - 09.10.2019, Page 15
UPPSKRIFT 1 Gúllassúpa 600 - 700 g ær-, folalda- eða nautagúllas (eftir smekk eða því hvað til er hverju sinni) 2 gulir laukar 4 hvítlauksrif 1½ msk paprikuduft 2 msk kjötkraftur eða teningar 1½ lítri vatn 2-3 tsk majoran 6-8 kartöflur 2-3 gulrætur 1-2 sellerístilkar 1 græn paprika 1 gul paprika 1 ds niðursoðnir tómatar 1-2 msk tómatpúrra olía til steikingar salt, pipar og chilli eftir smekk fersk steinselja til skrauts Aðferð: Hitið olíu og steikið kjöt, lauk og hvítlauk. Kryddið með paprikukryddi, majoran og kjötkrafti og bætið við tómatpúrru, niðursoðnum tómötum og vatni. Sjóðið við vægan hita í u.þ.b. 45- 60 mínútur. Bætið þá grænmetinu út í og sjóðið áfram við vægan hita í 20- 30 mínútur eða þar til grænmetið er hæfilega soðið UPPSKRIFT 2 Brauðbollur með oregano 5 dl mjólk 4 tsk þurrger 70 g smjör SVÖR VIÐ VÍSNAGÁTU: Börkur Feykir spyr... Ferðu oft í sund? Spurt á Facebook UMSJÓN frida@feykir.is „Já. Oftast á Hofsósi en líka stundum á Hólum. Ég hugsa að ég fari að jafnaði yfir árið svona þrisvar í viku.“ Anna Árnína Stefánsdóttir „Því miður fer ég ekki nógu oft í sund þó ein glæsilegasta sundlaugin á landinu sé í nágrenninu, á Hofsósi. Ætli það sé ekki svolítið því að kenna að við eigum heitan pott heima sem ég skelli mér annað slagið í og þá sérstaklega eftir erfiðan dag eins og t.d. göngur. Ef ég fer í sund, sem gerist sennilega 5x á ári fyrir utan skólasund, þá er það yfirleitt einhvers staðar á ferðalagi með fjölskyldunni eða vinum.“ Ingiberg Daði Kjartansson „Ég fer mjög sjaldan í sund og þá ekki í neina ákveðna sundlaug.“ Kristín Halla Eiríksdóttir „Ég fer tvisvar í viku á Húnavöllum með leikskólabörnunum á Vallabóli og öðru hvoru í sundlaugina á Blönduósi, t.d. alla daga sumarfrísins.“ Þórunn Ragnarsdóttir KROSSGÁTUSMIÐUR Páll Friðriksson Sudoku FEYKIFÍN AFÞREYING Krossgáta Tilvitnun vikunnar Með tímanum hef ég farið að líta á ljóð sem aðferð til að muna, en leikrit sem aðferð til að skilja. Hvor tegundin um sig er aðferð til að enurbyggja, til að gera heilt. – Árni Ibsen Gúllassúpa með brauðbollum og magnaðir mintumolar Bjarney Alda Benediktsdóttir og Pétur Hafsteinn Sigurvaldason búa á Neðri-Torfustöðum í Miðfirði þar sem þau stunda blandaðan búskap með kýr, kindur og hross. Bæði eru þau fædd og uppalin í Vestur-Húnavatnssýslu, hann kemur frá Litlu-Ásgeirsá í Víðidal og hún frá Neðri-Torfustöðum í Miðfirði „Við bjóðum upp á gúllassúpu sem lengi hefur verið í miklu uppáhaldi hjá fjölskyldunni ásamt uppskrift að brauðbollum. Þegar gerð er súpa á bænum er uppskriftin gjarnan höfð stór því alltaf er gott að eiga vel af súpu, ekki hvað síst á haustin og svo bragðast hún bara betur daginn eftir ef eitthvað er. Til að uppfylla sætindaþörfina bjóðum við síðan upp á piparmintunammi,“ segja matgæðingarnir Bjarney og Pétur. Bjarney Alda og Pétur Hafsteinn Ótrúlegt, en kannski satt.. Kóala, sem áströlsku pokadýrin kóalabirnir heita eftir, þýðir „ekkert vatn“ á tungu frumbyggja Ástralíu. Skýringuna má finna í því að dýrin drekka aldrei vatn heldur fá þann vökva sem þau þurfa frá safaríkum blöðum eucalyptus-trjáa. Ótrúlegt, en kannski satt, þá eru fingraför þeirra svo lík fingraförum mannsins að auðvelt væri fyrir rannsakendur á glæpavettvangi að ruglast á þeim. ( MATGÆÐINGAR VIKUNNAR) frida@feykir.is Bjarney Alda og Pétur Hafsteinn matreiða 1 msk sykur 1 tsk sykur 2-3 tsk oregano 8-10 dl hveiti egg til penslunar sesamfræ yfir ef vill Aðferð: Hitið mjólkina og blandið gerinu saman við. Bræðið smjörið. Hluti af hveitinu, sykur, salt og oregano hrærist út í vökvann ásamt bræddu smjörinu. Látið lyfta sér í 30-40 mínútur, bætið þá hveiti í deigið eftir þörfum þar til það er sprungulaust og mótið smábrauð eða bollur. Penslið með eggjablöndu ef óskað er og stráið sesamfræi yfir bollurnar. Bakað við 180°C í 15-20 mínútur. UPPSKRIFT 3 Magnaðir mintumolar 100 g sólblómafræ (þurrristuð á pönnu) 100 g kókosmjöl 250 g döðlur 2 dl kókosolía (brædd) 2 dl kakó 1 dl agave- eða hlynsíróp 3-5 dropar peppermint kjarnaolía (smakka til) Aðferð: Sólblómafræ, kókosmjöl og döðlur maukað í matvinnsluvél. Öðrum hráefnum blandað saman og síðan bætt við þurrefnin. Jafnað út á plötu eða í kökuform og fryst. Skorið í hæfilega munnbita. Frábært að eiga box í frysti, þegar nammiþörfin kallar. Verði ykkur að góðu! Við skorum á Huldu Einarsdóttur og Ólaf Stefánsson á Reykjum í Hrútafirði. 38/2019 15 Finna skal út eitt orð úr línunum fjórum. Vísnagátur Sigurkarls Stefánssonar Grautnum ligg ég ofan á. Ilmbjörkina læt ég gljá. Nafn mitt digri bóndinn bar. Bar ég uppi næturnar.

x

Feykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.