Sjómannadagsblaðið

Volume

Sjómannadagsblaðið - 30.05.2008, Page 2

Sjómannadagsblaðið - 30.05.2008, Page 2
2 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 30. MAÍ 2008 Við þessi merku tímamót er eðlilegt að staldra við, horfa um öxl og líta yfir farinn veg Sjómannadagsins og þá samleið sem hátíðahöld sjómanna hafa átt með sjávarútvegi og siglingum Íslendinga í framþróun og afturför. „Virðulegasta og mesta skrúðganga sem hér hefur sést “ segir í Morgunblaðinu eftir fyrstu hátíðahöld Sjómannadagsins 6. júní 1938. Það er mikill hugur í sjómönnum og þeirra forystusveit, að minna á mikilvægi sjómannastéttarinnar fyrir land og þjóð og heiðra minningu þeirra sjómanna sem farist höfðu við störf sín, segir í blaðinu. Sjómannadagsráð setti sér nýtt markmið árið 1939. „Vér lítum svo á að langt muni í land til þess að elliheimili fyrir sjómenn verði reist, af hinu opinbera, ríki eða bæjum og teljum því að sjómannastéttinni gefist hér kærkomið tilefni til að beita sér fyrir fjársöfnum til stofnunar elli- og hvíldarheimilis fyrir aldraða sjómenn. Hér er um menningar- og mannúðarmál að ræða, sem vér trúum á að allir geti orðið samhuga um að vinna að.” Árið 1920 voru sett lög um að hásetar skyldu fá 6 tíma hvíld á sólarhring sem þýddi 18 klst. vinnudag og árið 1928 voru sett lög um 8 stunda hvíld sem leiddi af sér 16 klst. vinnudag. Á þessum árum var mikil umræða um starfsævi togarasjómanna og höfðu hinir virtustu læknar á orði að starfsævi togarasjómanna væri 20-25 ár. Það þarf ekki mikla ígrundun til að sjá hvað beið þessara manna við starfslok langt um aldur fram. Hin endanlega tillaga Sjómannadagsráðs hljóðaði svo: „Sjómannadagsráð samþykkir að vinna að því í nánustu framtíð að safna fé til stofnunar elli- og hvíldarheimilis fyrir aldraða farmenn og fiskimenn.” Árið 1955 vannst mikill sigur þegar sett voru lög um 12 klst. hvíldartíma háseta á togurum. Að dvalarheimilistillögunni hefur verið unnið í gegnum árin og nú eru fjögur dvalar- og hjúkrunarheimili í rekin á vegum sjómannadagsráðs, 88 leiguíbúðir auk fjölda eignaríbúða í námunda við Hrafnistuheimilin. Lætur nærri að um 2000 manns, starfsfólk, heimilisfólk og íbúar þjónustuíbúða séu undir merkjum Sjómannadagsráðs og Hrafnistuheimilanna. Hrafnistusamfélagið er því á stærð við miðlungs kaupstað á Íslandi! Þótt útihátíðahöld Sjómannadagsins hafi tekið nokkrum breytingum í tímans rás standa þau enn á grunni þeirrar dagskrár sem lagt var upp með á fyrsta Sjómannadeginum 1938. Horfin er mikilfengleg skrúðganga um miðbæinn og veðbanki tengdur úrslitum kappróðursins. Nú hefur verið stofnað nýtt róðrarfélag í Reykjavík „Stafnið” og hefur Sjómannadagsráð lánað félaginu 2 kappróðrarbáta. Vonandi leiðir þetta framtak félagsins fleiri aðila til dáða og ekki þarf mikið til að endurvekja veðbanka vegna kappróðurs á Sjómannadaginn. Hátíð hafsins í samstarfi Faxaflóahafna, Reykjavíkurborgar og Sjómannadagsráðs hefur tekist vel með fjölbreytilegri dagskrá laugardag og sunnudag, góðri fjölskylduskemmtun og góðu upphafi sumars sem vonandi verður okkur öllum til yndis og ánægju. Sjómannadagurinn er í samfylgd með útgerðinni í tækniframförum og bæt- tum aðbúnaði sjómanna en kaupskipaflota í hnignun. Hver hefði trúað því á árum áður að íslenskir fossar og fell yrðu flutt til Færeyja og skipið í eigu íslensku olíufélaganna sem dreifir eldsneyti á hafnir landsins yrði einnig skráð í Færeyjum. Það er dapurt fyrir eyþjóð að standa frammi fyrir því að ekkert kaupskip skuli vera skráð á Íslandi. Er Ísland frjálst ríki og óháð öðrum þjóðum? Já og nei. Öll þau kaupskip sem íslenskar útgerðir eru með á þurrleigu eða tímaleigu losna sjálfkrafa undan leigusamnings við Íslendinga á viðsjárverðum tímum. Þá verður erfitt að fá kaupskip á leigu eða ætla menn að taka hin stærstu fiskiskip í fraktflutninga? Hvaða augum líta stjórnvöld til íslenskra farmannastéttar? Fáir eru í námi í Stýrimannaskólanum enda engar framavonir í kaupskipaflota sem ekki er til á Íslandi. Er íslensku skipafélögunum skítt sama þótt enginn íslenskur kaupskipastóll sé til, hvað þá heldur íslensk farmannastétt? Ríkisstjórnir umliðinna ára hafa boðað mikla atvinnuuppbyggingu, m.a. með álverum þar sem nokkur hundruð manns starfa í hverju álveri, fyrir utan afleiddu störfin sem skipta hundruðum ef ekki þúsundum. Í þeirri stóriðju sem þegar er risin hér á landi skipta flutningar til þeirra orðið milljónum tonna á ári og flutningar frá þeim eru um 6-800 þúsund tonn. Talað er um sjálfsögð atvinnutækifæri stóriðjunnar en ekki má gleyma þeim miklu atvinnutækifærum í íslenskri farmannastétt sem fengist ef íslensk skip sæu um allan þennan flutning. Fyrir rúmu ári síðan gerði ríkisvaldið tilraun til þess að stofna til alþjóðlegrar íslenskrar skipaskrár með sama hætti og hinar Norðurlandaþjóðirnar hafa gert. Lög þessa efnis tóku gildi 1. janúar síðastliðinn en koma engum til gagns vegna kröfu ASÍ kjör áhafna íslenskra kaupskipa færu eftir íslenskum kjarasamningum. Fyrir vikið sjá íslensku skipafélögin engan hag að því að skrá skip sín hér á landi. Ég óska sjómönnum og fjölskyldum þeirra til hamingju með Sjómannadaginn. Guðmundur Hallvarðsson, formaður Sjómannadagsráðs. „Í fiskidrætti er reynsla og þekking djúprætt með þjóðinni frá alda öðli, enda skara íslendingar þar frammúr starfsbræðrum sínum, öðrum fiskimönnum, um allan heim. Með réttu hefur orðið hetja í nútímamáli tapað allri merkíngu, svipað og séní eða herra, nema þegar það er haft um „hetjur hafsins“ á sjómannadaginn; og hver sá sem á Íslandi notar þetta fornfræga orð í dag um aðra en framúrskarandi fiskimenn er einna líkastur manni sem fer að þéra hundinn sinn. Verk þessara manna er sá grundvöllur sem alt þjóðfélagið hvílir á.“ Þessi skrif nóbelsskáldsins okkar í þættinum „Flatneskja á Íslandi“í bókinni Íslendingaspjalli eiga fyllilega við enn þótt liðlega fjögurra áratuga gömul séu. Þetta kristallast hvað best í þjóðarsálinni á Sjómannadeginum sem nú er haldinn hátíðlegur í sjötugasta sinn. Hann er í senn hátíðis- og baráttudagur sjómanna og fjölskyldna þeirra sem og þjóðarinnar allrar. Við hyllum þá sem leggja okkur til lífsbjörgina og minnumst um leið liðinna með virðingu og stolti. Fyrir 70 árum, þann 6. júní 1938, komu sjómenn saman, fylktu liði í skrúðgöngu með tilheyrandi hátíðarhöldum bæði á Ísafirði og í Reykjavík og héldu upp á fyrsta sjómannadaginn. Talið er að hartnær fjórðungur allra Reykvíkinga, eða um tíu þúsund manns, hafi tekið þátt í hátíðinni. Dagurinn öðlaðist fljótt þann sess sem við þekkjum og almenna viðurkenningu. Enda höfum við Íslendingar upp frá þessu haldið sjómannadaginn hátíðlegan um allt land og víða í sjávarplássum er þetta jafnvel mesti hátíðisdagur ársins. Dagurinn er helgaður sjómönnum en því ber líka að fagna hve landsmenn allir eru meðvitaðir um daginn og gildi hans. Hátíðarstemning ríkir hvarvetna og kappkostað er að gera daginn sem best úr garði. Fjölmiðlar gera honum verðug skil og sömuleiðis sýna fjölmörg fyrirtæki og stofnanir hug sinn til sjómanna með fjölbreyttum hætti. Allt er þetta þakkarvert og sýnir og sannar hve mikils íslenska þjóðin metur sjómannsstarfið. Það er enda rík ástæða til. Peningarnir vaxa ekki á trjánum eins og sumir virðast stundum halda. Þá þarf iðulega að minna á hvert vægi sjávarafurða er í útflutningi þjóðarinnar; hvaðan peningarnir koma á Íslandi. Sjósókn og fiskveiðar hafa frá aldaöðli verið lífsbjörg Íslendinga og það er næsta einstakt að þjóð skuli hafa byggt samfélag sitt á einni atvinnugrein að heita má. Sjávarútvegurinn er aflvaki einhverra bestu lífskjara í heimi. Þökk sé dugmiklu og hæfu fólki. Við Íslendingar njótum mikils álits á alþjóðavettvangi fyrir nýtingu okkar á auðlindum hafsins og ýmsir horfa til Íslands sem nokkurrar fyrirmyndar á þessu sviði. Það er vitaskuld ánægjulegt en þrátt fyrir okkar góða orðspor getum við gert margt betur. Sem betur fer hefur okkur þó tekist að byggja upp góðan orðstír sem við njótum víða um heim. Það er litið svo á að okkar auðlindanýting einkennist af ábyrgð og því sé óhætt að kaupa og selja vörur sem eiga uppruna sinn innan íslenska fiskveiðistjórnarke rfisins og eru unnar af íslenskum fyrirtækjum. Þetta orðspor leggjum við mikla áherslu á að varðveita. Það er auðvelt að glata því niður en erfitt að vinna það upp. Ég hef rækilega orðið þess var að ákvörðunin um niðurskurð þorskaflaheimilda í fyrra er í hugum margra erlendra kaupenda lifandi sönnun þess að algjörlega megi treysta Íslendingum á þessu sviði. Þessi viðbrögð hafa styrkt mig enn frekar í þeirri trú að rétt hafi verið að skera þorskkvótann svona niður og í reynd óhjákvæmilegt ætluðum við að vera trúverðug áfram og sjálfum okkur samkvæm. Það er engin launung að þetta var erfið ákvörðun enda bitna afleiðingarnar hvað harðast þar sem ég þekki best til; við sjávarsíðuna. En það vissi ég líka að væri einhver stétt þess megnug að standa þetta stórviðri af sér væru það sjómenn. Þeir hafa staðið í stafni þjóðarskútunnar í hvaða veðri og vindum sem er og stýrt henni styrkri hönd með þjóðarhag að leiðarljósi. Þeir eiga fyrst og fremst heiðurinn af velmegun okkar og þjóðin á að sýna sjómönnum þann sóma sem þeim ber. Með fórnfýsi og þrotlausri elju hafa þeir lagt grunninn að okkar góða þjóðarbúi. Þótt ekkert komi í staðinn fyrir 60 þúsund tonn af þorski og þau störf sem þeim fylgja hefur þó bæði verð- og gengisþróun orðið til að létta mönnum lítið eitt róðurinn. Verð á íslenskum þorskafurðum hefur hækkað umtalsvert frá því að ljóst var að aflaheimildirnar í þorski yrðu skornar niður. Það endurspeglar ríkan áhuga kaupenda á íslenskum fiski og skort á þessum afurðum. Þetta og verulegar breytingar á gengi íslensku krónunnar hafa orðið til að bæta mjög hlut íslenskra sjómanna á þessum samdráttartíma. Þegar við mörkum stefnu okkar um nýtingu sjávarauðlinda snýst hún ekki einasta um ábyrgð gagnvart okkur sjálfum sem nú erum ofar moldu heldur fyrst og fremst gagnvart afkomendum okkar. Okkur ber að skila náttúruauðlindunum í að minnsta kosti jafngóðu ásigkomulagi og við tókum við þeim. Þetta er sjálfbær nýting auðlinda og augljós öllum sem starfa að sjávarútvegi. Þessu gerir íslenska þjóðin sér líka grein fyrir því að við ætlum ekki að byggja á sjávarútvegi eingöngu til skamms tíma. Þetta er atvinnugrein sem hér eftir sem hingað til verður burðarás og grundvöllur efnahagslífsins. Þess vegna eru svo miklar skyldur lagðar á okkar herðar. Það er gríðarlega mikið í húfi að hægt verði að auka aflaheimildirnar í framtíðinni svo áfram geti haldið sú framfarasókn sem sjómenn áttu heiðurinn af á síðustu öld. Því að það vitum við – og höfum kynnst betur núna en nokkru sinni fyrr – að þrátt fyrir glæstan árangur í ýmsum öðrum efnum og fjölbreyttari stoðir efnahagslífsins er sjávarútvegurinn grunnstoðin. Það slær víðar í bakseglin en í sjávarútveginum og í því ölduróti, sem nú gengur yfir, er hann kjölfestan sem þjóðarskútan reiðir sig á jafnvel þótt við þurfum að sætta okkur við lakari aflaheimildir um hríð. Ég hef því fulla trú á að okkur takist að sigla upp úr þessum öldudal. Trú mín á íslenskan sjávarútveg og þá, sem þar starfa, er sem fyrr algjörlega óbilandi. Því miður heggur almættið stundum skörð í okkar frábæra hóp. Sem betur fer hefur þó margt áunnist í öryggismálum sjómanna og mannskæðum sjóslysum fækkað með árunum. Betri bátar og skip, aukin vitneskja um veðurlag, reynsla og margs konar ráðstafanir aðrar hafa skilað árangri. Þessi þróun þarf að halda áfram og með sífellt öflugri björgunarbúnaði Landhelgisgæslunnar vex öryggi sæfarenda. Starf sjómannsins við erfiðar aðstæður verður þó aldrei hættulaust og því ber okkur sem fyrr skylda til að hafa öryggismálin í öndvegi. Í ört stækkandi þjóðfélagi með sífellt fleiri og stærri atvinnugreinum er hætt við að hlutur þeirra, sem sjóinn sækja, gleymist. Það má aldrei gerast. Íslenskur sjávarútvegur hefur verið og verður undirstaða lífsafkomu þjóðarinnar og störf sjómanna og annarra þeirra, er að sjávarútvegi vinna, verða aldrei metin um of. Ég óska sjómönnum, fjölskyldum þeirra og öðrum landsmönnum allra heilla. Til hamingju með daginn. Einar Kristinn Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra.  SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 11. JÚNÍ 006 Á Sjómannadaginn 2005 gat þáver- andi sjávarútvegsráðherra, Árni M. Mathiesen, þess að ríkisstjórnin hefði ákveðið að nöfn þeirra sjómanna er létust í seinni heimsstyrjöldinni yrðu skráð á Minningaröldur Sjómanna- dagsins. Nöfnum 90 sjómanna hefur nú verið bætt við þau nöfn sem fyrir voru vegna styrjaldarátaka, en talið er að um 200 sjómenn hafi farist og hvíli í hinni votu gröf. Fyrir voru nöfn 113 þeirra sem fórust. Á Minningaröld- urnar hefur nú á Sjómannadaginn 2006 verið skráð 441 nafn. Mörg sagan hefur verið skráð um hrikalegar mannraunir og hetjudáð sem íslenskir sjómenn lentu í og jafnvel eftir giftusamlega björgun var haldið til hafs á ný. Þær eru líka til skráða heimildirnar um æðruleysi sjómannskonunnar sem beið milli vonar og ótta um hvort gæfan fylgdi skipi og skipshöfn eiginmannsins. Og sorgarstundin þá prestur barði dyra og tilkynnti andlát eiginmannsins og fyrirvinnu heimilisins, frá konu og mörgum börnum sem aldurs vegna skynjuðu ekki stundina. Héldu áfram að leika sér þá prestur yfirgaf heimilið, en konan lokaði sig afsíðis um stund. En lífið hélt áfram sinn gang. Enginn lífeyrissjóður, engar tryggingar, eng- in áfallahjálp, en oftar en ekki gengu góðir grannar í hús með söfnunarbauk til handa sjómannsekkjunni og börn- unum. Sagan má ekki falla í gleym kunnar dá. Æska þessa lands á hverjum tíma verður að vita og muna söguna, upp- runann og hvað þurfti að hafa fyrir því sem leiddi af sér nægtarbrunna nútímans. Þess vegna er þema Sjó- mannadagsins í ár helgað sjómönnum og fjölskyldum þeirra sem voru við út- kant Íslands í styrjaldarátökum seinni heimstyrjaldar. Nýlega var þess getið í fréttu að 12 þúsund sjómenn hefðu farið í Slysavarnarskóla sjómanna. Sjómenn, sem hafa lent í sjávarháska, hafa að- spurðir oftast getið þess, að rétt við- brögð þeirra við björgun megi þakka þeirri kunnáttu sem þeir öðluðust í Slysavarnarskólanum. Það var sameig- inleg ákvörðun fulltrúa stéttarfélaga sjómanna, útgerðarmanna og sam- gönguráðuneytis til að fækka slysum á sjó, að enginn skyldi lögskráður á skip nema að undangengnu námskeiði í Slysavarnarskólanum. Í landi er skýlaus krafa gerð til þeirra manna sem stjórna hvers konar tækjum til hífinga, eða gefa bendingar þeim er slíkum tækjum stjórna, skylt að sækja námskeið og afl sér rétt- inda til slíkra starfa. Þessi sjálfsagða krafa nær þó enn ekki til skipa og er umhugsu arefni hve lengi eigi svo við að una. Það liggur ljóst fyrir að það þarf að stuðla að enn frekara öryggi um borð í skipum og fækkun slysa. Sú hugsun að slys um borð í skipi sé eitthvað sem ekki er hægt að komast hjá og fylgdi áhættusömu starfi sjó- mannsins er horfin. Því þurfa hags- munaaðilar að halda vöku sinni og gefa því ávallt gaum hver næstu skref eiga að vera í þá átt að fækka slysum til sjós enn frekar. Nokkur ár er liðin síðan haldin var ráðstefna um öryggismál sjómanna. Fer ekki að ver a tímabært að útgerð- armenn, sjómenn og þeir sem að ör- yggismálum sjómanna vinna, beri saman bækur sínar? Ég óska sjómönnum og fjölskyldum þeirra til hamingju með Sjómannadag- inn. Stöndum saman og tökum þátt í hátíðarhöldum dagsins. Guðmundur Hallvarðsson formaður Sjómannadagsráðs Sjómannadagurinn er hvoru tveggja í senn baráttudagur og hátíðisdag- ur sjómanna. Hann var haldinn í fyrsta skipti árið 1938 í Reykjavík og á Ísafirði. Talið er að um tvö þúsund sjómenn hafi tekið þátt í skrúðgöngu í höfuðborginni. Á fáum árum breiddist þessi siður út um land og hefur lengst- um verið einn mesti hátíðisdagur árs- ins í mörgum sjávarplássum. Því mið- ur virðist hann hafa látið undan síga á stöku stað, en til að mynda í Reykjavík hefur hann gengið í endurnýju líf- daga með Hátíð hafsins. Það er vel enda eigum við að hampa þeim verð- skuldað sem lagt hafa grunninn að þeim góðu lífskjörum sem við Íslend- ingar njótum. Það var ekki tekið út með sældinni að færa samfélagið frá fátækt til velsældar en það tókst okkar kröftugu sjómönnum með einstakri elju og áræðni. Sjávarútvegurinn er undirstöðu- atvinnuvegur þjóðarinnar og hagsæld henn r byggist á honu . Það er óneit- anlega mjög sérstakt í hópi þróaðra þjóða sem búa við góð lífskjör - raunar ein þau bestu í heimi - að ein atvinnu- grein standi undir 60 prósentum vöru- útflutnings og 40 prósentum útflutn- ingstekna vöru og þjónustu. Þessu átta sig ekki allir á og í reynd þarf stundum að minna fólk á þetta, þegar það veltir fyrir sér hvaðan peningarnir koma á Íslandi. Þeir koma sem fyrr úr grundvallaratvinnugrein þjóðarinnar – sjávarútveginum. Han er aflvaki einhverra bestu lífskjara í heimi. Þökk sé dugmiklu og hæfu fólki. Sjómenn lögðu grunninn að þeirri hagsæld sem við búum nú við en það gekk ekki þrautalaust fyrir sig. Síður en svo. Hafið gefur og hafið tekur. Af því hefur íslenska þjóðin ekki farið varhluta, einkum reyndust stríðsár seinni heimsstyrj- aldarinnar okkur dýrkeypt í mannslífum. Á hverju ein- asta ári styrjaldarinnar misstu Íslendingar fjölda sjómanna í hafið og þótt þeir færust ekki allir beinlínis af völdum hernaðarát ka olli stríðið og afleiðingar þess miklu um manntjónið. Sér- staklega var árið 1941 mikið hörmungaár í sögu íslensks sjávarútvegs. Þá týndu 125 íslenskir sjómenn lífi, flestir beint eða óbeint vegna ófrið- arins. Ekki höfðu orðið slíkir mannskaðar í röðum sjó- manna frá því á sjóslysaár- unum miklu um aldamótin 1700. Ólíku er þó saman að jafna þar sem aðstæður allar voru mun frumstæða i og farkostir veikbyggðari þá en hartnær 250 árum síðar. Talið er að rúmlega 200 Íslendingar hafi látið lífið af völdum stríðsins, nær allt sjómenn sem margir hverjir hvíla í votri gröf. Í sjómannadagsræðu sinni í fyrra sagði Árni Matthiesen forveri minn í starfi frá því, að til að minnast þeirra sem þessi örlög hlutu í seinni heimsstyrj- öldinni ætlaði ríkisstjórnin að tryggja að nöfn irra allra yrðu skráð á minn- isvarðann Minningaröldur sjómanna- dagsins í Fossvogskirkjugarði. Að til- hlutan Sjómannadagsráðs í Reykjavík og Hafnarfirði var lögð mikil vinna í að fá sem gleggstar upplýsingar um þá íslensku sjómenn sem létust í síðari heimsstyrjöldinni. Í ljós kom að nöfn níutíu og eins manns vantaði á Minn- ingaröldur sjómannadagsins. Úr þessu hefur verið bætt og vonandi eru nú nöfn allra þeirra sem svona fór fyrir í stríðinu að finna á minnisvarðanum og þeim sá sómi sýndur sem vera ber. Íslendingar njóta í ríkum mæli nálægðar við gjöful fiskimið. Við höf- um skipað okkur í fremstu röð sjáv- arútvegsþjóða heims enda er íslenskur sjávarútvegur almennt á heimsmæli- kvarða. Þar á hann heima og af rðirn- ar bera þess merki. Á ferð mínum erlendis hef ég orðið þess áþreifanlega var að horft er til Íslands sem fyr- irmyndar á flestum sviðum grein- arinnar og lokið lofsorði á það sem hér er gert. Við vitum ósköp vel að ekki er allt fullkomið hér en það er talað af virðingu um auðlindanýtingu okkar, þekkingu, fköst, vöruvöndun, tækni m rkað þekkingu og svo mætti áfram telja. Það eru ekki mín orð, einhverra hlutdrægra eða annarra sem hugs- anlega eiga hagsmuna að gæta, heldur dómur þeirra sem vinna með okkur eða í samkeppni á erlendri grundu. Fiskurinn er framúrskarandi og það að hann er veiddur og í mörgum tilfellum unninn á Íslandi er út af fyrir sig nægj- anlegt gæðavottorð, hafa margir haft á orði. Hingað sé að sækja margs konar kunnáttu, hvort heldur er í frumfram- leiðslunni eða á þjónustusviðum sem tengjast sjávarútvegi. Þetta höfum við löngum vitað en engu að síður lætur alltaf jafn vel í eyrum að heyra kröfu- harða viðskiptavini og keppin uta hafa orð á þessu. Það eru breyttir tímar í íslenskum sjávarútvegi. Deilur um fiskveiði- stjórnunarkerfið hafa rénað mikið, enda öllum ljóst að það er komið til að vera í þeim farvegi sem nú er. Um það þarf því ekki að þjarka frekar. Þetta kemur m.a. fram í því að óvild í garð greinarinnar og þeirra sem þar starfa hefur dalað. Umræða um sjáv- arútveg á opinberum vettvangi og hinum pólitíska líka hefur sömuleið- is minnkað mikið. Og reyndar eru vísbending r um að þær séu hreinlega að snúast í aðra átt en áður. Bein- ast inn á önnur svið. Meginástæðan fyrir hófstilltari og fyrirferðaminni umræðu en oft áður eru þau kaflaskil sem að ofan er getið. Fyrir liggur að sjávarútvegi stjórnað í megindráttum á grundvelli framseljanlegs aflahlut- deildarkerfis, kvótakerfisins. Síðan höfum við krókaaflamarkskerfið eða smábátakerfið sem sumir kalla. Auk- inheldur önnur byggðaleg úrræði og ráðstafanir til að bregðast við sérstök- um aðstæðum. Það er búið að stilla af stærði nar og marka þann ramma sem me n starfa innan. Í sjávarútvegi eins og öðrum greinum atvinnulífsins er óvissan verst. Henni hefur verið eytt hvað snertir fiskveiðistjórnunarkerf- ið. Menn ganga að leikreglunum vís- um og spila eftir þeim. Með dugnaðarforka í fremstu röð, framúrskarandi hráefni og skýrt afmarkaðan leikvöll ganga íslenskir sjómenn stoltir til sinna verka; að færa björg í bú. Til hamingju með daginn. Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra Kveð til sjómanna Minningaröldur Sj annadagsins Sagan - Öryggismál Að Sjómannadagsráði í Reykjavík og Hafnarfirði standa eftirtalin stéttarfélög sjómanna: Skipstjóra- og stýrimannafélagið Aldan Reykja- vík, Félag íslenskra skipstjór armanna (hafa nú sameinast í Félag skipstjórnarmanna), Vélstjóra- félag íslands, Sjómannafélag Reykjavíkur, Félag íslenskra loftskeytamanna, Sjómannafélag Hafnarfjarðar, Matsveinafélag Íslands og Félag bryta. Tilgangur og markmið Sjómannadagsráðs eru m.a.: Að efla samhug meðal sjó- manna og hinna ýmsu starfs- greina sjómannastéttarinnar og vinna að nánu samstarfi þeirra. Að heiðra minningu látinna sjómanna og sérstaklega þeirra sem látið hafa líf sitt vegna slysfara í starfi. Að kynna þjóðinni áhættusöm störf sjómanns- ins og hin mikilvægu störf sjómannastéttarinnar í þágu þjóðfélagsins. Að beita sé fy ir menningarmálum er sjó- mannastéttina varða og vinna að velferðar- og öryggismálum hennar. Að afla fjár til þess að reisa og reka dvalarheimili, hjúkrunar- heimili, vistunar- og end- urhæfingaraðstöðu, íbúðir og leiguíbúðir, einkum fyrir aldraða sjómenn og sjómannsekkjur. Að stuðla að byggingu og rekstri orlofshúsa, sumardvalarheimila og alhliða orlofsstarfsemi fyrir sjómenn, fjölskyldur þeirra og starfsmenn samtaka þeirra. Að b ita áhrifum sínum á stjórnvöld til setningar löggjafar til styrktar framgangi markmiða Sjó- mannadagsráðs. Stjórn Sjómannadagsráðs í Reykjavík og Hafnarfirði skipa: Guðmundur Hallvarðsson, Sjómannafélagi Reykjavíkur, formaður. Hálfdan Henrysson, Félagi skipstjórnarmanna, varaformaður. Guðjón Ármann Einarsson, Skipstjóra- og stýri- mannafélaginu Öldunni, gjaldkeri. Ásgeir Guðnason, Vélstjórafélagi Íslands, ritari. Birgir H. Björgvinsson, Sjómannafélagi Reykja- víkur, varagjaldkeri. Aðild rfélög Sjóman dagsr ðs Heiðraðir voru á Sjómanna- deginum 2005 Eyjólfur Eyjólfsson, matsveinn Sigfús Jóhannsson, vélstjóri Eyjólfur Guðjónsson, skipstjóri Eiríkur Eiríksson, sjómaður Grétar Bjarnason, sjómaður Forsíðumynd: Varðskipið Ægir á fullri ferð. Ljósmynd Landhelgisgæslan/Jón Páll Ásgeirsson stýrimaður. Útgefandi: Sjómannadagsráð, Hrafn- istu, Laugarási, 104 Reykjavík. Framkvæmdastjóri Sjómannadagsráðs: Ásgeir Ingvason. Ritnefnd: Hálfdan Henrysson, Guð- mundur Lýðsson og Reynir Björnsson. Umsjón: KOM Almannatengsl / Sýningar ehf. Ritstjóri: Þorsteinn G. Gunnarsson Umbrot: svarthvitt ehf Ljósmyndir Hreinn Magnússon o. fl. Auglýsingar: Markfell ehf. Þórdís Gunnarsdóttir s: 866-3855 Prentvinnsla: Prentsm. Morgunblaðsins. Upplag: 67.000 eintök. Forsíðumynd: Varðskipið Óðinn. Myndina tók Hreinn Magnússon. Útgefandi: Sjómannadagsráð, Hrafnistu, Laugarási, 04 Reykjavík. Framkvæmdastjóri Sjómannadagsráðs: Ásgeir Ingvason. Ritnefnd: Hálfdan Henrysson, Guðmundur Lýðsson og Reynir Björnsson. Umsjón: KOM Almannatengsl / Sýningar ehf. Ritstjóri: Þorsteinn G. Gunnarsson Höfundar efnis: Bolli Valgarðsson, Eiríkur St. Eiríksson, Eiríkur Sigurðsson, Sigríður Hjálmarsdóttir og Þorsteinn G. Gunnarsson Umbrot: svarthvitt ehf Ljósmyndir: Hreinn Magnússon o. fl. Auglýsingar: Markfell ehf. Þórdís Gunnarsdóttir s: 866-3855 Prentvinnsla: Landsprent Upplag: 67.000 eintök. Kveðja til sjómanna Sjómannad gu inn í 70 ár Stórfengleg hátíðah ld sjóman a 130. MAÍ 2008 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 71. árgangur 30. maí 2008 Sjómannadagurinn í 70 ár

x

Sjómannadagsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.