Sjómannadagsblaðið

Årgang

Sjómannadagsblaðið - 30.05.2008, Side 12

Sjómannadagsblaðið - 30.05.2008, Side 12
2 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 30. MAÍ 2008 Helgi Laxdal lét af formennsku í Félagi vélstjóra og málmtæknimanna í júli 2007 en hann var formaður Vélstjórafélags Íslands frá árinu 1982. Aðspurður um hvað hafi borið hæst í hans formannstíð segist hann hafa tekið margan slaginn í gegn um tíðina og það sé erfitt að taka einn fram yfir annan. Þó séu nokkur stórmál sem hann hafi barist fyrir sem séu eftirminnilegri en önnur. Úrsögn úr Farmanna- og fiskimannasambandinu Helgi nefnir fyrst úrsögnina úr Farmanna- og fiskimannasambandinu árið 1991. Hún hafi tekið verulega á enda hafi meiningar um hana verið deildar innan félagsins á sínum tíma. Þó hafi farið svo að lokum að hún var samþykkt með 89% greiddra atkvæða í allsherjaratkvæðagreiðslu innan félagsins. Hann hafi þá og sé enn sannfærður um að sú ákvörðun hafi verið rétt og auðveldað vélstjórum að vekja athygli á og berjast fyrir sínum sérmálum. Stoltur af kvótakerfinu Í öðru lagi nefnir Helgi kvótakerfið og afstöðu félagsins til þess en Vélstjórafélagið er eina félagið innan Sjómannasamtakanna sem hefur stutt það allt frá byrjun. Helgi segist vera stoltur af því að hafa verið í fyrstu nefndinni sem undirbjó málið og í raun kom kvótakerfinu á. „Það vill stundum gleymast að megintilgangurinn með kvótakerfinu var að halda utan um heildaraflann. Eina leiðin fyrir okkur til að hafa áhrif á stærð fiskistofna er að stjórna veiðunum. Við getum ekki stjórnað hitastigi hafsins eða ákveðið hvað hvalirnir éta. Það er því eins gott að stjórna þeim eina þætti sem við þó ráðum við, eins vel og við getum. Staðreyndin er sú að þorskstofninn við Ísland er einn fárra þorskstofna í heiminum sem á sér viðreisnar von með réttri nýtingu. Flestir hinna eru komnir að fótum fram vegna ofveiði. Það er kvótakerfinu að þakka. Værum við betur sett ef allir hefðu fengið að veiða eins og þeir vildu? Þá væri þorskurinn útdauður við Ísland eins og annars staðar í Evrópu. Fólki hættir til að gleyma hvernig staðan var í íslenskum sjávarútvegi og efnahagslífi fyrir daga kvótakerfisins. Endalausar sértækar ráðstafanir og gengið fellt stundum oft á ári til að leysa mál sjávarútvegsins. Að meðaltali var veitt um 22% umfram tillögur fiskifræðinga af þorski árin 1976 til 1992. En árin 1992 til 2004 fór veiðin í aflamarkskerfinu að meðaltali rúm 0,7% fram úr úthlutuðum heimildum. Sé verið að ofnýta stofna innan kvótakerfisins er það vegna þess að of miklu magni hefur verið úthlutað en ekki vegna þess að kvótakerfið hafi brugðist. Það hefur því miður í einhverjum tilfellum verið veitt umfram veiðiráðgjöf en það var vegna þess að stjórnvöld ákváðu að gera það. Munurinn er sá að nú er hægt að hafa stjórn á veiðunum sem ekki var hægt áður. Þannig að megintilgangi kerfisins hefur verið náð.“ Hlutur vélstjóra aukinn Í þriðja lagi nefnir Helgi baráttu Vélstjórafélagsins um að auka hlut vélstjóra á vinnsluskipum vegna menntunar og mikilvægis starfsins. Í þeirri baráttu stóð félagið eitt eins og oft áður enda litu önnur félög sjómanna þannig á að með því að auka hlut vélstjóra væri verið að minnka hluta annarra „sem auðvitað var tóm vitleysa hjá þeim.“ Þessi breyting gekk í gegn árið 1999. Við breytinguna jókst skiptahlutur yfirvélstjóra úr 1,5 í 1,6, hlutur fyrsta vélstjóra úr 1,25 í 1,35 og hlutur annars vélstjóra úr 1,2 í 1,25. Að auki fengu þeir föst mánaðarlaun sem í dag eru hæst um 55 þúsund krónur. Hér var einungis um fyrsta skref að ræða sem núverandi keflishöfum ber að fjölga í næstu framtíð. Samflot rofið árið 2001 Helgi segir að það hafi sjaldan blásið jafnhressilega um félagið eins og þegar það rauf samflotið við hin sjómannafélögin og gekk til samninga við útgerðarmenn eftir sjö vikna verkfall vorið 2001. „Við leigðum okkur einkaflugvél, eins og er svo vinsælt í dag, og flugum um landið til að kynna samninginn og fengum hann samþykktan. Í þessum samningi bjuggum við til kerfi til að verðleggja ferskan fisk sem fram að því hafði verið eilíft deiluefni. Síðan hafa nánast engar deilur verið um verð- myndun á fiski upp úr sjó og ég held að sjómenn almennt séu þokkalega sáttir við kerfið eins og það er í dag.“ ASÍ kom í veg fyrir alþjóðlega skipaskrá Helgi hefur oft haft aðra skoðun á málum en forsvarsmenn annarra verkalýðsfélaga. Hann segir að ASÍ hafi komið í veg fyrir að hér á landi starfi nothæf alþjóðleg skipaskrá. „Upp úr 1980 fóru norsk skipafélög að skrá kaupskip sín erlendis til að geta ráðið útlendinga um borð í skipin. Árið 1987 vakna norsk stjórnvöld svo upp við þann vonda draum að þau eru að missa öll sín kaupskip úr landi og samhliða því allar tekjur sem af þeim komu. Þá stofnuðu þeir alþjóðlega skipaskrá til að tryggja að skipin gætu siglt undir norskum fána þó áhafnir væru að hluta erlendar og á samningum sinna þjóða. Danir stofnuðu sína alþjóðlegu skipaskrá árið 1988 og gengu þá skrefinu lengra en Norðmenn höfðu gert með því að fella niður skyldu útgerða til að borga tekjuskatta af launum danskra sjómanna á kaupskipum. Árangurinn er sá að nú eru yfir 80% yfirmanna á dönskum kaupskipum danskir. Loksins þegar íslenskir ráðamenn átta sig, þegar öll skipin eru komin til Færeyja eða undir einhverja aðra fána, ákveða þeir nú að gera eins og hinir. Þá stóð til að búa hér til alvöru alþjóðlega skipaskrá með skatta- afslætti og öllu heila klabbinu. Á vorþingi 2006 var tilbúið frumvarp þar að lútandi sem búið var að samþykkja efnislega í samgöngu- nefnd. Þar var gert ráð fyrir því að útlendingar í áhöfnum íslenskra skipa gætu verið á kjarasamningum síns heimalands eins og hefur verið gert í þeim löndum sem hafa tekið þetta kerfi upp. Á síðustu metrunum óskaði ASÍ hins vegar eftir því að fá að veita umsögn um frumvarpið sem auðvitað var samþykkt. Þá kom í ljós að þeir gerðu athugasemdir við það að samkvæmt frumvarpinu gætu verið menn um borð í þessum skipum sem ekki tækju kaup og kjör samkvæmt íslenskum samningum. Niðurstaðan varð sú að ákvæðið var fellt úr frumvarpinu sem engar aðrar þjóðir hafa gert. Þetta varð auðvitað til þess að ekkert skip kom heim og nú siglir allur okkar kaupskipafloti undir fána annarra þjóða. Til viðbótar kom ASÍ því til leiðar með þessu að þeir Íslendingar, sem enn eru meðal áhafna þessara skipa, hafa óljós réttindi í stofnunum á borð við Tryggingastofnun því að þeir þiggja laun sín erlendis frá og hafa því m. a.óljósan rétt til fæðingarorlofs, veikindaorlofs eða atvinnuleysisbóta. ASÍ heldur því fram að danska skipaskráin sé ólögleg, meðal annars vegna reglna Alþjóða vinnumálastofnunarinnar. Hún verður engu að síður 20 ára 1. júlí næstkomandi og það er ekkert sem bendir til þess að Danir ætli að taka mark á stórveldinu ASÍ hvað varðar lögmæti hennar.“ Jesús Kristur veiddi með netum Þegar Helgi er spurður hvað hann sjái sem mikilvægustu viðfangsefni sjávarútvegsins fram undan segir hann að það séu menntunar- og ímyndarmál og svo olíuverðið. „Ásóknin í sjómannastéttina er alltaf að minnka og erfiðara að manna skipin. Skip fiska ekki nema hafa góða áhöfn, svo einfalt er það nú. Það þarf að breyta ímynd sjómannsstarfsins og breyta starfi undirmanna í alvörustörf sem krefjast ákveðinnar menntunar sem menn geta verið stoltir af. Aðrar atvinnugreinar hafa gert þetta með góðum árangri og við verðum að fylgja þeirri þróun. Svo er það olían. Jesús Kristur veiddi með netum. Við erum búin að vera að fiska með trolli í góða öld! Það er engin meginbreyting eða ný hugsun í því hvernig á að veiða fisk. Við verðum að leggja fjármuni í þróun nýrra veiðarfæra sem ekki krefjast jafnmikillar orkunotkunar og til dæmis trollið. Olían er ekkert að verða ódýrari.“ Vinnur að umhverfismerki fyrir sjávarútveginn Helgi tók nýlega við formennsku í Fiskifélagi Íslands og situr enn í um þrettán nefndum á vegum Félags vélstjóra og málmtæknimanna. „Fyllibyttur þurfa að drekka sig niður,“ segir hann þegar hann er spurður hvort hann ætli ekki að fara að setjast í helgan stein. „Helsta verkefni Fiskifélagsins núna er gríðarlega spennandi. Við ætlum að búa til umhverfismerki fyrir íslenskan sjávarútveg til að votta að við stundum sjálfbærar veiðar úr sjálfbærum stofnum. Til þess verðum við meðal annars að koma á kerfi rekjanleika þannig að hægt sé að sjá nákvæmlega hvaðan hver sporður kemur. Þetta er mikil vinna en mjög mikilvæg og við stefnum að því að kynna nýtt umhverfismerki í haust.“ Sjómanna dagurinn Sendum sjómönnum og fjölskyldum fleirra okkar bestu kve›jur „Ég hef tekið margan slaginn“ Helgi Laxdal, fráfarandi formaður Félags vélstjóra og málmtæknimanna

x

Sjómannadagsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.