Sjómannadagsblaðið

Årgang

Sjómannadagsblaðið - 30.05.2008, Side 14

Sjómannadagsblaðið - 30.05.2008, Side 14
4 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 30. MAÍ 2008 Víkin-Sjóminjasafnið á Grandanum er ungt safn í örum vexti. Safnið opnar á Hátíð hafsins, nú um helgina, eftir umtalsverðar endurbætur og stækkun á sýningarrými. Umhverfið er magnað fyrir sjóminjasafn þar sem sjór og safn verða að órjúfanlegri einingu. Varðskipinu Óðni hefur verið lagt við norðurenda hússins og verður hluti af safninu, gegnt honum við bryggjuna er Magni, fyrsta stálskipið sem smíðað var á Íslandi, og í kví við Daníelsslipp liggur Gullborgin. Sigrún Magnúsdóttir, forstöðu- maður safnsins, er afar ánægð með framþróunina enda er safnið og vs. Óðinn sannarlega heimsóknarinnar virði. Víkin-Sjóminjasafnið var fyrst opnað á Hátíð hafsins árið 2005 með metnaðarfullri sýningu í um 350 fermetra stórum sal á annarri hæð í fyrrum frystihúsi Bæjarútgerðar Reykjavíkur. „Þá opnuðum við Togarasýningu í tilefni af því að hundrað ár voru liðin frá því að fyrsti íslenski togarinn kom til landsins en togaraútgerðin gjörbylti atvinnu- háttum. Reykjavík þróaðist þá úr fiskiþorpi í nútímalega höfuðborg,“ segir Sigrún. Hönnuður sýningarinnar var Björn G. Björnsson. Togarasýningin var opin allt þar til í september á síðasta ári þegar safninu var lokað vegna fyrirhugaðra framkvæmda við húsið. „Veturinn hefur verið viðburðaríkur og ein- kennst af móttöku Óðins, breytingum innanhúss og skipulagningu nýrra sýninga en vissulega reyndu byggingaframkvæmdir stundum á þolrifin,“ segir hún en bætir síðan við: „Þetta er auðvitað búið að vera mikil áskorun en afar skemmtilegt tækifæri að byggja upp sjóminjasafn hér á Grandanum á mörkum tveggja heima, miðbæjarlífsins og fiskihafnarinnar.“ Varðskipið Óðinn Vs. Óðinn er orðinn hluti af safninu og er að honum stórkostlegur fengur því hann er hluti af merkri sögu sem mikilvægt er að varðveita. Skipið kom hingað til lands í janúar 1960 og tók því þátt í öllum þremur þorskastríðunum. „Útfærsla fiskveiðilögsögunnar í 12 mílur og síðan í 50 og loks 200 mílur varð undirstaða að velmegun Íslendinga en við þurftum að heyja harða baráttu við Breta og Þjóðverja til þess að ná yfirráðum yfir fiskimiðum okkar. Einnig þjónaði Óðinn sem björgunar- og hjálparskip í nær fimm áratugi,“ segir Sigrún. Sigrún segir að til greina hafi komið að selja Óðin í brotajárn en það verða örlög flestra skipa. „Sem betur fór stofnuðu velunnarar skipsins hollvinasamtök sem fengu skipið til eignar og afhentu það síðan safninu til varðveislu,“ segir hún Skipið sjálft er mjög forvitnilegt að sjá en einnig verða þar gripir sem tilheyrðu varðskipunum, eins og sjálft leynivopnið, togvíraklippurnar, sem skáru botnvörpurnar aftan úr bresku togurunum. Óðinn liggur við bryggju í víkinni við norðurenda Sjóminjasafnsins og við sömu bryggju er Dráttarbáturinn Magni. Fjölbreyttar sýningar í fimm sölum Sigrún segir það breyta miklu fyrir safnið að geta boðið gesti velkomna Stórglæsilegt og endurbætt sjóminjasafn á Grandanum – Varðskipið Óðinn liggur við bryggju, opinn safngestum

x

Sjómannadagsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.