Sjómannadagsblaðið

Volume

Sjómannadagsblaðið - 30.05.2008, Page 22

Sjómannadagsblaðið - 30.05.2008, Page 22
22 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 30. MAÍ 2008 Nýlega komu til Ísafjarðar og Grinda- víkur tvö ný björgunarskip sem Slysavarnafélagið Landsbjörg gerir út. Þau leysa af hólmi eldri björgunarskip á þessum stöðum og hefur Slysavarnafélagið Landsbjörg þar með náð því markmiði sínu að vera með björgunarskip staðsett hringinn í kringum landið. Það eykur mjög öryggi sjófarenda við Ísland og er viðbragstími vegna björgunaraðgerða nú orðinn innan við þrjár klukku- stundir á því hafsvæði sem Tilkynningaskyldan nær til. Slysavarnafélagið Landsbjörg efndi fyrir nokkrum misserum til átaksverkefnisins Lokum hringnum. Nafnið vísar til þess markmiðs að félagið og deildir þess gerðu út björgunarskip frá helstu stöðum við strandlengjuna. „Það markmið hefur nú náðst og með endurnýjun björgun- arskipanna í Grindavík og á Ísafirði teljum við þessi mál vera komin í gott horf, í bili að minnsta kosti,“ segir Kristinn Ólafsson, framkvæmdastjóri Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Fjórtán skip Rekstur björgunarskipa hefur jafnan verið snar þáttur í rekstri Slysavarnafélagsins Landsbjargar og fyrirrennara þess. Verkefnið hófst fyrst af alvöru árið 1989 þegar björgunarskipið Henry A. Hálfdanarson var keypt frá konunglega breska sjóbjörgunar- samfélaginu, RNLI. Á þeim tíma voru sjóbjörgunar- samtök í Evrópu að hefja endurnýjun á flota sínum og bauðst Slysavarnafélaginu Landsbjörgu að kaupa notuð skip frá þessum samtökum á afar hagstæðu verði. Í dag er félagið með 14 björgunarskip sem staðsett eru í Reykjavík, á Rifi, Patreksfirði, Ísafirði, Skagaströnd, Siglufirði, Raufarhöfn, Vopnafirði, í Neskaupstað, Höfn, Vestmannaeyjum, Grindavík, Sandgerði og Hafnarfirði. Öll skipin, utan eitt, eru af Arun-gerð, 16 metra löng og 41 brúttótonn. Nýjasta skipið var smíðað árið 1990 en það elsta er frá 1976. Fær í flestan sjó „Björgunarskipin eru sjófarendum mikilvæg. Með þeim er gerlegt að koma til hjálpar á mjög skömmum tíma og þau eru fær í flestan sjó. Við höfum til dæmis oftsinnis komið smábátasjómönnum til aðstoðar og einnig dregið til hafnar stærri skip, allt upp í 3.000 tonna mjölflutninga- skip,“ segir Sigurður R. Viðarsson, starfsmaður björgunarsviðs hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörgu. Hann segir björgunarskipin hafa verið kölluð út um það bil hundrað sinnum í fyrra, í öllum tilvikum vegna neyðar- eða óvissuástands. Auk þess sé nokkuð um að útgerðarfélög óski undir öðrum kringumstæðum eftir aðstoð. Þær beiðnir séu metnar í hverju tilviki um sig og sinnt ef tök leyfa. Kaupin á björgunarskipunum voru fjármögnuð úr sjóðum Slysavarnafélagsins Landsbjargar og einnig var fé safnað á viðkomandi stöðum. Auk þess lögðu N1, Sjóvá og Samskip mikið af mörkum. Tillegg Samskipa var flutningur á flestum björgunarskipa frá Bretlandi. Rekstur skipanna er svo fjármagnaður bæði með föstu framlagi úr ríkissjóði auk þess sem bakhjarlar félagsins, svo sem Samskip, legga sitt af mökrum. „Stuðningur þessara aðila er okkur afar mikilvægur. Við eigum víða góðvild að mæta,“ segir Kristinn Ólafsson. Í takt við tímann Pálmar Óli Magnússon, framkvæmdastjóri hjá Samskipum, segir fyrirtækinu hafa verið bæði ljúft og skylt að leggja þessu verkefni lið með því að flytja björgunarskipin hingað heim. „Við leggjum mikið upp úr öryggismálum sjómanna og þekkjum mikilvægi þess að hafa öryggismálin í lagi. Frekari uppbygging og endurnýjun björgunarskipaflota Slysavarnafélagsins Landsbjargar var nauðsynleg. Skipin þurfa að vera í takt við tímann, geta siglt lengra út og farið hraðar yfir. Það er ánægjulegt að sjá af hvaða metnaði og fagmennsku Slysavarnafélagið Landsbjörg hefur tekið á þessum málum. Við hjá Samskipum eru afar stolt af því að hafa fengið tækifæri til þess að leggja þessu mikilvæga verkefni lið.“ – átaksverkefni Slysavarnafélagsins Landsbjargar í höfn. Búið að fjölga björgunarskipum hringinn í kringum landið í 14 og endurnýja eldri skip. Átt þú rétt á styrk? Sjómennt er fræðslusjóður sjómanna og útgerðarfyrirtækja. Félagsmaður, sem unnið hefur í a.m.k. 12 mánuði skv. kjarasamningi SA/LÍÚ við Sjómanna- samband Íslands, hjá útgerðum innan LÍÚ, og greitt til aðildarfélags Sjómenntar á þeim tíma á rétt á stuðningi til starfsnáms. Samtök atvinnulífsins (SA), Landssamband íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) og Sjómanna- samband Íslands (SSÍ) standa að Sjómennt. Ertu búinn að vera á sjónum í eitt ár eða meira? Langar þig að fara á námskeið eða í skóla? SJÓMANNASAMBAND ÍSLANDSLANDSSAMBAND ÍSLENSKRA ÚTVEGSMANNA Sjómennt • Fjöltækniskóla Ís lands • Háteigsvegi • 105 Reykjavík • Sími 522 3300 • Fax 522 3301 Nánari upplýsingar: www.sjomennt.is • sjomennt@sjomennt.is Öryggi sjómanna við Ísland betur tryggt Kristinn Ólafsson, framkvæmdastjóri Landsbjargar og Pétur Óli Magnússon, framkvæmdastjóri hjá Samskipum. Björgunarskip Slysavarnafélagsins Landsbjargar eru allt í kringum andið.

x

Sjómannadagsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.