Morgunblaðið - 07.05.2020, Síða 1

Morgunblaðið - 07.05.2020, Síða 1
F I M M T U D A G U R 7. M A Í 2 0 2 0 Stofnað 1913  107. tölublað  108. árgangur  ALLT FYRIR HELGINA Í NETTÓ! mbaframpartssneiðar ddaðar .300KR/KG UR: 2.599 KR/KG Avókadó 700 gr 375KR/PK ÁÐUR: 749 KR/PK Roast beef Innralæri 2.199KR/ ÁÐUR: 3.999 KR/KG 50% -50%- VERÐ- SPRENGJA! Lægra verð - léttari innka Tilboðin gilda 7. - 10. maí La Kry ÁÐ KG up -45% PÚSLDROTTN- ING Á VEIRU- TÍMUM ELSTA HLAÐAN ENDURBYGGÐ BENEDIKT BÚÁLFUR Á FJALIRNAR SKJALDBREIÐ 18 KOSIÐ UM SÝNINGU 60JÓNÍNA BJÖRG 14 Baldur Arnarson baldura@mbl.is Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkis- ráðherra segir þjóðina hafa mikla hagsmuni af því að opna landamæri landsins á ný. Það sama gildi um Ís- land og önnur lönd að efnahagslífið muni ekki ná fyrri styrk nema landa- mærin verði opnuð að nýju. Gríðarlegir hagsmunir séu í húfi. „Markmiðið er skýrt. Við munum ekki ná fullum bata í efnahagslífinu, hvorki við Íslendingar né aðrir, nema landamæri verði opnuð á ný. Til þess að geta opnað á einhverjar ferðir þarf að viðhafa allra handa varúðarráðstafanir sem við erum að skoða og auðvitað aðrir líka. Hvað varðar utanríkisþjónustuna hef ég lagt áherslu á þetta í samtölum mín- um við kollega mína á Norðurlönd- um og í Eystrasaltsríkjunum. Sömu- leiðis hef ég falið sendiráðunum að kanna með óformlegum hætti hvort í löndum, sem hafa náð bestum árangri í baráttunni gegn veirunni, sé vilji til tvíhliða samskipta.“ Árangurinn hefur farið víða Guðlaugur Þór segir það hafa spurst út hversu vel Íslendingum hafi gengið í baráttunni gegn kór- ónuveirunni. Sú góða staða skapi tækifæri í ferðaþjónustu. Rætt sé um ýmsar leiðir til að útfæra ferða- lög við núverandi aðstæður. Fjölmennt starfslið Guðlaugur Þór segir að þegar mest var hafi um 140 manna starfslið ráðuneytisins aðstoðað Íslendinga við að komast heim eftir að ferða- bönn voru sett vegna faraldursins. Hann segir aðspurður að kostnað- urinn við þessa vinnu liggi ekki fyrir. Þó sé ljóst að það kosti mikið fé að hafa 140 manns í vinnu allan sólar- hringinn við svo umfangsmikið verk. Brýnt að opna landið á ný  Utanríkisráðherra segir það forsendu efnahagslegrar viðreisnar  Ýmsar leiðir færar til að heimila ferðalög á ný  Árangur Íslands gegn veirunni skapi tækifæri Rætt við Kínastjórn » Guðlaugur Þór segir utan- ríkisþjónustuna hafa komið að flutningi búnaðar vegna veir- unnar, m.a. frá Kína. » Hann hafi beðið sendiráð Ís- lands í Peking að kanna óform- lega möguleika til samstarfs við Kínastjórn í ferðaþjónustu. » Sú vinna sé nýhafin og því sé ótímabært að ræða dag- setningar í þessu efni. MForsenda viðreisnar … »10  Arion banki tapaði tæplega 2,2 milljörðum króna á fyrsta ársfjórð- ungi og Íslandsbanki 1,4 millj- örðum króna. Á sama tímabili í fyrra hagnaðist Íslandsbanki um 2,6 milljarða króna en Arion um rétt rúman milljarð króna. Fjármálaráðherra segir að skyn- samlegt hefði verið að ljúka sölu á Íslandsbanka fyrir faraldur kór- ónuveiru. »2, 28 Morgunblaðið/Eggert Fé Arðsemi eigin fjár var neikvæð um 3%. Tap hjá Íslands- banka og Arion Einar Hansen Tómasson, verk- efnastjóri hjá Íslandsstofu, segir hugmyndir að viðmiðunarreglum fyrir erlend tökulið kvikmynda og sjónvarpsþátta nú til skoðunar hjá landlæknisembættinu vegna kór- ónuveirufaraldursins. Erlendir kvik- myndaframleiðendur séu í auknum mæli að leita að öruggum löndum fyrir tökur á kvikmyndum og sjón- varpsþáttum og Ísland sé þar ofar- lega á blaði. „Þetta er líklega sá hópur sem auðveldast er að fá inn í landið í dag,“ segir Einar. Tökulið geti flogið beint hingað með leiguflugi, farið strax á hótel og þaðan á tökustað. Einar fékk stjórn Samtaka íslenskra kvikmyndaframleiðenda til liðs við sig við gerð viðmiðunarreglna. »56 Ævintýri Þættirnir Game of Thron- es voru teknir upp að hluta á Íslandi og vöktu áhuga á landi og þjóð. Reglur fyrir erlend tökulið til skoðunar Blíðskaparveður hefur verið í höfuðborginni undanfarna daga og aukast væntingar Reykvík- inga og nágranna til sumarsins með hverjum deginum. Vorið hefur verið flestum kærkomið á tímum heimsfaraldurs og nýtir mikill fjöldi fólks sér útivistarsvæði til heilsubótar en líkamsrækt- arstöðvar og sundlaugar eru lokaðar. Það breyt- ist á næstu vikum og því verður brátt ljóst hvort útivistaræðið hafi verið bóla. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Frískað upp á líkama og sál í Nauthólsvík

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.