Morgunblaðið - 07.05.2020, Side 16
16 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. MAÍ 2020
Lífið á 21. öldinni er ólíkt ölluþví sem við höfum kynnstáður í mannkynssögunni.
Fólk lifir lengur en nokkru sinni fyrr
og með tilkomu netsins höfum við
breytt því hvernig við vinnum,
verslum, leitum að upplýsingum,
leikum okkur, lærum og hvernig við
tengjumst öðru fólki. En á sama
tíma og möguleikar okkar til að
tengjast öðru fólki á rafrænan máta
aukast, þá virðist einmanaleiki fara
vaxandi í vestrænum samfélögum.
Skaðleg áhrif
Einmanaleiki er sú tilfinning sem
við finnum fyrir þegar við upplifum
skort á félagslegum tengslum. Sá
sem er einn er því ekki endilega ein-
mana og sá sem er innan um aðra
getur verið einmana.
Eftir því sem fjöldi þeirra sem
upplifa einmanaleika hefur aukist
hafa einnig komið betur í ljós þau
fjölmörgu skaðlegu áhrif sem þessi
tilfinning getur haft á líkamlega og
andlega heilsu. Það er því sér-
staklega mikilvægt nú, þegar
COVID-19-faraldurinn dregur úr
möguleikum okkar á samveru og
veldur að sama skapi alvarlegum
veikindum hjá mörgum sem sýkjast,
að huga að þáttum sem geta dregið
úr einmanaleika.
Góð ráð til að draga úr einmana-
leika:
Hlúa að þeim tengslum sem fyrir
eru. Tilvalið er að gera eitthvað sam-
an og skapa með því góðar minn-
ingar. Það eflir líka tengslin að
hjálpast að við þau verkefni sem fyr-
ir liggja. Á tímum samkomubanns
hafa margir nýtt sér rafræna mögu-
leika, s.s. myndsímtöl, til að halda
persónulegum tengslum við fjöl-
skyldu og vini. Þetta er hægt að nýta
áfram, t.d. fyrir þá sem eiga marga
vini og/eða skyldmenni sem búa er-
lendis, eða þá sem ekki eiga heim-
angengt af öðrum orsökum.
Mynda ný tengsl í gegnum áhuga-
mál, sjálfboðastarf, eða félagsstarf.
Sem dæmi um aðstæður sem bjóða
upp á tengslamyndun má nefna mat-
reiðslunámskeið, sjálfboðastörf hjá
Rauða krossinum, eða að byrja í kór.
Leita aðstoðar vegna andlegra
erfiðleika, s.s. kvíða, þunglyndis eða
lágs sjálfsmats, t.d. með því að leita
til viðurkennds meðferðaraðila eða
nýta sér til þess gerð námskeið.
Lágt sjálfsmat og aðrir andlegir
kvillar gera fólki erfiðara fyrir með
að mynda og viðhalda góðum
tengslum, og því til mikils að vinna.
Engin skömm
Það er engin skömm að því að
vera einmana og upplifa vanlíðan, en
mikilvægt er að leita sér aðstoðar
áður en vandinn eykst og verður erf-
iðari viðureignar. Heilsugæslustöðin
þín er tilvalið fyrsta stopp, en flestar
heilsugæslustöðvar bjóða nú upp á
sálfræðiþjónustu fyrir alla aldurs-
hópa, auk þess sem hjúkrunarfræð-
ingar á heilsugæslu geta veitt ráð-
gjöf og stuðningsviðtöl. Einnig eru
starfandi þrjú þverfagleg geð-
heilsuteymi á vegum Heilsugæslu
höfuðborgarsvæðisins, og uppbygg-
ing slíkra teyma stendur nú yfir um
land allt.
Þjónusta geðheilsuteyma er ætluð
þeim sem þurfa sérhæfðari aðstoð
og þéttari stuðning til lengri tíma.
Auk þess má leita aðstoðar í Hjálp-
arsíma Rauða krossins, eða á net-
spjalli Hjálparsímans 1717.is, og að
lokum má nefna vefinn Heilsuvera-
.is, þar sem er að finna ýmis góð ráð.
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Sumar Maður er manns gaman.
Einmanaleikinn
er skaðlegur
Heilsuráð
Höfundar eru starfsmenn í
Geðheilsuteymi HH suður.
Unnið í samstarfi við Heilsugæslu
höfuðborgarsvæðisins.
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Verkefnið er mikilvægt ogþakklætið mikið. Við semstörfum í Kiwanishreyf-ingunni fáum oft skilaboð
frá til dæmis foreldrum barna sem
hafa lent í óhöppum á reiðhjólunum
sínum, þar sem hjálmarnir hafa
komið í veg fyrir að verr hafi farið.
Við höldum því ótrauð áfram,“ seg-
ir Petrína Ragna Pétursdóttir úr
Kiwanisklúbbnum Sólborg í
Hafnarfirði.
Á höfuð og í réttar hendur
Á hverju vori frá 2004 hafa
Kiwanisumdæmið Ísland-Færeyjar
og Eimskip fært öllum börnum í
fyrsta bekk reiðhjólahjálm að gjöf.
Er þetta gert í því skyni að tryggja
öryggi ungra vegfarenda. Frá upp-
hafi samstarfsins hafa verið gefnir
um 65.000 hjálmar, en þeir eru
jafnan afhentir börnum sem eru að
ljúka 1. bekk grunnskóla.
Í ár verða afhentir alls 4.660
hjálmar, það er til barna sem eru
fædd árið 2013, og munu Kiw-
anisfélagar sjá um að koma hjálm-
unum í réttar hendur og á höfuð
barnanna. Oftar er þetta gert í
samvinnu við grunnskólana í hverri
byggð. Sums staðar eru afhendingu
með því lagi skorður settar, svo
sem í Reykjavík, og þá eru aðrar
leiðar farnar að marki.
Næstkomandi mánudag, 11.
maí, byrja Kiwanisklúbbarnir í
Hafnarfirði, Eldborg, Hraunborg
og Sólborg, á að afhenda hjálma til
allra barna sem eru í grunnskólum
þar í bæ. Venjan hefur verið sú að
hóa saman í einu öllum börnum í
árganginum sem hjálmana fær.
Vegna reglna um fjöldatakmark-
anir verða hóparnir hins vegar
minni í ár. Afhendingin fram í Kiw-
anishúsinu í Hafnarfirði að Hellu-
hrauni 22 og á mánudaginn mæta
þangað 1. bekkjarnemendur úr
Engidals- og Víðidalsskólum. Svo
rekur kapallinn sig áfram og síð-
ustu krakkar koma í hús næstkom-
andi föstudag. Til viðbótar því sem
að framan er nefnt verða 200 reið-
hjólahjálmar afhentir börnum á
Grænlandi og 84 slíkir fara til
krakka í Íslendingabyggðunum í
Manitobafylki í Kanada.
„Þetta er ákaflega skemmtilegt
og gefandi verkefni. Væri þó aldrei
framkvæmanlegt nema því aðeins
að við njótum stuðnings Eimskips,
sem leggur okkur til hjálma og
flutning á þeim. Kiwanisfólk af-
hendir þá svo til barna og foreldra,
sem þetta kunna vel að meta. Við
viljum hjálm á öll höfuð,“ segir
Petrína Ragna Pétursdóttir.
Hjálmar á öll höfuð
Örugg! Kiwanismenn
gefa öllum börnum í 1.
bekk grunnskóla reið-
hjólahjálma. 4.660 stykki
í ár og þakklætið er mik-
ið og einlægt.
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Kiwanis „Þetta er ákaflega skemmtilegt og gefandi verkefni,“ segir Petr-
ína Ragna Pétursdóttir um hjálmaverkefnið sem unnið er með Eimskip.
Öruggar Hjólastelpur á heimleið úr
skólanum sínum með hjálm á höfði.
Afhending Sumarið með öllum
hjólaferðunum er fram undan.
Hvatningarverkefnið Hjólað í vinnuna
sem Íþrótta- og Ólympíusamband Ís-
lands stendur fyrir hófst í gærmorg-
un með athöfn í Laugardalnum í
Reykjavík. Þetta verkefni stendur
fram til 26. maí og á þeirri tíð eru
landsmenn hvattir til að hreyfa sig og
nýta sér umhverfisvænar og hag-
kvæmar samgöngur með því að
ganga eða hjóla rétt eins og for-
ystufólk í þjóðmálunum gerði við
setninguna í gær.
Í vinnustaðakeppni Hjólað í vinn-
una er keppt um flesta þátttökudaga
hlutfallslega miðað við heildarfjölda
starfsmanna á vinnustaðnum. Keppt
er í átta kflokkum út frá stærð vinnu-
staða. Að auki er kílómetrakeppni
þar sem keppt er á milli liða um ann-
ars vegar heildarfjölda kílómetra og
hins vegar hlutfall kílómetra miðað
við fjölda liðsmanna í liði.
Hjólreiðar eru í miklum vexti um
þessar mundir, skv. frétt frá Reykja-
víkurborg. Þeim sem hjóluðu um El-
liðaárdalinn fjölgaði úr 11 þúsund í 25
þúsund í apríl síðastliðnum miðað við
sama mánuð í fyrra. Á Ægisíðu fjölg-
aði hjólandi fólki úr tæplega 4.000 í
apríl í fyrra í rúmlega 24 þúsund í ár.
Verkefnið Hjólað í vinnuna hófst í gær
Tekið á rás og hjólreiðar í
Reykjavík verða æ vinsælli
Ljósmynd/Aðsend
Hjólað Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn við setningu verkefnisins í gær.
VRóskar eftir
tilboðum fyrir félagsmenn
VR óskar eftir samstarfi við ferðaþjónustuaðila sem hafa
áhuga á að veita félagsmönnumVR tilboð eða afslætti fyrir
sumarið 2020.
Áhugasamir sendi upplýsingar á vr@vr.is fyrir 1. júní 2020.
Eftirfarandi upplýsingar þurfa að fylgja:
– Merki eða mynd til birtingar á vef VR
– Stutt lýsing
– Tengill á vefsíðu
– Gildistími tilboðs
Tilboð verða birt á vef VR – vr.is/tilbod
VR KRINGLUNNI 7 103 REYKJAVÍK SÍMI 510 1700 WWW.VR.IS