Morgunblaðið - 07.05.2020, Page 24
24 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. MAÍ 2020
Tímapantanir í síma 511 5800
SMÁRALIND • HAFNARTORG • KEFLAVÍK
Sjónmælingar
eru okkar fag
Hið gamalgróna Laxárfélag, sem
hefur haft veiðiréttinn á stórum
hluta Laxár í Aðaldal á leigu í áttatíu
ár, mun ekki framlengja samning
sinn um leiguna eftir sumarið í sum-
ar. Upplýst var um lok samningsins í
Sporðaköstum á Mbl.is en þar með
lýkur lengsta viðskiptasambandi um
leigu á laxveiðiá hér á landi.
Laxárfélagið er sett saman úr
þremur svokölluðum deildum sem
eru kenndar við Akureyri, Húsavík
og Reykjavík. Hafa félagar vitað
mörg ár fram í tímann hvaða veiði-
daga þeir eiga í ánni, tvisvar á sumri
hver. Hafa hlutir í félaginu verið
seldir fyrir háa upphæð, enda hefur
veiði í Laxá löngum verið eftirsótt
en hefur þó verið dræm síðustu ár.
Stórlaxavonin er hvergi meiri í lax-
veiðiám landsins en fjöldi veiddra
fiska hefur dregist saman. Hefur
stjórn Laxárfélagsins greint Veiði-
félagi Laxá í Aðaldal frá því að
samningurinn verði ekki endurnýj-
aður eftir sumarið, eftir að samn-
ingaviðræður skiluðu engu.
Jón Helgi Björnsson frá Laxa-
mýri, formaður veiðifélagsins, stað-
festi lok samningsins í samtali við
Eggert Skúlason á Mbl.is. „Þetta er
náttúrlega ekki óskatíminn til að
standa í svona breytingum þegar
óvissa í þjóðfélaginu er svo mikil.
Laxá mun hins vegar áfram renna
og lax mun áfram ganga í hana og
menn vilja áfram veiða í henni og
þetta mun allt finna sér einhvern
farveg.“ Hann bætti við að auðvitað
væri þetta ekki óskatími til að skipta
um leigutaka.
Laxárfélagið á Vökuholt
Heyrst hefur af bollalengingum
um mögulega sameiningu veiði-
svæða í ánni, en annað vinsælt svæði
í ánni er kennt við Nesveiðar. Þá
mætti mögulega nota hið stóra veiði-
heimili Vökuholt, sem er í landi
Laxamýrar, fyrir allt svæðið. Jón
Helgi segir ýmislegt rætt en vill
ekkert segja um það. „Fyrst er að
klára þennan viðskilnað Laxár-
félagsins og svo fara menn að vinna í
framtíðinni. Við erum að ræða alla
möguleika og það er allt opið í þeim
efnum,“ segir Jón Helgi.
„Það sem við stöndum hins vegar
frammi fyrir er að þetta þarf að
liggja fyrir í haust, hvert framhaldið
verður, sérstaklega upp á sölu fyrir
sumarið 2021.“
Og þegar spurt er hvort það komi
til greina að bjóða svæðið út í
óbreyttri mynd svarar hann að allt
sé til skoðunar en ítrekar að engar
ákvarðanir hafi verið teknar.“
Dræm veiði síðustu ár
Það kemur mögulega til með að
flækja málin við Laxá að Laxár-
félagið á hið vel búna veiðihús Vöku-
holt og bátana sem notaðir eru.
Margir félagar í Laxárfélaginu
haft haft orð á því að fráfall Orra
Vigfússonar sumarið 2017 hafi
markað upphafið að þessum enda-
lokum, en auk þess að vera lykil-
maður í starfsemi félagins um langt
skeið var hann einnig með veiðileyfi
margra félaga í umboðssölu og þá
mikið til erlendra veiðimanna.
Í umfjölluninni um málið á Mbl.is
er líka rætt við Jón Helga Vigfússon,
bónda á Laxamýri og veiðileiðsögu-
mann við ána í fjölda ára. Hann segir
félagsmenn Laxárfélagsins hafa ver-
ið að eldast og kannski sé ein ástæða
þessara lykta sú að ekki hafi tekist
að endurnýja félagið sem skyldi. Í
sumar verður veitt í ánni með
óbreyttu sniði, í síðasta sinn.
Veiðin í Laxá hefur verið döpur
síðustu ár, aðeins 501 lax í fyrra á 17
stangir. 608 og 709 laxar árin þar á
undan en síðasta áratug hefur veiðin
fimm sinnum farið yfir þúsund laxa.
efi@mbl.is
Laxárfélagið
yfirgefur Laxá
Breytingar í Aðaldal eftir 80 ára sögu
Morgunblaðið/Einar Falur
Breytingar Jón Helgi og Halla Bergþóra Björnsbörn frá Laxamýri með fyrsta lax sumarsins 2016 í Laxá, neðan Æðar-
fossa. Jón Helgi er formaður veiðifélags árinnar og staðfestir að síðasta veiðisumar Laxárfélagsins sé að hefjast.
Morgunblaðið/Einar Falur
Stórlax Halla Bergþóra glímir við lax í Fosspolli neðan Æðarfossa. Land-
eigendur þurfa að semja við nýja leigutaka eða finna annað fyrirkomulag.