Morgunblaðið - 07.05.2020, Síða 30
30 FRÉTTIRErlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. MAÍ 2020
Flatahrauni 7 | 220 Hafnarfirði | Sími 565 1090 | www.bjb.is
Fékk bíllinn
ekki skoðun?
Aktu áhyggjulaus í burt á nýskoðuðum bíl
Sameinuð gæði
BJB-Mótorstilling þjónustar
flesta þætti endurskoðunar
á sanngjörnu verði og að
auki förum við með bílinn
þinn í endurskoðun, þér
að kostnaðarlausu.
ALVÖRU
VERKFÆRI
145
EITTRAFHLÖÐUKERFI
YFIR VERKFÆRI
VERKFÆRASALAN • SÍÐUMÚLA 9, REYKJAVÍK • DALSHRAUNI 13, HAFNARFIRÐI • DALSBRAUT 1, AKUREYRI • S: 560 8888 • vfs.is
vfs.is
BAKSVIÐ
Ágúst Ásgeirsson
agas@mbl.is
Í umfangsmiklum prófunum á
veirulyfinu Remdesivir þykir það
hafa flýtt bata sjúklinga sem smit-
ast hafa af kórónuveirunni,
COVID-19. Er þar með komið fram
fyrsta lyfið sem að sönnu kemur að
gagni gegn veikinni. Remdesivir
var upphaflega þróað gegn veirum
eins og SARS og MERS. En hvað
er svo Remdesivir?
Um er að ræða tilraunalyf með
breiða verkun gegn veirum, fram-
leitt af bandaríska lyfjarisanum
Gilead Sciences sem fyrstur þróaði
lyf gegn ebóluveirunni sem veldur
blæðingarsótt. Í rannsókn á prím-
ötum árið 2016 þótti það gefa viss-
ar vonir og í framhaldi af því var
lyfið metið í samanburði við tvö
önnur í umfangsmikilli rannsókn
sem fram fór í Lýðveldinu Kongó.
Var það hins vegar lagt á hilluna
því það þótti ekki auka á batahorf-
ur sjúklinga eins mikið og hin mót-
efnin tvö, tvö ónæmiskerfismótefni
sem framleidd voru í tilraunastofu
en voru eins og prótín sem mynd-
ast í líkamanum þegar í hann berst
mótefnavaki.
Í febrúar síðastliðnum tilkynnti
Ofnæmis- og sóttvarnastofnun
Bandaríkjanna (NIAID) að stofn-
unin hefði dustað rykið af Remde-
sivir til að prófa það gegn SARS-
CoV-2, sýklinum sem veldur CO-
VID-19. Var skýringin sögð sú að
það hefði gefið viss fyrirheit í próf-
unum gegn kórónuveirunum SARS
og MERS í dýratilraunum.
Hversu skilvirkt er það?
Um nýliðin mánaðamót skýrði
NIAID svo frá tilraunum sem náðu
til á annað þúsund manns sem
lagðir voru inn á spítala vegna
veikinnar. Niðurstaða þeirra var að
kórónuveirusjúklingar með önd-
unarerfiðleika voru mun fljótari að
ná sér en þeir sem gefin var lyf-
leysa. Munaði þar 31% í tíma.
„Þó svo niðurstaðan sé greini-
lega jákvæð tölfræðilega séð er ár-
angurinn í hófi,“ sagði Anthony
Fauci, stjórnandi NIAID-
stofnunarinnar, við fréttasjón-
varpsstöðina NBC News. Með öðr-
um orðum, þótt það geri menn
heila af sjúkdómi sínum telst lyfið
þó engin kraftaverkalausn. Það
hefur „sannað hugmyndina að baki
því“ sem gæti svo rutt betri lyfjum
leiðina, á sama hátt og fyrstu lyfin
sem þróuð voru gegn HIV-
hættunni á níunda áratugnum og
voru hvergi nándar nærri eins skil-
virk og slík lyf nú til dags.
Niðurstaðan bendir til að
Remdesivir gæti lækkað dán-
artíðnina – úr 11,7% í 8,0% – en
hermt er að taka beri þessar tölur
með varúð því þær séu ekki nógu
stærðfræðilega marktækar.
Mismunandi niðurstaða
Uppgötvanirnar í bandarísku til-
rauninni voru kynntar sama dag og
niðurstöður smærri tilraunar birt-
ust í breska læknablaðinu Lancet.
Var því slegið föstu í henni að töl-
fræðilega væri engin hagsbót af
Remdesivir. Hún náði aðeins til
rúmlega 200 manns í Wuhan í Kína
sem valdir voru með slembiúrtaki,
sem þykir vera æðsta regla gild-
ismatsfræðanna. Máli skiptir þó að
þessari rannsókn varð að hætta
fyrr en ráð var fyrir gert. Ástæðan
var sú að ekki fundust nógu margir
sjúklingar og því var hún um fimm
sinnum minni að umfangi en
NIAID-rannsóknin.
„Fjöldinn er of lítill til að draga
stórar ályktanir,“ sagði Stephen
Evans, sérfræðingur í lyfjafarald-
ursfræðilegri tölfræði við London
School of Hygiene & Tropical
Medicine; skóla sem lætur sig
hitabeltissjúkdóma varða.
Hvenær fáanlegt?
Remdesivir hefur nú þegar verið
gefið sjúklingum um heim allan,
bæði í klínískum tilraunum og utan
spítalanna. Framleiðandinn, Gile-
ad, hefur svarað „samúðarfullum“
beiðnum um notkun lyfsins til að fá
neyðaraðgang fyrir það inn á ýmis
landsvæði.
Búist er við að Matvæla- og
lyfjastofnun Bandaríkjanna (FDA)
gefi fyrir sitt leyti leyfi til notk-
unar lyfsins í neyðarskyni sem
myndi auka enn á notkunarmögu-
leika þess áður en það öðlast fulla
viðurkenningu sem læknislyf. „Ég
ræddi við forstjóra FDA og þar
vinna menn hörðum höndum. Bú-
ast má við ákvörðun von bráðar,“
sagði áðurnefndur Fauci.
Þar sem um flókið lyf er að ræða
í framleiðslu og það gefið sem
stungulyf en ekki í pilluformi hafa
vaknað spurningar um hvort tak-
marka þurfi framboð þess til að
byrja með. Í opnu bréfi sem Daniel
O’Day, stjórnarformaður Gilead,
skrifaði fyrir helgi sagði hann að
þá þegar hefðu 1,5 milljónir
skammta verið fullgerðar eða nán-
ast tiltækar.
„Okkur hafði talist svo til að
þetta dygði til meðferðar á 140.000
manns, miðað við 10 daga með-
ferð,“ sagði O’Day og bætti því við
að aðrar rannsóknir hefðu sýnt
fimm daga meðferð allt eins skil-
virka og tíu daga. Því mætti ná til
fleiri en hann sagði fyrirtækið hafa
ákveðið að gefa allt það Remdesiv-
ir sem það réði nú yfir. Fyrirtækið
er að skoða möguleika á að þróa
lyfið sem úðalyf en engar vísbend-
ingar gefnar um hvenær mætti
vænta þess til notkunar.
Hvernig vinnur það?
Remdesivir er í flokki lyfja sem
ráðast beint til atlögu gegnum vír-
usum. Það heyrir svonefndum
núkleótíðum til sem herma eftir
adenósíni, sem er eitt af fjórum
undirstöðuefnum kjarnsýranna
RNA og DNA. „Vírusinn gætir sín
ekki á því hvað hann gengur inn í,“
sagði veirufræðingurinn Benjamin
Neuman, við Texas A&M háskól-
ann bandaríska. „Þeir reyna að
flýta sér sem mest og bitnar hrað-
inn á varúðinni.“
Remdesivir laumar sjálfu sér á
lævísan hátt inn í erfðamengi kór-
ónuveirunnar í stað adenósínsins
sem slekkur á fjölgun veirunnar.
Við athöfnina í síðustu viku sagði
yfirlæknir Gilead-lyfjarisans að
sjúklingar í tilraununum sem sýnt
hefðu styttri sjúkdómseinkenni
virtust hafa svarað lyfjagjöfinni
betur. Þeir sem veikari voru hefðu
einnig haft einhvern ávinning af
lyfinu. Þetta væri sakir þess að
veiran hrindir af stað óeðlilegum
ónæmisviðbrögðum, umfrym-
isskiptingu, sem skaðað geta lung-
un.
„Með því að takmarka eftir-
myndun veirunnar minnkar bólg-
an, færri verða fyrir lungnaskaða
og þeir losna fyrr en ella úr
öndunarvélinni,“ sagði Parsey.
Sjúkir komast fyrr á fætur
Lyfið Remdesivir laumar sjálfu sér á
lævísan hátt inn í erfðamengi kórónu-
veirunnar í stað adenósínsins og slekk-
ur á tímgunarferli veirunnar
Önnur lyf og meðferðir sem verið er að rannsaka
Önnur veirulyf sem verið er að
rannsaka eru:
Efla viðbrögð ónæmiskerfisins Beisla ónæmiskerfið
Remdesivir gegn kórónuveiru
Heimildir: newsscientist.com/covid19treatmentguidelines.nih.gov/gilead.com
Veirulyf: stöðvar eða hægir á
því að veiran myndi eftirmyndir
af sjálfri sér
Líftæknifyrirtæki, á borð við Ab-
Cellera í Kanada og Regeneron í
Bandaríkjunum hafa fundið
mótefni sem lofa góðu
Bandarísk stjórnvöld samþykktu
1. maí að nota mætti lyfið við
kórónuveirusýkingu Svissneska fyrirtækið Roche rann-
sakar áhrif liðagigtarlyfsins
tocilizumab, en það örvar
cytokine-prótein sem hraða
viðbrögðum ónæmiskerfisins
Einnig er verið að rannsaka áhrif
annars gigtarlyfs, sarilumab
Rannsóknir standa einnig yfir á
því að nota blóðvökva úr sjúkling-
um sem hafa náð bata
Hydroxychloroquine, notað við
malaríu og sjálfsónæmi, einnig
er verið að rannsaka hugsanleg
áhrif þess á veirur
Remdesivir:
ræðst gegn fjölföldun veirunnar
Greina mótefni sem bregðast við
kórónuveirunni og nýta þau
Vinnur gegn ýktum og skaðlegum
viðbrögðum ónæmiskerfisins,
svonefndum cytokine-stormum
Lungnablöðrur
Venjuleg
ónæmis-
viðbrögð
Skaðleg við-
brögð
Bólgur
AFP
Veirulyf Lyfið Remdesivir sem not-
að er við kórónuveirusýkingu.