Morgunblaðið - 07.05.2020, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 07.05.2020, Qupperneq 31
FRÉTTIR 31Erlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. MAÍ 2020 Sími 557 8866 | pantanir@kjotsmidjan.is | Fossháls 27, 110 Reykjavík Opnunartími7.30-16.30 Er ekki kjörið að grilla um helgina? Úrval af kjöti á grillið – Kíktu við! Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Óvæntur úrskurður þýska stjórn- lagadómstólsins í fyrradag hefur hleypt mikilli óvissu í tilraunir Evr- ópusambandsins til þess að finna sameiginlega lausn fyrir ríki evru- svæðisins á kórónuveirukreppunni. Stjórnlagadómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að Seðlabanki Evr- ópu hefði líklega farið gróflega fram úr heimildum sínum við kaup á skuldabréfum vegna kórónuveirunn- ar, en upphæð þeirra nemur nú um 2.200 milljörðum evra. Um leið hefði bankinn óbeint seilst inn í fjárveit- ingarvald þýska sambandsþingsins. Gaf dómstóllinn bankanum þrjá mánuði til þess að sanna að meðal- hófi hefði verið fylgt við skuldabréfa- kaupin, ellegar yrði Seðlabanka Þýskalands meinað að taka frekari þátt í magnbundinni íhlutun evr- ópska bankans. Niðurstaða dómstólsins kemur á einkar óheppilegum tíma fyrir fram- kvæmdastjórn Evrópusambandsins, sem leggur nú allt kapp á að finna sameiginlega lausn á kórónuveiru- kreppunni. „Söguleg kreppa“ framundan Verkefnið er brýnt, því fram- kvæmdastjórnin varaði í gær við því að samdráttur á evrusvæðinu myndi ná um 7,7% á þessu ári, sem aftur myndi leiða af sér „sögulega kreppu“. Um leið er spáð örum hag- vexti á næsta ári, upp á 6,3%, en framkvæmdastjórnin varaði við því að batinn myndi ekki dreifast jafnt á evruríkin. Sagði Paolo Gentiloni, fram- kvæmdastjóri sambandsins í efna- hagsmálum, að ef sum ríki svæðisins drægjust um of aftur úr öðrum gæti það hæglega ógnað framtíð evrunn- ar og innri markaði Evrópusam- bandsins, en að um leið væri hægt að koma í veg fyrir hana með sameigin- legum aðgerðum. Vandinn er ekki síst sá, að Evr- ópusambandsríkin í „norðri“, eins og Holland og Þýskaland, eru í mun betri stöðu til þess að veita innspýt- ingu í hagkerfi sín en ríki eins og Ítalía og Spánn, sem einnig hafa far- ið verr út úr faraldrinum heldur en ríkin í norðri. Á sama tíma hafa Hol- lendingar og Þjóðverjar verið heldur tregir til þess að grípa til sameigin- legra aðgerða á vettvangi Evrópu- sambandsins, sem gæti þýtt að skuldir ríkjanna í suðri vegna kór- ónuveirunnar myndu enda á þeirra herðum. Sett ofan í við dómstól ESB Til að greiða úr þeirri pattstöðu hefur Seðlabanki Evrópu gripið til þess ráðs að veita ríkulegar innspýt- ingar upp á milljarða evra og keypt skuldabréf á móti í stórum stíl, en þau kaup eru nú í uppnámi vegna niðurstöðu stjórnlagadómstólsins. Það vakti sérstaka athygli að fyrir utan „viðvörunarskot“ stjórnlaga- dómstólsins þýska í átt að Seðla- banka Evrópu, setti hann einnig ofan í við dómstól Evrópusambandsins og sagði að afstaða hans til meðalhófs í þessu efni væri „óskiljanleg“ og í engu samræmi við afstöðu dómstóls- ins á nánast öllum öðrum sviðum Evrópuréttar. Ályktaði stjórnlaga- dómstóllinn því sem svo að dómarar Evrópudómstólsins hefðu farið út fyrir lagalegar heimildir sínar. Þetta er í fyrsta sinn frá upphafi Evrópusamrunans árið 1957 sem stjórnlagadómstóllinn kemst að þeirri niðurstöðu að ákvarðanir og gerðir evrópskra stofnana hafi brot- ið í bága við þýsku stjórnarskrána, en stjórnlagadómstóllinn hefur aldr- ei viðurkennt að lög og reglur Evr- ópusambandsins séu rétthærri en þýska stjórnarskráin. Um leið benti stjórnlagadómstóll- inn á það sérstaklega í úrskurði sín- um að Lissabon-sáttmálinn hefði ekki sett lög ESB ofar lögum aðild- arríkjanna, og að Evrópusambandið væri ekki sambandsríki. Hörð rimma framundan? Sú ályktun kallaði á svar frá Brussel, og sagði talsmaður fram- kvæmdastjórnar Evrópusambands- ins það vera skoðun sambandsins, að lög þess væru rétthærri lögum aðild- arríkjanna, og að ríki þess hefðu fall- ist á að vera bundin af úrskurðum dómstóls Evrópusambandsins. Framundan gæti því verið hörð laga- leg rimma um stöðu Evrópuréttar innan Þýskalands, eins helsta for- ysturíkis Evrópusambandsins. Um leið virðist nokkuð ljóst, að til- raunir til þess að leysa kórónuveiru- kreppuna með útgáfu sameiginlegra „kórónuskuldabréfa“ muni rekast á þýsku stjórnarskrána og komi því ekki til greina. Ríkisstjórnir Spánar og Ítalíu gætu því verið nauðbeygðar til þess að sækja um neyðarlán til Seðla- banka Evrópu, en þær hafa verið tregar til þess að stíga slík skref, ekki síst í ljósi þess fordæmis sem Grikklandskreppan 2012 gaf, þar sem harðir skilmálar fylgdu neyðar- láni bankans. Úrskurður stjórnlagadómstólsins hefur því leitt til stórra spurninga um framvinduna innan Evrópusam- bandsins og hvernig það muni leysa úr þeirri stöðu sem kórónuveiru- faraldurinn færði því. Óttast um framtíð evrunnar  Allt stefnir í harðan samdrátt innan evrusvæðisins  Stjórnlagadómstóll Þýskalands vekur á sama tíma erfiðar spurningar um hvernig bregðast megi við AFP Þinghald Stjórnlagadómstóll Þýskalands setti ofan í við Seðlabanka Evrópu fyrir skuldabréfakaup sín. Donald Trump Bandaríkja- forseti tilkynnti í gær að sér hefði snúist hugur og að stýrihópur Hvíta hússins í baráttunni gegn kórónuveirunni yrði ekki leystur upp á næstunni. Trump sagði í fyrradag að stýrihópurinn myndi mögulega hætta störfum strax um næstu mánaðamót, en í gær sagði forsetinn hópinn hafa staðið sig frá- bærlega og því væri þörf á að stýri- hópurinn héldi áfram og einbeitti sér að því að koma Bandaríkjunum aftur á skrið eftir faraldurinn á öruggan hátt. Trump hefur áður varað við því að efnahag Bandaríkjanna standi ógn af því að sóttvarnaraðgerðum verði haldið of lengi til streitu, en deilt er um það vestanhafs hvenær rétti tíminn til að aflétta þeim sé. Stýrihópurinn ekki leystur upp í maí Donald Trump BANDARÍKIN Bandaríski auð- kýfingurinn Elon Musk og söng- konan Grimes til- kynntu í gær að þau hygðust nefna nýfætt barn sitt því óvenjulega nafni X Æ A-12 Musk. Ekki fylgdi til- kynningunni hvernig ætti að bera nafnið fram, og ekki er vitað um kyn barnsins. Musk greindi frá nafngiftinni á samskiptamiðlinum Twitter, þar sem hann hefur stundum ákveðið að bregða á leik og töldu sumir fylgjendur Musks að hér væri um grín að ræða. Móðirin bætti þó um betur og útskýrði fyrir hvað hver hluti nafnsins ætti að standa, en Æ- ið sagði hún vera „álfaskrift“ fyrir japanska orðið Ai, sem þýðir ást, en það gæti einnig staðið fyrir AI, eða gervigreind. Segja barn sitt heita X Æ A-12 Elon Musk BANDARÍKIN Kínversk stjórnvöld gagnrýndu Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, á nýjan leik í gær og sögðu hann ekki búa yfir „neinum gögnum“ sem gætu sannað að kór- ónuveirufaraldurinn ætti rætur sín- ar að rekja til veirurannsóknastofu í Wuhan-borg. Hua Chunying, talsmaður kín- verska utanríkisráðuneytisins, sagði að Pompeo hefði talað mikið en ekki lagt fram nein gögn, þar sem engin gögn væru fyrir hendi. „Ég tel að vísindamönnum og heil- brigðisstarfsfólki ætti að vera falin þessi spurning, en ekki stjórnmála- mönnum sem ljúga til að ná fram markmiðum sínum á heimaslóð,“ sagði hún á blaðamannafundi ráðu- neytisins. Hvatti hún jafnframt Bandaríkjastjórn til þess að hætta að beina spjótum sínum að Kína og einbeita sér að því að bjarga banda- rískum mannslífum. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin, WHO, hefur lýst því yfir að hún bíði eftir því að geta tekið þátt í rann- sóknum á uppruna kórónuveirunnar innan Kína og því hvernig hún náði að fara úr dýrum og yfir í menn. Chun Yen, sendiherra Kínverja hjá Sameinuðu þjóðunum í Genf, sagði hins vegar í gær að Kínverjar myndu ekki bjóða alþjóðlegum sér- fræðingum til landsins til að rann- saka uppruna kórónuveirunnar, fyrr en „lokasigurinn“ yfir faraldrinum hefði náðst. „Það er ekki svo að við séum með ofnæmi fyrir rannsóknum, fyrir- spurnum eða skoðunum,“ sagði Chen, heldur væru Kínverjar nú að einbeita sér að því að sigrast á far- aldrinum. Þá þyrfti rannsókn á upp- hafi veirunnar að fara fram við „rétt andrúmsloft“, þar sem ítrekaðar ásakanir í garð Kínverja hefðu náð að menga það. Deila enn um upphaf veirunnar  Engin rannsókn fyrr en faraldr- inum lýkur AFP Veirur Rannsóknarstofan í Wuhan hefur orðið að bitbeini stórveldanna.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.