Morgunblaðið - 07.05.2020, Síða 35
UMÆRÐAN 35
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. MAÍ 2020
Skeifunni 8 | Kringlunni | Glerártorgi, Akureyri | ) 588 0640 | casa.is
Cuero Mariposa
Hannaður árið 1938 af:
Bonet, Kurchan & Ferrari
Leður stóll verð 149.000,-
Leður púði verð 13.900,-
Undanfarna daga og
vikur hefur orðið gíf-
urleg aukning í notk-
un fjarfunda, fjar-
námskeiða og
ráðstefna á netinu.
Tækni sem reyndar
hefur lengi vel verið
til staðar hefur nú
loks fengið hljóm-
grunn. Umbreytingarnar sem eiga
sér stað með nýtingu fjarfunda-
tækninnar leysa ýmis vandamál
fólks, svo sem að geta unnið að
heiman. Þessar lausnir hafa nú
sýnt sig vera á margan hátt skil-
virkari en hinar hefðbundnu leiðir
til að funda og miðla upplýsingum
og þekkingu.
Þarf alltaf ógn til að hreyfa
við skynseminni?
Oft þegar harðnar á dalnum í
samfélaginu er gripið til setningar-
innar „neyðin kennir naktri konu
að spinna“, því þá nær nýsköpun
oft hæstu hæðum. Að okkar mati á
þetta ekki alltaf við í nútíma sam-
félagi. Síðustu áratugir hafa ein-
kennst af mikilli nýsköpun og um-
breytingum en mismunandi svið og
geirar samfélagsins hafa hins vegar
tekið misjafnlega vel í nýjungar.
Ríkjandi viðhorf og starfshættir
verða oft til þess að nýjungar eru
seinteknar. Fyrirtæki og stofnanir
eiga erfitt með að fylgja breyt-
ingum eftir, hvað þá að verða leið-
andi í að innleiða þær. Þetta á t.d.
að hluta til við um fyrirkomulag
menntunar hér á landi. Áskoranir
menntastofnana og yfirvalda
menntamála eru miklar um þessar
mundir, ekki hvað síst hvað varðar
tækni og samfélagslegar breyt-
ingar.
Það er nokkuð ljóst að ein af af-
leiðingum faraldursins sem nú
stendur yfir hefur og mun hreyfa
við og gerbreyta viðhorfum og
starfsháttum menntastofnana,
kennara og skólayfirvalda.
Menntun árið 2028
Á síðasta ári kom út skýrsla
Framtíðarseturs Íslands, „Mennta-
greining á grunn- og framhalds-
skólastigi fyrir viðmiðunarárið
2028. Straumar og munstur í
menntun“. Skýrslan byggist á
könnun sem gerð var meðal kenn-
ara og stjórnenda á grunn- og
framhaldsskólastiginu. Markmið
skýrslunnar var að skapa umræðu
um þróun skólamála í ljósi hugs-
anlegra tækni- og samfélagsbreyt-
inga.
Undanfarnar vikur höfum við
skynjað miklar breytingar á skóla-
starfi, bæði við miðlun þekkingar
og mat á námsárangri vegna
ástandsins sem skapast hefur í
kjölfar Covid-19. Er athyglisvert í
því sambandi að rýna framan-
greinda skýrslu Framtíðarseturs-
ins, en þar eru meðal annars
dregnar eftirfarandi niðurstöður:
„Það er umhugsunarefni að svar-
endur telja ekki meiri líkur á, en
raun ber vitni, að nám muni færast
meira frá hefðbundnum skólastof-
um og að nemendur verði skyldaðir
til að nýta snjalltæki í skólastarfi. Í
báðum tilvikum draga svör kennara
líkurnar niður. Sú breyting hefur
orðið síðustu tíu ár að stór hluti
þekkingar í heiminum er tiltækur
með nokkrum smellum á vefnum,
hverjum þeim sem hefur aðgang að
snjalltæki. Það hefur gefið öllum
skólastigum veruleg tækifæri til að
breyta og efla þekkingarmiðlun og
það mun eingöngu eflast í náinni
framtíð. Hluti þessarar þróunar er
fjarnám sem nú þegar er stór þátt-
ur í námi á flestum skólastigum, og
þá sérstaklega í dreifðari byggðum
landsins. Sú þróun og reynsla ætti
að ýta enn frekar á slíka þróun,
það er að segja að ná fram frekari
skilvirkni á miðlun námsefnis eftir
þörfum nemenda.“
Framtíðin í takt við nútímann
Það sem svarendur töldu líkleg-
ast að myndi einkenna náms-
umhverfið árið 2028 er sambærilegt
við þá stöðu sem einkenndi að
mörgu leyti námsumhverfið fyrir
COVID-19. Þessi niðurstaða vekur
ýmsar spurningar um framþróun í
skólastarfi. Það var þó ánægjulegt
að svarendur könnunarinnar töldu
að árið 2028 yrði rík áhersla í
skólastarfi á gagnrýna hugsun,
sköpun og að námsgreinar yrðu
samþættar og verkefnamiðaðar.
Þegar svarendur voru beðnir að
forgangsraða áhrifamestu breyting-
aröflunum í námi næstu fimm árin
voru efstu þættirnir: Gagnrýnin
hugsun, sköpun, verkefnamiðað
nám, hugverkavernd og fagleg for-
ysta. Stafræn þróun og miðlun lenti
í níunda sæti. Stafræn leiðsögn sem
hluti af vendinámi (e. flipped
classroom) lenti í ellefta sæti. Það
er einnig athyglisvert að nýting
tæknilegra atriða er síðast í for-
gangsröðun svarenda, ekki hvað
síst kennara. Tækniatriðin sem
rekja lestina eru forritun, snjall-
tæki, skýlausnir, gervigreind og
sýndar- og gagnaukinn veruleiki (e.
augmented reality).
Margt er gott en betur
má ef duga skal
Það er góðs viti að lögð verði rík-
ari áhersla en verið hefur á sköpun
og gagnrýna hugsun og þá kennslu-
þætti sem efla nemendur. Hins
vegar er nauðsynlegt að leyfa
tækni að aðstoða kennara við að
nálgast einstaklinginn, nemandann,
á forsendum hans og það gerist
ekki nema fjölbreytt sjónarmið fái
að njóta sín og sú tækniþróun verði
samþætt núverandi námi.
En burtséð frá beinum áhrifum
tækninotkunar á námsárangur þyk-
ir nokkuð ljóst að tækni í námi og
kennslu hefur að jafnaði jákvæð
áhrif á áhuga og virkni nemenda í
skólastarfi. Enn fremur hafa kenn-
arar nýtt tæknina til þess að ein-
staklingsmiða nám og tengja við fé-
lagslegan veruleika nemenda með
góðum árangri og er það mjög í
samræmi við þær námskenningar
sem hafa verið ríkjandi í skóla-
starfi, s.s. kenningar Deweys, Piag-
ets og annarra þekktra mennta-
frömuða.
Fagleg forysta og
fyrirmyndardæmi
Vissulega eru til góð dæmi um
innleiðingar á nýjum starfsháttum í
skólum hér á landi. Nefna má sem
dæmi námsbraut Tækniskólans,
K2, og svo skólastarf „NÚ – Ný
framsýn menntun á grunnskóla-
stigi“. Í öðrum skólum hafa fram-
sæknir kennarar og stjórnendur
tekið upp nýjungar og verið að
fikra sig áfram á braut öflugrar
þekkingarmiðlunar.
Aðalnámskrá menntayfirvalda og
stefnumótun málaflokksins rúmar
þær breytingar sem eru að verða
og eru fyrirsjáanlegar. Málið snýst
fyrst og fremst um þær umbreyt-
ingar á starfsháttum skóla og kenn-
ara með nýtingu tækninnar, ekki
hvað síst í tengslum við fjórðu iðn-
byltinguna. Þar þurfa yfirvöld
menntamála bæði í sveitarfélögum
og á landsvísu að bregðast strax við
með faglegri forystu og gera
menntastofnunum kleift að rækta
skyldur sínar gagnvart nemendum.
Framtíð menntunar og fagleg
forysta með breyttum viðhorfum
Eftir Karl
Friðriksson
og Sævar
Kristinsson
»Ein af afleiðingum
faraldursins sem nú
stendur yfir hefur og
mun hreyfa við og ger-
breyta viðhorfum og
starfsháttum mennta-
stofnana, kennara og
skólayfirvalda.
Karl Friðriksson
Höfundar eru sérfræðingar í
framtíðarfræðum. Framtíðarsetur
Íslands.
Sævar Kristinsson
FINNA.is