Morgunblaðið - 07.05.2020, Qupperneq 36
36 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. MAÍ 2020
TIL LEIGU GRANDINN EYJARSLÓÐ 3
Upplýsingar gefur Ólafur í síma 892 5064
163m2 Atvinnuhúsnæði á jarðhæð með stórri innkeyrsluhurð.
Næg bílastæði. Laus 1. júlí n.k. eða síðar skv. samkomulagi.
135m2 jarðhæð sem er einn salur með einum léttum millivegg.
Frábært útsýni til norðausturs og næg bílastæði.
Möguleiki á að setja upp innkeyrsluhurð. Laus 1. júní n.k. eða
síðar skv. samkomulagi.
EYJARSLÓÐ 9TIL LEIGU GRANDINN
Ljóst er að yfir-
standandi heims-
faraldur mun hafa víð-
tækar efnahagslegar
afleiðingar. Ríkisstjórn
Íslands hefur gripið til
umfangsmikilla að-
gerða svo hefta megi
útbreiðslu veirunnar,
standa vörð um af-
komu heimilanna og
undirbúa kröftuga
sókn fyrir íslenskt atvinnulíf. Margir
hafa beðið aðgerða frá Reykjavíkur-
borg sem tryggt gætu vernd og við-
spyrnu fyrir fólk og fyrirtæki.
Í marsmánuði kynnti Reykjavík-
urborg fyrstu aðgerðir vegna
COVID-19. Aðgerðirnar voru hóf-
stilltar og raunhæfar og um þær
skapaðist sæmileg sátt. Frá þeim
tíma hafa sviðsmyndir breyst – fram
undan er dýpri efnahagslægð en
nokkurn gat grunað. Hafi einhver
talið aðgerðirnar máttlausar í upp-
hafi má sannarlega fullyrða nú að
þær séu máttvana innlegg í alvarlega
stöðu borgarinnar. En hvers vegna
gerði borgin ekki meira?
Öðru fremur sterkur fjár-
hagur?
Árið 2017 höfðu tekjur borgar-
innar aukist um 30 milljarða árlega
frá upphafi kjörtímabils. Samhliða
jókst skuldsetning um 30 milljarða.
Tekjugóðærið var ekki nýtt til
skuldaniðurgreiðslu. Borgarstjóri
bjó ekki í haginn fyrir mögru árin.
„Í stað þess að skapa svigrúm til
fjárfestinga í framtíðinni ætlar borg-
arstjórinn að fjárfesta eins og aldrei
fyrr á toppi hagsveiflunnar og skera
svo harkalega niður eftir því sem um
hægist og þörf fyrir slíkar fjárfest-
ingar eykst.“ Þessi réttmætu um-
mæli lét borgarfulltrúinn Pawel
Bartoszek falla árið 2018, stuttu áður
en hann gekk til meirihlutasamstarfs
við borgarstjóra.
Á dögunum fullyrti borgarstjóri
að ársreikningur Reykjavíkurborgar
2019 sýndi öðru fremur sterkan fjár-
hag borgarinnar eftir síðasta ár.
Borgarstjóri sparar ekki stóru orðin
þegar fjárhagur borgarinnar er ann-
ars vegar. Það er gömul saga og ný.
Ársreikningurinn ber hins vegar
fjárhag borgarinnar ekki fagurt
vitni. Þrátt fyrir tekjuaukningu síð-
asta árs jókst skuldsetning borgar-
innar um 21 milljarð. Launakostn-
aður hækkaði samhliða fjölgun
stöðugilda og rekstrarkostnaður
jókst um 9%. Báknið stækkar í
tekjugóðæri og tækifæri til skulda-
niðurgreiðslu eru vannýtt. Nú hefur
lukkan snúist skyndilega og svigrúm
til aðgerða lítið.
Baggi á borginni?
Nýlega birti Reykjavíkurborg nið-
urstöður ábatagreiningar vegna
ferðaþjónustu í Reykjavík. Komst
borgin að þeirri niðurstöðu að kostn-
aður Reykjavíkur af ferðamönnum
næmi 8,3 milljörðum króna árlega
umfram tekjur. Blaut tuska í andlit
atvinnugreinar sem skilar meiri
gjaldeyristekjum en sjávarútvegur-
inn og stóriðjan samanlagt. Þúsundir
starfsmanna ferðaþjónustu sitja
undir þeim þunga krossi að vera
álitnar fjárhagslegur baggi á borg-
inni.
Að venju er auðvelt að hrekja töl-
fræðiæfingar borgarstjóra. Árið
2015 greindi Deloitte opinberar
tekjur og gjöld vegna ferðamanna.
Varlega áætlaðar niður-
stöður þess árs sýndu
11 milljarða nettótekjur
sveitarfélaga af ferða-
mönnum. Frá þeim tíma
hafa tekjurnar aukist
jafnt og þétt.
Borgarstjóri er vissu-
lega í vanda með eigið
tölfræðiævintýri. Full-
yrðingar hans gefa til
kynna að nú, þegar
ferðaþjónustan liggur
niðri, ætti hagur borg-
arsjóðs að hafa vænkast sem sam-
svarar 8,3 milljörðum. Það kæmi sér
sannarlega vel – nú á þessum við-
sjárverðu tímum – ef rétt reyndist.
Ráðumst í raunhæfar aðgerðir
Langt er liðið frá fyrstu aðgerðum
borgarinnar. Frá þeim tíma hafa
sviðsmyndir breyst og efnahags-
lægðin dýpkað. Reykjavíkurborg
þarf að stíga inn í viðkvæmt efna-
hagsástand með ábyrgum og raun-
hæfum hætti.
Við þurfum að létta álögum af fólki
og fyrirtækjum. Undirrituð telur rétt
að hverfa frá arðgreiðsluáformum
Orkuveitunnar og lækka orkureikn-
inga heimilanna. Jafnframt að fast-
eignaskattar á atvinnuhúsnæði verði
lækkaðir strax. Ráðist verði í sölu
dótturfyrirtækja sem standa í sam-
keppnisrekstri, Gagnaveitunnar og
Malbikunarstöðvarinnar Höfða. Við-
ræður verði hafnar við stærstu
vinnustaði borgarinnar um sveigjan-
legri vinnutíma, svo létta megi um-
ferðarálagi, líkt og reynsla undanlið-
inna missera hefur sýnt.
Við þurfum að tryggja afkomu
heimilanna með atvinnuskapandi að-
gerðum. Undirrituð telur rétt að
bjóða út rekstur nýrra leikskóla-
deilda og gefa einkaframtakinu
tækifæri til samfélagslegrar verð-
mætasköpunar. Tryggja þarf áfram-
haldandi húsnæðisuppbyggingu
með auknu svigrúmi á bygg-
ingamarkaði og áfangaskiptum
greiðslum af byggingarétti. Við
þurfum að styðja við aukna aðsókn á
göngu- og hjólastígum borgarinnar
með frekari uppbyggingu og upp-
hitun stíga. Við þurfum að ganga til
liðs við einkaframtakið um heilsuefl-
ingu fyrir eldri borgara og grunn-
skólabörn.
Við horfum fram á djúpa efna-
hagslægð vegna áhrifa COVID-19.
Fyrirtæki róa lífróður, ferðaþjón-
ustan er í dauðateygjunum og af-
komu heimilanna er ógnað. Við-
fangsefnin fram undan eru flókin og
brýn og margir reiða sig á fumlaus
viðbrögð stjórnmálanna. Við þurfum
að gera meira og við þurfum að gera
betur. Við þurfum að tryggja fólki
og fyrirtækjum örugga afkomu og
öfluga viðspyrnu – standa vörð um
frjálst og réttlátt samfélag – og
tryggja frjóan jarðveg fyrir sókn og
framfarir. Þannig vinnum við sam-
félaginu gagn.
Sókn og framfarir
í Reykjavík
Eftir Hildi
Björnsdóttur
Hildur Björnsdóttir
» Tryggjum örugga af-
komu og öfluga við-
spyrnu – stöndum vörð
um frjálst og réttlátt
samfélag – og tryggjum
frjóan jarðveg fyrir
sókn og framfarir.
Höfundur er borgarfulltrúi
Sjálfstæðisflokksins.
hildurb@reykjavik.is
Það er notalegt að koma á Þingvöll núna í blússandi sól-
skini og hunangsflugurnar komnar á kreik. Hitinn slefar
í tíu stig og vatnið merlar í andvaranum.
Jörðin er enn í „jarðarlitunum“, eins og byggingarnar
á Hakinu, og birkið bíður átekta. Ekkert er íslenskara en
birkið, og það þekkir sitt land. Aldrei færi það út í neina
ævintýramennsku eða oflæti. Það hefur þraukað með
þjóðinni og þegar það laufgast og ilmar þá er komið sum-
ar og gaman að vera Íslendingur. Það er gamall og nýr
sannleikur að Þingvellir kynda undir þjóðerniskenndinni
og það er ekkert ljótt við það. Það er engin sæla að vera
landlaus þjóðleysingi og hvergi höfði að að halla. Steph-
an G. hafði reynslu af því og gat lýst tilfinningunni, því að
hann var skáld. „Ég á orðið einhvern veginn ekkert föð-
urland,“ sagði hann á efri árum er hann leit til baka.
Meðan við eigum Þingvelli og ræktum sambandið eigum
við föðurland. Með það í huga snúum við heim eftir góð-
an dag. Hunangsflugurnar eru horfnar af vettvangi og
það kular.
Sunnlendingur.
Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12.
Þingvellir í endurliti
Föðurland Sumarið er á næsta leiti.
Atvinna