Morgunblaðið - 07.05.2020, Síða 37

Morgunblaðið - 07.05.2020, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. MAÍ 2020 20% afsláttur af vorhreingerningu! Gluggatjöld, áklæði og mottur til 15. maí 2020 STOFNAÐ 1953Háaleitisbraut 58–60 • 108 Reykjavík • Sími: 553 1380 • haaleiti@bjorg.is Lumar þú á herðatrjám? Við tökum vel á móti þeim og endurnýtum. Ísland er vettvangur endalausra ævintýra fyrir þá sem vilja ferðast fyrir eigin afli og njóta fjalladýrðar og náttúru sem við erum svo rík af. Möguleikar til að stunda útivist á fjöllum eru fjölmargir. Fjallgöngur, fjallahlaup, sleðaferðir, jeppaferðir, hestaferðir, gönguskíði og þannig mætti lengi telja. Fjallaskíðun er ein tegund af útivist og hefur notið sí- fellt meiri vinsælda á síðustu árum. Fjallaskíðaferðir Ferðafélags Ís- lands hafa notið mikilla vinsælda. Tómas Guðbjartsson, einn af fjallaskíðafararstjórum FÍ, segir ástæðuna einfalda. „Þú kemst hraðar yfir og nærð meiru út úr deginum. Oft er auðveld- ara að ganga á fjallaskíðum en í gönguskóm í snjó, ekki síst ef um lausamjöll eða blautan snjó er að ræða. Fjallaskíðin fara betur með líkamann, ekki síst á leiðinni niður, en þau minnka álag á hné, ökkla og mjaðmir. Svo er ferðin niður eins konar rúsína í pylsuendanum sem erfitt er að toppa. Svona heilt yfir ættu allir sem hafa gaman af vetrar- og vorferðum að íhuga fjallaskíði. Búnaðurinn er vissulega dýr en kostnaður fer lækkandi. Og þetta er góð fjárfesting sem endist,“ segir Tómas. Það er að ýmsu að huga í aðdrag- anda ferðar en réttur útbúnaður er mikilvægastur. „Athuga þarf að skinn undir skíð- in gleymist ekki og að þau passi á skíðin,“ segir Tómas. „Það þarf líka að passa að skórnir séu rétt stilltir fyrir skíðin og að stafir séu í lagi. Síðan má ekki gleyma réttum fatn- aði og hlýjum aukavettlingum og hlýrri húfu en líka sólgleraugum og skíðagleraugum. Að minnsta kosti þrjú lög eiga við í öllum vetrar- ferðum.“ Í ferðum Ferðafélags Íslands er lögð áhersla á öryggið í öllum ferðum, ekki síst þegar um vetr- arferðir á fjöllum að ræða og gera verður ráð fyrir því að veður geti skipast í lofti og ýmsar hættur leynst í íslenskri náttúru allt árið um kring. „Í fyrsta lagi þurfa allir þátttak- endur að hafa ýli, snjóflóðastöng og létta skóflu meðferðis,“ segir Tómas. Í jöklaferðum er farið í öryggislínu enda sprungur víða í jöklum og eng- inn ætti að fara í jöklagöngu nema með reyndum fararstjórum og með allan öryggisbúnað meðferðis. Ísland er vettvangur endalausra ævintýra fyrir þá sem vilja ferðast fyrir eigin afli og njóta fjalladýrðar og náttúru sem við erum svo rík af. Möguleikar til að stunda útivist á fjöllum eru fjöl- margir. Fjallgöngur, fjallahlaup, sleðaferðir, jeppaferðir, hestaferðir, gönguskíði og þannig mætti lengi telja. Ljósmyndir/FÍ myndabanki Magnaðir kraftar Snæfellsjökull er vinsæll á meðal fjallaskíðafólks. Fjallaskíðaferðir njóta vaxandi vinsælda Alsæla Tómas segir að fátt jafnist á við fjallaskíðaferðir. Auknar vinsældir Æ fleiri stunda fjallaskíðamennsku. Ferðalög á

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.