Morgunblaðið - 07.05.2020, Page 38

Morgunblaðið - 07.05.2020, Page 38
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. MAÍ 2020 Eyesland . Grandagarði 13 og Glæsibæ, 5. hæð . sími 510 0110 . www.eyesland.is Sumar og sól Vorum að taka upp nýja sendingu af RayBan sólgleraugum Gleraugnaverslunin Eyesland býður mikið úrval af umgjörðum á góðu verði – og þú færð frábæra þjónustu. Verið velkomin! Sænski hönnuðurinn Filippa K hef- ur átt í farsælu samstarfi við postu- línsframleiðandann Rörstrand frá árinu 2003 og njóta bollarnir mik- illa vinsælda meðal fagurkera um heim allan. Bollarnir þykja afar góðir þar sem þeir halda vel hita og eru með góðu gripi. Fyrstu árin komu að meðaltali þrír nýir bollar á ári en undanfarin ár hefur einungis komið einn bolli á ári sem eingöngu er seldur í skamman tíma. Bollarnir þykja óhemjufagrir og eru vinsælir safngripir. Bollarnir eru úr postulíni og hægt er að fá þá hér á landi í versl- uninni Kokku þar sem þeir kosta 2.590 krónur stykkið. Safngripur 2020-bollinn þykir afar fallegur eins og sjá má. Kaffibollar Filippu K Sígildir Tveir af elstu bollum Filippu K sem eru löngu orðnir sígildir. Þóra Kolbrá Sigurðardóttir thora@mbl.is 200 ml grísk jógúrt frá Örnu mjólkur- vörum 1 tsk. kummín 1 tsk. chili-krydd 1 tsk. paprika 2 hvítlauksgeirar safi úr ½ sítrónu salt og pipar 4 kjúklingabringur Raita-sósa 300 ml grísk jógúrt frá Örnu mjólkur- vörum 1 lítið avókadó ½ agúrka mjög smátt söxuð 1 dl ferskt kóríander smátt saxað ¼ tsk. kummínkrydd safi úr ¼-½ sítrónu salt og pipar eftir smekk Gott að bera fram með hýðishrís- grjónum og fersku salati. Aðferð: Byrjið á því að útbúa mariner- inguna fyrir kjúklinginn. Setjið grískt jógúrt í skál ásamt krydd- unum, pressið hvítlauksrifin með hvítlaukspressu út í skálina, kreistið safann úr ½ sítrónu út í og blandið öllu saman, smakkið til með salti og pipar. Setjið kjúklingabringurnar út í jógúrtmarineringuna og látið mar- inerast í a.m.k. 3-4 klst. Byrjið að sjóða hrísgrjónin áður en farið er að grilla. Grillið bringurnar á heitu grilli þar til þær eru eldaðar í gegn, u.þ.b. 15-20 mínútur, snúið þeim reglulega á meðan þær eru á grillinu. Sósan er útbúin með því að mauka avókadóið í skál, setja grískt jógúrt út í skálina og hræra saman. Skerið agúrkuna mjög smátt nið- ur og kóríanderið. Setjið út í skálina ásamt kummínkryddi og kreistið smá sítrónusafa út í, smakkið til með salti og pipar. Berið fram með fersku salati. Ljósmyndir/Linda Ben Kjúklingabringur í jógúrtmarineringu með raita-sósu Þessi kjúklingaréttur er vel kryddaður og bragðmikill og smellpassar með svalandi raita-sósunni. Það er Linda Ben sem á heiðurinn af uppskriftinni, sem ætti að slá í gegn á flestum heimilum enda einföld og einstaklega bragðgóð. Alltaf viðeigandi Kjúklingur á alltaf vel við. Bragðmikill og góður Þessi upp- skrift er einstaklega bragðgóð.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.