Morgunblaðið - 07.05.2020, Blaðsíða 43
MINNINGAR 43
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. MAÍ 2020
✝ Jónína BryndísJónsdóttir
fæddist í Katanesi á
Hvalfjarðarströnd
29. maí 1923. Hún
lést á dvalarheim-
ilinu Höfða á Akra-
nesi 28. apríl 2020.
Foreldrar henn-
ar voru Ólöf Jóns-
dóttir, f. 7.5. 1892,
d. 20.4. 1983, og
Jón Ólafsson, bóndi
í Katanesi á Hvalfjarðarströnd,
f. 12.5. 1896, d. 22.12. 1971.
Systkini Jónínu voru Ólafur
Jónsson, f. 10.6. 1922, d. 1.9.
2004, samfeðra voru Valgarður
L. Jónsson, f. 14.11. 1916, d. 1.8.
2010, Guðrún Jónsdóttir, f. 12.2.
1918, d. 22.2. 1988, og Aðalbjörn
Jónsson, f. 25.11. 1919, d. 9.1.
2006.
Söndru Margréti, f. 1975, Jónu
Björk, f. 1981, og Agnar, f. 1986,
og tíu barnabörn. 4. Björg, f.
1960, maki Þór Arnar Gunn-
arsson. Þau eru búsett í Reykja-
vík. 5. Jón, f. 1964, bjó á Akra-
nesi og lést árið 2017.
Jónína ólst upp í Katanesi, fór
í húsmæðraskóla á Staðarfelli í
Dalasýslu. Eftir að hún kynntist
Agnari bjuggu þau í Hafnarfirði
og Reykjavík í nokkur ár. Árið
1953 fluttu þau á Akranes og
bjuggu þar eftir það. Jónína var
alla tíð húsmóðir en vann jafn-
framt við síldarsöltun á haustin í
nokkur ár, við fiskvinnslu hjá
Haraldi Böðvarssyni & Co., við
saumaskap og síðustu árin,
þangað til að hún varð að hætta
vegna aldurs, vann hún á sam-
býlinu við Vesturgötu á Akra-
nesi. Hún var í kór eldri borgara
og var virk í félagsstarfi eldri
borgara á Akranesi í mörg ár.
Útför Jónínu fer fram frá
Akraneskirkju í dag, 7. maí
2020. Athöfnin hefst klukkan 13
og er henni streymt á
www.akraneskirkja.is.
Jónína Bryndís
giftist 30.12. 1948
Agnari Jónssyni frá
Mógilsá á Kjalar-
nesi, f. 23. apríl
1926, d. 20. janúar
2006. Börn Jónínu
og Agnars eru: 1.
Guðjón Smári, f.
1948, búsettur á
Egilsstöðum. Hann
á þrjú börn, Stefán,
f. 1968, Bryndísi, f.
1973, og Davíð, f. 1982, og fjög-
ur barnabörn. 2. Guðfinna
Björk, f. 1953, maki Sigurður
Sævar Sigurðsson. Þau eru bú-
sett í Kópavogi og eiga tvo syni,
Ásgrím, f. 1980, og Styrmi, f.
1989, og fjögur barnabörn. 3.
Ólöf, f. 1957, maki Sigurjón
Skúlason. Þau eru búsett á
Akranesi og eiga þrjú börn,
Elsku amma Jóna.
Við eigum margar góðar minn-
ingar með þér. Efst í huga okkar
er hversu blíð og góð þú varst við
alla, vildir alltaf að fólkinu þínu liði
vel. Þegar við komum í heimsókn
til þín vildir þú alltaf gefa okkur
eitthvað gott að borða, mjög oft
súkkulaðikex og súkkulaðirúsín-
ur. Við lékum okkur með gamla
dótið hans Jonna og nutum þess
að vera hjá þér. Sesar hafði mikla
matarást á þér, enda fékk hann
ekkert þurrfóður er hann kom í
heimsókn til þín. Þú gafst honum
með þér vöfflu með sultu og
rjóma, kex, ís og margt fleira.
Þegar við báðum þig að gefa hon-
um ekki af því hann gæti fengið í
magann áttir þú erfitt með að
hætta og gafst honum yfirleitt tvo
til þrjá bita í viðbót. Hann stillti
sér líka alltaf upp við hliðina á þér
því það var besti möguleiki hans á
góðgæti. Takk fyrir allar góðu
samverustundirnar, við elskum
þig.
Kveðja,
Arna Björg, Gabríel Andri og
Héðinn.
Elsku amma Jóna.
Ég er svo þakklát fyrir að hafa
haft þig svona lengi hjá mér. Þú
kenndir mér svo margt og varst
mín fyrirmynd í svo mörgu. Heil-
ræðin frá þér voru mörg og sum
mjög skemmtileg, þú varst til
dæmis alveg sannfærð um að
súkkulaðirúsínur væru hollar og
sagðir það oft við gestina þína ef
fólk var eitthvað að halda í við sig,
enda fór enginn svangur út frá
þér. Ég minnist þeirra stunda sem
ég átti hjá ykkur afa á Vallholtinu,
að sulla í vaskinum inni á baði eða
að hjálpa þér í eldhúsinu. Þú hafð-
ir alltaf tíma fyrir mig. Ég var svo
lánsöm að búa í nokkur ár í sömu
götu og þú, aðeins eitt hús á milli
okkar. Ég og systkini mín fórum
reglulega yfir til þín til að athuga
hvað væri í matinn, ef það bauðst
eitthvað betra hjá þér en heima þá
var skutlast aftur heim og kallað:
„Ég borða hjá ömmu!“ Ef ég var
eitthvað óþekk og átti von á
skömmum þá tók ég sprettinn yfir
til þín því ég vissi að þú myndir
bjarga mér frá skömmum. Mér
fannst gott að geta alltaf farið til
ykkar afa þegar ég var búin í skól-
anum og mamma og pabbi voru
enn í vinnu. Þegar ég byrjaði í fjöl-
braut bjugguð þið beint á móti
skólanum, þá var gott að hlaupa
yfir til ykkar og fá eitthvað gott í
hádegismat. Eftir matinn slakaði
ég stundum á í sófanum, ef ég
dottaði varst þú komin um leið til
að breiða yfir mig teppi og segja
mér að hvíla mig bara. Þegar ég
ákvað að læra hjúkrunarfræði
varst þú svo stolt af mér, þú sagðir
mér að þig hefði alltaf langað til að
verða hjúkrunarkona og að þetta
starf væri tilvalið fyrir mig. Þú
varst ekki mikið fyrir hangs, einn
seinnipart að vori kom ég í kaffi til
þín, þú komin vel yfir nírætt, þú
baðst mig um að sækja sláttuvél-
ina fyrir þig í skúrinn. Ég var eitt-
hvað þreytt og sagði að klukkan
væri nú orðin svo margt, hvort þú
vildir ekki bara slá á morgun, þú
hélst nú ekki og sagðir við mig: „Á
morgun segir sá lati!“ Ég sótti vél-
ina fyrir þig, annars hefðir þú
hringt í einhvern annan eða náð í
hana sjálf. Þú varst ósérhlífin og
hörð við sjálfa þig, vildir aldrei
leyfa þér að leggjast í kör þó
margt gengi á, ef þú áttir erfiða
daga varstu alltaf fljót að rífa þig
upp, hitta vini og fjölskyldu, gera
leikfimisæfingar, spila, fara á kór-
æfingu, fara í púttið og fleira.
Ég sakna þín svo mikið, elsku
amma mín. Það hefur verið erfitt
að mega ekki heimsækja þig síð-
ustu vikur, erfitt að fá ekki að
knúsa þig og snerta. Það er svo
dýrmætt að börnin mín hafi fengið
að alast upp í kringum þig, fá knús
og faðmlög og ekki má gleyma
gotteríinu, iðulega komu þau út
frá þér með poka af súkkulaðirús-
ínum eða kexi. Ég vona að mér
hlotnist sá heiður að verða amma
einn daginn, þú settir markið ansi
hátt en ef ég kemst með tærnar
þar sem þú hafðir hælana í þeim
málum verð ég sátt, þú varst ein-
faldlega heimsins besta amma.
Það er ég viss um að afi og
Jonni hafa tekið vel á móti þér í
sumarlandinu, þar hafa vafalaust
verið fagnaðarfundir. Takk fyrir
allt, ég verð alltaf litla dúkkan
hennar ömmu sinnar.
Ástar- og saknaðarkveðjur.
Þín
Jóna Björk.
Amma. Fyrirmynd mín í lífinu,
vissi hvað skipti máli og hvað ekki.
Hélt utan um fólkið sitt og gaf af
sér til þeirra sem hún hitti á lífs-
leiðinni.
Amma átti alltaf tíma fyrir okk-
ur barnabörnin, við máttum alltaf
vera með í því sem hún var að
gera. Sérstaklega man ég eftir að
stússa með henni í eldhúsinu, snúa
kleinum og baka kökur. Það var
alltaf eitthvað gott til í búrinu hjá
ömmu enda var hún mikill sælkeri
sjálf. Í hvert sinn sem gesti bar að
garði hlóð hún borðið af veiting-
um, gaukaði góðgæti að ungviðinu
og lét sér í léttu rúmi liggja hvað
nútímaforeldrum fannst um það.
Vorinu fylgdu alltaf sumar-
blómin en þetta vorið mun amma
ekki nýta sína grænu fingur. Ég
mun hugsa til hennar þegar ég
bardúsa í beðinu, þannig varði hún
mörgum dögum á sumrin að dytta
að blómunum sínum, sérstaklega
þegar vel viðraði því amma elskaði
að láta sólina leika um sig. Henni
féll sjaldan verk úr hendi og sagði
oft „á morgun segir sá lati“. Mér
er minnisstætt þegar við fjöl-
skyldan komum á sumardegi til
hennar, þá var hún komin á tíræð-
isaldur, hún var að ryksuga og
bóna bílinn sinn og fannst ekkert
sjálfsagðara, „ég hef ekkert betra
að gera“.
Amma var félagsvera og var
með fulla dagskrá eftir að hún
hætti að vinna, alveg fram undir
það síðasta, spilamennska, hann-
yrðir, kórsöngur, pútt og ferðalög
með eldri borgurum. Henni fannst
þetta samt ekki nóg og leiddist um
helgar, fannst ómögulegt hvað var
lítil dagskrá þá. Amma var líka
mikil skvísa, fannst gaman að vera
tilhöfð, elskaði að vera í kringum
fólkið sitt og gjafmildi hennar var
mikil. Tilhlökkunin að opna jóla-
og afmælispakka frá ömmu og afa
var alltaf mikil, þar kenndi ýmissa
grasa, dót, föt og handavinna sem
hún hafði unnið og alltaf nammi.
Lífið var ekki bara dans á rós-
um fyrir ömmu og hún vék sér
ekki undan ábyrgð, var ósérhlífin.
Það var raun að eignast fatlað
barn en amma átti alltaf nóg
hjartarúm. Þegar móðir hennar
þurfti aðhlynningu og húsaskjól
tóku þau afi hana að sér. Um tíma
var amma með veika móður sína
og Jonna heima og sinnti þeim
báðum af natni. Hún barmaði sér
ekki og Jonni var sólargeislinn í
lífi hennar sem hún helgaði sig að
annast um. Amma fór að vinna á
sambýlinu þegar Jonni flutti
þangað og var dáð af heimilisfólk-
inu á Vesturgötunni.
Amma gat verið hnyttin í til-
svörum og hafði húmorinn í lagi,
hláturmild og hlý, við tókum ófá
hlátursköstin saman. Amma hafði
smitandi hlátur og oft hlógum við
svo mikið að við bókstaflega grét-
um úr hlátri saman. Það var held-
ur enginn afsláttur gefinn, maður
fékk að heyra hennar skoðun á
málum og því var ekki pakkað inn
í gjafapappír. Hún var hrein og
bein og ég kunni vel að meta þann
eiginleika hennar. Alla tíð fann ég
fyrir umhyggjunni sem hún bar í
brjósti, ég er þakklát fyrir að hafa
haft ömmu nálægt mér svo lengi í
lífinu, þakklát fyrir hversu lengi
hún hélt heilsunni og að börnin
mín fengu að kynnast þessari ynd-
islegu konu sem amma mín var.
Ég verð alltaf ömmustelpan þín
og mun leggja mig fram um að
líkjast þér í hvívetna, góða ferð í
sumarlandið, elsku amma.
Sandra Margrét.
Jónína Bryndís
Jónsdóttir
Við önnumst alla þætti undirbúnings og fram-
kvæmd útfarar ásamt vinnu við dánarbússkiptin.
Við þjónum með virðingu og umhyggju að
leiðarljósi og af faglegum metnaði.
Magnús Sævar Magnússon,
umsjón útfara
Við erum til staðar
þegar þú þarft á
okkur að halda
Útfararþjónusta
& lögfræðiþjónusta
Vesturhlíð 2, Fossvogi | Sími 551 1266 | útför.is
Með kærleik og virðingu
Útfararstofa Kirkjugarðanna
Ástkær bróðir okkar, mágur og frændi,
PÁLL HELGASON
Eskifirði,
lést á sjúkrahúsinu í Neskaupstað
þriðjudaginn 28. apríl. Útför hans fer fram
laugardaginn 9. maí í Eskifjarðarkirkju.
Vegna takmarkana verða eingöngu nánasta fjölskylda og vinir
viðstödd útförina.
Erna Helgadóttir Rögnvar Ragnarsson
Kristbjörg María Helgadóttir Snorri Jónsson
og frændsystkini
Elskuleg móðir okkar, tengdamamma,
amma og langamma,
GUÐRÚN GUÐMUNDSDÓTTIR
Rúna,
verslunarkona og húsmóðir,
lést á heimilinu sínu föstudaginn 24. apríl.
Í ljósi aðstæðna verður eingöngu nánasta fjölskylda viðstödd
útförina, sem fer fram fimmtudaginn 14. maí.
Rúna Rut Ragnarsdóttir Tómas Ingason
Guðmundur Arnarson Sigurrós Hreiðarsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir og amma,
INGA BJÖRG RAGNARSDÓTTIR
húsmóðir á Sauðhúsvelli,
Vestur-Eyjafjöllum,
lést laugardaginn 2. maí á
Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Selfossi.
Útför hennar mun fara fram í kyrrþey frá Ásólfsskálakirkju.
Þeim sem milja minnast hennar er bent á SOS-barnaþorpin.
Sigmar Sigurðsson
Einar Sigmarsson
Rúnar Sigmarsson
Unnur Sigmarsdóttir Þorsteinn Eyþórsson
Sigurrós Sigmarsdóttir Arnar Svarfdal Þorkelsson
og barnabörn
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma,
langamma, langalangamma og fóstursystir,
SVANHILDUR KJARTANS,
Patreksfirði,
verður jarðsungin frá Patreksfjarðarkirkju
laugardaginn 9. maí klukkan 14.
Í ljósi aðstæðna verða aðeins nánasta fjölskylda og vinir
viðstödd útförina. Útförinni verður streymt á youtube.com undir
Patreksfjarðarkirkja.
Aðalbjörn Þ. Jónsson Anna Torfadóttir
Jóhann H. Jónsson Evlalía S. Kristjánsdóttir
Daníel H. Jónsson Soffía S. Jónsdóttir
Karólína G. Jónsdóttir Halldór Gunnarsson
Bergþór G. Jónsson
barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabarn
Guðrún Jensdóttir Halldór Steingrímsson
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
EIRÍKUR H. SIGURGEIRSSON,
lést á HSU Selfossi þriðjudaginn 5. maí.
Sigríður K. Dagbjartsdóttir
Dagbjört Eiríksdóttir
Heiða Eiríksdóttir
Erla Eiríksdóttir
tengdabörn og barnabörn
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir og amma,
VALGERÐUR JÓNA GUNNARSDÓTTIR
söngkennari,
Hafnarbraut 9, Kópavogi,
lést laugardaginn 2. maí á Landspítalanum
við Hringbraut. Vegna samkomutakmarkana verða einungis
nánustu aðstandendur viðstaddir útförina sem fer fram 15. maí
klukkan 15. Athöfninni verður streymt á eftirfarandi slóð:
youtu.be/Qm4h38HAjNE
Ingi Kr. Stefánsson
Gunnar Trausti Ingason
Jón Kristinn Ingason Fida Abu Libdeh
Hanna R. Ingadóttir Bjarni Þór Pétursson
og barnabörn
Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla
útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í
hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“
valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina
www.mbl.is/sendagrein
Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin
að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á
föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber-
ist áður en skilafrestur rennur út.
Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki
lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri grein-
ar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju,
HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við
síðuna.
Minningargreinar