Morgunblaðið - 07.05.2020, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 07.05.2020, Blaðsíða 44
44 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. MAÍ 2020 ✝ Birna Björns-dóttir fæddist í Reykjavík 6. ágúst 1954. Hún andaðist á Lands- spítalanum 16. apríl 2020. Foreldrar hennar voru hjón- in Björn Ander- sen, f. í Reykjavík 15. febrúar 1921, d. 6. desember 2004, og Anna Ólafsdóttir, f. 10. febrúar 1916 að Upphólum í Biskupstungum, d. 16. janúar 2005. Systkini Birnu eru Hrefna Björnsdóttir, f. 29. júní 1944, Árni Mogens Björnsson, f. 30. ágúst 1946, og Sigríður Ólöf Björnsdóttir, f. 12. september 1952. Synir Birnu eru Ingi Þór Ólafsson, f. 24. mars 1972, og Ásbjörn Stefán Helgason, f. 5. ágúst 1977, d. 18. október 2002. Eig- inkona Inga Þórs er Hildur Þórarins- dóttir, f. 29. apríl 1977. Sonur Inga Þórs af fyrra sambandi er Elv- ar Örn, f. 17. apríl 1995. Börn Inga Þórs og Hildar eru Þórar- inn Ólafur, f. 31. janúar 2002, Anna Birna, f. 27. febrúar 2006, og Hilmir Hugi, f. 26. febrúar 2013. Útförin fór fram 5. maí 2020. Elskuleg fallega systir mín hún Birna kvaddi þennan heim 16. apríl sl. Mikill er missir okkar allra. Birna var mjög skemmtileg, alltaf í góðu skapi, þótt hún væri þjáð af krabbameini, sem hún greindist með fyrir nokkrum ár- um. Birna var mjög sjálfstæð, bjó seinni árin ein í fallegri íbúð sem hún átti í Grafarvogi. Hún eign- aðist tvo syni, Inga Þór, með Ólafi Árnasyni, en þau bjuggu saman stuttan tíma. Yngri soninn Ás- björn Stefán, sem er látinn, eign- aðist hún með Helga Ásgeirssyni og var fráfall Ásbjörns henni mik- ill harmur. Birna og Helgi bjuggu saman í nokkur ár, en hún átti mjög gott samband við báða barnsfeður sína alla tíð. Birna var mjög laghent, það var sama hvað hún tók sér fyrir hendur, það lá allt vel fyrir henni, hvort sem það var saumaskapur, bílaviðgerðir eða smíðar fyrir heimilið þá mundaði hún borvélina og önnur verkfæri eins og ekkert væri sjálfsagðara. Henni þótti gaman að ferðast, hvort heldur hér innanlands eða erlendis. Fór í skíðaferðir til Austurríkis, sólarlandaferðir til Spánar, m.a. til að heimsækja vinkonu sína Öllu Mæju á Torrevieja sem þar býr. Mest naut hún sín þegar hún heimsótti Inga Þór og fjölskyldu til Danmerkur þar sem þau bjuggu um hríð, þar sem Hildur tengdadóttir hennar var í sérnámi í læknisfræði. Ingi Þór og Hildur eiga þrjú börn, Þórarinn Ólaf, Önnu Birnu og Hilmi Huga. Áður átti Ingi Þór soninn Elvar Örn. Fjölskyldan og barnabörnin voru Birnu einkar kær. Birna átti seinni ár góðan vin, hann Ómar Halldórsson, þau voru skólasystkin úr Langholtsskóla. Eftir að veikindin ágerðust fluttist hún í íbúð sem Ingi Þór og Hildur útbjuggu fyrir hana í húsi sínu í Árbæjarhverfi. Henni auðnaðist ekki lengri tíma þar en sjö mán- uðir þegar kallið kom. Ég veit að þú ert á góðum stað og þar verður tekið vel á móti þér. Elsku Ingi Þór og fjölskylda, innilegar samúðarkveðjur til ykk- ar allra og megi Guð vera með ykkur. Hlýjar kveðjur og ljósið bjarta, snerti ykkur, staldri við. sorgina sefi, vonina veiti og vitið til, það kemur vor. Hrefna Björnsdóttir og fjölskylda. Elsku Birna okkar. Ég kynntist þér fljótlega eftir að við Ingi fórum að vera saman fyrir rúmum tveim áratugum. Þú þá rétt fertug í bílskúrnum að rétta beyglu á bílnum þínum. Smágerð, myndarleg, ljóshærð og í vinnugalla. Þú tókst mér strax vel, varst alltaf elskuleg við mig og hlý. Ég dáðist að því hvernig þú nánast ein hafðir alið drengina þína tvo upp, hversu sjálfstæð, úr- ræðagóð og jákvæð þú varst. Þú gast einhvern veginn allt, hvort sem það var að elda, baka, sauma, prjóna, smíða, gera við bíla eða rafmagn. Ótrúleg kona. Allar minningar um þig eru góðar. Allar heimsóknirnar, hitt- ingarnir, ferðalögin innanlands, komur þínar til Danmerkur og svo síðustu mánuðir þar sem við höf- um fengið að búa með þér á heim- ili. Barnabörnin muna þig alltaf brosmilda, glaða og þolinmóða. Þau segja þig ekki hafa verið hina dæmigerðu ömmu. Frekar eins og vinur eða félagi. Þig var hægt að fá í leik og spil. Það var hægt að láta þig lesa ótal bækur á sama kvöldi. Þú fórst í bíóferðir, keilu, horfðir með þeim á barnatímann og stundum hryllingsmyndir. Þá skutlaðist þú með þau um Reykja- vík í misviturlegar erindagjörðir, lánaðir þeim bílinn þinn og meira segja borgaðir hraðasekt sem barst inn um lúguna nokkrum vik- um eftir slíkt lán. Okkur finnst við vera að kveðja þig allt of snemma. Við hefðum svo gjarnan viljað eiga fleiri góðar stundir með þér hér í Brekkubæn- um nú þegar tekur að sumra. Elsku Birna, ég vil af öllu hjarta þakka þér fyrir allar sam- verustundirnar og þann tíma sem við fengum með þér, allt sem þú kenndir okkur, þau viðhorf sem þú hafðir til lífsins og deildir með okkur og alla þá ást og þann kær- leik sem þú barst til Inga, mín og barnanna. Þín verður sárt saknað. Hvíl í friði, elsku Birna. Hildur, Elvar, Þórarinn, Anna Birna og Hilmir Hugi. Birna Björnsdóttir ✝ SvanhvítSkúladóttir fæddist á Berg- þórugötu 3. þann 16. júlí 1926. Hún lést á heimili sínu, Hrísateig 30, þann 12. apríl 2020. For- eldrar hennar voru þau Jónína Ragn- hildur Jónsdóttir, f. 30. maí 1894, d. 7. feb. 1967, og Skúli Guðmundsson, f. 6. nóv. 1902, d. 3. mars 1987. Sam- mæðra bróðir hennar var Sverrir Sverrisson, f. 12. ágúst 1933, d. 1. ágúst 2007, en einn- ig átti Svanhvít fjögur sam- feðra systkini, þau Svanrúnu Axelmu Skúladóttur, f. 14. feb. 1932, d. 27. ágúst 2010, Guð- mund Heimi Skúlason, f. 5. maí 1934, Elfar Jóhannes Skúlason, mundur og Elísabet Íris og 3) Halldór Andrésson, f. 29. sept. 1966, d. 15. apríl 1968. Barna- barnabörn hennar eru 8 tals- ins. Svanhvít ólst upp í miðbæ Reykjavíkur með móður sinni og Sverri bróður, oftar en ekki við kröpp kjör. Á sumrin dvaldist hún hjá ömmu sinni og móðursystur á Ketilvöllum í Laugardal og líkaði vistin þar vel. Svanhvít lærði hár- greiðslu í Iðnskólanum í Reykjavík, eftir að hún útskrifaðist árið 1945 vann hún á vinsælustu hárgreiðslu- stofu bæjarins þess tíma. Með hárgreiðslustarfinu safnaði hún sér fyrir húsmæðranámi í Danmörku, hún var þar við nám frá 1947-1948 og starfaði svo aftur sem hárgreiðslukona þangað til hún eignaðist börn- in sín. Þau Andrés hófu búskap sinn á Laugavegi 63 og byggðu svo hús sitt á Hrísateig 30. Þar bjó Svanhvít til æviloka. Útför hennar fer fram í kyrrþey 7. maí 2020. f. 17. júlí 1936, og Svanfríði Skúla- dóttur, f. 27. apríl 1943. Svanhvít giftist Andrési Guðmundi Jónssyni, f. 10. september 1924, d. 4. janúar 1993, þann 12. apríl 1952 og eignuðust þau þrjú börn, þau 1) Helgu Jónu Andr- ésdóttur, f. 13. apríl 1952, maki hennar er Róbert Haukur Sig- urjónsson, f. 30. desember 1948. Börn þeirra eru Andrés, Svana Rebekka, María Rut, Stefán Haukur og Daníel. 2) Jón Viðar Andrésson, f. 24. júní 1953, maki hans er Anna Björg Arnljótsdóttir, f. 5. maí 1960. Börn þeirra eru Arnar Bragi, Ingunn Katrín, Andrés Guð- Elsku fallega og góða amma. Þegar ég fékk símtal frá mömmu seinnipart páskadags um að amma væri dáin ætlaði ég hreinlega ekki að trúa því. Amma hefði sjálfsagt ekki trú- að því sjálf þrátt fyrir háan ald- ur, enda að undirbúa matarboð næsta dag og hugurinn skýr og skarpur. Þó það sé virkilega sárt að hún sé farin er ég vissu- lega þakklát fyrir það að hún kvaddi tilveruna sársaukalaust, á tíræðisaldri og heima hjá sér á Hrísateignum eins og hún hafði óskað sér. Húsið hennar og afa heitins á Hrísateig stóð mér og okkur systkinunum alltaf galopið og án efa litum við öll á það sem okkar annað heimili. Á mínum fyrstu árum þegar ég bjó í kjallaranum á Hrísateignum fór ég upp á sunnudagsmorgnum í sparikjól til að vekja ömmu og afa og oft fylgdi því rölt í bak- aríið með ömmu í kjölfarið. Seinna meir þegar amma hélt svo eina af sínum skemmti- legu afmælisgrillveislum þótti mér frábært að gista heima hjá henni með dætrum mínum og vakna með þeim og ömmu, fara í sama bakaríið og kaupa sæta- brauð fyrir okkur. Alltaf vel- komin og svo notalegt að geta alltaf komið við. Amma var mér mikil og góð fyrirmynd, mér alltaf ljúf, góð og traust og ég sá hana sem metnaðarfulla og vinnusama konu sem lét ekki vaða yfir sig enda fékk fólk hennar skoðanir oft umbúðalaust. Hún kostaði sig sjálf til náms bæði hérlendis og í Kaup- mannahöfn og vann á vinsæl- ustu hárgreiðslustofu miðbæj- arins. Það hefur án efa átt vel við hana þar sem hún var mjög félagslynd og hafði gaman af því að spjalla um allt og ekkert. Afi bað mig stundum að fara út að kíkja eftir henni þegar hún hafði skroppið út í eina af búð- unum á Laugalæknum og ílengst þar, alltaf fann ég hana á spjalli við hina og þessa sem hún þekkti í hverfinu. Hún stóð einnig alltaf svo mikið með fólkinu sínu að betri bandamað- ur verður vandfundinn. Amma var alltaf til í selskab eins og hún orðaði það. Þegar María mín var nýfædd og Gísli á sínum vikulegu hljómsveit- aræfingum bauð amma okkur mæðgum í mat á hverju mið- vikudagskvöldi og Helga Birna naut svo síðar gestrisni hennar þegar við Gísli vorum að brúa bil á milli fæðingarorlofs og leikskóla með því að taka á móti henni á hverjum morgni. Oft var bayonne-skinka og sætabrauð í boði en það var í miklu uppáhaldi hjá ömmu. Við höfum og munum áfram tengja ýmist góðgæti við ömmu og sumt verður alltaf kallað lang- ömmuís, langömmukjöt og langömmukex af stelpunum mínum, Maríu og Helgu Birnu. Við áttum svo okkar gæða- stundir með því að fara reglu- lega saman á tónleika og í leik- hús. Það er sérstaklega dýrmætt að við skelltum okkur saman ásamt Maríu minni á Rocketman í bíó á sólríkum degi síðasta sumar. Ég veit að við mæðgurnar eigum aldrei eftir að gleyma þessum fallega degi. Ég á ekki til næg orð til að lýsa áhrifum ömmu á líf mitt, hún var ástríkur klettur sem alltaf var hægt að treysta á og er kvödd með djúpum söknuði og þakklæti. Blessuð sé minning þín, amma mín, ég elska þig og mun ávallt gera og veit að við hitt- umst aftur síðar. Svana Rebekka Róberts- dóttir og fjölskylda. Hér sit ég og ætlaði að skrifa heillangan pistil, en orðin renna flest úr greipum mér. Kveðja, hvernig á maður að kveðja ömmu, konu sem maður hefur þekkt allt sitt líf, sem vildi allt fyrir mann gera. Ég veit það ekki, en það er það sem liggur fyrir mér. Amma dó á páskadag síðastliðinn, öllum að óvörum, en líklega eins og hún hefði helst viljað sjálf, í rólegheitum heima hjá sér, friðsælt. Einnig bar daginn upp á brúðkaups- afmæli hennar og afa, sem fór fyrir svo löngu, þau eru nú sameinuð á ný. Ég var búinn að rúlla í gegnum síðustu tvær vikurnar ótrúlega létt, hvort sem það er fyrir tilfinningamók eða eitthvað annað. Þar til á mánudaginn, þegar það var haldin smá kveðjustund fyrir fjölskylduna. Þá skilaði það sér af fullum þunga, eins og að vera kýldur í magann, amma er dáin. Einn af hornsteinum mín- um í lífinu farinn, takk fyrir allt, án þín væri ég ekki sá sem ég er í dag. Hvíl í friði og bless- uð sé minning þín. Kveðja Arnar B. Jónsson. Það var mjög sárt þegar ég fékk þær fréttir að amma væri dáin og það líður ekki sá dagur sem ég hugsa ekki til hennar og finnst enn mjög skrítið að geta ekki kíkt til hennar í heim- sókn á Hrísateiginn, staðinn sem ég hef litið á sem annað heimili mitt frá barnæsku. Þegar ég hugsa um ömmu fer ég gjarnan til þeirra góðu tíma þegar ég var ungur og fór í pössun til hennar á Hrísateig- inn, en þangað fórum við Stebbi bróðir alltaf eftir skóla og hitt- um gjarnan Arnar frænda þar. Við þrír áttum svo sannarlega skemmtilegar stundir þar sam- an og uppátækin voru óend- anleg en uppáhaldið mitt var líklega þegar við máttum gista heima hjá ömmu og leigja spólu fyrir kvöldið. Þá byrjuðum við gjarnan á að fara í langan göngutúr til að geta sagt hver öðrum sögur af deginum og hvað skyldi vera í matinn þegar við kæmum aftur heim til ömmu. Amma átti stóran þátt í að gera mig að þeim manni sem ég er í dag og fyrir það er ég gríð- arlega þakklátur. Allar þær góðu stundir, góða matinn og þær lexíur sem hún hefur gefið mér út í lífið. Amma var gríðarlega sterk og umhyggjusöm kona sem hafði gaman af lífinu og lét aldurinn svo sannarlega ekki stoppa sig. Hvíl í friði, elsku amma mín. Daníel Róbertsson. Þú leiddir mig, verndaðir og varst mér svo góð, alla þína tíð. Mínar fyrstu minningar um þig voru að þú varst alltaf til í að fara með mér í Laugardags- laugina, taka í spil í sumar- bústaðaferðum, þýða dönsku Andrésar Andar-blöðin, taka stætó í bíó og bjóst til bestu pönnukökurnar. Húsið á Hrí- sateignum var nánast eins og félagsmiðstöð, enda höfðu allir nánir fjölskyldumeðlimir lykil að húsinu þínu, og þannig vildir þú hafa það, umvafin ættingjum sem þráðu samverustund með þér. Þú og afi voruð afskaplega samrýnd og hlý hjón, þar sem kærleikurinn skein allt um kring. Þegar afi dó, langt fyrir ald- ur fram, þá reyndir þú eftir fremsta megni að halda uppi hlutverki ykkar beggja, og gerðir þú það afskaplega vel og meira til. Sem barn var alltaf dekrað við mann og ósjaldan bakað eft- ir dönskum uppskriftum, enda húsmæðraskólagengin í Dan- mörku. Þó varst þú miklu meira en húsmóðir fyrir mér, þú varst hárgreiðslukona, sterk og bein í baki þrátt fyrir erfið og flókin uppeldisár, lást ekki á skoðunum þínum og lést bæði taka eftir þér og fyrir þér fara hvert sem þú fórst. Við áttum ófá símtölin um Nágranna og Glæstar vonir, ásamt fjölskyldudrama. Þá varstu ávallt tilbúin að hlusta á erfiðleikana og reyndir eftir fremsta megni að leysa úr þeim með visku þinni og lífsreynslu. Með aldrinum urðu samtölin þyngri og þegar þú varst veik eitt skiptið, þá hreinlega neitaði ég að fara og þá bauðstu mér að vera og það þáði ég með þökkum. Saman tvær sköpuð- um við ógleymanlegar minning- ar. Við töluðum saman við rúm- stokkinn þinn á kvöldin, borð- uðum saman, fórum í ísbíltúra, horfðum á bíómyndir og fórum í utanlandsferðir saman. Ávallt var gleðin við hönd, að ógleymdum leyndarmálunum sem fóru okkar á milli. Eftir að ég og fjölskyldan fluttum til Noregs þá fannst þér nóg komið eftir hartnær 6 ár. Þú hringdir í mig að nú skyldi ég koma heim til Íslands og svaraði ég líkt og þú gerðir þegar langamma Jóna hringdi í þig til Danmerkur. Reyndist það mikið gæfuspor fyrir okkur báðar þar sem við urðum sam- einaðar sem ein stór fjölskylda á Hrísateignum til dánardags. Ég elska þig, amma mín, meira en allt, þú munt aldrei gleymast. Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu. María Rut Róbertsdóttir. Ég minnist ömmu minnar sem skemmtilegustu og gest- risnustu konu sem ég hef á ævi minni kynnst, hún setti fjöl- skylduna sína alltaf í fyrsta sæti og við fjölskyldan eigum ótal margar minningar um hana. Þær munu aldrei gleymast og verð ég ömmu ævinlega þakklátur fyrir öll þau ár sem hún gaf okkur. Sem börn fórum við alla virka daga til hennar eftir skóla og eyddum deginum með henni á meðan mamma og pabbi voru að vinna og gistum við um helg- ar. Amma var sjálf að vinna við skúringar í Laugalækjarskóla á þessum tíma og tók okkur systkinin stundum með sér í vinnuna þar sem við gátum hlaupið um skólann og fiktað í fullt af dóti sem væri líklega aldrei leyft í dag en þetta eru minningar sem munu alltaf fylgja manni. Þó við hefðum ekki þurft að fara hverfanna á milli daglega til ömmu þá langaði okkur allt- af að fara í heimsókn og eyða deginum heima hjá ömmu þar sem hennar heimili var okkar annað heimili og stóð okkur alltaf opið. Við frændurnir hittumst allt- af heima hjá ömmu, horfðum á teiknimyndir og svo var farið út að leika eða í sund með ömmu, þegar heim var komið var amma alltaf tilbúin að gera handa okkur steikt brauð á pönnu með hangikjöti og osti. Amma var dugleg að baka og alltaf var hún til í að gera pönnukökur, vanillukex eða ógleymanlegu kökuna með hvíta kreminu. Þó svo árin liðu og maður færi að fullorðnast, kominn með bílpróf og margt að gera, þá hélt maður alltaf áfram að koma til hennar hvort sem maður var að koma í heimsókn til að horfa á sjónvarpið með henni í hádegishléi í vinnunni eða hitta aðra því alltaf voru einhverjir í heimsókn líka. Bílskúrinn hjá ömmu var óspart notaður til að dunda í bílnum sínum og þá kom amma alltaf labbandi í bílskúrinn til að athuga hvernig gengi og bauð manni verkfæri sem afi hafði átt eða einungis til að spjalla. Ef ömmu vantaði einhverja aðstoð þá var það alltaf sjálf- sagt að koma og hjálpa til. Amma vildi hafa fínt í kringum sig og á hennar seinustu árum fórum við í framkvæmdir þar sem skipt var um parket og sett upp ný eldhúsinnrétting heima hjá henni og alltaf var hún jafnþakklát fyrir aðstoðina. Við fórum saman í ótalmarg- ar sumarbústaðarferðir og svo þegar amma fór að hætta að treysta sér til að koma með í sumarbústað þá reyndum við alltaf að fá hana til að koma því hún var svo mikill partur af okkar lífi og ómissandi að hafa hana með þar sem hún hafði nóg til að spjalla um og hélt samræðunum gangandi. En núna ertu komin í sum- arlandið til afa og Halldórs son- ar þíns, orðin léttari á fæti og getur notið næsta kafla. Ég er svo þakklátur fyrir að hafa haft þig í mínu lífi og að hafa getað kynnt þig fyrir syni mínum áður en þú fórst. Minn- ingar um þig munu alltaf lifa í hjarta okkar. Stefán Haukur Róbertsson. Svanhvít Skúladóttir HINSTA KVEÐJA Þó að kali heitur hver, hylji dali jökull ber, steinar tali og allt, hvað er, aldrei skal ég gleyma þér. (Vatnsenda-Rósa) Minning um fallega konu lifir. Hvíldu í friði, elsku amma. Ingunn Katrín Jónsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.