Morgunblaðið - 07.05.2020, Page 46
46 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. MAÍ 2020
✝ Oddur K. Sæ-mundsson
fæddist í Reykjavík
12. maí 1950. Hann
lést á líknardeild
HSS í Keflavík
laugardaginn 25.
apríl 2020.
Foreldrar Odds
voru Jónína Sóley
Oddsdóttir, f. 13.2.
1920, d. 16.5. 2016,
og Sæmundur Þor-
lákur Jónsson, f. 22.2. 1915, d.
18.10. 1980. Systur Odds eru
Sigurveig, f. 9.6. 1944, og Jóna,
f. 19.3. 1958. Sóley og Sæmund-
ur slitu samvistum. Hálfbræður
Odds samfeðra eru: Sæmundur
Þór, f. 30.9. 1963, d. 17.10. 2015,
og Eiríkur, f. 15.11. 1965. Seinni
maður Sóleyjar var Björn Kjart-
ansson, f. 9.2. 1925, d. 8.12.
1998, og reyndist hann Oddi
mjög vel.
Eftirlifandi eiginkona Odds
er Jónína Guðmundsdóttir frá
Hvanneyri, f. 10.4. 1951. Þau
15 ára aldurs er hann fluttist
með móður sinni og systrum til
Reykjavíkur. Ræturnar voru þó
alltaf í Keflavík og fór hann
fljótlega á sjóinn þaðan. Árið
1969 útskrifaðist Oddur úr
Stýrimannaskólanum í Reykja-
vík, þá 19 ára gamall, og byrjaði
fljótt í útgerð með æskufélaga
sínum og skólabróður Hilmari
Magnússyni. Þeirra samstarf
varði megnið af starfsævinni við
útgerð og einnig fiskverkun.
Oddur var farsæll og fengsæll
skipstjóri allan sinn feril og átti
sjórinn hug hans mestan.
Er dró úr sjósókn Odds gafst
meiri tími fyrir félagsstörf og
gekk hann til liðs við Oddfellow-
regluna árið 1991. Þá var hann
stjórnarmaður í knatt-
spyrnudeild Keflavíkur um 12
ára skeið, en sjálfur hafði hann
ungur æft fótbolta og verið lið-
tækur í sínu liði. Fótboltaáhug-
inn entist allt lífið. Síðustu árin
var áhuginn mestur á sístækk-
andi hópi barnabarnanna, end-
urbótum á sumarbústaðnum og
ferðalögum á meðan heilsan
leyfði.
Í ljósi þjóðfélagsaðstæðna fer
útför Odds fram í kyrrþey en
minningarathöfn verður auglýst
og haldin síðar.
gengu í hjónaband
19.10. 1971 og
bjuggu ávallt í
Keflavík. Börn
þeirra eru: 1) Helga
Jóhanna, f. 4.7.
1973, eiginmaður
hennar er Einar
Jónsson. Synir
Helgu og Hjalta
Páls Sigurðssonar
eru: Oddur Fannar
og Tómas Ingi, f.
14.3. 2004. Synir Einars eru
Haukur, Ástþór og Breki. 2)
Guðmundur Jóhannes, f. 1.5.
1975. Eiginkona hans er Guðrún
Mjöll Ólafsdóttir og eiga þau
þrjú börn. Þau eru: Hulda Sól-
lilja, f. 28.6. 2002, Ólafur Oddur,
f. 8.5. 2007, og Jónína Sóley, f.
15.12. 2008. 3) Sæmundur Jón, f.
23.2. 1981. Eiginkona hans er
Edda Björk Pétursdóttir og eru
börn þeirra Saga Björk, f. 22.7.
2011, Oddur Logi, f. 16.5. 2015,
og Aron Pétur, f. 13.7. 2019.
Oddur ólst upp í Keflavík til
Elsku pabbi.
Mig langaði að segja þér frá því
að í vikunni var ég að leika við
börnin mín þegar hinn fjögurra
ára Oddur Sæmundsson fékk þá
áskorun frá systur sinni að leika
afa Odd. Sá litli varð samstundis
beinn í baki og á hann kom vin-
gjarnlegt bros. Svo gekk hann um
hnarreistur og hló, bar höfuðið
hátt og lagði til að við hjálpuðum
honum að vinna svolítið.
Þetta var lýsandi fyrir svo
margt, enda varstu að berjast við
illvígt krabbamein stærstan hluta
þess tíma sem þú náðir með litla
nafna þínum.
Við systkinin rituðum aðra
grein saman og erum þakklát fyr-
ir það að góðu og hlýju fjölskyldu-
minningarnar okkar eru efni í
heila bók, en með þessum grein-
arstúf langaði mig að þakka þér
sérstaklega fyrir allt það sem þú
kenndir okkur. Þú hefur reynst
okkur frábær faðir, mikil fyrir-
mynd og góður vinur. Þú varst
maður gilda og miðlaðir þeim til
okkar með fordæmi og jákvæðni.
Þú varst mikill fjölskyldumaður
og traustur vinur. Þú mótaðir við-
horf okkar og gafst okkur verk-
færi til að sigrast á hvers kyns
mótlæti. Þú varst frægur fyrir
eljusemi og dugnað en varst einn-
ig útsjónarsamur og skynsamur.
Einstakt baráttuþrekið skein í
gegn síðustu vikurnar og aldrei
skorti blíðuna og þakklætið þegar
við stóðum þétt saman í gegnum
erfiða daga og nætur í Heiðar-
horninu sem þú byggðir sjálfur
undir fjölskylduna ungur að ár-
um. Þín verður sárt saknað. Gildi
þín, fordæmi og arfleifð munu lifa
áfram í gegnum afkomendur þína.
Við munum ganga áfram bein í
baki og þú munt aldrei ganga
einn.
Sæmundur (Sæmi).
Á sumardaginn fyrsta tíðkaðist
að sjómenn færðu eiginkonum
sínum hlutinn sinn. Þeirri hefð
fylgdi pabbi samviskusamlega á
sokkabandsárum hans og
mömmu enda rómantískur með
eindæmum. Á sumardaginn
fyrsta í ár sat hann snemma
morguns á rúmstokknum og
horfði í hinsta sinn út um svefn-
herbergisgluggann heima, er sól-
in varpaði geislum sínum á
Faxaflóann og fjallahringinn á
Reykjanesinu, Esjuna og Akra-
fjallið og smábátur lagði í róður.
Við systkinin sátum á rúmstokkn-
um með honum og nutum útsýnis
æskuheimilisins. Vertíðarlokin
urðu fyrr en óskað var en pabbi
steig ölduna með reisn fram á síð-
asta dag. Einstakur fjölskyldu-
maður, hjartahlýr, ljúfur, harð-
jaxl, dugnaður, fyrirmynd og
húmoristi eru orðin sem lýsa hon-
um best. Oddur á Stafnesinu og
Kallinn voru nöfnin sem maður
vandist að heyra þegar um hann
var rætt. Því fylgdi ákveðin at-
hygli að vera barn hans á ung-
lingsárunum enda skipstjóri á
einu fengsælasta fleyi flotans,
virtur og eftirsóttur leiðtogi. Á
sjónum var hann kröfuharður en
aldrei ósanngjarn og á sú lýsing
einnig vel við hann í uppeldinu.
Við eldri krakkarnir áttum ekki
að láta okkur detta í hug að fara í
bæjarvinnuna eins og hún var þá
kölluð, við skyldum læra að vinna
og það vel. Við vorum því ung far-
in að vinna í saltfiski eða skreið á
sumrin, og síðar sem hásetar á
Stafnesinu í skólafríum, þó ýms-
um sögum fari nú af frammistöðu
okkar þar. Pabbi var mikill fjör-
kálfur og vinur okkar systkina.
Hann var okkar helsti stuðnings-
maður í íþróttunum og fylgdi okk-
ur vel eftir. Laxveiði stundaði
hann lengi vel af kappi og kenndi
réttu tæknina við flugukastið.
Verslunarmannahelgarnar þar
sem útihátíðin „Oddurinn“ hefur
verið haldin í Borgarfirði skipta
nú tugum. Aðrar útihátíðir skiptu
unglingana litlu máli þegar boðað
var til Oddsins, þar voru allir vinir
okkar velkomnir og mikið líf og
fjör. Pabbi var stoltur af krökk-
unum sínum þó ekki væri hann
mikið fyrir að segja okkur það
beint. Það var frekar að við frétt-
um það eða heyrðum á tal hans við
vini og ættingja. Tengdabörnin
urðu hans eigin börn og vináttan
sterk. Barnabörnin áttu í honum
þann besta afa sem hugsast getur
enda naut hann samvista við þau
og tengdist náið hverju og einu. Í
veikindunum sáum við svo glöggt
ástina og virðinguna sem hann
bar til mömmu sem annaðist hann
af mikilli alúð. Þó ekki hafi alltaf
verið siglt á lygnum sjó er sjóferð
þeirra saman í 53 ár vitnisburður
um samheldni og djúpa ást sem
aldrei deyr. Við systkinin erum
sammála um að pabbi lifði mikla
ævi þó árin hafi ekki náð að verða
70. Við vorum vel nestuð út í lífið
með sterka fyrirmynd, dýrmæt
gildi og samhenta fjölskyldu sem
nýtur þess að vera í samvistum
hvert við annað þrátt fyrir að höf-
in skilji að. Fyrir það þökkum við
af alhug og minnumst einstaks
föður með hlýju. Þú ert aldrei einn
á ferð, elsku pabbi. Fyrir hönd
okkar systkinanna,
Helga Jóhanna.
Elsku tengdapabbi og allra
besti vinur minn hefur kvatt allt of
snemma. Fyrir 14 árum þegar ég
kynntist Oddi fyrst var ég frekar
smeykur við þennan mikils
metna, gráhærða og hávaxna
mann, enda var búið að segja mér
að það yrði ekki auðvelt að fá sam-
þykki hans til að eiga dóttur hans.
Mig grunaði ekki þá að ég ætti
eftir að eignast í honum svona
traustan og góðan vin. Ég gat
rætt allt við tengdapabba og hann
við mig. Ég gat leitað eftir aðstoð
við hvað sem var og alltaf sagði
hann „við skulum bara gera
þetta“ og áður en maður vissi var
verkið hafið. Við höfum dyttað að
svo mörgu saman, hvort sem það
var heima fyrir, í bústöðunum
okkar í Borgarfirðinum, Sæ-
mundarkoti og Sælukoti, um borð
í Ugganum á Mallorca eða Staf-
nesinu. Við gátum alltaf komist að
einhvers konar samkomulagi um
það hvernig væri best að gera
hlutina, þó að tengdapabbi hefði
nú oftast vinninginn eftir nokkrar
umræður. Við gátum alltaf haft
gaman af því sem við gerðum. Við
töluðum saman í síma nánast dag-
lega ef við hittumst ekki og þá var
rætt um fótbolta og eins um
næstu verkefni eða ferðalögin
fram undan. Við náðum að fara
saman á nokkra leiki, á EM í
Frakklandi og í ensku deildinni
þar sem stuðningur við Liverpool
var nánast trúarbrögð og lét ég
Arsenalmaðurinn mig hafa það
enda félagsskapurinn einstakur.
Núna spjöllum við bara saman
þegar okkur langar til og ég tek
morgunkaffið í sveitinni á sama
tíma og það er bolli fyrir tengda-
pabba eins og alltaf.
Ég á eftir að sakna Odds mikið
en yndisleg minning um besta,
sterkasta og traustasta vin minn
lifir með mér um alla ævi. Takk
fyrir að taka mér svona vel, elsku
gráni minn, og ég lofa að passa
upp á stelpuna þína og stubbana
ásamt verkefnalistanum sem við
gerðum, þú verður með mér í
þeim verkum eins og öllu sem ég
tek mér fyrir hendur.
Einar.
Þegar ég kynntist eiginmanni
mínum, Guðmundi J. Oddssyni,
fyrir 26 árum, eignaðist ég um leið
besta tengdapabba sem hægt er
að hugsa sér. Oddur og Jónína
tóku mér svo sannarlega opnum
örmum frá fyrsta degi. Oddur
vildi veg okkar allra sem mestan
og lagði sig fram um að kynnast
hverju og einu barnabarni vel.
Það er minnisstætt þegar Oddur
og móðir mín skiptust á að sjá um
frumburð okkar, Huldu Sóllilju, í
nokkra mánuði þegar ég hélt aft-
ur til vinnu eftir fæðingarorlof.
Hann talaði oft með stolti um
þennan ánægjulega tíma. Hann
tók litlu prinsessuna með sér
hvert sem hann fór, meðal annars
á LÍÚ-fundi, á netasöluna og að
hitta vini sína á Kaffi París á með-
an hún svaf vært í vagninum.
Þessi tími tengdi þau órjúfanleg-
um böndum alla tíð.
Það er með mikilli gleði og
þakklæti sem ég hugsa til allra
samverustundanna sem við fjöl-
skyldan höfum átt með Oddi og
Jónínu. Það var mikið ævintýri að
sigla með þeim margsinnis á bátn-
um Ugga um Mallorca, Menorca,
Ibiza og Formentera. Frakk-
landsferðin og 60 ára afmælisferð
Odds til Mallorca voru líka
ógleymanlegar. Veiðiferðir í
Norðurá, sem hann kallaði feg-
ursta áa, þar sem hann kenndi
mér fyrstu handtökin í laxveiði.
Þær voru ófáar sumarbústaðar-
ferðirnar í Norðurárdal, sælureit
Odds og Jónínu. Seinna þegar við
eignuðumst okkar eigin bústað
voru þau dugleg að koma og njóta
samverustunda með okkur og
börnunum þar. Ekki má gleyma
ótal heimsóknum þeirra hjóna á
heimili okkar í Englandi. Þar nutu
þau þess að fylgjast með skóla- og
tómstundastarfi barnabarnanna.
Oddur var alltaf kátur, einlæg-
ur og hlýr og stutt í kímnigáfuna.
Þannig mun ég minnast hans.
Þegar ég spurði börnin okkar
hvað einkenndi afa sögðu þau að
hann hefði alltaf látið þau hlæja og
viljað hafa þau sem mest í fanginu
þegar hann var með þeim.
Elsku tengdapabbi, ég kveð þig
með tárum og miklum söknuði en
veit að nú ertu sem betur fer laus
við verkina. Ég er óendanlega
þakklát fyrir allar dýrmætu minn-
ingarnar sem við eigum um þig og
munu ylja okkur um ókomna tíð.
Takk fyrir allt.
Þín tengdadóttir,
Guðrún Mjöll.
Takk fyrir allt, afi minn. Ég
mun alltaf elska þig.
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt,
þig umvefji blessun og bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því,
þú laus ert úr veikinda viðjum,
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti,
þá auðnu að hafa þig hér,
og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer,
þó þú sért horfinn úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir)
Blessuð sé minning þín.
Þín afastelpa,
Hulda Sóllilja.
Oddur K.
Sæmundsson
Fleiri minningargreinar
um Odd K. Sæmundsson bíða
birtingar og munu birtast í
blaðinu næstu daga.
✝ Helga Valtýs-dóttir fæddist
21. júlí árið 1928.
Hún andaðist á
Hrafnistu í Hafn-
arfirði 19. apríl
2020.
Foreldrar henn-
ar voru hjónin
Ásta Guðjóns-
dóttur og Valtýr
Brandsson í Vest-
mannaeyjum.
Helga var elst í röð 13 systkina.
Að henni genginni eru nú sex á
lífi af þessum hópi: Jóhanna,
Sveinn, Brandur, Jón, Óskar og
Kristín. Látin eru Ása, Ástvald-
ur, Auðberg Óli, Sigríður, Vil-
borg sem dó tveggja ára að
aldri auk einnar systur sem lést
óskírð í fæðingu.
Helga giftist 15. október árið
1967 Birni Björns-
syni húsasmíða-
meistara.
Helga eignaðist
þrjár dætur: Ástu
Jónasdóttur, f. 22.
október 1947. Hún
er gift Hallgrími
Júlíussyni og börn
þeirra eru Þor-
steinn, Júlíus og
Þóra. Sigríður
Björnsdóttur, f. 14.
maí 1971, gift Páli Ásmari Guð-
mundssyni og þau eiga börnin
Björn Andra og Helgu Sif.
Birna Björnsdóttir, f. 27. maí
1972, í sambúð með Anthony
Mills og eiga þau börnin Hildi
Evu og Tómas Ara.
Vegna aðstæðna í þjóðfélag-
inu fór útför Helgu fram í kyrr-
þey í Garðakirkju 29. apríl 2020.
Nú höfum við kvatt elsku
mömmu eftir gott og farsælt líf.
Það sem einkenndi hana var
dugnaður, gleði og húmor. Hún
var alltaf að og tók til hendinni og
sat ekki aðgerðalaus enda úr
stórum systkinahópi í Vest-
mannaeyjum þar sem allir þurftu
að hjálpast að.
Mamma var mjög félagslynd í
eðli sínu og glöð. Ung tók hún
þátt í starfi kvenfélagsins í Eyj-
um og varð síðan virkur þátttak-
andi í kvenfélaginu Heimaey í
Reykjavík, – stundaði fundi, vann
fyrir basarinn og kaffisöluna.
Hún lagði mikla áherslu á að
hreyfa sig, gekk mikið og stund-
aði sund. Hún var í sundklúbbn-
um Vatnaliljurnar þar sem marg-
ar hressar konur hittast og synda
á hverjum morgni í sundlaug
Garðabæjar. Í þeim félagsskap
eignaðist hún góðar vinkonur og
gat sameinað hreyfingu og góðan
félagsskap.
Hún naut þess alltaf að klæða
sig vel og hafa sig til. Hún var
reglumanneskja, lagði mikla
áherslu á að gengið væri frá hlut-
unum strax, já ekki bíða með það
og vel væri gengið frá öllu.
Barnabörnin lærðu fljótt af
ömmu sinni að brjóta saman fötin
og ganga vel frá skóm.
Hún bjó yfir mikilli góð-
mennsku og var stöðugt að hugsa
um aðra og þá sem minna máttu
sín. Alltaf tilbúin að hjálpa öðr-
um. Fjölskyldan var þó henni
allra mikilvægust og kærust og
passaði hún vel upp á hana.
Hún hafði mikinn lífskraft og
lífsvilja og var ekkert á því að
gefast upp þrátt fyrir að heilsan
væri farin að gefa sig seinustu tvö
árin.
Hún dvaldi á Hrafnistu síðasta
eina og hálfa árið þar sem pabbi
var hennar stoð og stytta. Einn
mikilvægur þáttur í að varðveita
lífskraftinn var húmorinn. Hún
gat alltaf séð skondnar hliðar á
hlutunum, brosað og hlegið.
Þegar við horfum til baka fyll-
umst við söknuði en finnum einn-
ig fyrir sterkri þakklætiskennd.
Elsku mamma.
Takk fyrir allt sem við lærðum
af þér.
Takk fyrir að vera dyggasti
aðdáandi okkar og fjölskyldna
okkar og verndari sem alltaf var
hægt að treysta á.
Takk fyrir alla athyglina og
tímann sem þú gafst okkur og
börnum okkar.
Takk fyrir að kenna okkur
mikilvægi kærleika, sanngirni og
sjálfstæðis.
Takk fyrir gleðina.
Við varðveitum endalausar
góðar minningar í hjörtum okk-
ar.
Þínar
Sigríður og Birna.
Helga Valtýsdóttir, svilkona
mín og vinkona, var fædd í Vest-
mannaeyjum og ólst þar upp í
stórum systkinahópi. Þar eignað-
ist hún dótturina Ástu Maríu ung
að aldri. Helga fór snemma að
vinna enda mikill dugnaðarfork-
ur.
Það sem einkenndi Helgu öðru
fremur var mikil lífsgleði og létt
lund.
Hún var afar félagslynd og
vinkonurnar voru margar enda
sótti fólk í félagsskap hennar.
Þessir eiginleikar fundust mér
einnig einkenna fólkið hennar í
Vestmannaeyjum. Þegar það
kom saman var alltaf glatt á
hjalla og mikið hlegið og aldrei
nein lognmolla í kringum ætt-
ingjana í fjölskylduboðum.
Þegar ég kynnist manninum
mínum Friðgeiri, bróður Björns,
bjuggu þau Helga í Hraunbæn-
um en byggðu síðan fljótlega fal-
legt og vandað einbýlishús í
Garðabænum og bjuggu þar æ
síðan. Þaðan eigum við fjölskyld-
an margar góðar minningar.
Ég gladdist mjög þegar Helga
sagði mér frá því að hún væri
ófrísk og ætti von á sér í maí 1971
og ekki var gleðin minni þegar ég
gat tilkynnt henni að ég ætti von
á barni þremur mánuðum síðar.
Það voru þær Sigríður og Krist-
ín.
Síðan gerðist hið ótrúlega að
árið eftir fæddust aftur tvær
stelpur, þær Birna og Guðlaug.
Fjórar litlar stelpur komnar í
heiminn á tveimur árum, stelpur
sem verið hafa nánast eins og
systur alla tíð og fylgst að í gegn-
um lífið.
Á þessum árum kenndi ég við
Gagnfræðaskóla Garðahrepps.
Þegar dætur mínar, Kristín og
Gulla, fóru í Ísaksskóla kenndi ég
fyrir hádegi og bauðst Helga þá
til að passa þær á meðan en þær
áttu að mæta í skólann eftir há-
degi. Þannig var þetta í fjóra vet-
ur. Það var ómetanleg hjálp á all-
an hátt að vita af þeim í öryggi og
umhyggju Helgu og Björns og
verður seint fullþakkað. Reyndar
var það svo að þau voru alltaf
tilbúin að passa og engir betri til
að biðja um greiða.
Ýmsar aðrar minningar koma
upp í hugann.
Þar má nefna jólaboðin þegar
spilað var eftir matinn, fullorðna
fólkið vist og þeir yngri með nýj-
asta borðspilið. Helga og faðir
minn vildu alltaf spila saman,
bæði mikið spilafólk og unnu líka
oftast.
Við höfðum þau nú sterklega
grunuð um að vera með einhverj-
ar bendingar sín á milli.
Á seinni árum tók Helga iðu-
lega þátt í félagsvist eldri borg-
ara í Garðabæ.
Eftir að Helga veiktist rædd-
um við ósjaldan um gæfu okkar í
lífinu, hversu stoltar við gætum
verið af fjölskyldum okkar. Björn
var kletturinn í lífi Helgu og
sýndi það og sannaði þegar hann
var stóran hluta dagsins hjá
henni á hjúkrunarheimili Hrafn-
istu í Hafnarfirði.
Vinátta okkar Helgu var dýr-
mæt og er hennar nú sárt saknað.
Við Friðgeir og fjölskylda okkar
sendum Birni og fjölskyldu inni-
legustu samúðarkveðjur.
Margrét Guðlaugsdóttir.
Helga Valtýsdóttir
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og
hlýjar kveðjur vegna andláts eiginmanns,
föður, tengdaföður og afa,
BEINTEINS SIGURÐSSONAR
húsasmíðameistara,
Álfabergi 28.
Sérstakar þakkir fær starfsfólk Ölduhrauns
á Hrafnistu í Hafnarfirði fyrir einstaklega góða umönnun.
Ásta Óla Gunnarsdóttir
Gunnar Á. Beinteinsson Þuríður E. Gunnarsdóttir
Ásta Björk, Auður Ýr og Helga Sif