Morgunblaðið - 07.05.2020, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 07.05.2020, Blaðsíða 52
52 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. MAÍ 2020 75 ára Benno er fædd- ur í kjallara í Prag undir skothríð frá SS-sveit- unum og ólst upp í Prag. Hann fluttist til Ís- lands 1956 og býr í Vestmannaeyjum. Benno vann ýmis störf, m.a. sem vélamaður á golfvöllum og bif- reiðaverkstæðum og er myndlistarmaður. Maki: Unnur Jóna Sigurjónsdóttir, 1951, fyrrverandi fiskvinnslukona. Dætur: Helga, f. 1969, og Súsanna, f. 1974. Barnabörnin eru fimm. Foreldrar: Jarmila Lukesova Friðriks- dóttir, f. 1926, d. 1991, skrifstofumaður, og Benno Juza. Stjúpfaðir var Ægir Ólafs- son, f. 1912, d. 2005, stórkaupmaður í Reykjavík. Benno Jiri Juza Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Skilaboð sem þér berast kunna að reynast áhrifamikil ef þú ákveður að fara eft- ir þeim. Ef þú ert opin/n fyrir því að láta smámuni dagsins hafa áhrif á þig upplifirðu ótrúeg augnablik. 20. apríl - 20. maí  Naut Það skiptir engu máli hvernig viðrar hið ytra ef þið gætið þess að hafa sól í sinni. Hugsaðu bara um daginn í dag, ekki hafa áhyggjur af morgundeginum. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Oft er skammt á milli hláturs og gráts. Aðgæsluleysi nú getur reynst þér dýr- keypt því oft er erfitt að vinna aftur það sem tapast hefur. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Ef þú hefur efni á því að láta eitthvað eftir þér skaltu gera það. Þér verður trúað fyrir leyndarmáli sem á eftir að breyta miklu. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þú hefur í svo mörg horn að líta að þér finnst þú varla geta sinnt öllu sem þarf að gera. Reyndu að einfalda líf þitt, það er alveg hægt. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Þú vilt ekki taka þátt í vissu verkefni, láttu vita af því. Þú ættir að hafa vaðið fyrir neðan þig og panta þá hluti sem þú heldur að þig vanti fljótlega. 23. sept. - 22. okt.  Vog Hættu að gera lítið úr sjálfum/sjálfri þér; þú ert ekki verri en hver annar. Þér líður best þegar þú hefur hæfilega mikið að gera. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Fátt er betra en góðir vinir, leggðu þig fram um að eiga með þeim ánægjulega stund. Hvíldu þig ef þreyta hrjáir þig. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Líttu á jákvæðu hliðina á erf- iðum samskiptum. Það má læra af öllu. Not- aðu næsta mánuð til að koma lagi á heim- ilið. 22. des. - 19. janúar Steingeit Fólk hlýðir þér því skipanir þínar eru lög. Gættu að því hvert hvatvísin leiðir þig í dag því það er hætt við ruglingi. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Þú átt erfitt með að segja nei. Leyfðu málum að hafa sinn gang og reyndu ekki að þrýsta á þau með neinum hætti. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þú hefur þörf fyrir að kafa til botns í hlutunum. Leggðu áherslu á að fara í stutt ferðalag til að dreifa huganum. Þú ert eins og kötturinn; kemur alltaf niður standandi, hvað sem gerist. nokkur ár félagsskap sem nefndur var „Huggun heimspekinnar“ en þar kom saman áhugafólk um heimspeki einu sinni í mánuði og ræddi heim- spekileg mál. „Oftast var einhver sem var að ljúka námi fenginn til að kynna sína BA- eða MA-ritgerð og fylgdu oft líflegar umræður í kjölfar- ið.“ Pétur Gauti var í stjórn Félags leiðsögumanna 2006-2010 og svo aft- ur 2017 til dagsins í dag. Árið 2019 var hann kjörinn formaður félagsins, sem nú heitir Leiðsögn (stéttarfélag leiðsögumanna). Hann hefur líka unnið ýmis trúnaðarstörf fyrir félag- ið í ýmsum nefndum. Árið 2005 kynntist Pétur Gauti Magneu Tómasdóttur í fræðsluferð á vegum fræslunefndar Félags leið- sögumanna að Skógum undir Eyja- fjöllum. Árið 2014 giftu þau sig úti í Viðey á sumardaginn fyrsta. „Það var þjóðráð að velja þann dag. Ég hef þá tvo sénsa til að muna brúð- kaupsdaginn, þ.e. 24. apríl eða sumardaginn fyrsta.“ Frá 2004 hefur Pétur Gauti verið trúnaðarstörfum, var formaður Soffíu (félags heimspekinema) á námsárunum í HÍ, og formaður Pedagoggs (félags kennslufræði- nema). Pétur Gauti hélt úti í all- P étur Gauti Valgeirsson er fæddur 7. maí 1970 í Reykjavík en ólst upp í Njarðvík. Hann lauk stúdentsprófi frá Fjöl- brautaskóla Suðurnesja 1990 og BA- prófi í heimspeki frá Háskóla Ís- lands 1995. Hann flutti til Prag í Tékklandi og lærði þar tékknesku í eitt ár og lauk svo MA-prófi í heim- speki frá Karlsháskóla (Univerzita Karlova) 1998. „Karlsháskóli var stofnaður af Karli IV. 1348 og er einn af elstu há- skólum í heimi,“ segir Pétur Gauti. „Karl IV. (1316-1378) var konungur Bæheims og keisari hins Heilaga rómverska keisaradæmis. Margir frægir menn hafa tengst Karls- háskóla, frægastur er eflaust Albert Einstein sem kenndi þar í upphafi 20. aldar.“ Pétur Gauti lærði síðan leiðsögn við Leiðsöguskóla Íslands og útskrifaðist þaðan 2000. Hann lauk einnig námi í kennslufræði við HÍ 2004. „Ég hef sinnt ýmsum störfum. Á menntaskólaárum og árunum þar á eftir vann ég við ýmis störf í Skipa- smíðastöð Njarðvíkur, mest við raf- suðu og rafvirkjastörf. Eftir heim- komuna frá Prag starfaði ég við þýðingar og staðfærslu hugbúnaðar (m.a. Windows 95) fyrir Navision (síðar Sprok) og einnig fékkst ég við kennslu í heimspeki hjá öldunga- deild MH eftir að hafa öðlast kennsluréttindi. Meðal annarra starfa má nefna plötusnúð, slöngu- báts-stýrimann (Zodiac), kokk, barþjón og málara.“ Pétur Gauti hefur verið leiðsögu- maður í fullu starfi allt árið síðan laust eftir síðustu aldamót. Ekki bara með ferðamenn á leið í rútu hringinn um landið heldur líka í jeppum um hálendið og skipa- farþega á litlu skemmtiferðaskipi sem siglir hringinn. „Bæði landið og miðin eru því starfsumhverfið. Leið- sögn er mjög fjölbreytt og gefandi starf, maður kynnist allskonar fólki frá öllum heimshornum og kynnist mörgum mjög eftirminnilegum karakterum, bæði kollegum og gestum.“ Pétur Gauti hefur sinnt ýmsum virkur áhugaljósmyndari og hefur einna helst tekið myndir af landslagi og fuglum, og svo líka af norður- ljósum. „Það hefur verið mikið álag síð- ustu vikur vegna ástandsins vegna COVID-19, enda hafa næstum allir leiðsögumenn misst vinnuna og langt í að ný verkefni komi inn í þann geira. Margir hafa leitað til fé- lagsins með allskonar spurningar og fyrirspurnir og við höfum reynt eftir bestu getu að greiða úr þeim. Jafn- framt höfum við verið að vekja at- hygli á því að þessi nýja kreppa kemur mjög illa við ferðaþjónustuna í heild og sérstaklega leiðsögumenn sem oftast eru launþegar í tíma- bundnum ráðningum (ferðaráðning) og eiga því ekki uppsagnarfrest né möguleika á hlutabótaleið. Svo er tekjutenging atvinnuleysisbóta við slökustu mánuði ársins hjá mörgum. Þetta finnst okkur vera brot á jafn- ræðisreglum og mjög ósanngjarnt.“ Pétur Gauti ætlar að njóta afmæl- isdagsins í faðmi fjölskyldunnar og Pétur Gauti Valgeirsson, leiðsögumaður og formaður Leiðsagnar – 50 ára Ljósmynd/Jóhanna Þorkelsdóttir Fjölskyldan Pétur Gauti, Hallgrímur Orri, Kolbeinn Tumi og Magnea á brúðkaupsdeginum 24. apríl 2014. Í forsvari fyrir leiðsögumenn Ljósmyndarinn Pétur Gauti að mynda í eynni Vigur í Ísafjarðardjúpi. 40 ára Gísli er Pat- reksfirðingur, fæddur þar og uppalinn. Hann er eigandi Aksturs og köfunar og er aðallega í flutningum kringum laxeldi og rekur tólf bíla. Maki: Guðlaug Arnarsdóttir, f. 1985, kennari. Synir: Ísar Smári, f. 2007, og Brimar Jökull, f. 2011. Gísli vonast eftir þriðja barninu í afmælisgjöf. Stjúpbörn eru Diljá Ögn, f. 2003, af fyrra sambandi og Illugi, f. 2009, sonur Guðlaugar. Foreldrar: Ásgeir Einarsson, f. 1952, kaf- ari og bílstjóri, og Bylgja Dröfn Gísladótt- ir, f. 1955, félagsráðgjafi. Þau eru búsett á Akranesi. Gísli Ásgeirsson Til hamingju með daginn Börn og brúðhjón Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.