Morgunblaðið - 07.05.2020, Blaðsíða 54
54 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. MAÍ 2020
KÖRFUBOLTI
Bjarni Helgason
bjarnih@mbl.is
Körfuknattleikskonan Hildur Björg
Kjartansdóttir hefur sett stefnuna á
atvinnumennsku á nýjan leik, en hún
gekk til liðs við KR fyrir síðasta
tímabil frá spænska félaginu Celta
Vigo.
Hildur, sem er 25 ára gömul, á að
baki 32 A-landsleiki fyrir Ísland frá
árinu 2013, en hún lék með Snæfelli í
fimm ár, frá 2009-2014, áður en hún
fór í skóla í Bandaríkjunum og það-
an í atvinnumennsku á Spáni þar
sem hún samdi við Leganés árið
2017.
KR var í öðru sæti úrvalsdeildar-
innar þegar tímabilinu var aflýst
vegna kórónuveirunnar, en liðið fór
alla leið í úrslit bikarkeppninnar í ár
þar sem KR tapaði fyrir Skallagrími
í úrslitaleik í Laugardalshöll, 66:49.
„Ég get alveg viðurkennt það að
maður var frekar leiður um tíma eft-
ir að tímabilið var blásið af frekar
snögglega,“ sagði Hildur Björg í
samtali við Morgunblaðið. „Við vor-
um á góðu skriði fannst mér og við
áttum enn eftir að toppa. Við vorum
svona hægt og rólega að pússa okkur
betur og betur saman og vorum
komnar á mjög góðan stað undir lok-
in.
Þá vorum við líka að endurheimta
leikmenn aftur inn í hópinn úr
meiðslum og það sem var í raun
mest svekkjandi við þetta allt saman
var að við fengum aldrei að sjá
hversu góðar við hefðum getað orðið.
Að sama skapi voru það ekki bara
við sem þurftum að sætta okkur við
þessa niðurstöðu heldur öll liðin á
landinu og þessi ákvörðun sem var
tekin var sú besta í stöðunni, úr því
sem komið var.“
Valsliðið hálfgerð grýla
Hildur gekk til liðs við KR fyrir
síðasta tímabil, en markmið liðsins
fyrir leiktíðina var fyrst og fremst að
berjast við meistaralið Vals um þá
titla sem í boði voru. Þrátt fyrir að
KR hafi tapað öllum fjórum deildar-
leikjum sínum gegn Valsliðinu síð-
asta vetur er Hildur sannfærð um að
eftir undanúrslitaleik bikarkeppn-
innar, þar sem KR vann Val 104:99-
sigur í Laugardalshöll, hafi trúin
kviknað í Vesturbænum.
„Við vorum í góðri stöðu að berj-
ast við Valsliðið um Íslandsmeist-
aratitilinn að mínu mati. Sigurinn
okkar í undanúrslitum bikarkeppn-
innar gegn þeim var mjög stór því
fram að þeim leik höfðum við verið í
mjög jöfnum og spennandi leikjum
við þær allt til enda og bestu leikir
deildarinnar voru viðureignir KR og
Vals í vetur.
Fram að undanúrslitaleiknum
höfum við mætt þeim þrívegis í
deildinni og alltaf tapað, þannig að
Valsliðið var orðið að hálfgerðri
grýlu fyrir okkur, á leið inn í undan-
úrslitin. Það vantaði samt alltaf bara
herslumuninn upp á hjá okkur í
þessum deildarleikjum og það kom
loksins í Laugardalshöllinni, sem var
hrikalega sætt. Við sáum það líka í
þeim leik að við gátum lagt þær að
velli og eftir það varð trúin miklu
meiri í hópnum um að við gætum
landað þeim stóra.“
Opin fyrir öðru ári á Íslandi
Hildur Björg vill reyna fyrir sér
sem atvinnumaður á nýjan leik en
ítrekar að kórónuveiran gæti sett
strik í reikninginn. Mörg erlend lið
eru í fjárhagsvandræðum þessa dag-
ana vegna efnahagsástandsins sem
skapast hefur vegna veirunnar og
segir Hildur að það komi vel til
greina að spila í eitt ár til viðbótar
hér á landi.
„Eins og staðan er í dag er ég bara
að skoða mín mál og þá kosti sem í
boði eru. Ég hef átt í einhverjum við-
ræðum, meðal annars við KR, og ég
er líka með önnur tilboð á borðinu.
Ég hef hug á því að leika erlendis en
það er mjög óljóst allt saman hvað
verður vegna ástandsins í heiminum
í dag. Umboðsmaðurinn minn er að
skoða hvaða möguleikar eru í boði
erlendis þá en ég er líka að meta það
sjálf hvort ég taki eitt ár í viðbót
hérna heima eða fari strax út. Það er
svo erfitt að spá fyrir um framtíðina,
þar sem mörg lið eru í fjárhags-
vandræðum vegna efnahags-
ástandsins sem skapast hefur vegna
kórónuveirunnar.
Ég er ekki hrifin af óvissunni og
ég er þannig gerð að ég vil vera með
það á hreinu hvað sé að fara að taka
við hjá mér. Þegar ég er komin með
eitthvað í hendurnar sem ég er bæði
sátt við og vil gera mun ég vilja
ganga frá því sem allra fyrst. Ég vil
finna fyrir ákveðnu öryggi varðandi
framtíðina og ég á allt eins von á því
að mál mín muni skýrast á næstu
dögum. Þegar allt kemur til alls mun
ég taka þá ákvörðun sem er skyn-
samlegust fyrir mig persónulega á
þessum tiltekna tímapunkti,“ bætti
Hildur Björg við í samtali við Morg-
unblaðið.
Vonast til að
leika aftur
erlendis
Landsliðskonan Hildur Björg
Kjartansdóttir heldur öllu opnu
Ljósmynd/KKÍ/Jónas
Úrslitaleikur Hildur Björg Kjartansdóttir í úrslitaleik bikarkeppninnar í
vetur með KR gegn Skallagrími. Hún gæti leikið áfram með KR.
Handknattleiksmaðurinn Sigur-
bergur Sveinsson hefur lagt skóna
á hilluna, en hann er 32 ára og lék
síðustu fjögur ár ferilsins með ÍBV í
Vestmannaeyjum. Sigurbergur
staðfesti þetta við Stöð 2 sport í
gær. Sigurbergur gat lítið spilað í
vetur vegna meiðsla, en lék þó með
ÍBV þegar liðið vann Stjörnuna í
úrslitaleik bikarkeppninnar.
Reyndist það síðasti leikur hans á
ferlinum. Sigurbergur lék áður
með Haukum, Rheinland, Hann-
over-Burgdorf, Basel, Erlangen og
Tvis Holstebro.
Sigurbergur
kvaddi með bikar
Ljósmynd/Sigfús Gunnar
Hættur Sigurbergur Sveinsson varð
bikarmeistari með Eyjamönnum.
Ágúst Jóhannsson hefur sagt upp
störfum sem þjálfari færeyska
kvennalandsliðsins í handknattleik
sem hefur náð góðum árangri í
undankeppni HM og EM undir hans
stjórn síðustu tvö ár. Ágúst skýrði
frá þessu á Stöð 2 Sport í gær.
Ástæðan væri annars vegar sú að
hann kæmist ekki í verkefni vegna
kórónuveirunnar og hinsvegar vildi
færeyska handknattleikssambandið
að hann flytti til Færeyja. Ágúst
heldur áfram hjá Val en kvennalið
félagsins varð þrefaldur meistari
undir hans stjórn í fyrra.
Hættur með
landslið Færeyja
Ljósmynd/Sigfús Gunnar
Valur Ágúst Jóhannsson getur nú
einbeitt sér alveg að Valsliðinu.
7. maí 1982
Guðrún Ingólfsdóttir setur Ís-
landsmet kvenna í kringlu-
kasti þegar hún
kastar 53,86
metra á móti í
Reykjavík
og bætir fyrra
met sitt um
meira en tvo
metra. Þetta
met hennar stóð í 36 ár en
Thelma Lind Kristjánsdóttir
sló það árið 2018 þegar hún
kastaði 54,69 metra á móti í
Borgarnesi.
7. maí 1995
Eyjólfur Sverrisson er tyrk-
neskur meistari í knattspyrnu
með Besiktas
sem sigrar
Gaziantepspor,
2:0, og er með
átta stiga for-
skot þegar tvær
umferðir eru
eftir. Eyjólfur,
sem skoraði níu mörk í 33
leikjum fyrir liðið í deildinni
á tímabilinu, var þar með
meistari í öðru landi sínu, en
áður vann hann þýska meist-
aratitilinn með Stuttgart árið
1992.
7. maí 1995
Ísland sigrar Bandaríkin,
27:16, í fyrsta leiknum á
heimsmeistaramóti karla í
handknattleik sem haldið er á
Íslandi, frammi fyrir 5.000
áhorfendum í troðfullri
Laugardalshöll. Valdimar
Grímsson skorar sjö mörk
fyrir íslenska liðið og Patrek-
ur Jóhannesson sex.
7. maí 2005
Guðjón Valur Sigurðsson er
EHF-Evrópumeistari í hand-
knattleik eftir ævintýralegan
sigur Essen á
Magdeburg í
seinni úrslitaleik
þýsku Íslend-
ingaliðanna.
Magdeburg,
undir stjórn Al-
freðs Gíslasonar
og með Sigfús Sigurðsson og
Arnór Atlason í liðinu, vann
fyrri leikinn 30:22. Essen
vinnur þann seinni, 31:22,
með marki á lokasekúndunni.
Guðjón Valur skorar 5 mörk
fyrir Essen og krækir í fjögur
vítaköst. Sigfús skorar eitt
mark í leiknum.
Í þessum dálki í blaðinu í
gær var sagt að met Ragn-
heiðar Ólafsdóttur í 1.500 m
hlaupi kvenna stæði enn.
Aníta Hinriksdóttir sló það
met árið 2017 en met Ragn-
heiðar í 3.000 m hlaupi frá
árinu 1987 stendur hins vegar
enn.
Á ÞESSUM DEGI
Víðir Sigurðsson
vs@mbl.is
Þjóðverjar tóku í gær forystu-
hlutverkið í því að koma knattspyrn-
unni í Evrópu í gang á ný eftir kór-
ónuveirufaraldinn þegar Angela
Merkel, kanslari Þýskalands, gaf
knattspyrnuforystunni í landinu
heimild til að hefja keppni á ný um
miðjan maí.
Merkel tók fram að þessa ákvörð-
un væri hægt að endurskoða og fót-
boltinn gæti verið stöðvaður á ný ef
mörg smit myndu blossa upp í kjöl-
farið á þessari afléttingu.
Þjóðverjar munu staðfesta í dag
hvenær tímabilið heldur áfram hjá
þeim en reiknað er með því að það
verði strax um aðra helgi, dagana
15.-17. maí. Þá verði leikin 26. um-
ferðin af 34 í tveimur efstu deildum
karla og væntanlega 17. umferðin af
22 í efstu deild kvenna.
Sex Íslendingar leika í þessum
deildum, Alfreð Finnbogason með
Augsburg, Samúel Kári Friðjónsson
með Paderborn, Guðlaugur Victor
Pálsson með Darmstadt, Rúrik
Gíslason með Sandhausen, Sara
Björk Gunnarsdóttir með Wolfsburg
og Sandra María Jessen með Lever-
kusen.
Danir skýrðu frá því í gær að þeir
væru í náinni samvinnu við Þjóð-
verja varðandi aðferðafræðina en
mjög ítarlegt eftirlit með heilsu leik-
manna verður lykillinn að því að
geta haldið áfram keppni. Dönum er
mikið í mun að geta byrjað sem fyrst
aftur en liðin í úrvalsdeild karla, þar
sem átta Íslendingar leika, eiga eftir
að spila á bilinu átta til þrettán leiki,
eftir því hvort þau verða í efri eða
neðri hluta deildarinnar.
Englendingar, Spánverjar og Ítal-
ir eru áfram með skýrar áætlanir
um að ljúka sínum tímabilum en
þessar þjóðir hafa farið mun verr út
úr kórónuveirunni en Þjóðverjar.
Þær eiga allar lengra í land með að
koma fótboltanum af stað. Á Eng-
landi er búist við niðurstöðu á mánu-
daginn kemur og stefnt á að æfingar
hefjist 18. maí. Spánverjar stefna á
að byrja að spila 12. júní og hófu
læknisskoðanir á leikmönnum í gær.
Fleiri þjóðir eru í startholunum.
Serbar og Króatar hafa tilkynnt að
þar fari fótboltinn af stað á ný fyrir
mánaðamót og Tyrkir ætla að halda
áfram 12. júní.
Færeyingar eru þó skrefinu á
undan öllum því fyrsta umferðin í
úrvalsdeild nágranna okkar verður
spiluð á laugardaginn kemur.
Þjóðverjar hafa tekið forystuna
Angela Merkel gefur græna ljósið
með fyrirvara um endurskoðun
AFP
Augsburg Alfreð Finnbogason spil-
ar líkast til mjög fljótlega.