Morgunblaðið - 07.05.2020, Qupperneq 56

Morgunblaðið - 07.05.2020, Qupperneq 56
56 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. MAÍ 2020 Útsölustaðir: Öll apótek, heilsuverslanir og heilsuhillur stórmarkaðanna. Góð blanda fyrir meltingarveginn Öll sykurlöngun hefur minnkað Í mörg ár fann ég fyrir óþægindum í maga. Ég upplifði það yfirleitt þegar líða tók á daginn, varð útblásin og leið ekki vel. Ég taldi það líklegt að um óþol væri að ræða. Fyrir rúmum þremur árum var mér bent á Bio Kult Candéa hylkin og hef tekið staðfastlega tvö hylki á dag með stærstu máltíðum dagsins. Öll sykurlöngun hefur minnkað, en áður fyrr drakk ég mikið sykraða gosdrykki. Ég hef náð að halda mér í kjörþyngd og þakka ég það daglegri inntöku Bio-Kult, sem fær að ferðast með mér hvert sem ég fer. Kolbrún Dagleg inntaka getur styrkt náttúrulegar varnir líkamans gegn Candea sveppasýkingu. Öruggt og hentar vel fyrir alla, einnig fyrir barnshafandi konur, mjólkandi mæður og börn. Bio-Kult Candéa n Er öflug blanda af sjö mismunandi gerlastofnum n Inniheldur hvítlauk og greipkjarnaþykkni n Virkni er stutt af klínískum rannsóknum n Hentar grænmetisætum n Glútenlaus Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Dagblaðið Los Angeles Times fjallaði nýverið um Ísland sem væn- legan tökustað í áhugaverðri grein og ræddi m.a. við Einar Hansen Tómasson, verkefnastjóra hjá Ís- landsstofu, en hann ber einnig hinn virðulega enska titil „film com- missioner“ sem blaðamaður treystir sér ekki til að þýða í stuttu máli. Stendur í greininni að kvik- myndaver og -framleiðendur í Los Angeles, New York og Evrópu séu nú í auknum mæli að leita að vænlegum tökustöðum er- lendis vegna faraldursins, séu að skoða hvar sé öruggast að vera. Þykir Ísland nú með öruggari lönd- um og freistandi að taka upp hér á landi en hér hafa fokdýrar Holly- wood-myndir og sjónvarpsþáttaraðir verið teknar upp, eins og frægt er orðið, og nægir að nefna Game of Thrones, Prometheus, Noah og The Secret Life of Walter Mitty. Beint til Íslands með leiguflugi Einar segir starf sitt fólgið í því að reyna að fá slík verkefni til landsins en þjónustufyrirtækja að vinna þau. „Ég er að taka fundi, sjá um mark- aðssetningu og byggja upp brandið,“ útskýrir hann. Einar segist hafa sent hugmynd á landlæknisembættið um að sér- stakar reglur yrðu settar hér á landi fyrir erlent starfsfólk við tökur. „Þetta er líklega sá hópur sem auð- veldast er að fá inn í landið í dag,“ segir Einar, erlend tökulið geti flogið beint hingað með Icelandair, farið strax á hótel og þaðan á tökustað. Þar geti þau starfað óáreitt og án samveru við aðra. Spurður að því hvort hugmyndin sé þá að taka sýni úr kvikmynda- gerðarfólki þegar það komi til lands- ins, til að fyrirbyggja kórónuveirus- mit, segir Einar ýmsar hugmyndir uppi en heppilegast væri að allir færu í sýnatöku einum degi eða tveimur fyrir Íslandsferðina. Hann segist hafa sent tillögu til landlæknisembættisins og verið beð- inn í framhaldi um að skrifa niður hugmynd að viðmiðunarreglum. Hann hafi þá fengið stjórn Samtaka íslenskra kvikmyndaframleiðenda til liðs við sig. „Við sátum inni í fundar- herbergi í heilan dag, skrifuðum við- miðunarreglur og skiluðum þeim inn til landlæknisembættisins, sem er að fara yfir málið. Það eru því í raun engar fréttir hvað það varðar,“ segir Einar og vonar það besta. Tíu þúsund gistinætur „Ástæðan fyrir því að við erum að gera þetta er að það er svo margt undir. Erlend tökulið kaupa svo margar gistinætur,“ segir Einar og nefnir sem dæmi um stórt verkefni kvikmynd Clints Eastwood, Flags of Our Fathers, sem tekin var upp hér á landi árið 2005. Tökulið myndar- innar var fjölmennt og um tíu þús- und gistinætur voru keyptar fyrir það. „Það var bara eitt verkefni og þú ert kannski með hundrað bíla- leigubíla, marga trukka og þetta eru störf fyrir íslensk tökulið líka. Þess vegna vorum við að skrifa viðmið- unarreglur um hvernig samskipti ís- lenska og erlenda tökuliðsins ættu að vera. Passa þarf upp á tveggja metra regluna, að sem minnst sam- skipti séu og að á staðnum sé mögu- legt að vera með grímur, hanska og spritt og þvo vel á sér hendurnar,“ nefnir Einar. Mikil kynningaráhrif „Það eru milljarðar undir, ef allt gengur upp, því kynningaráhrifin eru mjög sterk af þessum kvikmynd- um. Í rannsóknum sem Ferðamála- stofa hefur staðið fyrir á undanförn- um árum kemur skýrt fram að um 20% túrista eru svokallaðir „film“- túristar, þeir fengu hugmyndina að Íslandsferðinni af því að horfa á Ís- land í kvikmynd,“ bendir Einar á. Kvikmyndir og aðrir sjónrænir miðl- ar séu því afar mikilvægir þegar kemur að áhuga fólks á landi og þjóð og ferðamennsku. –Er mikill áhugi erlendis á Íslandi sem tökustað núna eða er allt stein- dautt? „Það er mjög mikið verið að spyrja um Ísland sem tökustað, bæði fyrir verkefni sem á að skjóta í ár og á næsta ári. Ég er í samtali um mörg verkefni fyrir bæði árin,“ svarar Einar og þegar hann er spurður að því hvort tökulið séu væntanleg í sumar svarar hann „vonandi“. „Ég er með aðila sem vill vera hér í lengri tíma ef hægt er að koma til landsins og ef hann fær réttu aðstöð- una. Ýmsir framleiðendur eru að tala við mig og ég er bara í dag að taka þrjá Skype-fundi með erlendum framleiðendum,“ segir Einar. Þessi áhugi sé mjög jákvæður og mikil- vægt tækifæri fyrir landið. „Þetta gæti styrkt okkur.“ Milljarðar undir ef allt gengur upp Stjarna Ben Stiller leikstýrði og fór með aðalhlutverkið í The Secret Life of Walter Mitty, sem var tekin upp að mestu á Íslandi. Hér sést Stiller með hjólabretti í íslenskri náttúru, tilbúinn að renna sér að ónefndum stað. Ævintýri Sjónvarpsþættirnir Game of Thrones voru teknir upp að hluta hér á landi og vöktu mikinn áhuga áhorfenda á landinu sem áfangastað.  Hugmyndir eru uppi um að leyfa erlendum tökuliðum kvikmynda eða sjónvarpsþátta að koma til landsins að uppfylltum skilyrðum  Landlæknisembættið er nú með viðmiðunarreglur til skoðunar Einar Hansen Tómasson Fyrirtæki í sjón- varpsþátta- og kvikmyndagerð hér á landi hafa í nógu að snúast. Hafði Morgun- blaðið samband við nokkur þau helstu til að for- vitnast um hvað væri fram undan, en á næstu síðu er fjallað um það sem fyrirtækið Glassriver er með á prjónunum. Frá Zik Zak fengust þær upplýs- ingar að tökur hæfust, að öllu óbreyttu, í ágúst á kvikmyndinni Svar við bréfi Helgu sem byggð er á samnefndri bók Bergsveins Birgis- sonar. Henni verður leikstýrt af Ásu Helgu Hjörleifsdóttur, sem skrifaði líka handritið með Bergsveini og Ottó Geir Borg, og er verkefnið unn- ið í samtarfi við hollensk og eistnesk framleiðslufyrirtæki. Önnur verkefni eru í meiri óvissu, skv. svari frá Zik Zak. Systrabönd í lok maí Af Saga Film er það að frétta að tökur hefjast í lok maí á þáttaröðinni Systrabönd í leikstjórn Silju Hauks- dóttur. Verða þættirnir sýndir í Sjón- varpi Símans á næsta ári og eru unn- ir í samstarfi við Sky Studios/NBCUniversal, Viaplay á Norðurlöndum, Lumiere. Hlutu einnig stuðning frá Kvikmyndamið- stöð Íslands. Hún segir af 13 ára stúlku sem hverf- ur sporlaust og 20 árum síðar finnast jarðneskar leifar hennar og þrjár æskuvinkonur neyðast til að horfast í augu við fortíð sína. Annað verkefni er Wolka, íslensk- pólsk kvikmynd sem er samfram- leiðsluverkefni með pólsku fram- leiðslufyrirtæki. Hún verður tekin upp í haust og leikstjóri hennar verð- ur Árni Ólafur Ásgeirsson. Eitt verk- efni til viðbótar er í pípunum hjá Saga Film en ekki má segja frá því að svo stöddu. Sumarljós hjá Pegasus Fyrirtækið Pegasus veitti þær upp- lýsingar að fram undan væru tökur á kvikmyndinni Sumarljós í leikstjórn Elfars Aðalsteins, en sú er byggð á bókinni Sumarljós og svo kemur nótt- in eftir Jón Kalman Stefánsson. Er vonast til þess að tökur geti farið sem mest fram á Vestfjörðum í lok sum- ars. Vegna samninga má ekki greina frá erlendum verkefnum sem Pega- sus er nú með í skoðun. Kvikmyndir og erlend verkefni fram undan Elfar Aðalsteins Ása Helga Hjörleifsd́óttir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.