Morgunblaðið - 07.05.2020, Qupperneq 58
58 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. MAÍ 2020
Smáralind | Kringlunni | Reykjanesbæ | Akranesi | Sími 511 2022 | dyrabaer.is
Úrval náttúrulegra bætiefna og fóðurs fyrir hunda og ketti.
Nánar á dyrabaer.is
HOLLUSTA OG HEILBRIGÐI FRÁ
Arna Kristín Einarsdóttir, fram-
kvæmdastjóri kanadísku þjóðar-
hljómsveitarinnar í Ottawa (Nat-
ional Arts Centre Orchestra),
mælir með listaverkum sem hægt
er að njóta innan
veggja heimilis-
ins meðan kófið
vegna kórónu-
veirunnar stend-
ur yfir.
„Enn og aftur
höfum við fengið
að upplifa mikil-
vægi listanna
fyrir mannlífið.
Á tímum sam-
komubanns eru það listamenn sem
létta okkur stundir, setja hlutina í
samhengi og dýpka skilning okkar
á lífinu, hvort sem það er við lest-
ur góðra bóka, kvikmyndaáhorf
eða að hlusta á Víking Ólafsson
leika Debussy og Rameau. Það er
erfitt að ímynda sér síðustu vikur
án Spotify eða Netflix!
Samkomubann reynir á okkur
öll og kemur sérstaklega illa við
okkur sem vinnum við tónleika- og
viðburðahald. Það hefur hins veg-
ar verið magnað að fylgjast með
þeirri sprengju sem orðið hefur í
aðgengi að menningarefni á net-
inu; endalausir heimatónleikar,
zoomtónlistarmyndbönd og jafnvel
galatónleikar með heimsfrægum
stórsöngvurum. Daginn sem New
York-fílharmónían aflýsti því sem
eftir var af starfsári sínu var opn-
aður vefurinn NY Phil Plays On
(https://nyphil.org/playson) þar
sem hægt er að nálgast 500
klukkustundir af tónlistarefni
hljómsveitarinnar. Berlinar-
fílharmónían hefur líka boðið upp
á frían aðgang að sínum heims-
fræga rafræna tónleikasal
(https://www.digitalconcert-
hall.com/en/home).
Það er af nógu að taka og verð-
ur spennandi að sjá hvort hér séu
falin, eins og oft vill vera í krísum,
ný tækifæri. Tækifæri til að ná til
nýrra áheyrenda, þróa framsetn-
ingu tónleika og auka aðgengi.
Þannig hefur verið áhugavert að
fylgjast með viðtökum #Canada-
Performs sem er samstarfsverk-
efni Kanadíska menningarhússins
(Canada’s National Arts Centre)
þar sem undirrituð starfar, og
FacebookCanada. Þar sækja tón-
listarmenn um að koma fram og fá
greitt fyrir. Þeir halda 45-60 mín-
útna tónleika heima í stofu í beinu
streymi á facebooksíðu NAC
(https://nac-cna.ca/en/canadaper-
forms). Verkefnið átti fyrst að
standa yfir í nokkrar vikur en hef-
ur verið framlengt um óákveðinn
tíma enda fengið fádæma viðtökur
3,6 milljóna manna.
Á #CanadaPerforms má líka
finna listamannaspjall Alexanders
Shelleys hljómsveitarstjóra, þar
sem hann ræðir um lífið og listina
við tónlistarmenn á borð við kan-
adíska fiðluleikarann James Ehnes
og venesúelska píanóleikarann
Gabrielu Montero (www.you-
tube.com/
watch?v=xqQu2vHn4RI).
Fyrir mér er það þó flutningur
Benedikts Kristjánssonar og fé-
laga á Jóhannesarpassíunni eftir
Bach sem fram fór í Tómasarkirkj-
unni í Leipzig á föstudaginn langa
sem stendur upp úr (www.you-
tube.com/watch?v=2Zwy1Gi4ob4).
Benedikt er að sönnu kominn í hóp
fremstu tónlistarmanna og skipar
sér þar á bekk með fleiri Íslend-
ingum, þökk sé íslenskri tónlistar-
menntun og menningu.
Að lokum langar mig að mæla
með vef National Theatre of Eng-
land. Fyrir aðdáendur Benedicts
Cumberbatch má nálgast á vefnum
næstu tvær vikur magnaða sýn-
ingu á Frankenstein í leikstjórn
Dannys Boyles. Ekki missa af því!
(www.nationaltheatre.org.uk/nt-
at-home?queueittoken og
www.youtube.com/
watch?v=tl8jxNrtceQ).
Mælt með í kófinu
Ljósmynd/National Theatre Live
Frankenstein Benedict Cumberbatch sem skrímslið og Jonny Lee Miller í
hlutverki vísindamannsins Victors Frankensteins í útsendingu NT Live.
Aukið menning-
arefni á netinu
Morgunblaðið/Einar Falur
Flinkur Víkingur Heiðar Ólafsson.
Arna Kristín
Einarsdóttir
Magnaður Benedikt Kristjánsson ásamt félögum í Tómasarkirkju í Leipzig
á föstudaginn langa þar sem þau fluttu Jóhannesarpassíuna eftir J.S. Bach.
Einar Falur Ingólfsson
efi@mbl.is
Í samkomubanni undanfarinna vikna
var söfnum landsins lokað. Þau hafa
flest verið opnuð að nýju, eða verða
opnuð um næstu helgi, með þeim
samkomutakmörkunum sem gilda.
Ástandið hefur vitaskuld haft mikil
áhrif á sýningahald listasafna, sem
ýmist framlengja sýningar sem
höfðu verið opnaðar, og jafnvel fresta
eða hætta við aðrar. Þá hefur fjar-
vera erlendra ferðamanna áhrif á
rekstur allra, því þeir hafa verið stór
hluti gestahópsins undanfarin ár.
Ólöf K. Sigurðardóttir, safnstjóri
Listasafns Reykjavíkur, segir að í
Hafnarhúsinu og á Kjarvalsstöðum
verði sýningar framlengdar, enda
hafi þær verið lokaðar í sex vikur og
standi fyllilega undir því að vera að-
gengilegar lengur. „Listahátíðar-
sýningin okkar „The Great Exhibi-
tion“ með verkum eftir listamanna-
tvíeykið Gilbert og George verður
opnuð 6. ágúst og vonandi verður þá
andrúmsloftið orðið léttara og við
getum fagnað þessari viðamiklu sýn-
ingu á veglegan hátt,“ segir Ólöf.
„Við ætlum að vera nær upphaf-
legum áætlunum á Kjarvalsstöðum,
hýsa lokasýningu BA-nema í mynd-
list og síðan í lok júní opnum við
spennandi sýningu um raunsæi í ís-
lensku málverki eftir 1970. Í Ás-
mundarsafni verða ekki breytingar
og við opnum nýja sýningu á
fæðingardegi Ásmundar 20. maí.“
Ólöf bætir við að vissulega hafi
dagskrá ársins raskast talsvert. „Við
erum að verða fyrir gríðarlegu tekju-
tapi og það er nokkur óvissa um
áform ársins.“
Enn er ekki staðfest hvort verði af
sýningu verðlaunaverksins frá Fen-
eyjatvíæringnum í fyrra, hins lithá-
íska Sun & Sea sem stendur til að
sýna í porti Hafnarhússins. Síðar á
árinu stendur til að sýna þar gjörn-
ing Libiu Castro & Ólafs Ólafssonar,
„Í leit að töfrum“.
Verk Gustafson sýnd til hausts
Harpa Þórsdóttir, safnstjóri Lista-
safns Íslands, gleðst yfir því að hafa
getað opnað safnið að nýju og segir
næstu vikur verða mjög spennandi
og margt áhugavert að sjá. Ókeypis
aðgangur er að safninu út helgina.
Sýningin „Solastalgia“ verður
framlag safnsins til Listahátíðar og
opnuð í lok júní. Það er viðamikil inn-
setning í gagnvirkum veruleika þar
sem gestum býðst að kanna jörðina
eftir endalok mannkyns.
Í sal 2 var opnuð á mánudag fram-
kvæmdin Fjársjóður þjóðar – Fyrir
opnum tjöldum. Þar geta gestir
fylgst með starfsfólki vinna með og
huga að hinum verðmæta safnkosti,
en aðeins lítill hluti safneignarinnar,
sem telur um 13.500 verk, er alla
jafna aðgengilegur.
Sýning sænska vatnslitamálarans
Mats Gustafson á efri hæðinni hefur
verið framlengd og stendur út ágúst.
Þar er líka vinsæl innsetning Katr-
ínar Sigurðardóttur, High Plain. Þá
er opið alla daga í Listasafni Sigur-
jóns Ólafssonar og Ásgrímssafni.
Þrjár framlengdar á Akureyri
Í Listasafninu á Akureyri hafa
þrjár sýningar verið framlengdar.
Sköpun bernskunnar 2020 til 10. maí;
sýningin Línur til 17. maí og sýningin
Elín Pjét. Bjarnason, Handanbirta /
Andansbirta til 24. maí. Áfram mun
verða hægt í sumar að njóta sýning-
anna Faðmar, sem er verk Hrafn-
hildar Arnardóttur / Shoplifter, sýn-
ingar Eiríks Arnar Magnússonar,
Turnar, og sýningar á verkum úr
safneign. Fimm nýjar sýningar verða
opnaðar 6. júní.
Ný til heiðurs Vigdísi
Aðgangur verður ókeypis að Þjóð-
minjasafni Íslands til 18. maí. Þar
eru fimm sérsýningar sem munu
standa til hausts: ný sérsýning til
heiðurs Vigdísi Finnbogadóttur for-
seta, í Bogasal er Saga úr jörðu –
Hofsstaðir í Mývatnssveit, í Mynda-
sal Í Ljósmálinu með verkum áhuga-
ljósmyndarans Gunnars Péturs-
sonar, á Veggnum sýning Jessicu
Auer, Horft til norðurs, og þá er í
safninu sýningin Kirkjur Íslands –
leitin að klaustrunum.
Í Safnahúsinu á Hverfisgötu er
grunnsýningin vinsæla Sjónarhorn –
ferðalag um íslenskan myndheim op-
in og eins eru tvær sérsýningar uppi
til loka maímánaðar, Óravíddir –
orðaforðinn í nýju ljósi og Ganý-
medes eftir Bertel Thorvaldsen.
Sýningar í Marshall-húsinu verða
opnaðar á nýju á laugardag.
Morgunblaðið/Eggert
Ferðalag „Að utan“, sýning með verkum eftir Jóhannes S. Kjarval á Kjar-
valsstöðum, er ein sýninganna í söfnum sem hægt er að njóta að nýju.
Sýningar framlengdar
Söfn landsins hafa flest verið opnuð eftir samkomubann
Dagskrá hefur breyst og verið lengt í mörgum sýningum