Morgunblaðið - 09.05.2020, Qupperneq 1
Viljum komastupprétt í mark
Nýtt tísku-merki
Þórólfur Guðnasoeinföldu
10. MAÍ 2020SUNNUDAGUR
Ótrúlegt safn mynda
Áslaug Magnús-dóttir kynntinýja fatalínuundir merkinuKötlu meðpompi ogprakt. 18 Órofin bræðraböndBubbi og Tolli hafa fylgst að í lífinu í gegnum súrt og
sætt. Afar fallegt samband ríkir á milli þeirra. 14
Fjórða kynslóðin er farin að leita
í síðustu kvikmyndaleiguna
á höfuðborgarsvæðinu. 12
L A U G A R D A G U R 9. M A Í 2 0 2 0
Stofnað 1913 109. tölublað 108. árgangur
HEKLA · Laugavegi 170 · Sími 590 5000 · Hekla.is/kjarakaup
KJARAKAUP
Takmarkað
magn!Byrjaðu sumarið á nýjum bíl!
Fyrstur kemur
fyrstur fær!
SIGRÍÐUR BJÓ
YFIR ÓBILANDI
BARÁTTUKRAFTI
KAFLASKIL
Í SÖGU
ÍSLANDS
80 ÁR FRÁ HERNÁMINU 20DAGLEGT LÍFF 16
Baldur Arnarson
baldur@mbl.is
Fulltrúar ungverska lággjaldaflug-
félagsins Wizz Air hafa undanfarið
skoðað möguleika á flugi til Banda-
ríkjanna með við-
komu á Íslandi.
Félagið hefur
nýverið hafið flug
milli Bandaríkj-
anna og Evrópu.
Tilgangurinn var
að sækja strand-
aða farþega í
Bandaríkjunum,
eftir að kórónuveirufaraldurinn
braust út, en vélarnar millilentu í
Keflavík til að taka eldsneyti. Hafa
fulltrúar félagsins gefið til kynna að
ferðirnar eigi eftir að verða fleiri.
Upphaflega stóð til að annað flug-
félag færi þessi flugferðir en sú áætl-
un breyttist.
Þekkja vel til Íslands
Samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins hafa fulltrúar ungverskra
stjórnvalda vakið athygli á þessum
ferðum í samtölum við Íslendinga.
Fulltrúar Wizz Air þekkja íslensku
flugfélögin vel. Viðræður stóðu yfir
milli eigenda félagsins og WOW air
en þeim var slitið snemma árs 2019.
WOW air fór svo í þrot 28. mars sama
ár. Nú, rúmu ári síðar, eru fulltrúar
Icelandair að endurskipuleggja félag-
ið. Sama má segja um flugfélagið
Norwegian. Norwegian flýgur beint
yfir hafið en Wizz Air skoðar að milli-
lenda á Íslandi eða annars staðar.
Skoða flug
með viðkomu
á Íslandi
Wizz Air flýgur
milli Evrópu og
Bandaríkjanna
Í annað sinn síðan 17. mars kallar
framkvæmdastjórn Evrópusam-
bandsins eftir því að ríki sambands-
ins framlengi bann við „ónauðsyn-
legum“ ferðalögum um einn
mánuð. Núna til 15. júní.
Markmið Evrópusambandsins er
að koma aftur á frjálsu flæði fólks
innan Schengen-svæðisins áður en
sameiginleg landamæri svæðisins
eru opnuð út á við. Slíku flæði verð-
ur þó ekki komið á fyrr en það er
talið öruggt. »23
Fyrst frjálst flæði
innan Schengen
Kringlukast hófst í vikunni og virðast versl-
unarglaðir Íslendingar hafa tekið vel við sér við
tilboðin sem Kringlukasti fylgja og fréttir af til-
slökunum samkomubanns ef marka má þann
fjölda bíla sem hvíldi sig á planinu við versl-
unarmiðstöðina í gær. Þegar samkomubann
hófst lýstu verslunareigendur og forsvarsmenn
Kringlunnar áhyggjum af samdrætti en gestum
fækkaði um 30-45% eftir að það tók gildi.
Morgunblaðið/Eggert
Bíll við bíl á planinu við Kringluna
Ragnhildur Þrastardóttir
ragnhildur@mbl.is
Til greina kemur að Vinnumálastofn-
un krefji fyrirtæki sem ekki eru í
rekstrarvanda en hafa samt sótt um
hlutabætur fyrir starfsfólk sitt um að
endurgreiða Vinnumálastofnun bæt-
urnar. Þetta segir Unnur Sverrisdótt-
ir, forstjóri Vinnumálastofnunar.
Dæmi eru um að stöndug fyrirtæki,
til dæmis Össur, Skeljungur, Festi og
Hagar, hafi nýtt sér hlutabótaleiðina
þó hún sé einungis ætluð fyrirtækjum
í rekstrarvanda.
Eftir fréttaflutning af því hafa
Skeljungur og Hagar ákveðið að end-
urgreiða hlutabæturnar og Festi
ákveðið að hætta að nýta sér hluta-
bótaleiðina.
Unnur segir að í ljósi umræðunnar
um málið verði nánari skoðun Vinnu-
málastofnunar á þeim fyrirtækjum
sem hafa nýtt sér hlutabótaleiðina
flýtt en hingað til hefur Vinnumála-
stofnun ekki haft tök á að kanna hvort
þau fyrirtæki sem sótt hafa um séu í
rekstrarvanda. Því hefur stofnunin
almennt greitt bæturnar út til þeirra
fyrirtækja sem sótt hafa um án þess
að kanna hver staða þeirra sé.
„Það stóð til að gera þetta þegar
rykið væri aðeins sest en við flýtum
því í ljósi umræðunnar. Við erum ekki
að falla á tíma,“ segir Unnur og bætir
því við að strax í næstu viku muni
Vinnumálastofnun ráðast í þessa út-
tekt.
„Það hefur í raun ekki gefist tími til
að ganga úr skugga um það að fyrir-
tækin séu raunverulega í rekstrar-
vanda.“
Gera má ráð fyrir því að heildar-
atvinnuleysi verði nálægt 18% í apríl
en það er rúmu prósenti hærra en
spáð var í upphafi apríl, samkvæmt
nýju minnisblaði Vinnumálastofnun-
ar. Í lok aprílmánaðar var heildar-
fjöldi þeirra sem voru í þjónustu
Vinnumálastofnunar vegna atvinnu-
leysistrygginga um 52.500.
Í sama minnisblaði segir að erfitt
sé að spá um þróun atvinnuleysis í
maí. Gert er ráð fyrir því að fjölmarg-
ir muni afskrá sig úr hlutabótaleiðinni
en töluverður fjöldi nýskráninga
muni berast vegna almenna bótakerf-
isins.
Flýta úttekt vegna bóta
Verða mögulega krafin um endurgreiðslu Búast við fleirum í almenna kerfið
M„Það eru alltaf einhverjir… »2