Morgunblaðið - 09.05.2020, Page 2
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Fornleifarannsókn á Stjórnarráðs-
reitnum hófst á ný 1. apríl. Vala
Garðarsdóttir fornleifafræðingur,
sem stjórnar rannsókninni, sagði
stefnt að því að nýta sumarið og
vinna að uppgreftrinum til loka
ágúst. „Svæðið er um 1.300 fer-
metrar og við erum búin með um
það bil 500 fermetra,“ sagði Vala.
Til þessa hafa verið rannsakaðar
minjar frá 18., 19. og byrjun 20.
aldar. Sjö vinna að rannsókninni á
vettvangi og einn starfsmaður er í
skráningu og gagnaöflun.
Eins og sjá má á myndinni er
komið í ljós mannvirki frá fyrri
tíð. Vala sagði að þarna væri um
að ræða drenlögn, þ.e. frárennsli
fyrir jarðvatn, sem er hlaðin úr
grjóti og lítur út eins og lágur
veggur. Undir er skurður. Drenið
nær frá Hverfisgötu, utan við
þetta svæði, og alveg að Stjórn-
arráðshúsinu. Svo er önnur alveg
eins lögn nær Bankastræti.
„Það er til mynd af þessu dreni
frá 1905. Steyptur grunnur sem
sést einnig á myndinni er af húsi
sem var reist 1904. Það var byggt
við það 1915 og húsið rifið 1967.
Það þjónaði sem geymsluhús og
íveruhús seinna meir,“ sagði Vala.
Stjórnarráðshúsið var reist á
árunum 1765-1770 og hefur lík-
lega verið reist ofan á eldri mann-
virkjum, að sögn Völu. „Við erum
ekki komin það langt niður en
vonandi kemur það í ljós í byrjun
júní hvort svo er,“ sagði Vala.
Hún sagði að þarna undir gætu
leynst eldri leifar frá 14.-15. öld
eða þar um bil. Eftir er að sjá
hvort eldri minjarnar hafa verið
fjarlægðar eða skildar eftir.
„Eins og oft er um Reykjavík þá
eru engar heimildir, hvorki frá
miðöldum né fyrr. Nú er orðið ljóst
að Reykjavík var stærra landnám
en áður var talið. Það hefur fundist
töluvert mikið af minjum í Kvos-
inni, við Lækinn, á Alþingis-
reitnum og Landsímareitnum.
Maður er viðbúinn öllu,“ sagði
Vala.
Er viðbúin öllu í uppgreftrinum
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Stjórnarráðsreitur Fornleifarannsókn stendur nú yfir við Stjórnarráðshúsið og þar verður unnið til loka sumarsins. Mannvirki hafa komið þarna í ljós.
Áfram grafið
upp við Stjórnar-
ráðshúsið
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. MAÍ 2020
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Vinnumálastofnun vinnur nú að því
að fá þá sem þiggja hlutabætur en
eru ekki gjaldgengir í hlutabótakerf-
ið lengur til að afskrá sig, að sögn
Unnar Sverrisdóttur, forstjóra
Vinnumálastofnunar.
„Ég er að vona að það muni skila
heilmiklum árangri,“ segir Unnur en
Vinnumálastofnun gerir ráð fyrir all-
miklum afskráningum úr hlutabóta-
leiðinni eða breytingum á bótahlut-
falli til minnkunar. Á sama tíma má
búast við töluverðum fjölda nýskrán-
inga í almenna bótakerfið.
Unnur segir fyrirséð að skilyrði til
hlutabóta verði hert í nýju frumvarpi
ríkisstjórnarinnar vegna hlutabóta
en stöndug fyrirtæki hafa nýtt sér
hana þrátt fyrir að hún sé ætluð
þeim sem eru í rekstrarvanda.
„Mér finnst þessi leið hafa virkað
mjög vel. Það eru alltaf einhverjir
svartir sauðir í mörgu fé en 6.700
fyrirtæki hafa nýtt sér hlutabótaleið-
ina,“ segir Unnur.
Vinnumálastofnun telur sig hvorki
hafa heimild til að afhenda né birta
lista yfir þau fyrirtæki sem gert hafa
samkomulag við starfsmenn sína um
minnkað starfshlutfall.
Stúdentar hafa um tíma krafist
þess að þeir fái rétt til atvinnuleys-
isbóta eins og flestir aðrir þjóð-
félagshópar. Í tilkynningu sem
Landssamtök íslenskra stúdenta
sendu frá sér í gær kemur fram að
gera megi ráð fyrir því að um 7.000
stúdentar hafi enga atvinnu í sumar.
Tillaga um að stúdentar fái bætur í
sumar var felld á Alþingi á fimmtu-
dag. ragnhildur@mbl.is
„Það eru alltaf einhverjir
svartir sauðir í mörgu fé“
Skilyrði til hlutabóta verða hert Stúdentar krefjast bóta
Morgunblaðið/Eggert
Bót 36.000 hafa sótt um hlutabætur.
Aron Þórður Albertsson
aronthordur@mbl.is
„Við höfum orðið vör við umtals-
verða fjölgun umsókna, en þó ekki
eins mikla og við mátti búast sé
horft til talna frá Vinnumálastofnun.
Það er fjöldi á hlutabótaleiðinni auk
þess sem margir starfa nú á upp-
sagnarfresti sem ekki klárast fyrr
en í haust,“ segir Katrín S. Óladótt-
ir, framkvæmdastjóri ráðninga- og
ráðgjafarfyrirtækisins Hagvangs.
Vísar hún í máli sínu til ástandsins
sem skapast hefur á vinnumarkaði
sökum áhrifa og útbreiðslu kórónu-
veirunnar hér á landi.
Nú þiggja nær 60 þúsund manns
atvinnuleysisbæt-
ur frá Vinnu-
málastofnun, í
formi hlutabóta
eða fullra bóta.
Viðlíka ástand
hefur aldrei áður
raungerst á ís-
lenskum vinnu-
markaði, en vonir
eru þó bundnar
við að hápunkti
hafi verið náð. Að sögn Katrínar hef-
ur ástandið orðið til þess að einstak-
lingar í atvinnuleit eru nú opnari
fyrir fleiri störfum. „Stærsta breyt-
ingin er kannski sú að fólk er dug-
legt að sækja um og þegar störf eru
auglýst berst alveg ótrúlegur fjöldi
umsókna. Fólk er þess utan talsvert
opnara fyrir því að skoða störf á nýj-
um vettvangi. Einstaklingar hafa
kannski verið að leita sér að
ákveðnu starfi en eru nú að átta sig
á því að þeir geta ekki endilega leyft
sér að einskorða leitina við ákveðið
svið,“ segir Katrín.
Hvetur fólk til að halda rútínu
Aðspurð segir hún afar mikilvægt
að fólk hugi sem fyrst að atvinnuleit.
Leitin geti tekið tíma og því sé best
að byrja strax. „Við erum að segja
fólki að kanna þessi mál fyrr en síð-
ar. Það eru miklu fleiri að sækja um
hvert laust starf þannig að þetta
getur tekið tíma,“ segir Katrín og
bætir við að óvissuástand síðustu
mánaða hafi orðið til þess margir
hafi verið skildir eftir milli steins og
sleggju. Fyrirtækjum hafi verið lok-
að sem jafnframt olli því að fjöldi
starfsmanna bíður nú eftir því að fá
upplýsingar um hvort opnað verði
að nýju. „Þetta er óvissuástand sem
ekki er ljóst hversu lengi varir eða
hversu margir starfsmenn munu
halda vinnunni. Fólk hefur því verið
í þeim sporum að bíða og sjá hvað
gerist,“ segir Katrín.
Spurð hvort ekki sé mikilvægt að
einstaklingar komist sem fyrst í rút-
ínu og fasta vinnu kveður Katrín já
við. Þó sé einnig hægt að nýta tím-
ann til að auka við þekkingu og
koma þannig öflugri að nýju inn á
vinnumarkaðinn. „Við hvetjum fólk
til að vera opið fyrir öllu og hafa í
huga að atvinnuleit getur tekið tíma.
Það skiptir hins vegar máli að gefast
ekki upp og halda áfram því það er
alltaf möguleiki á að tækifæri opn-
ist. Þetta getur farið illa með and-
legu hliðina þannig að það er best
fyrir fólk að sýna virkni og reyna að
halda dagskrá í stað þess að bíða,“
segir Katrín sem kveðst horfa björt-
um augum til framtíðar. „Ef þetta
heldur áfram að ganga svona vel að
ná utan um veiruna þá vonar maður
að við komumst fyrr af stað,“ segir
Katrín.
Gríðarleg ásókn í auglýst störf
Katrín S.
Óladóttir
Byrja verður atvinnuleit sem fyrst Hvetur fólk til að vera opið fyrir sem flestum möguleikum