Morgunblaðið - 09.05.2020, Page 9
FRÉTTIR 9Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. MAÍ 2020
Yfirlit yfir afkomu ársins 2019
2019 2018
Efnahagsreikningur (í milljónum kr.) A deild V deild B deild Samtals Samtals
Eignarhlutir í félögum og sjóðum 58.159 10.836 3.951 72.946 53.234
Skuldabréf 129.166 24.066 10.135 163.367 152.239
Bundnar bankainnstæður 3.383 630 0 4.013 7.137
Kröfur 1.065 198 238 1.501 1.402
Óefnislegar eignir 122 23 0 145 150
Varanlegir rekstrarfjármunir 119 22 0 141 142
Handbært fé 5.405 1.007 972 7.384 2.692
Skuldir -222 -41 -131 -394 -610
Hrein eign til greiðslu lífeyris 197.197 36.741 15.165 249.103 216.386
Breyting á hreinni eign (í milljónum kr.)
Iðgjöld 11.072 3.233 2.117 16.422 14.547
Lífeyrir -3.501 -303 -2.817 -6.621 -5.671
Hreinar fjárfestingatekjur 18.494 3.369 1.577 23.440 12.905
Rekstrarkostnaður -354 -60 -110 -524 -512
Aðrar tekjur 0 0 0 0 6
Breyting á hreinni eign til greiðslu lífeyris 25.711 6.239 767 32.717 21.275
Hrein eign frá fyrra ári 171.484 30.503 14.399 216.386 190.559
Sameining við lífeyrissjóð starfsmanna Kópavogsbæjar/ER 0 0 0 0 4.552
Hrein eign til greiðslu lífeyris 197.195 36.742 15.166 249.103 216.386
Kennitölur
Nafnávöxtun 10,3% 10,3% 10,4% 10,4% 6,2%
Hrein raunávöxtun 7,5% 7,5% 7,6% 7,5% 2,9%
Raunávöxtun (5 ára meðaltal) 4,8% 4,8% 4,1% 4,8% 4,2%
Raunávöxtun (10 ára meðaltal) 4,2% 4,2% 4,2% 3,6%
Hrein eign umfram heildarskuldbindingar -14.071 -1.876 -11.695
Virkir sjóðfélagar 13.772 4.589 186 18.548 17.692
Fjöldi lífeyrisþega 4.846 1.243 1.773 7.862 7.136
Hrein eign umfram áfallnar skuldbindingar 15,6% 1,2%
Hrein eign umfram heildarskuldbindingar -4,1% 1,2%
Sigtúni 42 I 105 Reykjavík I sími 540 0700 I lifbru@lifbru.is
Ársfundur 2020
B
ir
t
m
e
ð
fy
ri
rv
a
ra
u
m
p
re
n
tv
ill
u
r.
Ársfundur Brúar lífeyrissjóðs starfsmanna sveitarfélaga
verður haldinn mánudaginn 25. maí kl. 16.30 á Grand Hótel Reykjavík, Sigtúni 38.
Allir sjóðfélagar, fulltrúar launagreiðenda og viðkomandi
stéttarfélaga eiga rétt til fundarsetu á ársfundinum.
Sjóðfélagar eru hvattir til að mæta á fundinn en óskað
er eftir að þeir tilkynni mætingu til sjóðsins á netfangið
lifbru@lifbru.is eða í síma 540 0700.
Reykjavík 30. apríl 2020
Stjórn Brúar lífeyrissjóðs starfsmanna sveitarfélaga
Dagskrá
1. Skýrsla stjórnar
2. Ársreikningur 2019
3. Tryggingafræðileg athugun
4. Fjárfestingastefna sjóðsins kynnt
5. Tilnefning stjórnarmanna og varamanna
6. Kynning á breytingum samþykkta sjóðsins
7. Önnur mál
Allar fjárhæðir í milljónum króna
Á árinu 2019 greiddu að meðaltali 18.547 sjóðfélagar iðgjöld til sjóðsins og námu heildariðgjöld ársins 16.422 m.kr. með
aukaframlagi launagreiðenda. Að meðaltali fengu 7.862 einstaklingar greiddan lífeyri frá sjóðnum og nam hann 6.621 m.kr.
Í stjórn sjóðsins eru: Benedikt Þór Valsson, formaður stjórnar, Garðar Hilmarsson, varaformaður,
Auður Kjartansdóttir, Halldóra Káradóttir, Sonja Ýr Þorbergsdóttir og Þorkell Heiðarsson.
Framkvæmdastjóri er Gerður Guðjónsdóttir.
Sveitarstjórn Dalabyggðar vill í
ályktun að Vegagerðin hefjist
handa í sumar um að leggja klæðn-
ingu eða slitlag á svonefndan Klofn-
ingsveg. Verði framkvæmdin til-
raunaverkefni á landsvísu við að
leggja bundið slitlag á malarvegi
með sem minnstum hönnunarkostn-
aði. Klofningsvegur er lengsti sam-
felldi tengivegurinn í Dölum; 93
kílómetra leið um Fellsströnd og
Skarðsströnd sem liggur úr
Hvammssveit, um Klofning og í
Saurbæinn.
Dalamenn segja að leið þessi hafi
um langt árabil verið svelt um fjár-
muni til viðhalds. Þó sé vegurinn
nauðsynleg samgönguæð í Dala-
byggð og bundið slitlagið geti orðið
vítamínsprauta fyrir eflingu byggð-
ar á Fellsströnd og Skarðsströnd.
Nýverið var leiðin svo skilgreind
sem hluti af Vestfjarðaleið, nýrri
ferðaleið um Dali, Vestfirði og
Strandir sem verið er að markaðs-
setja. Dalabyggð sé eins með til
skoðunar að flytja Byggðasafn
Dalamanna á Staðarfell, sem stend-
ur við veginn á Fellsströnd. Allt
geri þetta samgöngubætur á svæð-
inu þarfar.
Klofnings-
vegurinn
verði klæddur
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Fellsströnd Enn malarvegur en
heimamenn vilja úrbætur.
Landsréttardómararnir Hervör
Þorvaldsdóttir og Aðalsteinn E.
Jónasson voru á mánudag úrskurð-
uð vanhæf í tveimur málum. Þetta
kemur fram í úrskurði Hæsta-
réttar. Verður viðkomandi málum
því vísað á ný til lögfræðilegar
meðferðar, en í báðum tilvikum eru
dómarnir taldir ómerkir.
Snúa málin bæði að lánasamningi
milli Landsbankans og Hydra ehf.,
sem síðar fékk heitið Eignarhalds-
félagið City S.A. ehf. Lánasamning-
urinn var tilkominn vegna uppgjörs
á sjálfskuldarábyrgð tveggja ein-
staklinga. Höfðu umræddir ein-
staklingar því tekið lán vegna upp-
gjörs á fyrstnefnda láninu.
Fyrstnefnda lánið var að upphæð
80 milljónir króna og var veitt í
sterlingspundum. Í kjölfarið var
lánið samþykkt af 25 sjálfskuldar-
ábyrgðaraðilum og var ábyrgð
þeirra hlutfallsleg. Umrædd mál
snúa að ábyrgð tveggja framan-
greindra aðila, Einars Dagbjarts-
sonar og Sigmars Júlíusar Eðvarðs-
sonar. Í málunum var m.a. deilt um
hvort upphaflega lánið hefði verið í
erlendum gjaldmiðlum eða í ís-
lenskum krónum með ólögmætri
gengistryggingu. Í héraðsdómi var
niðurstaðan sú að víkja ætti síðari
lánssamningnum til hliðar. Dómi
héraðsdóms var þó snúið í Lands-
rétti og var þar vísað til dóma-
fordæma Hæstaréttar. Nú er hins
vegar ljóst að framangreindir dóm-
arar voru vanhæfir og því er dóm-
urinn ómerkur. Málinu hefur því
verið vísað til löglegrar meðferðar
að nýju.
Vanhæfir í tveimur málum
Morgunblaðið/Hanna
Landsréttur Dómarar við Landsrétt voru taldir vanhæfir í tveimur málum.
Tveir dómar taldir ómerkir vegna vanhæfis sömu dómara
Sumarstörfum í
Kópavogi verður
fjölgað úr 425 í
750 í sumar eða
um tæplega 76%
miðað við í fyrra.
Bæjarstjórn
Kópavogs sam-
þykkti fyrr í vor
aðgerðir til að
bregðast við af-
leiðingum farald-
ursins og er fjölgun sumarstarfa
hluti af þeim aðgerðum.
Allir sem uppfylla skilyrði um
ráðningu fá starf hjá Kópavogsbæ.
Verður tekið mið af fyrirhuguðum
stuðningi Vinnumálastofnunar í
skipulagningu sumarstarfa en stofn-
unin stýrir átaki stjórnvalda um
tímabundna fjölgun starfa fyrir
námsmenn. Sumarstarfsmenn, eldri
en 18 ára, koma flestir til starfa í
byrjun júní og verður þeim tryggð
vinna í að minnsta kosti sex vikur.
76% fleiri
sumarstörf
í Kópavogi
Það er gott að
búa í Kópavogi.