Morgunblaðið - 09.05.2020, Side 18

Morgunblaðið - 09.05.2020, Side 18
18 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. MAÍ 2020 BAKSVIÐ Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is Nýr vefur, ferdalandid.is, sem á að hjálpa Íslendingum að finna áhuga- verða áfangastaði og afþreyingu innanlands í sumar, er kominn í loftið. Verkefnið er unnið af ný- sköpunarfyrirtækinu Getlocal, og er notkun vefjarins öllum að kostnaðarlausu, bæði þeim ferða- þjónustufyrirtækjum sem þar kynna þjónustu sína sem og al- mennum notendum. Allar bókanir og greiðslur fara beint og milliliða- laust til fyrirtækjanna án aðkomu þriðja aðila. Hugmynd kviknaði í mars Einar Þór Gústafsson, einn stofnenda Getlocal, segir í samtali við Morgunblaðið að hugmyndin hafi kviknað stuttu áður en stjórn- völd kynntu til sögunnar ferða- ávísun fyrir ferðir innanlands í lok mars. „Við sáum fljótt í hvað stefndi og fengum þá hugmynd að búa til vef sem væri eingöngu fyrir Ísland og Íslendinga. Jafnframt ákváðum við að vefurinn yrði ekki gerður í hagnaðarsjónarmiði. Í staðinn gætu ferðaþjónustufyrir- tæki sem kynntu þjónustu sína frítt á vefnum lækkað hjá sér verð- ið á móti og hvatt þannig fólk enn frekar til ferðalaga innanlands,“ segir Einar Þór í samtali við Morgunblaðið. Einar Þór segist hafa byrjað að tala við nokkur fyrirtæki sem Get- local hafði verið að vinna með áður, og viðbrögð voru mjög góð að hans sögn. „Það kom fljótlega í ljós að tugir fyrirtækja vildu vera með. Þessi mikli áhugi og stuðningur hefur hvatt okkur áfram.“ Fyrst hét verkefnið „Heima er best“ en breyttist svo að sögn Ein- ars Þórs yfir í Ferðalandið. „Vefur- inn fór í loftið um páskana en nán- ast daglega bætast við ný fyrirtæki á vefinn og úrval ferða og afþrey- ingar sem í boði eru eykst hratt.“ Fjölbreyttir valkostir Þegar vefurinn er skoðaður kem- ur á óvart hve fjölbreytta og áhugaverða afþreyingu og ferðir er hægt að finna á Íslandi. „Fólk áttar sig almennt ekki á því hvað það er mikið af upplifunum í boði um land allt. Sem dæmi má nefna kajak- ferðir í Ísafjarðardjúpi og Stykkis- hólmi, hundasleðaferðir við Mývatn og fjórhjólaferðir í Reynisfjöru.“ Einar Þór bætir við að mögulega sé eftir töluverðu að slægjast fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki í sumar. „Samkvæmt rannsóknar- sviði Ferðamálastofu eyddu Íslend- ingar tæpum 200 milljörðum króna á ferðalögum erlendis í fyrra. Það eru 60% þess sem erlendir ferða- menn eyddu hér á landi á sama tíma.“ Einar Þór ítrekar að verkefnið sé hugsað sem átaksverkefni. „Við erum ekki að fara í samkeppni við ferðaskrifstofur. Hugsunin er sú að við verðum með upplýsingar fyrir fólk á Íslandi á íslensku. Þegar al- heimsfaraldurinn er genginn yfir getur vel verið að vefurinn hafi engan tilgang lengur og honum verði lokað. En það kemur í ljós síðar.“ Tekur tíma að matreiða Á Íslandi eru hundruð fyrirtækja í ferðaþjónustu, hvort sem það eru upplifunarfyrirtæki, gistihús, hótel eða annað. Yfir 100 fyrirtæki hafa nú þegar sótt um að komast inn á ferdalandid.is að sögn Einars Þórs. „Nokkur fjöldi fyrirtækja er þegar kominn inn á vefinn. Það tekur smá tíma að matreiða upplýsing- arnar til birtingar á vefnum en ég hef bent á að núna sé ef til vill besti tíminn fyrir fyrirtækin að vinna svona vinnu.“ Ferdalandid.is er byggt á vef- sölukerfi Getlocal, en nú þegar eru fyrirtæki í yfir tuttugu löndum að nota kerfið til að selja ferðir og af- þreyingu á eigin vefjum. Kerfið er sérstaklega hannað með ferðaþjón- ustuna í huga og mörg af stærstu ferðaþjónustufyrirtækjum Íslands nota kerfið í dag. Getlocal-kerfið tengist síðan beint við miðlæg birgðastöðukerfi eins og Bókun. „Það skiptir gríðarlega miklu máli fyrir fyrirtæki í ferðaþjónustu að vera með góðan vef fyrir eigin sölu á netinu. Þannig eru fyrirtækin ekki eins bundin sölu í gegnum milliliði, sem taka oft tugi prósenta í þóknun. Getlocal-kerfið hefur ver- ið í þróun í tæp fimm ár og hefur þá sérstöðu að það er nánast eng- inn stofnkostnaður og hægt er að setja nýjan vef í loftið á mjög skömmum tíma. Dæmi eru um að viðskiptavinir hér á landi hafi séð hátt í tvöföldun á sölu í gegnum eigin vef eftir að hafa tekið kerfið í notkun,“ segir Einar Þór og bendir á í lokin að hægt sé að prófa Get- local-kerfið ókeypis með því að sækja um á vefsíðunni getlocal- .com. Kynna ferðir innanlands  Þjónusta sem er ókeypis fyrir ferðaþjónustuaðila og almenning  100 umsækjendur nú þegar  Segja að nú sé góður tími til að huga að kynningarefni  Fimm ára gamalt kerfi tekur flugið Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Teymi Starfsmenn Getlocal: Standandi eru Sigmundur Halldórsson, Egill Erlendsson, Fannar Snær Harðarson og Sam Daniels. Sitjandi eru Emil Emilsson, Einar Þór Gústafsson og Finnur Magnússon. Ævintýri Á Ferðalandið.is er hægt er að kaupa klukkutíma langa buggy- ferð við Esjurætur, með leiðsögn, hjá fyrirtækinu Buggy Adventures. Ferðaþjónusta » Kerfið er sérstaklega hann- að með ferðaþjónustuna í huga. » Ferðalandið.is verður starf- rækt a.m.k. þar til kórónu- faraldurinn er genginn yfir. » Íslendingar eyddu tæpum 200 milljörðum króna á ferða- lögum erlendis í fyrra. Eltak sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum Bjóðum MESTA úrval á Íslandi af smáum og stórum vogum Gunnlaugur Snær Ólafsson gso@mbl.is Makríllinn sem veiðist við Íslands- strendur hefur verið erfiður til úr- vinnslu sökum þess að á þeim árs- tíma sem hann er að finna hér við land er makríllinn mjög viðkvæmur og þránar auðveldlega. Með breytt- um aðferðum er hægt að auka virðis- aukningu hér á landi, segir Hildur Inga Sveinsdóttir. Hún varði dokt- orsritgerð sína í matvælafræði í síð- ustu viku. „Ég lagði áherslu á mögu- leika á flakavinnslu með tilliti til geymsluþols, breytileika í vöðvanum og áhrifum þess og hvort hægt væri að framleiða roðlaus flök,“ segir Hildur Inga um rannsóknina. Hún segir makrílinn hafa verið að vissu leyti erfitt viðfangsefni vinnslna hér á landi. „Það þarf að meðhöndla hann öðruvísi en fisk sem er veiddur á öðrum tíma árs. […] Það þarf einhverja pökkunar- lausn með þráavarnarefni sem getur veitt þann stöðugleika og geymslu- þol sem markaðurinn gerir kröfu um.“ Breyta þurfi regluverki Hildur Inga segir að prófaðar hafi verið umbúðir sem takmarki að- gengi súrefnis og að það hafi gefið góða raun í að lengja geymsluþol. „Einnig prófuðum við þráavarnaefni […] og þetta var að gefa okkur mikla aukningu í geymsluþoli og náðum við geymsluþoli upp í allt að 15 mán- uði við mínus 25 gráður á laus- frystum flökum. Þetta veitir iðn- aðinum tækifæri til þess að skoða þessa nýju möguleika í vinnslu.“ Hún segir eina vandamálið við að hefja hagnýtingu niðurstaðna verk- efnisins vera að reglugerðir Evrópu- sambandsins heimili ekki notkun þráavarnaefnisins sem gaf bestu niðurstöðuna í makrílvinnslu. „En það er notað í karfavinnslu og kjöt- vinnslu vegna þess að það hefur ákveðna eiginleika til þess að við- halda lit, sem hefur verið eftirsótt í þeirri vinnslu. […] Það er kannski framhaldið af þessari rannsókn að við þurfum að koma því á framfæri við viðeigandi aðila að mögulega endurskoða [regluverkið].“ Meiri verðmæti Það getur skipt verulegu máli fyr- ir Íslendinga að geta lengt geymslu- þol makríls og þar með auka getu sjávarútvegsins til þess að vinna og flytja út flakaðann makríl sem veiðist á Íslandsmiðum, að sögn Hildar Ingu. „Flökun hefur verið að aukast og ég vona að það haldi áfram því að sú virðisaukning sem á sér stað við flakavinnslu tengist ekki bara því að hærra verð fæst fyrir flökin heldur líka að við fáum þá allt þetta hliðarhráefni inn í vinnslu hér á landi.“ Verkefnið var unnið í samstarfi milli Háskóla Íslands, Matís, Síldar- vinnslunnar og Ísfélags Vestmanna- eyja. Það var styrkt af Tækni- þróunarsjóði Rannís, AVS og Norræna Iðnþróunarsjóðnum. Virðisauki makríls háður geymsluþoli  Rannsókn sýnir að hægt sé að selja verðmætari afurð í auknum mæli Morgunblaðið/Árni Sæberg Hagnýting Ónýtt tækifæri eru í makrílvinnslu, að sögn Hildar Ingu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.