Morgunblaðið - 09.05.2020, Qupperneq 20
20 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. MAÍ 2020
SVIÐSLJÓS
Guðmundur Magnússon
gudmundur@mbl.is
Á morgun, sunnudaginn 10. maí, eru
80 ár liðin frá því að Ísland var her-
numið af Bretum. Seinni heimsstyrj-
öldin var þá hafin og tilgangur her-
námsins var að koma í veg fyrir að
Þjóðverjar næðu landinu á sitt vald
og kæmu hér upp bækistöðvum fyrir
flota sinn og flugher. Þeir höfðu þá
hertekið Danmörku og Noreg og
fleiri lönd og beindu sjónum hingað
norður. Óhætt er að segja að allur
þorri landsmanna hafi fagnað því að
það voru breskar hersveitir en ekki
þýskar sem stigu á land í Reykjavík
og dreifðu sér síðan um landið. Síðar
um sumarið komu á þriðja þúsund
kanadískir hermenn hingað til að
styrkja breska herliðið. Þegar mest
var 1941 voru hér um 28 þúsund
breskir hermenn. Það ár var gerður
herverndarsamningur á milli Íslands
og Bandaríkjanna og leystu banda-
rískir hermenn smám saman næstu
misserin hina bresku af hólmi að
miklu leyti. Þegar mest var sumarið
1943 voru samtals um 50 þúsund
breskir og bandarískir hermenn hér.
Voru um 80% þeirra suðvestanlands.
Íslendingar voru aðeins um 120 þús-
und um þær mundir og þar af voru
Reykvíkingar um 40 þúsund.
Markar kaflaskil
Hernámið hafði gífurleg áhrif á allt
þjóðlíf og efnahagslíf á Íslandi og
markar kaflaskil í sögu Íslands á síð-
ari tímum. Íslendingar höfðu búið við
kreppu og talsvert atvinnuleysi nær
allan fjórða áratuginn, en í kjölfar
hernámsins fengu allar vinnufúsar
hendur verk að vinna og kjör launa-
fólks gerbreyttust til batnaðar. Her-
setunni fylgdu miklar framkvæmdir
og margvísleg viðskipti her-
mannanna við Íslendinga. Mestu
skiptu þó samningar sem tókust við
Breta og Bandaríkjamenn um utan-
ríkisverslunina, en þeir tryggðu að
allar útflutningsvörur landsmanna
seldust. Landsmenn höfðu nóg að
bíta og brenna öll styrjaldarárin og
bjuggu við kjör sem styrjaldarþjóð-
irnar í Evrópu gátu ekki látið sig
dreyma um.
Friðþór Eydal, sem rannsakað hef-
ur umsvif erlendu herliðanna hér á
landi og skrifað um það bækur, segir
að viðbúnaður Breta og Bandaríkj-
anna hér hafi miðast við að hefta sigl-
ingar þýskra herskipa og kafbáta og
verja skipaleiðir á Atlantshafi. Varn-
irnar hafi fyrst og fremst miðast við
svæði þar sem voru hafnir eða að-
staða til flugvallagerðar og starf-
rækslu sjóflugvéla með vegarteng-
ingu við aðra landshluta svo sem á
Suðvesturlandi, við Húnaflóa, Eyja-
fjörð og á Austurlandi.
Viðbúnaðurinn var mestur á höfuð-
borgarsvæðinu en Reykjavíkurhöfn
var lykillinn að liðs- og birgðaflutn-
ingum til landsins. Bretar lögðu flug-
velli í Kaldaðarnesi og í Reykjavík en
Bandaríkjamenn reistu stóra flug-
bækistöð við Keflavík og lék hún
stórt hlutverk í loftflutningum þeirra
til Bretlands. Eftirlitsskip og fylgd-
arskip skipalesta höfðu aðstöðu í
Hvalfirði og áðu einnig í Seyðisfirði.
Hvalfjörður lék stórt hlutverk í sigl-
ingum skipalesta með hergögn og
birgðir frá Bretlandi og Bandaríkj-
unum til sovéskra hafna á Kólaskaga
og við Hvítahaf þegar mest á reið á
árunum 1941 og 1942.
Minjar frá stríðsárunum
Friðþór segir að herliðin hafi flutt
ógrynni tækja og búnaðar til Íslands,
t.d. rúmlega 4 þúsund bifreiðar og
önnur farartæki auk fjölda flugvéla.
Reistar voru um 12 þúsund bragga-
byggingar ásamt um eitt þúsund
smærri stein- og timburhúsum í rúm-
lega 300 íbúðahverfum. Friðþór segir
að um þrjú þúsund farartæki hafi
verið flutt aftur úr landi ásamt marg-
víslegum búnaði. Árið 1944 hafi sam-
ist við stjórnir Bretlands og Banda-
ríkjanna um að íslenska ríkið
annaðist kaup og endursölu á öllum
fasteignum og búnaði sem ekki yrði
fjarlægður til þess að tryggja inn-
heimtu lögboðinna aðflutningsgjalda.
Hafi ríkissjóður fengið eignirnar á
vægu verði en jafnframt tekið yfir
skuldbindingar gagnvart landeig-
endum. Hafi Sölunefnd setuliðseigna
verið sett á fót til að annast verkið
ásamt því að bæta skemmdir á land-
eignum fyrir ágóða af endursölu til
landsmanna. Hann segir að í all-
mörgum tilvikum hafi landeigendur
fengið greitt fyrir að sjá sjálfir um
landlögun en sumir heykst á því og
séu það nánast einu staðirnir þar sem
mannvirki eða minjar standi eftir frá
hersetunni fyrir utan flugvellina í
Reykjavík og í Keflavík og olíu- og
hvalstöðina í Hvalfirði sem voru
áfram í notkun.
Að sögn Friðþórs varð hermönn-
unum alls ekki eins vel ágengt í sam-
skiptum við íslenskar stúlkur og oft
er látið í veðri vaka. „Ástandið“ svo-
nefnda hafi í raun ekki verið neitt frá-
brugðið því sem jafnan gerist á stöð-
um þangað sem ungir vermenn
hópast eða í síldarplássum, þótt fjöldi
aðkomumanna næði óþekktum hæð-
um á stríðsárunum. Hann segir að
langflestir hermannanna hafi ekki átt
neinn „séns“ í stúlkurnar sem flestar
hafi ekki virt þá vilits. Bandaríkjaher
hafi þegar á leið lagt bann við gift-
ingum liðsmanna sinna. Ákvörðunin
hafi ekki verið einskorðuð við Ísland
og byggst á því að stjórnvöld vildu
forðast að þurfa að annast fram-
færslu fjölskyldna sem stofnað væri
til með óvissa framtíð og e.t.v. í ein-
manaleik fjarri heimahögum.
Íslendingar voru ekki beinir þátt-
takendur í hernaðinum en bækistöðv-
ar bandamanna og aðstaða í landinu
áttu þátt í að flýta fyrir sigri í styrj-
öldinni. Landsmenn veittu mikil-
vægan stuðning, t.d. með sölu mat-
væla og annarra framleiðsluvara sem
kom Bretum afar vel.
Ekki varhluta af ógnunum
Þótt styrjöldin færði þjóðinni auð-
sæld og umbætur fór hún ekki var-
hluta af ógnum hennar. Alls fórst að
sögn Friðþórs 151 Íslendingur af
hernaðarvöldum svo fullvíst sé talið
og skjótur efnahagsuppgangur og
herseta höfðu langvarandi þjóðfélags-
umrót í för með sér. Bandamenn
misstu alls nærri 900 manns hér við
land og í stríðslok hvíldu 510 erlendir
hermenn og sjómenn í íslenskri mold.
Þar af voru rúmlega 200 Bandaríkja-
menn en líkamsleifar þeirra voru síð-
ar fluttar til heimalandsins.
Friðþór segir að allmikið sé til af
lýsingum á viðhorfi hermannanna til
landkosta eða ókosta og dvölinni í
landinu almennt, en fremur
lítið um viðhorf til landsmanna.
Þetta stafi einfaldlega af því að
sárafáir kynntust í raun eða áttu náin
samskipti við landsmenn.
„Nú gerir fólk sér vart grein fyrir
hversu tungumálakunnáttan var lítil
og erfiðlega gekk að eiga gagnleg
samtöl þannig að fólk kynntist högum
hvert annars í raun. Flest viðhorfin á
báða bóga eru því byggð á því sem
fólk sá úr fjarlægð, og upplifði í ein-
hverjum tilvikum, en ekki síst á sögu-
sögnum og getgátum sem gengu
manna á milli í fásinninu enda frétta-
flutningi strangar skorður settar.
Þeir sem kynntust í raun sínum lík-
um, t.d. liðsforingjar eða mennta-
menn, báru hverjir öðrum jafnan vel
söguna og sama er að segja um þá
sem áttu í viðskiptum eða bjuggu í
návígi,“ segir Friðþór.
Hernámið gerbreytti þjóðlífinu
80 ár liðin frá því að Ísland var hernumið af Bretum Bandaríkjamenn leystu þá síðar af hólmi
Allt að 28 þúsund breskir hermenn þegar mest var 1941 og um 50 þúsund samtals sumarið 1943
Ljósmynd/Svavar Hjaltested. Birt með leyfi Erlu Hjaltested.
Hernámið Sögufræg mynd frá hernámsdeginum 10. maí 1940. Alvopnaðir breskir hermenn hafa komið sér fyrir við Herkastalann í Kirkjustræti. Umhverf-
is þá eru nokkrir forvitnir Íslendingar. Ólafur Guðmundsson heitir sé sem er lengst til vinstri og Brynjólfur Árnason lögfræðingur er til hægri við hann.
Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon
Stríðsárin Vopnaðir hermenn vakta umferð við Þingvallaveginn.
Þótt Íslendingar væru ekki beinir
þátttakendur í seinni heimsstyrj-
öldinni sigldu íslenskir sjómenn um
átakasvæði á farskipum sem fluttu
vörur til landsins og fiskiskipum
með afla til sölu á mörkuðum í
Bretlandi. Þjóðverjar litu svo á að
þessar siglingar væru í þágu óvin-
arins og gerðu allt sem þeir gátu til
að stöðva þær og granda skip-
unum. Friðþór Eydal segir að alls
hafi um 410 íslenskir sjómenn og
farþegar látist af almennum slys-
förum eða hernaðarvöldum á styrj-
aldarárunum sex auk fjögurra sem
urðu fyrir banaskotum hermanna
eða sprengjubrotum. Hann segir að
svo virðist sem sú heildartala hafi
snemma ranglega verið höfð til
marks um fórnir Íslendinga í sam-
anburði við aðrar þjóðir. Til sam-
anburðar við þá 260 sjómenn og
farþega sem ekki fórust af hern-
aðarvöldum, svo víst sé talið, hafi
samkvæmt gögnum Slysavarna-
félagsins að meðaltali um 200 ís-
lenskir sjómenn farist á þremur sex
ára tímabilum á áratugnum fyrir
stríð. Að teknu tilliti til mjög auk-
innar sóknar og ástands skipa-
stólsins á stríðsárunum telur Frið-
þór að álykta megi að hlutfallslegur
mannskaði af öllum orsökum á sjó
hafi í reynd verið lítið tíðari á styrj-
aldarárunum en áratugina þar á
undan.
Álíka og á friðartímum
MANNSKAÐI ÍSLENDINGA Á STYRJALDARÁRUNUM