Morgunblaðið - 09.05.2020, Side 21
FRÉTTIR 21Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. MAÍ 2020
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Vísindamenn nota öskulag sem varð
til við Heklugos fyrir nær 27 þúsund
árum til viðmiðunar við rannsókn á
skyndilegum loftslagsbreytingum
sem urðu á norðurhveli jarðar á síð-
ustu ísöld. Öskulagið finnst bæði í ís-
kjörnum úr Grænlandsjökli og set-
lögum á hafsbotninum suðvestur af
Íslandi. Þetta kemur fram í grein
eftir Sunnivu Rutledal, við Háskól-
ann í Bergen, á vefnum geoforskn-
ing.no. Hún er að rannsaka loftslag á
norðurslóðum á síðustu ísöld.
Í greininni kemur m.a. fram að
loftslagskerfið sé flókið og háð sam-
spili margra þátta. Vandi vísinda-
manna sé að skilja þetta samspil og
það geti hjálpað að rannsaka lofts-
lagsbreytingar í fortíðinni. Mikil-
vægur liður í því er að finna fastan
viðmiðunarpunkt í loftslagssögunni
sem hægt er að ganga út frá.
Eldgos hafa orðið á Íslandi um
milljóna ára skeið og spúð ösku upp í
loftið sem oft hefur dreifst yfir mjög
stór svæði. Öskulög finnast enn þar
sem hún féll. Þar mynda öskulögin
það sem kalla má loftslagsdagbækur
eins og í setlögum á hafsbotni, botni
stöðuvatna og djúpt í iðrum stórra
jökla eins og Grænlandsjökuls.
Hitasveiflur á ísöld
Hópur loftslagsvísindamanna fór í
rannsóknarleiðangra sumurin 2015
og 2016 til að safna sýnum úr setlög-
um á hafsbotninum sunnan og aust-
an við Grænland, frá Grænlands-
sundi í norðri og suður í
Labradorhaf. Setlagasýnin átti að
nota til að rannsaka snöggar lofts-
lagsbreytingar sem merki sáust um í
ísborakjörnum úr Grænlandsjökli.
Ískjarnarnir benda til þess að á
síðustu ísöld, fyrir u.þ.b 25-40 þús-
und árum, kunni lofthiti á Grænlandi
að hafa hækkað um 10-15°C á
skömmum tíma, jafnvel ekki nema
tveimur áratugum. Þessar hitasveifl-
ur eru kenndar við Dansgaard-
Oeschger (D/O sveifla).
Hliðstæðar loftslagsbreytingar
Í grein Rutledal segir að ef til vill
séu D/O sveiflurnar eina þekkta hlið-
stæðan við loftslagsbreytingar á
norðurslóðum í dag. Þess vegna geti
þekking á D/O sveiflunum verið mik-
ilvæg til að skilja afleiðingar lofts-
lagsbreytinga sem nú eru að verða á
þessum slóðum. Rannsóknir á
tengslum breytinga á ástandi hafsins
annars vegar og Grænlandsjökuls
hins vegar kalla eftir því að fundinn
verði sameiginlegur snertipunktur
þessara náttúrufyrirbæra sem bæði
geyma upplýsingar um loftslag fyrri
tíma. Þar gegnir eldfjallaaska lykil-
hlutverki. Hún féll um leið bæði á
jökulinn og í hafið. Fram kemur í
greininni að ekki sé aðeins hægt að
greina frá hvaða eldfjalli askan kom
heldur oft úr hvaða eldgosi, því ask-
an beri eins konar fingrafar eldfjalls-
ins.
Í þessari rannsókn leituðu vísinda-
mennirnir að öskulagi sem myndað-
ist fyrir nærri 27 þúsund árum við
Heklugos. Aska úr gosinu hafði
fundist í setlögum á hafsbotni austan
við Ísland, í borkjarna úr Græn-
landsjökli en ekki fyrr en nú með
fullri vissu í setlögum hafsbotnsins
suðvestur af Íslandi. Þar fannst
öskulag sem var 5 mm þykkt og korn
öskunnar voru 25-80 míkrómetra
stór. Efnagreining staðfesti uppruna
öskunnar úr Heklu.
Rutledal segir að nú sé hægt að
rannsaka áhrif loftslagsbreytinga á
stóru svæði í hafi og á landi og skera
úr um hvort hafið breytist á undan
lofthjúpnum eða hvort breytingarn-
ar verða samtímis.
Hekluaska og loftslagsrannsókn
Vísindamenn nota 27.000 ára öskulag í jökulís og setlögum á hafsbotni til tímaviðmiðunar Hita-
sveiflur á ísöld eru taldar geta gefið vísbendingar um möguleg áhrif loftslagsbreytinga á okkar tímum
Morgunblaðið/RAX
Hekla Aska sem barst frá þessu þekkta eldfjalli Íslands fyrir um 27 þúsund árum myndaði öskulag. Það hefur bæði
fundist í ískjörnum úr Grænlandsjökli og setlögum á hafsbotni. Hægt er að tímasetja þróunina út frá öskulaginu.
Sigfús J.
Johnsen
(1940-2013),
eðlis- og
jöklafræð-
ingur, var
einn af
frum-
kvöðlum ís-
kjarnaborana
á Græn-
landsjökli. Hann greiddi mörg-
um íslenskum vísindamönnum
leið til þátttöku í borverkefn-
inu og í rannsóknum á sögu
veðurfars og eldgosa og eig-
inleikum jökulíss, að því er
sagði í fréttabréfi Jöklarann-
sóknafélagsins 2010. Það ár
var haldin alþjóðleg ráðstefna
Sigfúsi til heiðurs í Háskóla
Íslands (HÍ). Hann var heims-
þekktur vísindamaður á sínu
sviði og hlaut fjölda við-
urkenninga fyrir störf sín.
Sigfús hóf ísrannsóknir sín-
ar í samvinnu við Willi
Dansgaard prófessor. Ís-
kjarnaverkefnið á Grænlands-
jökli gerði kleift að rekja veð-
urfarssögu norðurslóða um
100 þúsund ár aftur í tímann.
Þá kom m.a. í ljós að fimb-
ulvetur ísaldar var rofinn af
um 25 mildari skeiðum, þ.e.
D/O sveiflum.
Sagan lesin
úr ískjörnum
FRUMKVÖÐULL
Sigfús J. Johnsen
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Hrönn og Bylgja Hafþórsdætur, tví-
burasysturnar á bókasafninu á
Siglufirði, eru líkar bæði í sjón og
raun. Svipurinn er sá sami og eins
smekkur þeirra fyrir bókum, en báð-
ar hafa þær verið lestrarhestar al-
veg síðan í æsku. Ungar drukku þær
í sig hinar vinsælu ævintýrabækur
Enid Blyton og af íslensku efni voru
Öddubækur Jennu og Hreiðars Stef-
ánssonar og sögur Ármanns Kr.
Einarssonar í uppáhaldi. Á ung-
lingsárum fóru systurnar svo að lesa
skáldverk, ævisögur og svo mætti
áfram telja; bækur í öllum sínum
fjölbreytileika eru þverskurður af
veröld sem breytist hratt.
Bókasafnið í Fjallabyggð er á
tveimur stöðum; á Siglufirði og
Ólafsfirði en þessir tveir kaupstaðir
voru sameinaðir í eitt sveitarfélag
fyrir mörgum árum. Í hvorum bæ
um sig eru þjónustustofnanir sem
þarf svo að samfélagið virki og víst
er að bækur, andi og sögur eru leið
til að lifa af.
Vinna vel saman
„Ég get með sanni sagt að við
systur séum aldar upp hér á safninu
á Siglufirði,“ segir Hrönn. „Bóka-
verðirnir sem hér störfuðu fyrr á tíð,
þeir Gísli Sigurðsson og Óli Blöndal,
voru okkur ákaflega góðir. Völdu og
fundu til bækur sem þeir vissu að
okkur hæfðu. Þetta jók líka áhugann
og við hurfum bókstaflega inn í
spennandi heim bóka og ævintýra.“
Hrönn er fædd 1964, en fluttist
suður liðlega tvítug. Nam bóka-
safnsfræði og starfaði sem slík í
Hafnarfirði um langt árabil. Langaði
þó alltaf norður og þegar starf for-
stöðumanns bókasafnanna í Fjalla-
byggð var auglýst árið 2014 sótti
Hrönn um og fékk. Þegar svo vant-
aði safnvörð til afgreiðslustarfa
þremur árum síðar sótti systir henn-
ar Bylgja um og var ráðin.
„Við systur vinnum ákaflega vel
saman. Við erum alætur á bók-
menntir sem er nauðsynlegt í starf-
inu hér. Gestir safnsins spyrja
margs og vilja umsagnir okkar og
álit á hinum og þessum bókum og
hvort vert sé að lesa þær. Samskipti
við fólkið eru einn af skemmtileg-
ustu þáttunum í þessu starfi,“ segir
Bylgja.
Bókabær sveipaður
ævintýraljóma
Í nýafstöðnu samkomubanni var
bókasafnið á Siglufirði lokað, enda
þótt systurnar mættu til starfa alla
daga. Nýttist tíminn vel í pappírs-
vinnu, tiltektir og að strjúka sótt-
hreinsivökva yfir hverja einustu bók
og allar hillur. Gestir máttu svo aft-
ur mæta á safnið sl. mánudag og var
þá mikið að gera á safninu.
„Gestir voru glaðir í bragði; marg-
ir höfðu tekið stóran bunka af bók-
um fyrir samkomubannið og skiluðu
aftur nú. Það er gott að lífið sé aftur
að komast í rútínu,“ segir Bylgja.
Í margra vitund er Siglufjörður
bær sveipaður ævintýraljóma.
Margir höfundar hafa, hver með sín-
um stíl og hætti, skráð sögu stað-
arins og þar eru síldarárin, ástir og
auður áberandi þema. Hin hliðin á
þeim peningi er svo vitnisburður um
vonbrigði og að margt í henni veröld
fer öðruvísi en ætlað er.
Siglufjörður er líka sögusvið ým-
issa skáldverka í seinni tíð, svo sem í
spennusögum Ragnars Jónassonar,
Snjóblinda og Náttblinda. Siglu-
fjörður er í bakgrunni í Sextíu kíló af
sólskini eftir Hallgrím Helgason.
Þar heitir bærinn reyndar Segul-
fjörður, en engum dylst hvað við er
átt. Þá voru spennuþættirnir Ófærð,
sem sýndir voru á RÚV fyrir nokkr-
um misserum, að stórum hluta tekn-
ir upp á Siglufirði.
„Já, bókmenntir hafa mikið að-
dráttarafl á ferðafólk. Bækur Ragn-
ars Jónassonar hafa verið gefnar út í
mörgum löndum og oft kemur hing-
að á bókasafnið fólk langt að, jafnvel
frá Ástralíu, til þess að kynna sér
sögusviðið. Við höfum því látið útbúa
kort með helstu kennileitum úr sög-
um Ragnars og vísum fólki veginn.
Munum gera slíkt hið sama varðandi
Ófærð svo Íslendingarnir, sem
væntanlega flykkjast hingað í sum-
ar, geti fundið hvar einstaka mynd-
skeið í þeim þáttum voru tekin,“ seg-
ir Hrönn. Hún getur ennfremur
Siglufjarðarþátta Egils Helgasonar
sem sýndir voru í sjónvarpi í vetur
við miklar vinsældir. Vænta megi að
þættirnir hafi vakið áhuga fólks sem
komi norður í sumar til þess að
kynna sér staðinn. Megi þá ganga að
mörgu vísu á upplýsingamiðstöð
ferðamanna í bænum, sem er á sama
stað og bókasafnið.
Hjarta og sál bæjarins
„Við erum hér í miðjunni á Siglu-
firði, undir sama þaki og bæjarskrif-
stofurnar við Gránugötu alveg í
hjarta bæjarins. Raunar má segja að
bókasafnið sé að sumu leyti hjarta
og sál bæjarins. Hingað koma marg-
ir, ekki bara til að ná sér í bækur
heldur líka til að líta í blöðin, hitta
fólk og spjalla. Á heimleið úr leik-
skólanum koma foreldrar með börn-
in sín oft hér við – og þá er leik-
hornið hér vinsæll staður,“ segir
Hrönn að síðustu.
Við hurfum inn í heim bókanna
Tvíburasysturnar Hrönn og Bylgja
sjá um bókasafnið á Siglufirði Fjöl-
breytileiki veraldar Ferðafólkið
mætir á slóðir Náttblindu og Ófærðar
Ljósmynd/Björn Valdimarsson
Bókakonur Bylgja safnstjóri til vinstri og Hrönn Bergþórsdætur líta í gögn á bókasafninu á Siglufirði.