Morgunblaðið - 09.05.2020, Blaðsíða 23
FRÉTTIR 23Erlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. MAÍ 2020
Hamraborg 12
200 Kópavogur
416 0500
www.eignaborg.is
ÁRANGUR
Í SÖLU
FASTEIGNA
Gullsmári 10, 201 Kópavogur
Opið hús þriðjudaginn 12. maí kl. 17.00–17.30
Verð 42,5 m.
Stærð 89 m2
Upplýsingar veita Óskar Bergsson lgfs í síma 893 2499, oskar@eignaborg.is
og Vilhjálmur Einarsson lgfs í síma 864 1190, villi@eignaborg.is
Góð þriggja herbergja íbúð á 4. hæð í lyftuhúsi. Tvö svefnherbergi, yfirbyggðar svalir og þvottaherbergi innan
íbúðar. Íbúðin snýr í suðvestur. Forstofa er með ljósum flísum og skápum. Dökkt
parket á gólfum. Rúmgóð svefnherbergi með góðu skápaplássi. Flísalagt baðherbergi
með sturtuskilrúmi í baðkari og hvítri inréttingu. Sérþvottaherbergi og geymsla í
sameign. Eldhúsið er í opnu rými og innréttingin úr ljósum hlyn.
Stefán Gunnar Sveinsson
sgs@mbl.is
Evrópudómstóllinn lýsti því yfir í
gær að hann einn hefði lögsögu yfir
evrópska seðlabankanum. Hafnaði
dómstóllinn þar með alfarið niður-
stöðu þýska stjórnlagadómstólsins,
þar sem bæði bankinn og Evrópu-
dómstóllinn voru gagnrýndir fyrir
afstöðu sína gagnvart skuldabréfa-
kaupum bankans.
Í tilkynningu dómstólsins sagði
meðal annars að til þess að hægt
væri að tryggja að lög Evrópusam-
bandsins væru alls staðar túlkuð á
sama hátt hefði dómstóllinn einn
„lögsögu til að skera úr um að að-
gerð stofnunar ESB sé í trássi við
lög sambandsins“.
Þá sagði að skoðanamunur milli
dómstóla hvers og eins aðildarríkis
um lögmæti slíkra gjörða myndi
vera líklegur til að setja hina laga-
legu skipan sambandsins úr skorð-
um og draga úr réttaröryggi.
Úrskurður stjórnlagadómstólsins
á þriðjudaginn var sérstaklega
harðorður í garð Evrópudómstóls-
ins, sem að sögn þýsku dómaranna
hafði farið fram úr lagalegum heim-
ildum sínum þegar hann fjallaði um
mál seðlabankans, og hefði í raun
gerst „afgreiðslustofnun“ fyrir
bankann.
Þá áréttaði stjórnlagadómstóllinn
þá afstöðu sína að aðildarríki sam-
bandsins væru „ábyrg fyrir sáttmál-
um þess“, og að Evrópusambandið
væri ekki sambandsríki.
Stjórnlagadómstóllinn gaf Seðla-
banka Evrópu þrjá mánuði til þess
að réttlæta stórtæk kaup sín á ríkis-
skuldabréfum vegna kórónuveiru-
faraldursins, ellegar yrði þýska
seðlabankanum meinað að taka
frekari þátt í magnbundinni íhlutun
á vegum evrópska seðlabankans.
Ólíklegt er hins vegar talið að evr-
ópski bankinn vilji svara þýska dóm-
stólnum beint, heldur muni þýski
seðlabankinn fá það hlutverk, ef úr-
skurður stjórnlagadómstólsins
stendur óhaggaður.
Munu aðrir ganga á lagið?
Embættismenn innan Evrópu-
sambandsins, sem hafa tjáð sig við
AFP-fréttastofuna, hafa lýst því yfir
að þeir telji niðurstöðu þýska stjórn-
lagadómstólsins bjóða hættunni
heim, og hvetji önnur ríki sem lent
hafi upp á kant við Evrópudómstól-
inn til þess að ganga á lagið.
Er þar einkum horft til Póllands
og Ungverjalands, en stjórnvöld í
ríkjunum tveimur hafa gripið til
meintra umbóta á réttarfari sínu,
sem Evrópusambandið hefur litið á
sem aðför að sjálfstæði dómstól-
anna þar. Sebastian Kaleta, aðstoð-
ardómsmálaráðherra Póllands,
fagnaði í vikunni niðurstöðu þýska
stjórnlagadómstólsins á twitter-
síðu sinni, og sagði Þjóðverja hafa
varið fullveldi sitt.
Lýsti hann því einnig yfir að Pól-
verjar myndu gera slíkt hið sama
og setja stjórnarskrá Póllands ofar
túlkun Evrópudómstólsins.
Hafnar niðurstöðu stjórnlagadómsins
Evrópudómstóllinn segir að hann geti einn haft lögsögu yfir stofnunum Evrópusambandsins
Skoski höfuðsmaðurinn Andy Reid lék í gær á
sekkjapípur sínar við hina hvítu kletta Dover á
meðan tvær Spitfire-vélar flugu hjá.
Var þeirra merku tímamóta minnst víða um
Evrópu, þrátt fyrir að kórónuveirufaraldurinn
hefði sett nokkurt strik í hátíðahöldin.
Gjörningnum var ætlað að minnast þess að í
gær voru liðin 75 ár frá skilyrðislausri uppgjöf
Þjóðverja í síðari heimsstyrjöld.
AFP
75 ár liðin
frá uppgjöf
Þjóðverja
Donald Trump
Bandaríkja-
forseti hafnaði í
gær öllum ásök-
unum um að
Bandaríkin
hefðu staðið að
meintri „innrás“
kólumbískra
skæruliða í
Venesúela, þrátt
fyrir að tveir
Bandaríkjamenn hefðu verið hand-
teknir í kjölfarið.
Sagði Trump að ef hann léti til
skarar skríða þyrfti enginn að
velkjast í vafa um að Bandaríkin
hefðu gert innrás. „Ef ég vildi fara
inn í Venesúela myndi ég ekki fara í
neinn feluleik,“ sagði Trump við
Fox-fréttastöðina.
„Ég myndi fara inn og þeir
myndu ekki gera neitt, þeir myndu
gefast upp. Ég myndi ekki senda
einhvern lítinn hóp. Ó nei, það yrði
kallaður her. Þetta yrði kallað inn-
rás,“ sagði Trump.
Nicolas Maduro, sem nú situr í
stóli forseta í Venesúela, hefur sak-
að Bandaríkjastjórn um samsæri
með Juan Guaido, leiðtoga stjórn-
arandstöðunnar, um að steypa sér
af stóli. 17 manns hafa verið hand-
teknir vegna „innrásarinnar“.
Trump hafnar allri
aðild Bandaríkjanna
Donald Trump
VENESÚELA
Framkvæmdastjórn Evrópusam-
bandsins hvatti í gær aðildarríki
sambandsins til þess að framlengja
ferðabann ríkjanna inn í Schengen-
svæðið um einn mánuð, eða til 15.
júní næstkomandi.
Sagði í tilkynningu framkvæmda-
stjórnarinnar að þrátt fyrir að nú
væri hægt að létta á þeim aðgerðum
sem gripið hefði verið til vegna kór-
ónuveirufaraldursins væri ástandið
enn viðkvæmt, bæði í Evrópu sem
og í heiminum öllum.
Ferðabannið var sett á 17. mars
síðastliðinn og var framlengt um
einn mánuð í apríl. Lokunin nær til
ytri landamæra Evrópusambands-
ins og Schengen-svæðisins, en
ferðalög frá EFTA-ríkjunum fjórum
og Bretlandi eru undanþegin lok-
ununum.
Ylva Johansson, framkvæmda-
stjóri Evrópusambandsins í innan-
ríkismálum, sagði að það þyrfti að
draga úr ferðatakmörkunum á innri
landamærum ríkjanna áður en hægt
væri að opna sameiginleg landa-
mæri þeirra út á við. „Fyrsta tak-
mark okkar er að koma aftur á fót
frjálsri för manna innan Schengen-
svæðisins um leið og ástandið leyf-
ir,“ sagði Johansson.
Vilja framlengja
ferðabann ESB
AFP
Eftirlit Mörg ríki Schengen hafa tekið upp eftirlit á innri landamærunum.