Morgunblaðið - 09.05.2020, Síða 27
UMRÆÐAN 27
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. MAÍ 2020
Sá sem þessar línur ritar hef-ur tvisvar átt þess kost aðtefla í Armeníu, bæði skipt-in í höfuðborginni Jerevan.
Hið fyrra var undir lok Sovéttímans
á minningarmóti um Tigran Petrosj-
an og í síðara skiptið á Ólympíu-
skákmótinu 1996. Þetta rifjaðist sem
snöggvast upp þegar fréttir bárust
af því að sterkasti skákmaður Ar-
mena, Levon Aronjan, tefldi þessa
dagana með úrvalsliði Evrópu í al-
þjóðlegri liðakeppni FIDE á Chess-
.com ásamt landsliði Kína, Rúss-
lands, Bandaríkjanna, Indlands og
heimsliðsins. Tvöföld umferð og
tímamörk eru 25 10.
Aronjan varð fyrir miklu áfalli í
ársbyrjun er hann missti eiginkonu
sína í bílslysi. Þetta er fyrsta skák-
mótið sem hann tekur þátt í um
nokkurt skeið.
Og það rifjaðist líka upp þegar
greinarhöfundur gekk til leiks í
keppni Íslands við Armeníu 2 á téðu
ólympíumóti, að feimnislegt ung-
menni heilsaði mér, en að baki stóð
hópur stoltra ættmenna. Skákinni
lauk með jafntefli og okkar andlegi
leiðtogi, Gunnar Eyjólfsson heitinn,
var hreint ekki ánægður með þau
úrslit. „Helgi, þetta er barn,“ sagði
hann hneykslaður. Ég átti svo sem
ekkert yfir því, en tautaði með sjálf-
um mér að menn ættu nú ekki að
vanmeta Armena; þeir hefðu nú ald-
eilis stofnað fyrstu kristnu deildina
og þar að auki höggvið í klett heila
kirkju. Löngu síðar rakst ég á þessa
viðureign í gagnagrunni og þá kom í
ljós að umrætt barn var enginn ann-
ar en Levon Aronjan.
Á FIDE-mótinu hefur hann hlotið
4 vinninga eftir sex skákir. Þessi
staða kom upp í skák hans við einn
besta Indverjann:
Liðakeppni FIDE á netinu; 3. um-
ferð:
Aronjan – Vidit
Hvítur leikur og vinnur.
Það er útbreiddur misskilningur
að mislitir biskupar tryggi oft jafn-
tefli. Hvítur getur brotið upp stöð-
una með …
47. b4! axb3 48. Bb2!
Lokar á möguleikann b3-b2 og
svarti biskupinn sleppur út.
48. … h5 49. g5! h4 50. a4
Frípeðið tekur á rás og svartur
getur sig h vergi hrært.
50. … Kg8 51. a5 Kh7 52. a6 Bd1
53. Kxd1 d2 54. Dxg7+! Dxg7 55.
Bxg7 Kxg7 56. Kxd2
- og svartur gafst upp.
Tveir fyrrverandi heimsmeistarar
standa á hliðarlínunni; fyrirliði Evr-
ópuliðsins er enginn annar en Garrí
Kasparov og Vladimir Kramnik hef-
ur sömu stöðu hjá liði Indlands. En
Viswanathan Anand er ekki hættur
nýorðinn fimmtugur. Hann bók-
staflega ruslaði Nepo upp í 5. um-
ferð í aðeins 17 leikjum:
Liðakeppni FIDE á netinu; 5. um-
ferð:
Viswanathan Anand – Jan Nepo-
mniachtchi
Grünfelds vörn
1. d4 Rf6 2. c4 g6 3. Rc3 d5 4.
cxd5 Rxd5 5. Bd2 Bg7 6. e4 Rxc3 7.
Bxc3 c5 8. d5 Bxc3 9. bxc3 Dd6 10.
Dd2 O-O 11. f4 e6 12. Rf3 exd5 13.
Bc4!
Skemmtilegt leikbragð í þekktri
stöðu. Hvítur nýtir sér leppunina og
reynir að koma biskupinum í áhrifa-
stöðu á d5.
13. … Be6 14. O-O d4?
Svartur varð að leika 14. .. Rc6.
það er eins og að Nepo hafi ekki átt-
að sig á sleggjunni sem nú kemur…
15. f5!
Vinnur!
15. … Bxc4
Eða 15. .. gxf5 16. Dg5+ Kh8 17.
Df6+ Kg8 18. Rg5! og vinnur, t.d.
18. .. Rd7 19. Dh6! o.s.frv.
16. e5 Dd7 17. f6
- Svartur gafst upp. Það finnst
engin vörn, t.d. 17. .. Kh8 18. Dh6
Hg8 19. Rg5 og mátar.
Eftir sjöttu umferð voru Kínverj-
ar efstir með 11 stig, Evrópuliðið var
með 9 stig í 2. sæti og Bandaríkja-
menn í 3. sæti með 7 stig. Tafl-
mennskan hefst dag hvern kl. 13 að
íslenskum tíma.
Levon Aronjan
snýr aftur
Skák
Helgi Ólafsson
helol@simnet.is
Morgunblaðið/Ómar Óskarsson
Háspenna Aronjan hafði betur gegn Kasparov í hraðskákarhluta Reykja-
vik Rapid á NASA árið 2004.
Sigurður Bjarni Haraldsson
fæddist á Syðra-Rauðamel í
Hnappadalssýslu 9. maí 1930.
Foreldrar hans voru Úlfhild-
ur Hannesdóttir, f. 1897, d.
1982, og Haraldur Lífgjarns-
son, f. 1896, d. 1959, en Sig-
urður ólst upp hjá móðursystur
sinni, Helgu Hannesdóttur, og
eiginmanni hennar, Sigurði
Haraldssyni, í Reykjavík
Sigurður lauk efnaverk-
fræðiprófi frá Háskólanum í
Glasgow árið 1958. Hann starf-
aði hjá Fiskifélagi Íslands í tvö
ár og var framkvæmdastjóri
Ferskfiskeftirlitsins í tíu ár.
Hann vann að undirbúningi
stofnunar Fiskvinnsluskólans,
sem tók inn fyrstu nemendur
sína árið 1970. Sigurður var
skólastjóri þess skóla þar til
hann lét af störfum vegna
heilsubrests árið 1995.
Sigurður var einn af stofn-
félögum Rótarýklúbbs Sel-
tjarnarness og var forseti
klúbbsins 1989-1990. Hann tók
virkan þátt í byggingu Sel-
tjarnarneskirkju ásamt konu
sinni, en hún var fyrsti for-
maður sóknarnefndar kirkj-
unnar.
Eiginkona Sigurðar er Krist-
ín Friðbjarnardóttir, f. 9.4.
1929, búsett á Seltjarnarnesi.
Synir þeirra eru Friðbjörn og
Haraldur Hlynur.
Sigurður lést 13. apríl 2002.
Merkir Íslendingar
Sigurður B.
Haraldsson
Klettagörðum 11 | 104 Reykjavík | Sími 568 2130 | verslun@et.is | Opið mánud.-föstud. kl. 8.00-18.00
Mikið úrval af
KÖSTURUM OG AUKALJÓSUM
fyrir allar gerðir bíla
Eilífur snjór í augu mín
út og suður og vestur
skín,
samur og samur út og
austur,
einstaklingur! vertu nú
hraustur.
Dauðinn er hreinn og
hvítur snjór,
hjartavörðurinn gengur
rór
og stendur sig á blæju breiðri,
býr þar nú undir jörð í heiðri.
Víst er þér, móðir! annt um oss;
aumingja jörð með þungan kross
ber sig það allt í ljósi lita
lífið og dauðann, kulda’ og hita.
Rétt er að taka strax fram að tvö
eiginhandrit eru að ljóði þessu: KG
31 b V og JS 129.
Hér er kvæðið birt eins og best fer
á samkvæmt handritum þessum. Um
þau verður ekki fjallað að þessu
sinni.
Það er ekki annað en satt sem
sagt hefur verið að kvæði Jónasar
eru flest auðskiljanleg en svo bregð-
ur undarlega við með það sem birtist
hér og er eitt af hans síðustu ljóðum
að seilst er langt um hurð til lok-
unnar til útskýringa á því þegar flest
liggur nokkuð ljóst fyrir ef að er gáð.
Vissulega er snjór tákn dauðans
en á einnig við um erfiðleika sem við
er að etja, leiða og bölsýni auk þess
að vera einhver skýrasta táknmynd
kókaíns.
1. erindi. Endurtekningar út og
samur og nokkuð óvænt notkun upp-
hrópunarmerkis og úr takti. Það
sama gildir um upphrópunarmerki
önnur í textanum. Þau kunna þó að
vísa til hugtaka um nokkuð almennt
og hugstætt hlutskipti flestra og þá
jafnvel Íslendinga í Danmörku. Orð-
ið einstaklingur vísar sennilega til
þess að menn skyldu reiða sig á
sjálfa sig, þeir standa einir og sér og
þeim eins gott að sýna hvað í þeim
býr.
Merking: Hvert sem litið er þá
blasa við erfiðleikar sem ekki sér út
úr, engu virðist hafa
verið áorkað af því sem
uppsprettuna dreymdi
um; bölsýni og leiði
virðist grafa um sig við
sífellda endurtekningu
hlutanna þar sem gáski
og gaman er nú að baki
en dagleg rútína tekur
við þar sem allt end-
urtekur sig upp aftur
og aftur.
2. erindi. Dauðinn er
endir þessa alls og þá
fyrst fær hugur og sál
gengið frjáls af þeim fjötrum sem
hún hefur mátt þola svo lengi. Líkið
er lagt á líkklæði (blæju) og hvílir
jörðu undir í grafarhelgi sinni.
3. erindi. Móðir náttúra er ávörpuð
og á það minnt að maðurinn er af
jörðu fæddur og hverfur þangað til
við lok æviskeiðs. Til þess er einnig
vísað að ævin er ósjaldan barátta við
grimm og ill örlög og jörðin að
nokkru guðlegrar náttúru í þessu til-
liti þar sem hún stynur undan slíku
álagi, harmur mannsins er hennar
líka. Þá er vísað til litbrigða allra í
þessu sambandi og það knýtt lífi og
dauða sem og þeirri velgengni sem
varir um stund sem og þegar napur
veruleikinn blasir við.
Þó svo að ég hafi kosið að skýra
kvæðið út án þess að gera ráð fyrir
kókaíni eða neinu slíku enda stenst
það þannig þá er grunur minn sá að
undir liggi vísun til kókaíns enda
notkun embættismanna og annarra á
slíku efni alkunn og nokkuð jöfn
þeirri vitneskju sem menn þykjast
búa yfir varðandi notkun rithöfunda
ósjaldan af amfetamíni til að andinn
kæmi frekar yfir þá og í báðum til-
vikum eru staðfest tilfelli sem ekki
virðist ástæða til að efast um.
Kvæðið Alsnjóa eftir
Jónas Hallgrímsson
Eftir Guðna
Björgólfsson
»… seilst er langt um
hurð til lokunnar til
útskýringa á því þegar
flest liggur nokkuð ljóst
fyrir ef að er gáð.
Guðni Björgólfsson
Höfundur er fyrrverandi skólastjóri
og kennari.