Morgunblaðið - 09.05.2020, Síða 28

Morgunblaðið - 09.05.2020, Síða 28
28 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. MAÍ 2020 VIÐ LEITUM AÐ LISTAVERKUM Áhugasamir geta haft samband í síma 551-0400 ERUM AÐ TAKA Á MÓTI VERKUM Á NÆSTA LISTMUNAUPPBOÐ Rauðarárstígur 14, sími 551 0400 · www.gallerifold.is Þ akkið Drottni, því að hann er góður, mis- kunn hans varir að eilífu.“ Þessa dagana er mikið og einlægt þakklæti í mínum huga. Ég var að eignast mitt fimmta barnabarn, lítinn dreng. Og hann er fallegasti drengur í heimi. Þegar ég tjái fólki þetta, sérstaklega öfum og ömmum, kemur bros og þau segja góðlátlega: „Velkominn í hóp- inn.“ Í annan stað er ég svo þakklátur fyrir hve vel hefur tekist að hemja farsóttina. Ég er þakklátur fyrir stjórnvöld, sem leyfðu sótt- varnalækni og land- lækni undir styrkri forystu ríkislög- reglustjóra að ráða ferðinni. En umfram allt er ég þakklátur fyrir þá mannúð og mannhelgi, sem kemur fram í stefnu þríeykisins. Þeim hefur tekist að marka stefnu sem virðir hið veika og fatlaða til jafns við hið sterka og heilbrigða. Skjaldborg hefur verið reist um þau sem eru veikust fyrir, aldraða og þau sem eru með undirliggjandi sjúkdóma. Það hefur verið aðdáunarvert að fylgjast með heilbrigðisþjónustunni um allt land. Það er svo greinilegt að allir, jafnt stjórnendur sem vaktmenn, hafa einhent sér í verkefnið og hvergi dregið af sér. Fyrir það ber að þakka. Vissulega höfum við ekki enn séð hvernig þjóðfélagið muni fara út úr þessari farsótt. En við höfum þegar séð hvernig hægst hefur á sóttinni. Og mið- að við viðbrögð stjórnvalda og stefnu, þá vonumst við til þess að tjón verði lágmarkað og það takist að halda heimilunum á floti. Í þeim vanda sem við höfum staðið frammi fyrir hafa margir lyft bæn sinni til Guðs. Það hef- ur verið heiður að fá að biðja Guð að blessa og leiða heil- brigðisstarfsfólk og sjúkraflutn- ingamenn í krefjandi og hættu- legum aðstæðum. Við í kirkjunni tókum það alvarlega að vera beðin um að biðja dag hvern. Og það höfum við gert í fjölmörgum söfnuðum um allt land. Í samkomubanni hafa helgistundir og guðsþjónustur verið sendar út á netinu og ánægjulegt hvað áhorf reynist mikið. Ég veit einnig að frá kirkjunum er reglulega hringt í þau sem hafa tekið þátt í kirkju- starfinu til að fylgjast með líðan og heyra hvernig gengur. Það er mikilvæg þjónusta og fyrir það ber að þakka. Ég sé fagrar dyggðir skína víða í kringum mig. Dyggðir eins og visku, þekkingu, hugrekki, staðfestu og miskunnsemi. Það er fagur vitnis- burður. Ég hef einn- ig séð dyggðirnar trú, von og kærleika blómstra. Trúna á góðan Guð, sem leiðir í gegnum erf- iðleika og hættur. Vonina sem sér ljós- ið og sumarið hand- an myrkurs og vetrarkulda. Og kærleika sem svo víða kemur fram í verkum fólks. Ekki endilega því stóra, heldur einnig í því hvernig við komum fram hvert við ann- að, í brosi úr tveggja metra fjarlægð, með því að kinka kolli og bjóða góðan daginn. Fyrir það er ég þakklátur. Við skiljum ekki alltaf af hverju vondir hlutir gerast, en við eigum kærleiksríkan Guð og föður að leita til í bæninni. Með honum berjumst við trúarinnar góðu baráttu fyrir betri og rétt- látari heimi. Megi vers úr sálmi Linu Sandell vera okkur styrkur. Hann, sem er mér allar stundir nærri, á við hverjum vanda svar og ráð, máttur hans er allri hugsun hærri, heilög elska, viska, föðurnáð. Morgundagsins þörf ég þekki eigi, það er nóg, að Drottinn segir mér: Náðin mín skal nægja hverjum degi, nú í dag ég styð og hjálpa þér. (Sandell-Berg – Sigurbjörn Einarsson) Guð blessi Ísland og heiminn allan á komandi vikum og mán- uðum. Kirkjan til fólksins Ljósmynd/Vigdís Pálsdóttir Breiðholtskirkja. Þakklæti Hugvekja Magnús Björn Björnsson Höfundur er prestur í Breiðholts- prestakalli. magnus@breidholtskirkja.is Magnús Björn Björnsson Ég sé fagrar dyggðir skína víða í kringum mig. Dyggðir eins og visku, þekkingu, hug- rekki, staðfestu og miskunn- semi. Síðustu mánuði hef- ur heimsbyggðin ver- ið undir áhrifum lífs- hættulegrar farsóttar. Glíman við hana hef- ur reynt á samfélög og heilbrigðiskerfi og ýmist birt styrk eða afhjúpað veikleika þeirra. Mikið þakkar- efni er hve vel hefur tekist hér á landi að hamla háskanum, enda ráðum hæfustu fag- og vísindamanna ver- ið fylgt og kosta heilbrigðiskerfis notið er gætir að heilsu allra sam- félagsþegna. Fólk hefur kunnað að meta viðbrögðin og sýnt lofsverða samstöðu, tekið tilmælum og gerst virkt í almannavörnum og valið framar öðru að vernda lífið. Sorg- legt er að veikin hafi kostað mannslíf, einnig hér á landi, þótt allt væri reynt til að lækna. En þakkarvert að mun fleirum hefur tekist að bjarga vegna sam- ræmdra aðgerða, hæfni og fórn- fýsi hjúkrunarliðs. Vart er hægt að ímynda sér hve átakanlegt hefur verið í fámennu og vanbúnu íslensku samfélagi að fást við hörmungar spænsku veik- innar fyrir nær réttri öld. Þá lét- ust um 500 manns. Fyrr um árið höfðu fimbulkuldi og eldgos lam- andi áhrif á lífsþrótt landsmanna. Flestir létust í illa upphituðum og rökum húsakynnum. Læknar máttu sín lítils og mjög reyndi á presta við sálusorgun. Fullveldi þjóðar í aðventubyrjun vakti þó vonir um betri tíð. Íslandssagan greinir frá mannskæðum farsótt- um fyrr á öldum. Og fjöldi barna og ungmenna lést úr berklum á nýliðinni öld. Vegna framfara í læknavís- indum hefur nútímakynslóðum á Vesturlöndum fundist sem þær kæmust undan mannskæðum sýk- ingum. Ótíðindi úr stríðshrjáðum löndum og hungurlendum virðast snerta þær lítt og samkenndin rista grunnt. Stríð og manndráp eru þeim vinsælt afþreyingarefni í kvikmyndum og tölvuleikjum og munur á gerviheimi og oft sárum raunveruleika hefur mjög máðst úr vitund þeirra. Hættumerkin mörgu um lífsógnandi um- hverfisvá vegna lofts- lagshlýnunar hafa enn ekki vakið og knúið ráðamenn og efna- hagsráðgjafa til að hafna ósjálfbæru og mengandi hagkerfi og stuðla markvisst að vistvænu efnahagslífi, og viðurkenna að heil- brigt og fjölbreytt vistkerfi sé verðmæt- asta auðlindin. Þrátt fyrir varn- aðarorð og samþykktir loftslags- ráðstefna virðist mengandi brennsla jarðefnaeldsneytis hafa aukist ár frá ári. Skyndilega, vegna útbreiðslu veirunnar, er stigið svo fast á bremsur á hraðri ferð að efna- hagslíf heimsins fer harkalega af spori og samgöngur og samskipti lamast. Jafnframt léttir til við skuggaskil er mengunarskýjum fækkar. Himalæjafjöll sjást að nýju frá nálægum löndum og vötn og síki verða tærari en verið hafa lengi. Brugðist er við með því að miðla færni og þekkingu um heim- inn í sameiginlegu átaki svo að þrátt fyrir lokun landamæra finnst meiri samkennd og samstaða en oftast áður. Og er ekki sem skiln- ingur vaxi á því að það séu svik við lífið að framleiða og safna sýkla,- efna- og kjarnavopnum og fáránleg blekking að halda því fram að þau stuðli að lífsöryggi og friði? Það er reyndar sem dregið hafi úr stríðsátökum um sinn. Aðalrit- ari Sameinuðu þjóðanna hefur hvatt til að lægja ófriðaröldur og hætta öllum stórskota- og loft- árásum. Hann hefur ákallað trúar- leiðtoga um að sameinast til að beita áhrifum sínum við að stuðla að friði á átakasvæðum og sigrast á vágestinum illa. „Allt sem gert verður í þessari krísu og að henni lokinni,“ segir hann, „verður að miða að réttlátara og sjálfbærara efnahagskerfi en viðgengist hefur og byggja upp samfélög sem hafi styrk og getu til að fást við plág- ur, umhverfisvá og aðrar ógnir er að kunna að steðja.“ Þetta getur virst fjarlæg draumsýn þótt knýjandi sé, enda öflin sterk sem krefjast óhefts fjármagnsfrelsis til að hefja óbreyttan leik sinn að nýju í sókn eftir auknum áhrifum og arði þótt stefnt sé á heljarbrún. Brýnt er að koma hjólum efnahagslífsins aftur í gang en gæta verður að ferðinni, og þegar greitt er úr samfélags- sjóðum til bjargar fyrirtækjum í rekstrarvanda ber jafnframt að huga að sanngjarnri tekjuskipt- ingu og almannahag og líka þörf- um lífríkisins. Ekki má gleymast að verðmeta rétta umönnun og að- hlynningu lífs, er svo sannarlega hefur sannað gildi sitt síðustu mánuði, og einnig þýðingu þrosk- andi uppeldis til siðvits og lífsvirð- ingar og skilnings á verðmætum trúar, vonar og elsku. Þar fær kristin kirkja gegnt mikilvægu hlutverki fái hún hljómgrunn fyrir sígildan boðskap Frelsarans um ábyrga og kær- leiksríka umönnun lífs og náttúru og glæði skilning á meiri verð- mætum en þeim er ryð og mölur eyða. Þau felast í því að glæða samvisku og samkennd og gefa af sjálfum sér meðbræðrum og systr- um til gagns og gleði, því að að- eins það sem gert er og gefið til lífsheilla eiga menn varanlega. Þess ber að óska og fyrir því að biðja að samtaka barátta við ill- vígan vágest hafi sýnt fram á gildi þessara verðmæta og hægt sé að fagna vorbirtu, nýjum gróðri og gleðidögum páska í trausti þess að þrátt fyrir tímabundnar þreng- ingar batni hagur og þau umskipti verði sem leiði til aukinnar lífs- virðingar og sjálfbærni er bjargi og bæti líf á jörðu. Léttir til við skuggaskil Eftir Gunnþór Ingason » Og er ekki sem skiln- ingur vaxi á því að það séu svik við lífið að framleiða og safna sýkla,- efna- og kjarna- vopnum… Gunnþór Ingason Höfundur er fyrrverandi sóknar- prestur. gunnthor.ingason@gmail.com

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.