Morgunblaðið - 09.05.2020, Page 30

Morgunblaðið - 09.05.2020, Page 30
30 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. MAÍ 2020 Halla Lögg. fast. 659 4044 Ólafur Sölu- og markaðsstjóri 690 0811 Ellert Sölustjóri 661 1121 Sigþór Lögg. fast. 899 9787 Hafrún Lögg. fast. 848 1489 Bárður Sölustjóri 896 5221 Elín Urður Lögg. fast. 690 2602 Elín Rósa Lögg. fast. 773 7126 Lilja Sölufulltrúi 820 6511 Kristján Sölufulltrúi 691 4252 Grensásvegur 13 - 108 Reykjavík - Sími 570 4800 - gimli.is - gimli@gimli.is Birki (Betula pubes- cens) vex um allt land og er eina innlenda trjátegundin sem myndar samfellda skóga. Hæst vex birkið yfir sjávarmáli á Ís- landi í rúmlega 550 m hæð t.d. í Stórahvammi fremst í Austurdal í Skagafirði og í Fljóts- gili við Skjálfandafljót. Blómin á birkinu eru einkynja og eru í reklum. Birki hef- ur sumsé bæði karlrekla og kven- rekla. Reklarnir þroskast á haustin og eru uppréttir karlreklarnir vel sýnilegir á birki bæði á haustin og á vorin. Frjótíminn birkisins hefst að jafnaði í maí en fer nokkuð eftir landshlutum og tíðarfari. Frjó- tímabilið stendur oftast yfir í 2-3 vik- ur og er háð úrkomu, veðri og vindum. Um þessar mundir má sjá óvenju mikinn fjölda karlrekla á birkitrjám á höfuðborgarsvæðinu og getur það verið vísbending um að óvenjumikið verði um birkifrjó í byrjun sumars. Kenningin er því sú að ef veður hald- ist þurrt og hlýtt með hægum vindi megi spá óvenju miklu magni birki- frjóa. Mikið frjómagn getur leitt af sér mikla og góða frjóvgun og mikla og góða uppskeru á birkifræi í haust. Fræið sjálft eða aldin birkisins er lít- il vængjuð hneta sem borist getur langar vegalengdir, eins og náttúruleg út- breiðslu birkis á Skeiðarársandi ber glöggt vitni um. Birkifrjó geta verið skæður ofnæmisvaldur hér á landi, en ekki síð- ur annars staðar á Norðurlöndum þar sem vaxa víðáttumiklir birkiskógar. Auk birki- frjósins eru á Íslandi einkum tvær gerðir frjókorna sem koma af stað ofnæmi, en það eru grasfrjó og súrufrjó. Frjóofnæmi er mjög algengt vandamál sem fer vaxandi hjá ung- mennum fram að tvítugsaldri en dregur úr eftir tvítugt. Sjaldgæft að fólk fái einkenni frjóofnæmis í fyrsta sinn eftir fertugt. Samkvæmt niður- stöðum úr íslenskri rannsókn sýnir u.þ.b. 4% fólks næmi fyrir trjám. Slagviðri getur þó sett strik í reikninginn og dregið úr frjómagni í lofti og hamlað fræuppskeru. Sveppir og mygla geta herjað á rekla birkisins þegar þeir taka að þroskast. Birkihnúðmý (Semudobia betul- ina) getur herjað á fræið, en birki- hnúðmý er fluga sem verpir í ný- myndaða kvenrekla birkisins og lirfur flugunnar nærast á fræhvítu fræsins. Lirfurnar ná fullum þroska á haustin og púpa sig að vori. Sýkt fræ er bólgið og vængir þess van- skapaðir og smáir. Varnaraðgerðir vegna óværunnar eru ekki við- hafðar. Birkifeti, (Rheumaptera hastata) birkiþéla, (Scolioneura betuleti) birkikemba (Heringocrania uni- maculella) og ryðsveppir (Me- lampsoridium betulinium) geta líka herjað á birkið og hamlað vexti og fræmyndun. Líkur á miklu birkifrjói í sumar? Eftir Stein Kárason »Mikill fjölda karl- rekla á birkitrjám í vor getur verið vísbend- ing um að mikið verði um birkifrjó í sumar. Líkur eru á miklu birkifræi í haust. Steinn Kárason Höfundur er garðyrkjufræðingur og M.Sc. í umhverfisfræðum. Ljósmynd/Steinn Kárason Karlreklar á birki, örlítið farnir að þrútna. Hugtakið gaslýsing hefur iðulega komið upp í umræðunni á síðustu árum, oft í tengslum við síendur- teknar yfirlýsingar forseta BNA um að fréttamenn þarlendis beri takmarkaða virð- ingu fyrir sannleik- anum. Þetta hugtak á uppruna sinn í sam- nefndu leikriti frá 1938 og merkir að reyna að hafa áhrif á upplifun annarra af veruleikanum og fá menn til að trúa einhverju sem ekki er rétt. Hvað Trump varðar þá er það ekki gaslýsing að fjölmiðla- menn í BNA ljúgi, mistúlki og fari rangt með. Þess eru fjölmörg dæmi. Eftir því sem hugtakið hefur orð- ið mönnum tamara þá finnst mér stöðugt oftar að gaslýsingu sé beint að mér (og öðrum). Utanríkis- ráðherrar okkar hafa t.d. sagt okk- ur að Rússar hafi ekki rétt til Krímskagans og að ekki megi leyfa BNA að flytja sendiráð sitt til Jerú- salem vegna þess að það gæti trufl- að friðarviðræður Palestínumanna og Ísraela. Það sem mest fer í taugarnar á mér er þó hræðsluáróðurinn um hamfarahlýnun og eyðileggingu líf- kerfa jarðarinnar þar sem koldíoxíð á að vera helsti skaðvaldurinn. Er ég var yngri þá var það óvé- fengt að jörðin hefði gengið í gegn- um fjölmörg hlýinda- og kulda- skeið, löngu áður en maðurinn hóf að brenna kolum og olíu. Fornleifa- fræðingar segja að á mínóska hlý- skeiðinu 1.500 – 1.200 árum f.Kr. hafi hirsi (sem er hitabeltisplanta) verið ræktað í Skandinavíu og að sítrustré hafi vaxið á N- Englandi á rómverska hlýskeiðinu. Talið er að á hlýskeiðum hafi magn CO2 verið aðeins 280 ppm að jafnaði. Í fyrstu skýrslu Alþjóðaloftslags- nefndarinnar (IPCC), 1990, mátti líta graf sem sýndi hlýskeiðið er gerði landnám Íslands og Græn- lands auðveldara og einnig litlu ís- öldina, kuldaskeiðið sem fór svo illa með okkur. Árið 2001 var það horfið. Hitamælingar á Íslandi sýna hita- og kuldaskeið skiptast á en engin hlýnun er í kortunum nú um stundir. Árið 1999 kom Michael Mann fram með hokkíkylfugrafið sitt sem hann byggði á rannsóknum á trjá- hringjum. Það sýndi jafna kólnun frá árinu 1000 en hraða hlýnun á 20. öld. Graf þetta varð svo hinn nýi sannleikur og notaði Al Gore það m.a. í mynd sinni sem sönnun þess að aukning CO2 í andrúmsloftinu ylli hlýnun. Það er trúlegt að 97% sagn- og fornleifafræðinga trúi því að land- námshlýskeiðið okkar og litla ísöld- in hafi verið alþjóðleg fyrirbæri en annað dæmi um gaslýsingu er þeg- ar reynt er að telja okkur trú um að hlutverk CO2 í hlýnun jarðar sé fullsannað af því að 97% vísinda- manna segi svo. Samt eru vísindi ekki þess eðlis að skoðanir meiri- hlutans skipti máli. Það er nóg að einn maður hafi rétt fyrir sér svo sem var með flekakenninguna svo- nefndu, en það liðu um 50 ár þar til kenning Alfreds Wegener um hvernig heimsálfurnar mynduðust varð almennt samþykkt. Við nánari skoðun reyndist líka niðurstaða John Cook (2013) um að 97% vís- indamanna væru sammála um að aukning CO2 ylli hlýnun jarðar tóm tjara. Loftslagsspekingarnir hjá IPCC vilja meina að CO2 sé hættulegur mengunarvaldur en samt vitum við að CO2 eykur vöxt plantna og hjálp- ar til við að brauðfæða heiminn. CO2 er aðeins 0.04% lofthjúpsins og alls ekki öflugasta gróðurhúsa- lofttegundin, sem er vatnsgufa. Að auki grípur CO2 aðeins geisla á ákveðnu tíðnisviði og á þar í sam- keppni við aðrar lofttegundir. Okkur er sagt að víxlverkun CO2 og hitastigs geti gert jörðina óbyggi- lega en samt er vitað að áhrif CO2 minnka lógaritmískt með auknu magni. Ef 100 ppm af CO2 bætast við í lofthjúpinn fara áhrifin eftir því hversu mikið er fyrir. Það er hreint útilokað að CO2 stjórni loftslagi á jörðinni. Sveiflur í hitastigi fara mun frekar saman við breytingar á hafstraumum, útgeisl- un sólar, möndulhalla jarðar og fleiru. Dæmin um gaslýsingu leynast víða. Nýlega las ég um hvítu klettana við Dover á Wikipediu. Þar sagði að vegna súrnunar sjávar væri hætta á að þeir eyddust, en þar sem þeir mynduðust á Krítar- tímanum þegar bæði hitastig og magn CO2 í andrúmsloftinu var mun hærra en nú þá er sú fullyrð- ing augljóslega út í hött. Ísbirnir eru sagðir vera í hættu vegna bráðnunar hafíss en þar sem talið er að þeir hafi verið til í a.m.k. 110.000 ár þá er augljóst að þeir hafi lifað af hlýrri tíma en eru nú. Spámenn IPCC hafa staðið sig svo illa að það er ekki takandi neitt mark á þeim. Jöklar Himalaja áttu að vera að bráðna og hverfa, marg- ar Kyrrahafseyjar farnar á kaf, norðurskautið íslaust, tíðni skógar- elda og fellibylja átti að aukast – en ekkert af þessu gerist. Eftir aldamótin síðustu höfum við séð loftslagsvísindi niðurlægð og misnotuð í nafni pólitískra og fjár- hagslegra hagsmuna og má rekja upphaf þess til að Maurice Strong sem var í forsvari fyrir Jarðar- ráðstefnunni í Ríó 1992 náði ásamt félögum sínum völdum í heimi lofts- lagsvísindanna, og þar með valdi til að útiloka „afneitara“ og minnir það á er Lysenko náði völdum yfir líf- fræðivísindum á Stalínstímanum. Þeir sem ekki voru sammála honum voru útilokaðir eða þaðan af verra. Það er í raun gott að gaslýsing skuli vera svo mikið í umræðunni. Menn eru þá fremur meðvitaðir um að ef til vill sé verið að ýta að þeim falskri mynd raunveruleikans. Gaslýsing Eftir Ingibjörgu Gísladóttur » Það er gaslýsing að koldíoxíð stjórni loftslagi á jörðinni en það þjónar hagsmunum valdamikilla hópa að við trúum því. Ingibjörg Gísladóttir Höfundur starfar við umönnun aldraðra. Ég hóf máls á spill- ingu í síðasta pistli mín- um í Morgunblaðinu en mig langar nú að fjalla örlítið nánar um hvað forseti getur gert til að vinna gegn spillingu. Spillingin er því miður landlæg á Íslandi og teygir hún anga sína inn um allt stjórnkerfið og setur sínar ljótu krumlur í kökukrúsina á ólíklegustu stöðum. Ég hef heitið því að vinna gegn henni og það mun ég gera, verði ég kosinn forseti. Málskotsrétturinn Það fyrsta sem þarf að gera til að vinna gegn spillingu er að nýta mál- skotsréttinn til að setja hver þau lög í þjóðaratkvæðagreiðslu sem vafi leik- ur á að séu til hagsbóta fyrir þjóðina. Í því samhengi er augljóst að hnýta slíkum þjóðaratkvæðagreiðslum sam- an við boðaðar kosningar svo þær þurfi ekki að kosta ríkissjóð mikið. Með þessi móti veitir þjóðin, í sam- vinnu við forseta, ríkisstjórninni og þinginu aðhald og mun hún jafnframt hafa mun meira um málefni er hana varðar að segja. Þetta er að mínu mati fyrsta skref- ið í að koma á beinu lýðræði á Íslandi en ég vonast til að þingið myndi í kjöl- farið velta fyrir sér möguleikum á að nýta rafrænu skilríkin til að setja sem flest mál í þjóðaratkvæðagreiðslu að svissneskri fyrirmynd. Því yrði að sjálfsögðu að fylgja að þingið leitaði leiða við að kynna þau málefni og gera upplýsingarnar sem aðgengilegastar sem og hlutlausastar fyrir þjóðina. Aukið upplýsingaflæði Það næsta víkur að upplýsingum til fólksins en forseti á að nýta sér þann vettvang sem hann hefur til að upp- lýsa þjóðina ef þingið stendur ekki í stykkinu hvað þann hluta varðar. Er mér sérstaklega hugsað til þriðja orkupakkans í því samhengi en sár- lega vantaði á upplýsingaflæðið frá þinginu til þjóðarinnar og stóð RÚV sig hreint út sagt hræðilega í því máli. Þar vísa ég til þess þegar afstaða ríkisstjórnarinnar bergmálaði dag eftir dag á ríkisfjölmiðlinum og þjóð- inni var ekki gefinn kostur á að kynna sér málið frá öllum hliðum. Nytsamlegar tillögur Þegar ég bauð mig fram til emb- ættis forseta hafði ég sett saman til- lögu að aðgerðaáætlun til að bregðast við þeim efnahagsvandræðum sem fylgja veirunni. Sumum fannst ég þar stíga út fyrir ramma forsetaembætt- isins en ég er því alfarið ósammála enda hyggst ég efla embættið. Markmiðið með þessum tillögum var að opna augu þings- ins fyrir öðrum leiðum til að leysa vandamálið og stuðla þannig að já- kvæðum áhrifum fyrir þjóðina. Nú eru ekki margir dagar liðnir frá því að ég bauð mig fram og sá ég í dag að bæði ríkis- stjórnin sem og stjórnarandstaðan hafa nýtt sér atriði úr aðgerðáætlun minni fyrir sínar eig- in hugmyndir um hvernig hjálpa megi þjóðinni og notast meira við almenn- ari aðgerðir. Þarna er gott dæmi um hvernig forseti getur lagt sitt lóð á vogarskálarnar án þess að þurfa að grípa til stærri aðgerða en að setja fram tillögur í ræðu eða riti. Alvarlegri málefni Eins og við höfum ítrekað séð þá kemur upp sú staða að grípa þurfi til harðari aðgerða til að opna augu ríkisstjórnarinnar fyrir þeim axar- sköftum sem hún hyggst framkvæma og kemur Icesave þar fyrst upp í hug- ann. Nú var hægt að stöðva Icesave með málskotsréttinum, þar sem um lagafrumvarp var að ræða, en það er því miður ekki alltaf sem sú er raunin og mistökin hafa t.d. átt sér stað í formi þingsályktunartillagna. Í því til- felli getur forseti ekki vísað málinu til þjóðarinnar. Í þessu tilfelli þarf forsetinn að nýta sér önnur ákvæði í stjórnar- skránni til að setja ríkisstjórninni stólinn fyrir dyrnar og vekja hana til umhugsunar. Forsetaembættið er nefnilega vannýtt eins og sakir standa og væri hægt að nota það mun betur í þágu þjóðarinnar en hefur verið gert. Þar er ég ekki að tala um að forsetinn setji sig á háan hest og þykist vera einvaldur heldur að hann reyni að spyrna við og gera það sem hann get- ur til að hvetja þingið til umhugsunar ef það er það sem þjóðin vill. Hlutverk hans er nefnilega ávallt að vinna fyrir hana og í hennar þágu. Betur sjá augu en auga Eftir Guðmund Franklín Jónsson »Markmiðið með þessum tillögum var að opna augu þingsins fyrir öðrum leiðum til að leysa vandamálið og stuðla þannig að já- kvæðum áhrifum fyrir þjóðina. Guðmundur F. Jónsson Höfundur er viðskipta- og hagfræðingur. gundi.jonsson@gmail.com

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.