Morgunblaðið - 09.05.2020, Side 35
MINNINGAR 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. MAÍ 2020
Virðing,
reynsla
& þjónusta
Allan
sólarhringinn
571 8222
Svafar:
82o 3939
Hermann:
82o 3938
Ingibjörg:
82o 3937
www.kvedja.is
svafar & hermann
ur og gerði allt fyrir alla. Hann
læddist sjaldan með veggjum
enda stór persóna sem fyllti
ávallt herbergið af kraftmikilli
og jákvæðri orku. Hann sá alltaf
það góða í fólki, var hlýr og
kærleiksríkur og með einstak-
lega fallega nærveru. Við Sæmi
sóttum mikið í að umgangast
þau hjónin, hvort sem það var
heima hjá þeim í Keflavík, uppi í
sumarbústað eða erlendis.
Alltaf var stutt í brandarana
og lífsgleðin var mikil. Sjaldan
sat hann auðum höndum, oftast
kominn í vinnugallann, farinn að
þrífa bílana, þvo stéttina eða
byggja við bústaðinn Sæmund-
arkot í Norðurárdal. Hann var
alltaf með puttann á púlsinum í
fréttamálum og ef maður þurfti
að vita eitthvað tengt veðri var
hann rétti maðurinn til að tala
við. Hann var mikill morgunhani
og hann hlakkaði alltaf til að
byrja daginn, við áttum það
sameiginlegt.
Oddur var til fyrirmyndar,
var frábær afi og krakkarnir
okkar Sæma, þau Saga Björk,
Oddur Logi og Aron Pétur,
dýrkuðu hann. Það var aðdáun-
arvert að fylgjast með honum í
veikindaferlinu síðustu árin og
hvernig hann tókst á við allt
með jákvæðni og seiglu fram á
síðasta dag.
Elsku Oddur, takk fyrir allt.
Við munum halda minningu
þinni á lofti.
Edda Björk.
Það er ekki sjálfgefið að fólk-
ið sem býr þér við hlið þegar þú
búsetur þig á nýjum stað og
byggir upp heimili frá grunni
verði vinir þínir. Lóðarmörk ber
að virða, nema erindi sé brýnt,
annað er rof á einkalífi. Ágeng-
ar plöntur virða ekki endilega
slíkan boðskap, heldur geta
teygt úr sér til allra átta og í
sumum tilfellum valdið deilum.
Sumar, eins og góðir berjarunn-
ar, geta þó veitt öllum gleði þar
sem greinar sem teygja sig yfir
lóðamörkin teljast til afnota fyr-
ir grannana. Góðir grannar vita
hverjir af öðrum án þess að
hnýsast um hagi hinna. Þeir eru
til staðar þegar á þarf að halda
og geta tengst sterkum böndum,
sérstaklega ef afkvæmin eru á
sama reki með sameiginleg
áhugamál. Þess höfum við feng-
ið að njóta ríkulega undanfarna
áratugi. Við sem búum hér hlið
við hlið og á móti hvert öðru í
enda Heiðarhorns höfum horft
upp á baráttu góðs, litríks
granna við illvígan sjúkdóm
undanfarin misseri. Þeirri bar-
áttu er nú lokið og grannarnir
sem við eðlilegar aðstæður
myndu skiptast á orðræðu yfir
limgerðin horfa nú hnípnir niður
í moldina um leið og illgresið er
fjarlægt. Við söknum glæsi-
mennis sem sópaði að þegar af
sjónum var komið, fjölskyldu-
föður sem lét sig velferð fjöl-
skyldunnar miklu varða. Hann
deildi með sér gæðum, sótti
moldarhlöss á vörubifreið sem
við hin fengum að renna í. Hann
var sannur Keflvíkingur og af
lífi og sál stuðningsmaður
íþróttafélaga bæjarins. Við sem
deilum hér bílskúrsvegg höfum í
áranna rás dáðst að vinnusemi
og færni sjómannskonunnar,
sem með eldmóði tókst á við all-
ar áskoranir sem á vegi birtust,
úti og inni.
Nú þegar hallaði undan hélt
þessi aðdáunarverða fjölskylda
þétt saman eins og ætíð, þrátt
fyrir hindranir kórónuveirunn-
ar.
Það hafa verið sönn forrétt-
indi að deila þessum bílskúrs-
vegg í gegnum tíðina og fá að
skiptast á orðum og gjörðum
síðustu vikurnar. Megi minning-
in um góðan mann lifa. Við vott-
um Jónínu og fjölskyldunni allri
okkar innilegustu samúðar-
kveðjur.
Konráð Lúðvíksson
og Ragnheiður Ásta
Magnúsdóttir.
✝ Svanhildurfæddist 15.
mars 1931 á Víði-
dalsá í Hólmavíkur-
hreppi. Hún lést á
LHS 4. apríl 2020.
Hún ólst upp hjá
móður sinni, ömmu
og Einari fóstra sín-
um í Tungugröf,
auk þess að vera hjá
Jóhönnu og Halli í
Tröllatungu þegar
móðir hennar fór í skóla að
Laugum í Þingeyjarsýslu.
Foreldrar: Karólína S. Sumar-
liðadóttir, f. 21.6. 1912, d. 12.4.
1994, og Sigurður Helgason, f.
21.8. 1895, d. 10.11. 1975. Alsyst-
ir María Guðrún Sigurðardóttir,
f. 10.9. 1938, d. 1.2. 2002. Systkini
samfeðra; Margrét, f. 1918,
Björn, f. 1919, Helgi, f. 1921,
Benedikt, f. 1922, Sigríður, f.
1924, Jón, f. 1927, Jónatan, f.
1929, Þuríður Sigurrós, f. 1931,
Maggi Sigurkarl, f. 1933, Haukur
Heiðdal, f. 1936. Þau eru öll látin.
Fóstursystur Alda Jensdóttir, f.
1933, látin. Guðrún Jensdóttir, f.
5.9. 1936, maki Halldór Stein-
grímsson.
Hinn 27.12. 1951 giftist hún
Jóni Guðna Daníelssyni, f. 25.
apríl 1923, d. 13. janúar 1982.
Foreldrar hans voru Ragnheiður
J. Árnadóttir, f. 25. júní 1890, og
Daníel Ólafsson, f. 8. okt. 1894,
bændur í Tröllatungu. Börn
Svanhildar og Jóns; Aðalbjörn
Þ., f. 13.3. 1951, maki Anna
Torfadóttir, f. 10.11. 1953. Synir
Önnu; Kristján K. Júlíusson, f.
maki Jakob Einarsson, eiga þau
3 börn. Gunnar O. Halldórsson, f
.1979. Maki Sólrún H. Heið-
arsdóttir, eiga þau 3 börn. Frið-
rik Þ. Halldórsson, f. 1983, maki
Dagný L. Sigurðardóttir, skilin,
eiga þau 2 börn. Hafrún L. Hall-
dórsdóttir, f. 1990, maki Kári
Þorleifsson, eiga þau 3 börn.
Hlynur F. Halldórsson, f. 1994,
maki Perla Ö. Jónsdóttir, eiga
þau 1 barn. Bergþór G., f. 24.7.
1962.
Svanhildur gekk í farskóla í
sveitinni eins og þá tíðkaðist og
fór síðan í Húsmæðraskólann á
Löngumýri.
Svanhildur og Jón hófu bú-
skap í Tröllatungu 1950 í fé-
lagsbúi við foreldra Jóns og tvo
bræður hans, hún var virk í
kvenfélagi Tungusveitar. Vorið
1965 keyptu þau Ingunnarstaði í
Geiradal og þar bjuggu þau til
haustsins 1981 þegar þau fluttu
til Patreksfjarðar. Svanhildur
sinnti öllum almennum bústörf-
um meðan hún bjó á Ingunnar-
stöðum auk þess að vera ráðs-
kona í sláturhúsi Kaupfélags
Króksfjarðar nokkur haust. Hún
var virk í kvenfélagi sveit-
arinnar. Eftir að þau Jón fluttu á
Patreksfjörð vann hún við fisk-
vinnslu í Odda hf. þar til hún lét
af störfum vegna aldurs. Á Pat-
reksfirði gekk hún einnig í kven-
félagið Sif, eins var hún virk í
starfi eldri borgara á Patreks-
firði.
Jarðsett verður frá Patreks-
fjarðarkirkju í dag, 9. maí 2020,
klukkan 14. Streymt er frá útför-
inni á YouTube. Slóð á streymið:
youtu.be/JCIVOyQ3VoU. Slóð-
ina má einnig nálgast á
www.mbl.is/andlat.
1972, maki Lucyna
Gnap, eiga þau 1
barn. Ketill M. Júl-
íusson, f. 1973,
maki Elín B. Birg-
isdóttir, eiga þau 3
börn. Jóhann H., f.
16.9. 1952, maki Ev-
lalía S. Kristjáns-
dóttir, f. 1.6. 1951.
Börn; Salvar Ó.
Sveinsson, sonur
Evlalíu f. 1973,
maki Guðrún Á. Einarsdóttir,
Salvar á 2 börn frá fyrra sam-
bandi. Jón S. Jóhannsson, f. 1974,
maki Hulda S. Hólm, eiga þau 4
börn og 1 barnabarn. Kristján H.
Jóhannsson, f. 1979, maki Jessica
Jóhannsson, eiga þau 2 börn.
Ragnar K. Jóhannsson, f. 1982,
maki Sigurlaug H. Traustadóttir,
eiga þau 3 börn. Daníel H., f. 9.7.
1954, maki Margrét Emilsdóttir,
skilin. Börn þeirra; Berglind K.
Daníelsdóttir, f. 1981, maki Víðir
Ö. Gunnarsson, eiga þau 4 börn,
Freydís Ó. Daníelsdóttir, f. 1982,
maki Hjörtur Traustason, eiga
þau 3 börn. Kjartan G. Daní-
elsson, f. 1985, maki E. Ebba
Gunnarsdóttir, eiga þau 4 börn.
Björgvin P. Daníelsson, f. 1992,
unnusta Sóley H. Guðbjörns-
dóttir. Snædís L. Daníelsdóttir, f.
1995. Sambýliskona Daníels,
Soffía S. Jónsdóttir, f. 2.5. 1962.
Karólína G., f. 16.10. 1955, maki
Halldór Gunnarsson, f. 11.12.
1946. Börn; Svanhildur J. Áskels-
dóttir, f. 1975, maki Kristján Á.
Kristjánsson, eiga þau 3 börn.
Fanney I. Halldórsdóttir, f.1977,
Í dag verður elsku Svana amma
lögð til hinstu hvílu. Ég var svo
lánsöm að fá að eiga margar
gæðastundir með ömmu, sérstak-
lega þegar ég var yngri. Ég var
alltaf mikil ömmustelpa og var tíð-
ur gestur hjá henni á Aðalstræt-
inu og fékk oft að gista. Við sátum
þá og dunduðum okkur eitthvað
með handavinnu, en áhugi minn á
handavinnu er örugglega frá
ömmu kominn, enda var það hún
sem kenndi mér handtökin.
Amma átti alltaf eitthvað í poka-
horninu sem ég mátti dunda mér
með, garnafganga til að prjóna og
hekla dúkkuföt, eða efnisbúta sem
ég mátti nota til að æfa mig á
saumavélina. Amma átti yfirleitt
eitthvert heimabakað góðgæti í
frystinum og bakaði heimsins
bestu pönnukökur.
Eftir að ég flutti á höfuðborg-
arsvæðið reyndi ég alltaf að hitta
ömmu þegar hún var á ferðinni,
hún kom í heimsókn og við kíktum
saman í búðir. Eftir að ég flutti til
Danmerkur hitti ég hana ekki eins
oft, hún kom þó í heimsókn til okk-
ar árið sem hún varð áttræð og við
áttum nokkra góða daga saman.
Ég var svo heppin að fá að eiga
nokkra daga með ömmu síðastlið-
ið haust þegar við vorum á Íslandi
til að halda upp á ferminguna
hennar Dagnýjar og er ég afar
þakklát fyrir þann tíma.
Það var mjög skrítið að fá ekki
símtal frá ömmu á afmælinu mínu,
en hún mundi afmælisdaga allra
afkomenda sinna og maður gat
alltaf treyst á að fá afmælissímtal
frá henni. Ég á eftir að sakna sím-
talanna frá henni, við spjölluðum
oft lengi saman um allt milli him-
ins og jarðar.
Hvíl í friði, elsku amma, þín er
sárt saknað
Svanhildur Jónný
Áskelsdóttir.
Elsku amma, það er ótrúlega
erfitt að skrifa þessi orð til þín. Ég
trúi því varla að þú sért farin en
veit að þú ert sátt að vera komin
til afa, sem fór allt of snemma.
Mér er minnisstætt þegar Halldór
minn var eitt sinn hjá þér á
Brunnunum og sá að loftið í eld-
húsinu var orðið heldur lélegt.
„Amma, getur þú ekki bara prjón-
að þetta saman?“ sagði hann, enda
sannfærður um að amma Prjóna,
eins og hann kallaði þig alltaf,
gæti prjónað hvað sem var. Þann-
ig er og verður það alltaf í mínum
huga, elsku amma Svana gat ein-
faldlega allt. Ef mig vantaði að-
stoð leitaði ég alltaf til þín, og allt-
af gafst þú réttu ráðin. Ég átti það
til að „gleyma“ handavinnunni
minni hjá þér. Næst þegar ég leit
við var hún bara tilbúin og þá
slapp ég við að gera það sem ég
þóttist ekki kunna. Ég kunni það
alveg en bara fannst betra að þú
gerðir það. Árin sem ég bjó á
Barðaströnd komst þú og gerðir
slátur með mér (það var eitt af því
sem að ég þóttist ekki kunna) og
voru það dásamlegar stundir. Oft-
ar en einu sinni kom Kobbi seint
heim og ég sagði honum að hann
gæti bara hitað matinn sinn sjálf-
ur. Það fannst þér ekki nógu gott
og varst ekki lengi að gefa honum
heitan mat. Ég verð seint talin
mikil handavinnukona en það sem
ég kann kenndir þú mér. Fyrir
nokkrum dögum sat ég með
prjónana og rakti upp villu sem ég
efast þó um að nokkur hefði rekið
augun í. En mér varð hugsað til
þín og brosti við tilhugsunina um
að þú hefðir alltaf látið mig laga
þetta. Mér fannst alltaf vænt um
það þegar þú hældir mat eða
bakkelsi sem ég færði þér, því þú
varst hrein og bein og maður gat
treyst því að þú segðir þína skoð-
un. Sérstaklega átti þetta við þeg-
ar ég spreytti mig á ástarpungum
og pönnukökum, því enginn stóðst
þér snúning í þeim fræðum. Eitt
sinn bakaði ég pönnukökur og
taldi þær ágætlega heppnaðar,
allt þar til Oddur Aðalbjörn minn
kom að smakka og lét þessi orð
falla í kjölfarið: „Mamma, ég get
svo sem alveg fengið mér eina
vonda há þér, en amma lang gerir
bestu pönnukökurnar.“ Þú varst
svo stolt þegar Díana Sól gekk í
kvenfélagið í vetur og ekki síður
þegar ég var kosin formaður fé-
lagsins. Þú varst svo stolt af öllum
þínum afkomendum og fylgifisk-
um, alltaf með puttann á púlsinum
og með það á hreinu hvað hver og
einn var að gera í lífinu. Í vetur
fórum við saman á Ísafjörð til að
fylgja frænda þínum til grafar.
Færðin var ekki góð og hafði ég á
orði að við hefðum frekar átt að
keyra í myrkri um morguninn, því
þá hefði ég ekki séð hvað það var
mikil hálka. Tveimur dögum síðar
hringdir þú og baðst mig að koma
snöggvast yfir til þín. Varstu þá
búin að föndra skraut í bílinn
minn, með eftirfarandi bæn:
Blessaðu, Drottinn, bílinn minn,
bjargaðu mér frá skaða,
lát mig velja veginn þinn
og vera á réttum hraða.
Ég skildi alveg sneiðina. Ég á
svo ótrúlega margar minningar
um þig og gæti skrifað endalaust,
en læt þetta duga. Elsku amma,
takk fyrir allt. Ég veit að þú ert
sátt hjá elsku Jóni afa.
Þín
Fanney Inga.
Elsku amma mín. Tilfinningin
um að eiga þig ekki að er nánast
óbærileg, en minningarnar um
allt sem við gerðum saman hugga
mig. Ég er svo ánægð að börnin
mín hafi fengið að kynnast þér, þú
varst þeim svo góð. Í 30 ár varstu í
lífi mínu og alltaf til staðar fyrir
mig og mína. Oft á tíðum hafðir þú
áhyggjur af mér þegar ég var á
fullu í skóla og barneignum. Þá
hringdir þú oft bara til þess að at-
huga hvernig gengi. Þú varst
skilningsrík og svo gott að tala við
þig.
Ég er svo innilega þakklát fyrir
þennan tíma sem við fengum sam-
an og hann nýttum við vel í sam-
veru sem síðar breyttust í mjög
regluleg símtöl þegar ég flutti frá
Patreksfirði. Það þótti stundum
sérstakt þegar ég var í mennta-
skóla og eyddi heilu kvöldunum í
að tala við þig, ömmu mína. En ég
þekkti ekkert annað en að geta
ráðfært mig við þig. Á síðari árum
varst þú gjörn á að hringja í mig
til að fá ýmsar ráðleggingar, hafð-
ir fulla trú á því að ég hefði svör
fyrir þig. Þú varst dugleg að segja
mér hversu mikið þú saknaðir
þess að hafa mig ekki nær þér og
var sá söknuður svo sannarlega
gagnkvæmur.
Ég hefði svo viljað geta eytt
meiri tíma með þér síðustu ár,
koma oftar í heimsókn og fá mér
þunnt kaffi og nýbakað bakkelsi
með þér. Það voru sannkallaðar
gæðastundir fyrir okkur báðar.
Ég á þér mikið að þakka varð-
andi lærdóm, kom nánast alltaf til
þín eftir skóla í nokkur ár. Þú
varst mjög strangur kennari en
það skilaði árangri og ekki
skemmdi fyrir að koma alltaf í
heitan mat eftir skóla.
Það er mér ómetanlegt að þú
gerðir þér ferð alla leið til Akur-
eyrar til að vera viðstödd útskrift
mína úr Háskólanum 2017. Þig
hafði svo lengi langað að koma til
mín. Þú fórst í ógleymanlegan bíl-
túr með Kára þar sem þið gerðuð
mikla leit að húsinu sem þú dvald-
ir í hér á Akureyri fyrir mörgum
áratugum. Þú talaðir oft um tím-
ann fyrir norðan og mundir allt
eins og það hefði gerst í gær. Þú
varst svo glöð eftir rúntinn og
Kári margs vísari um Akureyri
fyrri tíma.
Í mínum huga var ekkert sem
þú gast ekki gert. Trú mín á
handavinnuhæfileikum þínum var
takmarkalaus, enda fékkstu alls
konar pantanir frá mér. Útkoman
var alltaf nákvæmlega eins og ég
sá fyrir mér, jafnvel betri. Allar
flíkurnar sem þú lagfærðir fyrir
mig komu til baka eins og nýjar,
þótt þú tilkynntir mér gjarnan að
þetta væri nú ekki nógu vel gert.
Síðasta símtalið okkar var í
styttri kantinum, sennilega ekki
nema tæp klukkustund. Þá rædd-
ir þú vanlíðan þína síðustu daga
en varst alveg hörð á því að það
væri nú sennilega bara leti sem
væri að hrjá þig. Síðustu ár reynd-
ir þú oft að sannfæra mig um að
þú værir löt. Þá komst þú ekki öllu
í verk sem þú hafðir ætlað þér, en í
mínum augum varst þú dugleg-
asta kona sem ég þekkti. Man ég
aldrei eftir að hafa komið í heim-
sókn til þín án þess að þú gætir
boðið mér eitthvað nýbakað, vær-
ir með mat á eldvélinni og sitthvað
af handavinnu í vinnslu við sjón-
varpið.
Elsku amma, þú ert ein af
stærstu fyrirmyndum mínum. Ég
mun ætíð sakna þín.
Hafrún Lilja.
Svanhildur Kjartans
Ég kynntist
Svanhvíti í gegnum
Maríu konu mína
sem er barnabarnið
hennar. Sá tími sem við fjölskyld-
an höfum eytt saman með henni
hefur verið einkar ánægjulegur
og einkennst af gagnkvæmri
virðingu og væntumþykju. Það er
mér, konu minni og börnum afar
þungbært að sjá á eftir henni.
Stelpurnar hafa sagt að
langamma sé komin til guðs og sé
núna engill. Nú geti hún hitt eig-
inmann sinn og Halldór litla, sem
er gott því hún er búin að sakna
þeirra svo mikið.
Svanhvíti er hægt að lýsa sem
skynsamri konu og með árunum
og þeirri reynslu sem hún fékk úr
lífinu jókst viska hennar að sama
skapi. Það var hægt að ræða við
hana um hluti og leita ráða hjá
henni, án undantekninga komst
hún að bestu lausninni. Hún var
hreinskilin og blátt áfram. Svan-
Svanhvít
Skúladóttir
✝ SvanhvítSkúladóttir
fæddist 16. júlí
1926. Hún lést 12.
apríl 2020.
Útför hennar fór
fram í kyrrþey 7.
maí 2020.
hvít var blíð og góð
við börn. Gat sinnt
þeim án þess að
vera upptekin af
öðru, eins og svo al-
gengt er hjá full-
orðnum í dag. Hún
hafði góða kímni-
gáfu og var
skemmtilegur fé-
lagsskapur. Hún
var reglumanneskja
og hófsöm, sem
hægt var að taka sér til fyrir-
myndar. Það er að mínu mati erf-
itt að finna heilsteyptari mann-
eskju en hana Svanhvíti. Fyrir
henni gerði menntun eða ríki-
dæmi ekki fólk að betra fólki, það
var hvernig það hagaði sér og
kom fram við aðra sem skipti
mestu máli.
Henni fannst þó gott að geta
fengið sér eitthvað sætt öðru
hverju. Henni fannst rjómaís úr
vél góður, hún vildi ekki ídýfu og
ekkert nammi blandað saman við.
Það einfalda var oft best! Lamba-
læri um helgar og hefðbundinn
heimilismatur á virkum dögum.
Henni fannst skemmtilegt að
horfa á James Bond, þær sögur
innihalda góðan endi, spennu og
rómantík í bland. Það kunni hún
vel að meta. Hún las einnig tals-
vert sér bæði til skemmtunar og
fróðleiks. Svanhvít hélt um árabil
jólaboð hjá sér þar sem stórfjöl-
skyldan safnaðist saman og fagn-
aði jólum. Fjölskyldan skipti
hana miklu máli og bera börn
hennar uppkomin þess merki að
hafa hlotið gott uppeldi, ástúð og
athygli. Sem þau síðan hafa getað
veitt börnum sínum sem síðan
hafa orðið að góðu og gegnu fólki.
Á þessum þungbæru tímamót-
um, kveðjum við Svanhvíti okkar.
Hennar saga og líf var oft erfitt,
hún eins og aðrir upplifði áföll og
erfiðleika, bæði í bernsku sem og
á fullorðinsárum. Hún og maður
hennar, Andrés heitinn, bjuggu
sér til gott líf og heimili með
dugnaði og eljusemi. Við fjöl-
skyldan vildum óska þess að við
hefðum getað átt meiri tíma sam-
an með þér, Svanhvít mín. En
einhvern tímann þurfa allir að
kveðja. Henni þótti mjög vænt
um dætur okkar. Við spurðum
stelpurnar hvað þær myndu gera
ef langamma kæmi til okkar í
heimsókn sem engill. Mónika
sagði að hún vildi segja við þig að
hún elskaði þig og myndi faðma
þig. Manúela vildi láta nægja að
segja að hún elskaði þig, það væri
erfitt að faðma þig með svona
stóra vængi, og Ísabella var sömu
skoðunar. Takk fyrir tímann
saman og við söknum þín mjög
mikið. Minning þín mun lifa með
okkur um ókomna tíð.
Svavar Einarsson,
Mónika, Manúela
og Ísabella.