Morgunblaðið - 09.05.2020, Page 38
38 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. MAÍ 2020
Elsku amma.
„Viltu ekki fá
eitthvað að borða
Aggi minn?“ Þessi
orð eru skrifuð föst
í minningu mína af þér, elsku
amma, með tóninum þínum og
ímyndinni af þér að opna alla
skápa í eldhúsinu og rífa fram
kræsingar þó svo að svarið oftar
en ekki væri þegar komið: „Nei
takk, amma mín, ég er ekki svo
svangur.“ „Jú hvað er þetta, þú
verður að borða eitthvað, þú ert
að vaxa! Á ég að steikja egg og
beikon eða viltu ekki fá smá
sætt, kannski kökusneið?“
Ó, hvað ég sakna allra hlýju
faðmlaganna þinna, elsku
amma, og hlátursins sem alltaf
var stutt í sama hvað á bjátaði.
Hvernig þú hlóst svo innilega
og lengi að þú varla gast hætt
að hlæja. Þú vildir alltaf vera
með og alltaf hafa alla nálægt
þér og þegar þú ekki varst á
fullu við að bera fram kræs-
ingar eða í miðjum samræðum
stóðstu í eldhúsglugganum og
fylgdist með öllu því sem gerð-
ist.
Jónína Bryndís
Jónsdóttir
✝ Jónína BryndísJónsdóttir
fæddist 29. maí
1923. Hún lést 28.
apríl 2020.
Útför Jónínu fór
fram 7. maí 2020.
Allar samveru-
stundirnar með
þér, Agnari afa og
Jonna frænda eru
mér ofarlega í
huga. Hvernig þú
hugsaðir alltaf um
okkur og þá sér-
staklega hvernig
þú stóðst eins og
klettur í gegnum
lífið með Jonna.
Með forvitni þinni,
hreinskilni, félagslyndi þínu,
andlegum styrk og lífskrafti
ertu leiðarljós sem ég hef og
mun alltaf hafa sem fyrirmynd.
Elsku amma, ég veit að það
er eigingjarnt og að við fengum
meiri tíma en flestir fá, en það
er sárt að kveðja. Það er sárt að
útskýra fyrir dóttur minni að
við getum ekki farið í heimsókn
til langömmu, að hugsa til þess
að þú getir ekki spillt henni
áfram eins og þú spilltir mér
með því að lauma nammi í vas-
ann eða koma með skál fulla af
súkkulaðirúsínum án þess að
spyrja foreldrana. Að sjá hversu
sárt henni finnst að þú kveðjir
og þurfa að hughreysta hana
vitandi að við fáum ekki hlýju
faðmlögin sem eru mér svo dýr-
mæt og ég mun sakna meira en
orð geta lýst.
Efst í huga mér er samt
þakklæti, elsku amma, þakklæti
fyrir allan þann tíma sem ég
fékk með þér, fyrir allar útileg-
urnar, öll þau skipti sem ég
gisti hjá ykkur, fyrir alla hádeg-
isverðina í fjölbraut, fyrir allt
skutlið hingað og þangað um
Akranes, fyrir allar djúpu sam-
ræðurnar um daginn og veginn
og fyrir þína hlýju nærveru.
Jafnvel þegar ég var fluttur út
fyrir landsteinana og þó að þú
værir alltaf að segja mér að nú
væri nú tími til að koma heim
varst þú alltaf ofarlega í huga
og nærvera þín mikil þegar ég
kom í heimsókn til Íslands.
Hvernig þú tókst alltaf opnum
örmum á móti mér og dóttur
minni og hversu augljóst það
var að þú hugsaðir til okkar
þegar þú sendir okkur bangsa
og púða sem þú gerðir sjálf. Ég
er líka þakklátur fyrir að hafa
fengið að segja þér að ég væri
loksins á heimleið. Að þú fékkst
að heyra það, þó svo að ég gráti
það sárt að þú fengir ekki að
upplifa það fékkstu allavega að
heyra það, „Elsku amma, ég er
að koma heim!“
Elsku amma, þú ert klett-
urinn sem stóð af sér mikla bar-
áttu í næstum 100 ár í góðu en
erfiðu lífi á norðurhjara verald-
ar. Þú skilur eftir stóra hjörð
afkomenda fulla af minningum
og ást til þín. Nú tekur þú þér
stað við hlið Agnars afa og
Jonna frænda og færð loksins
að hvíla lúin bein.
Hvíl í friði, elsku amma.
Agnar Sigurjónsson.
Langamma Jóna var algjört
yndi. Hún var umhyggjusöm,
dugleg og ekki síst gjafmild.
Alltaf þegar maður fór að heim-
sækja hana fékk maður eitthvað
gott í gogginn.
Hún gaf mér alltaf súkku-
laðirúsínur í skál og kex með.
Þegar hún spurði mig hvað ég
vildi að drekka, sagði ég oftast
vatn og þá sagði hún: „Viltu
ekki fá mjólk? Það er engin
næring í þessu vatni.“ Maður
sagði ekki nei við því og fékk
sér mjólk eftir allt saman.
Seinasta daginn sem ég talaði
við ömmu var tveimur dögum
fyrir andlát hennar. Þá var ég
að hjóla fram hjá Höfða og
ákvað að kíkja á hana og sjá
hvernig henni liði. Við spjöll-
uðum um hvað það væri stutt
eftir af þessu samkomubanni og
hlökkuðum bæði mikið til sum-
arsins og sólarinnar. Maður fór
ekki í gegnum samtal með
ömmu án þess að hún spurði
hvernig öðru fólki liði í kringum
mig.
Í þetta skipti spurði hún
hvernig amma og afi í Súlunesi
hefðu það og ég sagði henni frá
því hvernig sauðburðurinn væri
að bresta á.
Ef amma hefur kennt mér
eitthvað í lífinu þá er það að
halda áfram lífinu sama hvað,
gera allt það sem maður getur
gert til að halda hamingju og að
vera ávallt jákvæður.
Ég er mjög þakklátur fyrir
árin sem ég fékk með ömmu og
að hafa kynnst henni svona vel.
Það er alls ekki gefið að maður
fái 16 ár með langömmu sinni.
Hvíldu í friði, elsku amma
mín, og skilaðu kveðju til afa og
Jonna.
Helgi Rafn Bergþórsson
Mig setti hljóða
þegar ég frétti af
andláti Fróða Plo-
der. Sárt var að
hlusta á sársauk-
ann hjá elsta syninum og að
vinasamband þeirra væri bara
á svipstundu orðið minning ein.
Svo sannarlega falleg minning
sem á eftir að fylgja okkur alla
tíð.
Leiðir þeirra lágu saman í
Skerjafirði sem litlir guttar og
það var strax frá fyrsta degi
fallegt vinasamband. Skerja-
fjörðurinn var fyrir þeim eins
og ein stór ævintýraeyja eða
með öðrum orðum: þorp í borg-
inni. Fyrir börn voru það for-
réttindi að fá að alast upp á
stað sem þessum. Það þarf
heilt þorp til að ala upp barn og
ekki veitti af með svona uppá-
tækjasöm börn eins og þeir
voru. Það var fljótt ljóst að
Fróði var hæfileikaríkur af
guðsnáð. Það var alveg sama
hvað hann tók sér fyrir hendur;
Fróði Ploder
✝ Fróði Ploderfæddist 27.
febrúar 1992. Hann
lést af slysförum 7.
apríl 2020.
Útförin fór fram
í kyrrþey.
hann varð færastur
í öllu. Hann hafði
alveg ótrúlega
færni hvort sem
var á hjóli, hjóla-
bretti, línuskaut-
um, trampólíni,
söng, hljóðfæra-
spili og seinna á
mótorhjólum. Hans
náttúrulegu hæfi-
leikar voru magn-
aðir og hann var
aldrei hræddur við að prófa
eitthvað nýtt. Það voru ekki
bara hæfileikarnir, hann var
einnig fallegasta barnið í hverf-
inu með sinn gullbrúna húðlit
og mjallahvítu tennur.
Þegar ég heyri í hjólabretti
vekur það ljúfsárar minningar
um góða tíma þar sem tveir
uppátækjasamir vinir léku sér
saman og munduðu brettin frá
morgni og fram á kvöld, eða al-
veg þangað til Þóra nágranna-
kona birtist í glugganum og
sagði að nú væri alveg komið
nóg!
Við áttum margar fallegar
stundir saman við eldhúsborðið
þar sem þeir hámuðu í sig
pönnukökur eða eitthvað orku-
ríkt til að fylla á orkuforðann,
til að halda út í daginn og leika
meira.
Hann ávarpaði mig alltaf
þegar hann kom inn: „sæl Kaja
mín, hvað segir þú gott?“ og
umræðurnar við borðið voru
alltaf mjög eftirminnilegar.
Hann var verkalýðsfulltrúi
hverfisins og passaði upp á að
ekki væri brotið á neinum á
neinn hátt eða reglugerðir ekki
virtar í árlega kassabílarallinu.
Hann var alveg óhræddur við
að láta í sér heyra.
Þau voru ófá símtölin sem
við mæðurnar áttum saman um
uppátæki pörupiltanna, en við
áttum oftast krók á móti bragði
sem kom þeim oftar en ekki í
opna skjöldu. Þá voru góð ráð
dýr eins og sonur minn sagði
einu sinni ógleymanlega í
spjalli við Fróða þegar upp
komst að þeir hefðu verið
hjálmlausir á skellinöðrum:
„Þær finna það á lyktinni ef
maður gerir eitthvað af sér.“ Já
við þekktum okkar heimafólk.
Síðast þegar ég hitti Fróða
þá vatt hann sér að mér, þessi
fallegi ungi maður, og tók með
hlýjum faðmi utan um háls mér
þéttingsfast og sagði: „Sæl
Kaja mín, hvað segir þú gott,
mikið er gott að sjá þig.“ Það
fór ekki á milli mála í hjarta
mínu hversu stóran þátt í lífi
okkar þessi drengur átti og
hversu fallegt og gott uppeldi
hann fékk frá dásamlegum for-
eldrum.
Þessir erfiðu tímar sem
herja á heiminn núna fá mann
til að staldra við og hugsa um
það sem virkilega skiptir máli í
lífinu og að við fáum ekki
marga sénsa. Þess vegna eigum
við að nýta tímann vel og vera
dugleg að minna þá á sem við
elskum hversu mikils virði þeir
eru.
Hjörtu okkar eru hjá fjöl-
skyldu Fróða, ástvinum, vinum
og öllum sem áttu eitthvað í
þessum stórkostlega dreng.
Megi minning hans lifa um
ókomin ár.
Þótt sólin nú skíni á grænni grundu
er hjarta mitt þungt sem blý.
Því burt varst þú kölluð á örskammri
stundu,
í huganum hrannast upp sorgarský.
Fyrir mér varst þú ímynd hins göf-
uga og góða,
svo gestrisin, einlæg og hlý.
En örlög þín ráðin - mig setur
hljóða,
við hittumst ei framar á ný.
Megi algóður Guð þína sálu nú
geyma,
gæta að sorgmæddum, græða djúp
sár.
Þó komin sért yfir í aðra heima
mun minning þín lifa um ókomin ár.
(Höf. ók.)
Sigrún Kaja Eyfjörð
og fjölskylda.
Við Nanna
kynntumst vel við
vinnu í rækju-
vinnslunni á Eski-
firði þar sem ég fékk heldur bet-
ur að sjá þvílík hamhleypa til
verka hún var. Það átti að taka
Nanna Kolbrún
Bjarnadóttir
✝ Nanna KolbrúnBjarnadóttir
fæddist 2. sept-
ember 1938. Hún
lést 11. apríl 2020.
Jarðsungið var
frá Eskifjarð-
arkirkju í kyrrþey.
til hendinni ef eitt-
hvað var að gera,
ekki gaufa við hlut-
ina eins og einhver
aumingi.
Vinskapurinn
dafnaði og dýpkaði
svo þegar ég flutti
aftur heim á Eski-
fjörð 2012. Þá fór
ég að venja komur
mínar meira og
meira inn á Bleiks-
árhlíð 18. Það var sama á hvaða
tíma dags maður heimsótti
Nönnu og Kidda.
Alltaf var töfrað fram hlað-
borð veitinga sem minnti á ferm-
ingarveislu, og gerði Nanna það
leifturhratt á meðan hún gant-
aðist við okkur.
Þegar ég tók saman við Evu
sagði ég fljótlega við hana að
hún yrði að koma með mér til
Nönnu og Kidda þegar við fær-
um til Eskifjarðar. Það tókst
strax góður vinskapur með þeim
og var eins og þær hefðu alltaf
þekkst. Það var svo gott að finna
hvað Nanna átti í okkur hvert
bein og hvað henni var umhugað
um okkur. Það fundum við sér-
staklega þegar Eva var ólétt
núna í vetur og svo þegar Anna
Dóra okkar var komin í heiminn.
Nanna rukkaði okkur reglu-
lega um myndir af henni og var
eins og hún væri ein af ömmu-
börnunum, svo mikil hlýja var í
öllum hennar orðum til barnsins.
Stoltir foreldrarnir hringdu
myndsímtöl í vinkonu sína til að
sýna henni frumburðinn og viss-
um við ekki þá hve dýrmætar
stundir það voru. Við höfðum
ráðgert að fara svo í heimsókn
við fyrsta tækifæri til að kynna
þær vinkonur formlega, en það
tækifæri kemur víst ekki úr
þessu.
Við eigum góðar minningar
um gæðakonu sem stóð sínu
fólki nærri og lét ekkert eiga
inni hjá sér. Ennþá sjáum við
ljóslifandi fyrir okkur hlýja
brosið, prakkaraglampann í aug-
unum og heyrum filterslausan
Camelhláturinn. Stórt skarð
stendur eftir í tilveru allra
þeirra sem þekktu Nönnu
Bjarnadóttur.
Fjölnir og Eva.
Það var haustið
1967 að leiðir okkar
verðandi bekkjar-
félaga í Samvinnu-
skólanum á Bifröst
lágu saman. Þetta
var óvenju fjölmennur árgang-
ur. Ungt fólk víða að sem hugði
á tveggja ára skólanám á Bif-
röst.
Samvinnuhreyfingin var á
þessum tíma umsvifamesta
fyrirtæki landsins með bakland í
kaupfélögum allt í kringum
landið. Þetta endurspeglaðist í
samsetningu nemenda sem
komu úr öllum landsfjórðung-
um. Við vorum 38 sem hófum
nám í 1. bekk þetta haustið og
áttum eftir að dvelja á Bifröst
næstu tvo vetur. 13 stúlkur og
25 piltar.
Bjarni Ólafsson sem hér er
kvaddur var einn úr þessum
hópi, kominn frá Króksfjarðar-
nesi. Snemma var ljóst að í
Bjarna bjó mannkostamaður.
Hann var í senn glæsilegur á
velli, greiðvikinn og hrókur alls
fagnaðar.
Í Samvinnuskólanum var öfl-
ugt félagslíf og þar blómstraði
Bjarni. Á síðara námsárinu á
Bifröst kom við sögu skólamær
úr yngri bekknum, Rannveig
Guðmundsdóttir. Þau Bjarni
rugluðu saman reytum, giftu sig
1972 og sama ár fæddist þeim
sonurinn Guðmundur.
1973 ræðst Bjarni til starfa
hjá Bifreiðadeild Sambandsins
sem þá var. Bílasala átti eftir að
verða hans helsti starfsvett-
vangur og lengst af hjá B&L
meðan heilsa og orka leyfðu.
Þrátt fyrir að hafa í áratugi
glímt við illvígan heilsubrest var
Bjarni jafnan hress í bragði.
„Heilsugóður“ var ávarpið sem
hann notaði gjarnan þegar fund-
um okkar bar saman.
Við vottum Rannveigu og fjöl-
skyldu okkar dýpstu samúð.
Blessuð sé minning Bjarna.
Bifrastarfélagar 1969,
Kristján Pétur Guðnason
og Sigríður Árnadóttir.
Nú kveðjumst við kæri vinur
og fóstri.
Það var fyrir rúmum 40 árum
að ég fór að vinna sem sölumað-
ur hjá Véladeild SÍS og var svo
heppinn að fá sem yfirmann og
síðar góðan félaga Bjarna Ólafs-
son. Við fengum að vinna meira
og minna saman þar til hann lét
af störfum sem bifreiðasali þá
hjá BL.
Í einni af okkar fjölmörgu
ferðum um landið fyrir mörgum
árum tókum við loforð hvor af
öðrum – þótt það hafi verið sagt
í léttum dúr og fléttast inn í
eitthvert samtal okkar – um að
sá sem færi á undan myndi
skrifa um hinn. Nú þegar komið
er að því er það ekki eins létt og
við létum þá.
Við fengum að fara margar
sýningarferðir hingað og þangað
um landið, sem sumar hverjar
eru ógleymanlegar.
Þá fengum við innsýn í lífið
hvor hjá öðrum. Þótt hann hafi
verið nokkrum árum eldri var
Bjarni Ólafsson
✝ Bjarni Ólafssonfæddist 29. júní
1948. Hann lést 10.
apríl 2020.
Útförin fór fram
5. maí 2020.
það ekki að sjá í
vinnu; kappið og
eljan gagnvart
vinnu var ótrúleg.
Hvað sem á
hann var lagt, öll
þessi veikindi og
áföll, var hann allt-
af reistur og virðu-
legur og snyrti-
mennskan í
fyrirrúmi.
Ég gæti senni-
lega setið og skrifað margar síð-
ur um sögur úr ferðum okkar og
samvinnu í gegnum tíðina en læt
kyrrt liggja og geymi þær í
huga mér.
Ég kveð þig með söknuði,
minn kæri. Guð veri með þér og
fjölskyldu þinni.
Jóhann Berg Þorgeirsson.
Ég kynntist Bjarna fyrst í
kringum 1975, en þá kom Jón
bróðir hans í Vogaskóla og lent-
um við saman í bekk. Mikill og
góður vinskapur myndaðist í
milli okkar Jóns, sem haldið hef-
ur síðan. Vegna vinskapar okkar
vorum við mikið inni á heimilum
hvor annars og smátt og smátt
kynntist ég systkinum Jóns og
foreldrum. Það var svo nokkrum
áratugum síðar að ég var svo
heppinn að kynnast Bjarna
mjög vel, en ég var ráðinn til
Ingvars Helgasonar sem fram-
kvæmdastjóri 2007. Þar endur-
nýjuðum við Bjarni kynni frá
fyrri tíð, en við höfðum þó alltaf
vitað af hvor öðrum enda keppi-
nautar í mörg ár, þar sem ég
hafði verið hjá Toyota til
margra ára.
Mig langar að minnast þessa
ótrúlega drengs sem svo mikið
var reynt á í gegnum tíðina með
alls konar verkefnum sem flest
sneru að heilsu hans og atgervi.
Ég ætla ekki að tíunda hér hver
þessi verkefni voru, en þau voru
bæði mörg og erfið. Það verður
að segjast eins og er að Bjarni
var einn mesti nagli sem ég hef
kynnst.
Aldrei kvartaði hann í okkar
eyru og alltaf var hann kominn í
vinnu aftur löngu áður en búist
var við honum, miðað við um-
fang verkefnisins.
Ég var reyndar ekki hissa,
enda hef ég ekki unnið með
betri mönnum, þótt margir af
vinnufélögum mínum hafi verið
framúrskarandi fólk.
Bjarni var einfaldlega frábær
starfsmaður og yndislegur
vinnufélagi. Alltaf jákvæður og
vildi allt fyrir alla gera, enda
átti hann orðið hundruð, ef ekki
þúsundir, viðskiptavina sem
ekki vildu tala við neinn annan
sölumann.
Bjarni var farinn að hlakka til
að hætta að vinna um sjötugt og
ætlaði að gera svo margt þegar
hann væri kominn á eftirlaun,
en örlögin gripu inn í og breyttu
öllu með slysi sem hafði mikil
áhrif á áform hans og getu til að
gera það sem hann langaði að
gera á eftirlaunaárunum.
Mig langar að kveðja Bjarna
og þakka fyrir yndisleg ár sem
við áttum saman í bílasölunni og
um leið senda Rannveigu eig-
inkonu hans, Guðmundi syni
þeirra og fjölskyldu Bjarna mín-
ar innilegustu samúðarkveðjur.
Takk fyrir að hafa fengið að
hafa hann öll þessi ár.
Skúli K. Skúlason.
Davíð
útfararstjóri
551 3485 - www.udo.is
Óli Pétur
útfararstjóri