Morgunblaðið - 09.05.2020, Side 39
MINNINGAR 39
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. MAÍ 2020
Elsku afi Jónas,
okkur systrum
þykir vænt um all-
ar þær yndislegu
stundir sem við
fengum að eiga með þér. Það
eru ótal margar minningar sem
við munum geyma. Í okkar
minningum varstu ávallt góður,
kátur og málglaður. Það var
alltaf stutt í spaug og glens.
Við áttum margar einstakar
stundir þegar við fjölskyldan
fórum saman til Limone á Ítal-
íu og auðvitað má ekki gleyma
þeim skiptum sem þú komst
með okkur til Flórída. Í Flórída
breyttist þú ávallt í íþróttaálf
og hikaðir ekki við að láta okk-
ur draga þig í alls kyns vit-
leysu, allt frá því að koma út að
hlaupa yfir í kajak- og snorkl-
unarferðir með hákörlunum og
öðru sem því fylgdi – sem við
systur vorum misánægðar með.
Þegar við vorum yngri
varstu duglegur að passa okkur
og við lærðum margt af því að
horfa á gular og rauðar myndir
á Stöð 2 með þér. Hvað eft-
irminnilegast er þegar þú út-
skýrðir að það væri ekki al-
Jónas Runólfsson
✝ Jónas Runólfs-son fæddist 11.
júní 1937. Hann lést
22. apríl 2020.
Útför Jónasar
fór fram 8. maí
2020.
vörufólk sem
hákarlarnir í Jaws
væru að éta heldur
bara barbídúkkur
og tómatsósa til að
gera það raunveru-
legra. Þetta hefur
fylgt okkur áfram í
gegnum árin og
önnur okkar stígur
ekki lengra en upp
að hnjám út í sjó.
Þú sýndir okkur
að það er aldrei of seint að læra
eitthvað nýtt og lést ekkert
hægja á þér með árunum held-
ur skelltir þér í ferðamálafræði
og spænsku í Háskóla Íslands
um það bil 80 ára gamall. Þú
ætlaðir ekki að missa af
framþróun í ferðamannaiðnað-
inum.
Þessar og margar aðrar góð-
ar minningar munu hlýja okkur
um hjartarætur þegar við
minnumst þín. Afi, þú varst
með hjarta úr gulli, varst alltaf
til staðar fyrir okkur og fjöl-
skylduna og það eru forréttindi
að hafa átt þig að sem afa.
Hvíldu í friði elsku afi, við
munum sakna þín sárt.
Þínar afastelpur,
Elín Rós og Guðrún.
Elsku Jónas afi, við vorum
svo lánsöm að eignast þig fyrir
afa þegar dóttir þín Hulda
kynnist pabba okkar, en fyrir
áttum við ekki afa á lífi. Við
viljum þakka þér fyrir góðar
stundir og munum við sakna
samveru þinnar, þá sérstaklega
að eyða með þér jólunum og
fara með þér í utanlandsferðir.
Þú hafðir skemmtilegan húmor
og höfðum við gaman af
skondnu sögunum sem þú sagð-
ir. Okkur eru sérstaklega
minnisstæðar ferðirnar til Flór-
ída. Þið Ingólfur voru góðir
saman í að stytta ykkur stund-
irnar í verslunarmiðstöðvunum
þar sem farið var á allar „skrif-
stofur þínar“ sem var dulmerki
fyrir að prófa alla nuddstólana.
Á seinni árum þínum tók El-
ísabet viðtal við þig fyrir skóla-
verkefni þar sem þú deildir
skemmtilegum sögum úr lífi
þínu, meðal annars um ævin-
týrin þín í Bandaríkjunum,
áhugaverðu tímana sem þú
starfaðir sem þjónn og annað
brask sem þú stundaðir. Það
var áhugavert að fræðast um líf
þitt á yngri árum.
Elsku Jónas afi, takk fyrir
allar dýrmætu stundirnar.
Hvíldu í friði.
Elísabet Ásta
Guðjónsdóttir,
Ingólfur Hannes
Guðjónsson.
Afi hafði mörg áhugamál,
það var alltaf mikið að gera hjá
honum og hann hafði frá mörgu
að segja. Hann var með alla
nýjustu tækni á hreinu og vildi
vera með nýjustu smáforritin í
símanum sínum. Við héldum lít-
il pönnukökupartí saman, nú
síðast í nýja húsinu hans ská á
móti því gamla. Ein uppáhalds-
utanlandsferðin okkar afa var
ferðin til Mallorca, en seint að
kvöldi var ákveðið að fara með
flugi þá um nóttina.
Við hringdum í afa til að
kanna hvort hann vildi koma
með og þrátt fyrir stuttan
fyrirvara sló hann til og skellti
fötum í ferðatösku. Í ferðinni
leigði afi bát handa okkur sem
var með rennibraut sem hægt
var að renna sér af ofan í heit-
an sjóinn.
Okkur þótti gaman að horfa
á bíómyndir saman og eitt
kvöldið horfðum við á myndina
Tomb Raider með Angelina
Jolie og þá sagði afi okkur
skemmtilega sögu frá því þegar
hann var við tökur á myndinni
við Jökulsárlón.
Við eigum eftir að sakna afa
mikið, erum þakklát fyrir góðu
stundirnar okkar saman. Góða
ferð, elsku afi.
Þín afabörn,
Kristín Guðjónsdóttir
og Jónas Guðjónsson.
✝ Inga Björgfæddist á Val-
þjófsstöðum í
Núpasveit 16. nóv-
ember 1944. Hún
andaðist á Heil-
brigðisstofnun
Suðurlands á Sel-
fossi 2. maí 2020.
Foreldrar Ingu
voru Guðrún Sig-
urðardóttir, hús-
móðir og síma-
stúlka, f. 20.5. 1921, og Ragnar
Helgason, organisti og póst- og
símstöðvarstjóri, f. 15.7. 1918,
d. 28.2. 1990.
Inga var elst fimm systkina.
Þau eru Helga Sigfríður Ragn-
Eyþórsson tölvunarfræðingur,
f. 1.8. 1979. Þeirra barn er
Unnur Hildur, f. 2013; d) Sig-
urrós, lyfjafræðingur, f. 20.1.
1981, maki Arnar Svarfdal Þor-
kelsson viðskiptafræðingur, f.
23.6. 1981. Þeirra börn eru
Helena Björg, f. 2009, og Hösk-
uldur Svarfdal, f. 2011.
Inga fluttist 13 ára gömul
með fjölskyldu sinni á Kópa-
sker. Þar bjó hún þar til hún
hélt til náms í Hússtjórnarskól-
anum á Löngumýri í Skagafirði
árið 1961. Eftir það vann hún
hin ýmsu störf, m.a. á sjúkra-
húsinu á Akureyri sem ganga-
stúlka. Árið 1967 fluttist Inga
til Reykjavíkur og starfaði um
hríð í mötuneyti Sjónvarps-
hússins. Árið 1972 fluttist Inga
á Sauðhúsvöll og hóf búskap
með Sigmari og bjó þar alla
tíð.
Útför hennar mun fara fram
í kyrrþey frá Ásólfsskálakirkju.
arsdóttir, f. 27.12.
1947, Árni Páll
Ragnarsson, f. 3.6.
1951, Anna Þur-
íður Ragnarsdóttir,
f. 9.12. 1957, og
Sigurður Ragn-
arsson, f. 18.5.
1962.
Inga giftist Sig-
mari Sigurðssyni
frá Sauðhúsvelli
undir Vestur-
Eyjafjöllum þann 20. nóvember
1976. Þeirra börn eru a) Einar,
íslenskufræðingur, f. 6.8. 1974;
b) Rúnar, búfræðingur, f. 1.9.
1975; c) Unnur, efnafræðingur,
f. 31.7. 1979, maki Þorsteinn
Elsku mamma, nú ertu horf-
in yfir móðuna miklu. Þú varst
alltaf svo hjartahlý og umburð-
arlynd, hjálpsöm og fórnfús,
nægjusöm og sannsögul, hrein-
skilin og blátt áfram. Þú varst
líka lífsglöð enda naustu hins
litla og einfalda og varst æv-
inlega sátt við hlutskipti þitt ,
hvert svo sem það var þá og þá
stundina.
Það var á balli í Reykjavík
1972 að þú kynntist manninum
sem átti eftir að verða lífsföru-
nautur þinn allar götur síðan.
Sama ár fluttirðu á fósturbýli
hans, Sauðhúsvöll undir Vest-
ur-Eyjafjöllum, og áttir þar
heima í hartnær fimmtíu ár. Á
þeim tíma varð ykkur fjögurra
barna auðið og skemmst er frá
því að segja að fyrir börnin og
barnabörnin vildir þú allt gera.
Sjálfur á ég mér ótal fagrar
minningar um þig. Sem snáði
sá ég þig lauma góðgæti í skó-
inn minn og fékk að hjálpa þér
við bakstur og tiltekt, ekki síst
fyrir jól og páska. Jólin fyrir
fermingu gafstu mér Jóla-
draum Dickens – sögu um það
hvernig maðurinn getur um-
breyst til hins betra – sögu sem
átti eftir að verða mér æ kær-
ari. Sem ungur maður fór ég
eitt sinn í vaktavinnu og þurfti
að vakna í rauðabítið; þá fórst
þú á fætur fyrir allar aldir til
að bera mér morgunverð. Man
líka ferðirnar mörgu þegar ég
ók þér í bæinn og til baka; þær
voru ávallt upplífgandi. Stund-
um sáum við norðurljósin sam-
an, en báðum var okkur kært
að sjá norðursins ljós dansa um
himinhvolfið.
Minnist þess einnig hvernig
þú skynjaðir jafnan á mér ef
eitthvað amaði að, þótt ég
reyndi að láta á litlu bera, og
spurðir þá hvort nokkuð væri
hægt að bæta úr.
Er þá fátt eitt talið af hjart-
fólgnum minningum um þig.
Þakka þér fyrir allt, mamma
mín.
Megi ljósið fylgja þér allar
stundir.
Einar.
Þakklæti er það fyrsta sem
kemur upp í huga minn þegar
ég hugsa um þann tíma sem ég
þekkti Ingu tengdamóður mína.
Þau fjórtán ár sem ég hef verið
hluti af fjölskyldunni á Sauð-
húsvelli var hún ekki aðeins
tengdamóðir mín heldur einnig
vinur sem ég gat ávallt talað
við og leitað til.
Ég minnist þess þegar ég
kom fyrst á heimili þeirra Ingu
og Sigmars á Sauðhúsvelli árið
2006.
Ég og Unnur vorum þá ný-
byrjuð í sambandi og bauð hún
mér að koma austur á þorra-
blót. Þá gæti ég hitt foreldra
hennar og systkini og séð
heimasveit hennar, sem ég vissi
lítið um. Ég var nokkuð stress-
aður fyrir því að hitta foreldra
hennar í fyrsta sinn og gista á
heimili þeirra. Sá ótti reyndist
óþarfur, þar sem Inga og Sig-
mar tóku mér opnum örmum
frá fyrsta degi. Fyrir það verð
ég ávallt mjög þakklátur.
Við Unnur höfum alltaf farið
reglulega austur á Sauðhúsvöll
í heimsókn og reynt að vera
þar annaðhvort yfir jól eða ára-
mót. Það eru margar minning-
arnar sem ég á þar sem við
Inga sátum saman í eldhúsinu á
Sauðhúsvelli yfir kaffibolla og
ræddum saman. Inga var mjög
glaðlynd kona og hafði gaman
af því að ræða um lífið og til-
veruna.
Hún var skoðanaföst og
hreinskilin og hikaði ekki við að
segja meiningu sína ef henni
fannst þörf á.
Fjölskyldan var henni allt og
sá hún alltaf til þess að allir í
fjölskyldunni hefðu nóg í sig og
á. Það var aðalsmerki hennar,
hún hugsaði alltaf fyrst um alla
aðra en sjálfa sig. Barnabörnin
hennar þrjú áttu sérstakan stað
í hjarta hennar.
Inga var frá Valþjófsstöðum
í Núpasveit og ólst upp á Kópa-
skeri. Henni þótti vænt um
heimasveit sína og talaði ávallt
vel um hana. Árið 2008 útskrif-
aðist Unnur með burtfararpróf
frá Söngskólanum í Reykjavík
og af því tilefni hélt hún tón-
leika á Kópaskeri. Við Unnur
ákváðum að nýta tækifærið og
keyra hringinn í kjölfarið og
kom Inga með okkur. Þessi
ferð er mér mjög minnisstæð
og sérstaklega sá tími sem við
dvöldum á Kópaskeri og þar í
kring. Inga var svo ánægð að
vera komin aftur á heimaslóðir.
Mér hefur alltaf þótt vænt um
að hafa farið í þetta ferðalag
með þeim mæðgum.
Árið 2017 greindist Inga með
krabbamein og var það mikið
reiðarslag fyrir alla í fjölskyld-
unni. Ljóst var snemma að
sjúkdómurinn var langt geng-
inn og lítið var hægt að gera
annað en að halda honum í
skefjum. Inga tókst á við sjúk-
dóminn af miklu æðruleysi og
hélt áfram sínu striki.
En nú er komið að kveðju-
stund og kveð ég Ingu með
söknuði í hjarta. Eftir lifir
minning um yndislega móður,
tengdamóður og ömmu. Takk
fyrir allt.
Þorsteinn Eyþórsson.
Elsku tengdamamma. Ég
kynntist þér ekki fyrr en á þín-
um efri árum. Alveg strax var
gott og óþvingað að koma í
heimsókn til þín í sveitina. Allt-
af var maður svo velkominn og
kaffið eins og í fermingarveislu.
Þú varst iðjusöm og sjaldan
mátti vera dauð stund. Nátt-
úruunnandi og mikill dýravin-
ur.
Þú dekraðir líka extra vel við
barnabörnin. Það voru alltaf til
ávaxtakaramellur í krukkunni
fyrir þau og allt í lagi að stelast
í þær og svo ís eftir matinn á
sunnudögum. Þú safnaðir líka
alls konar dóti saman fyrir
krakkana í stórglæsilegt
drullubú svo þau gætu dundað
sér.
Öllum var tekið eins og þeir
eru og þau fengu að vera óheft
og frjáls. Já, það var ekki ama-
legt að koma í dekrið í sveitina.
Það verður mjög skrítið að
koma í heimsókn þegar þig
vantar. Þín verður saknað.
Takk fyrir samveruna.
Arnar Svarfdal
og fjölskylda.
Inga Björg
Ragnarsdóttir
✝ Árni ArnarSæmundsson
fæddist 3. nóv-
ember 1944 á
Strönd í Ólafs-
firði. Hann lést á
Sjúkrahúsi Siglu-
fjarðar 21. apríl
2020 eftir löng
veikindi.
Foreldrar hans
voru Halldóra
Gestsdóttir, f. 9.3.
1924, d. 17.6. 1986, og Sæ-
mundur Pálmi Jónsson, f. 12.9.
1922, d. 16.12. 2012. Árni var
næstelstur sex bræðra en þeir
eru: Jón Steingrímur, f. 23.12.
1941, Gestur Heimir, f. 3.8.
1946, Hafsteinn Þór, f. 16.12.
1948, Matthías, f. 17.8. 1952,
og Brynjar, f. 19.1. 1967. Árni
ólst upp í Ólafsfirði hjá fóstur-
foreldrum sínum Danilínu
Önnu Sæmundsdóttur, f. 4.7.
1912, d. 1.7. 1994, og Agnari
Björnssyni, f. 16.7. 1913, d.
23.5. 1986 frá eins og hálfs
árs aldri. Lína var frænka
Árna.
Þann 12.10. 1963 kvæntist
Árni eftirlifandi maka sínum,
Hönnu Maronsdóttur, f. 17.7.
1940. Þau eignuðust fjögur
börn: 1) Nanna, f. 2.7. 1963,
maki Sigurlaugur V. Ágústs-
son. Börn þeirra eru Svanborg
Anna, Ágúst Kolbeinn og Arna
Marín. 2) Agnar, f. 4.7. 1966,
maki Ólöf Björk Sigurð-
ardóttir. Börn
þeirra eru Agnar
Dan og Hafdís
Ólöf. Agnar á þrjú
börn með fyrri
maka sínum, Val-
gerði B. Stef-
ánsdóttur: Stefán
Atli, Birna og
Heiðdís Fríða. 3)
Jón Arnar, f. 1.2.
1969, maki Krist-
rún Þorvalds-
dóttir. Börn þeirra eru Orri
Fannar, Ingigerður Lilja og
Daði Hrannar. 4) Sæmundur,
f. 21.7. 1970, maki María H.
Þorgeirsdóttir. Börn þeirra
eru Lucy Anna, Árni Arnar og
Alice Ösp. Auk þess gekk Árni
syni Hönnu, Maroni Björns-
syni, f. 28.10. 1959, í föð-
urstað. Maki Marons er Hall-
dóra Garðarsdóttir. Börn
þeirra eru Hanna Dögg og
Hjörvar.
Árni lauk hefðbundnu námi,
fór í Iðnskóla og fékk meist-
araréttindi í vélvirkjun. Sjó-
mennsku stundaði hann til
fjölda ára á hinum ýmsu bát-
um, einnig var hann með sína
eigin smábátaútgerð. Að síð-
ustu var hann í veitinga-
rekstri.
Útför hans fer fram frá
Ólafsfjarðarkirkju í dag, 9.
maí 2020, klukkan 14. Vegna
aðstæðna verður fjöldi við-
staddra takmarkaður.
Þar sem ég er fastur erlendis
og get ekki fylgt þér síðasta spöl-
inn, elsku pabbi minn, vil ég
þakka þér fyrir allt sem þú hefur
gefið mér í gegnum árin.
Stuðninginn og ráðleggingarn-
ar sem ég hef haft að leiðarljósi í
lífinu.
Þótt síðustu ár hafi verið þér
erfið líkamlega var hugurinn allt-
af sá sami og baráttuandinn til
staðar sem lýsir þér kannski
best, eins og þú sagðir alltaf:
„Það þýðir ekkert að vera með
eitthvert væl.“
Spakir menn vilja meina að
maður velji sér foreldra, að valið
snúist um að velja þá sem kenna
manni mest og leiðbeina í gegn-
um lífsins verkefni. Ég er ekki í
nokkrum vafa um að þetta er
svona.
Þar sem líf mitt hefur verið ein
allsherjar óþolinmæði og „
strax“-veiki finnst mér að ég hafi
með engu móti getað valið mér
betri foreldra en þig og mömmu.
Ég verð að játa að fyrir harð-
skelja mann eins og mig sem er
ekki sá opnasti þegar kemur að
því að tjá tilfinningar mínar er
það þyngra en tárum taki að
kveðja þig. En jafnframt er ég
guðunum þakklátur fyrir allt sem
þú gafst mér.
Þannig að best er fyrir mig að
tjá mig með ljóði sem segir það
sem mér liggur á hjarta.
Föðurminning
Englar Guðs þér yfir vaki og verndi
pabbi minn
vegir okkar skiljast núna, við sjáumst
ekki um sinn.
En minning þín hún lifir í hjörtum okkar
hér
því hamingjuna áttum við með þér.
Þökkum kærleika og elsku, þökkum
virðingu og trú
þökkum allt sem af þér gafstu, okkar
ástir áttir þú.
Því viðmót þitt svo glaðlegt var og góð-
leg var þín lund
og gaman var að koma á þinn fund.
Með englum Guðs nú leikur þú og lítur
okkar til
nú laus úr viðjum þjáninga, að fara það
ég skil.
Og þegar geislar sólar um gluggann
skín inn
þá gleður okkur minning þín, elsku
pabbi minn.
Vertu góðum Guði falinn er hverfur þú
á braut
gleði og gæfa okkar fylgdi með þig sem
förunaut.
Og ferðirnar sem fórum við um landið
út og inn
er fjársjóðurinn okkar pabbi minn.
Hvíl þú í friði, elsku pabbi
minn.
Þinn sonur,
Sæmundur.
Árni Arnar
Sæmundsson
HJARTAVERND
Minningarkort
535 1800
www.hjarta.is
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
KRISTÍN ÓLÖF BJÖRGVINSDÓTTIR
lést á heimili sínu þriðjudaginn 5. maí.
Útför hennar verður auglýst síðar.
Helga Lilja Tryggvadóttir Sigurjón Magnússon
Magnús B. Tryggvason Elsa Maria Alexandre
Þórhallur Tryggvason Þórhalla Guðmundsdóttir
Hanna Tryggvadóttir Torfi Ragnar Vestmann
barnabörn og barnabarnabörn
Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í
hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“
valinn úr felliglugganum.
Minningargreinar