Morgunblaðið - 09.05.2020, Blaðsíða 46
46 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. MAÍ 2020
Útsölustaðir: Öll apótek, heilsuverslanir og heilsuhillur stórmarkaðanna.
Skapið varð jafnara og hitakófi
„Ég er svo ánægðmeð Femarelle a
mínar vinkonur og ég veit að nokk
Femarelle hefur hjálpaðmér alveg
líðanminni“.
Valgerður Kummer Erlingsdóttir
Femarelle vörurnar eru náttúruleg lausn
fyrir konur sem finna fyrir einkennum vegna
hormónabreytinga
Háþróuð vara semmiðar á tauga- og
innkirtlakerfið – hefur jákvæð áhrif á lund og
dregur úr þreytu.
Recharge
Margar konur hafa upplifað eftirfarandi eftir að
þær byrjuðu á FEMARELLE RECHARGE 50+
■ Slær hratt á einkenni (hitakóf og nætursviti minnka)
■ Stuðlar að reglulegum svefni
■ Eykur orku
■ Eykur kynhvöt
50 ára Svanhildur er
Borgnesingur. Hún er
leikskólakennari að
mennt frá Háskólanum
á Akureyri og er í
meistaranámi í sér-
kennslufræðum við HÍ.
Svanhildur er leikskóla-
kennari á Uglukletti í Borgarnesi.
Maki: Fausto Bianchi, f. 1962 á Ítalíu,
hárgreiðslumeistari með eigin stofu í
Reykjavík.
Börn: Eyþór Freyr, f. 1994, Smári Hrafn,
f. 1995, Dagbjört Diljá, f. 1999, Haralds-
börn, og Þorvaldur Jónsson, f. 2007.
Foreldrar: Ólafur Örn Kristjánsson, f.
1948, búsettur í Hafnarfirði, og Sigríður
Björk Þórisdóttir, f. 1951, d. 2011. Stjúp-
faðir var Þorvaldur Þorvaldsson, f. 1948,
d. 2009. Þau voru búsett í Borgarnesi.
Svanhildur Margrét
Ólafsdóttir
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Það er engin ástæða til þess að
láta smáatriði standa í veginum fyrir því að
tilskilinn árangur náist. Gerðu náunganum
greiða, þú munt ekki sjá eftir því.
20. apríl - 20. maí
Naut Peningar vaxa ekki á trjánum – þeir
vaxa í garði hugmyndaflugsins. Einhver
kemur inn í líf þitt eins og stormsveipur.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Að hlusta er besta leiðin til að
brúa bil milli þín og makans. Þú finnur hlut
sem þú hélst að væri endanlega glataður.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Það lítur út fyrir að draumur þinn
um ferðalag geti ræst fljótlega. Eitthvert
daður er í gangi og þér finnst það ekki
leiðinlegt.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Gríptu þau tækifæri sem þér gefast
til að gera öðrum gott. Settu þér markmið
og skrifaðu þau niður og vittu til, þau ræt-
ast þannig.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Ekki dæma fólk út frá fyrstu
kynnum. Manneskjan er svo flókið fyrir-
bæri að það tekur tíma að kynnast. Hættu
að hafa áhyggjur, það kemur alltaf dagur
eftir þennan.
23. sept. - 22. okt.
Vog Einhverjir vandamenn eru óánægðir
með það hversu lítinn gaum þú gefur þeim.
Peningarnir fljúga út af reikningnum þínum
í stað þess að koma reglulega inn á hann.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Láttu aðra taka þátt í hús-
verkunum, þú ert ekki þjónn annarra.
Börnin læra það sem fyrir þeim er haft.
Góður vinur biður um ráð.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Ef þú veist að þú getur staðið
við þitt áttu ekki í vandræðum með að
sannfæra aðra. Lífið er ekki bara vinna –
það má leika sér líka.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Hlutirnir gerast hraðar í kring-
um þig en þér finnst þægilegt. Gættu þess
að lofa ekki upp í ermina á þér.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Hlutirnir reynast oft aðrir og
erfiðari en manni virðist við fyrstu sýn.
Fólk er farið að taka eftir þér og lítur á þig
sem fyrirmynd.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Stundum á maður að taka af skarið
og stundum er best að gera ekki neitt.
Reyndu að fá frið frá öllu dag hvern þó ekki
sé nema í hálftíma.
ur stjórnað honum til þessa dags.
„Ég stjórna því þremur kórum í
dag, en ég hef stofnað tíu-tólf
kóra,“ segir Hilmar aðspurður. „Ég
er með kóradellu.“
Hilmar hefur starfað með fjöl-
mörgum listamönnum úr ólíkum
listagreinum, innlendum sem er-
lendum. „Ég hef átt mikið og far-
sælt samstarf með Megasi og
stýrði m.a. heildarfrumflutningi á
lögum hans við Passíusálmana í til-
Laugarvatni, endurreisti Skálholts-
kórinn og stofnaði Kammerkór
Suðurlands 1997 og stjórnar honum
enn. Árin 2009-2012 var Hilmar
dómorganisti í Kristskirkju og
stjórnaði þar Kór Dómkirkju
Krists konungs í Kristskirkju. Frá
2012 hefur hann verið organisti og
kórstjóri við Grafarvogskirkju og
stjórnað þar ungmennakórnum Vox
Populi. Haustið 2011 stofnaði hann
tónleikakórinn Söngfjelagið og hef-
H
ilmar Örn Agnarsson
er fæddur 9. maí
1960 í Reykjavík og
ólst upp til tíu ára
aldurs í Álfheimum
og til unglingsáranna í Fossvogi.
„Ég var í sveit á sumrin sem barn
og unglingur á Hnjóti í Örlygshöfn,
í byggðasafninu hjá Agli Ólafs-
syni,“ segir Hilmar. „Ég vann við
garðyrkju á unglingsárum í Skóg-
ræktinni í Reykjavík og hafði unun
af því. Það munaði litlu að ég færi í
Garðyrkjuskólann eftir gagnfræða-
próf frá Réttó, en þá var ekki tekið
inn nema annað hvert ár svo ekki
varð af því.“
Hilmar gekk í Langholtsskóla,
Breiðagerðisskóla og Réttarholts-
skóla. Hann hóf 10 ára að læra á
orgel/harmóníum í Tónskóla Sig-
ursveins. Eftir grunnskóla lá leiðin
í Tónskóla Þjóðkirkjunnar til org-
elnáms og í Tónlistarskólann í
Reykjavík þar sem hann stundaði
nám við Tónmenntakennaradeild
skólans á árunum 1977-1983 og út-
skrifaðist þaðan sem tónmennta-
kennari. Árin 1985-1991 stundaði
hann framhaldsnám í Hamborg í
orgelleik og kórstjórn. Hann hefur
sótt ýmis námskeið síðan, m.a. í
tónheilun.
Hilmar hóf tónlistarferilinn
snemma. „Fyrsta bandið var
sveitaballabandið Frostrósir þar
sem ég hafði meiri laun 16 ára en
faðirinn sem ráðunautur!“ Hann
var síðan bassaleikari í hinni goð-
sagnakenndu hljómsveit Þeyr.
Hilmar hóf organista- og kór-
stjóraferilinn í Þorlákshöfn eftir út-
skrift sem tónmenntakennari og
lék við Þorlákskirkju, Strand-
arkirkju og Hjallakirkju í Ölfusi.
Hann stofnaði Barnakór Þorláks-
hafnar og gaf út hljóðsnælduna Vor
– Þorlákur. „Ég held að þetta sé
fyrsti barnakirkjukórinn sem var
stofnaður.“
Eftir útskrift frá Hamborg 1991
var Hilmar kallaður til Skálholts
sem dómorganisti og kantor Skál-
holtskirkju og einnig Haukadals-,
Bræðratungu- og Torfastaðakirkju.
Hann stofnaði Barnakór Biskups-
tungna, Kór Menntaskólans að
efni 400 ára fæðingarafmælis Hall-
gríms Péturssonar árið 2014.“
Hilmar hefur gefið út fjölda geisla-
diska með kórum sínum og árið
2010 kom út Heilagur draumur
með tónlist eftir breska tónskáldið
sir John Tavener í flutningi Kamm-
erkórs Suðurlands. Kórinn frum-
flutti verk eftir Tavener á minning-
artónleikum um hann í London
sem vöktu heimsathygli.
Hilmar hefur haldið tónleika með
með eiginkonu sinni, Björgu Þór-
hallsdóttur sópransöngkonu, og El-
ísabetu Waage hörpuleikara víða
um land síðastliðin níu ár sem og
víða í Evrópu. Hann hefur enn
fremur unnið mikið starf með
Björgu við tónlistarhátíðina Engla
og menn í Strandarkirkju.
Næsta stóra verkefni Hilmars er
söngleikurinn Galdur eftir Helga
Þór Ingason, sem Söngfjelagið
frumflytur í haust.
„Ég hef ennþá mikinn áhuga á
garðyrkju. Við hjónin vorum að
kaupa okkur hús við Hafravatn og
því fylgir skrúðgarður. Þar er ég í
essinu mínu og það þarf að toga
mig í háttinn á kvöldin. Tónlist og
garðyrkja fara vel saman, þetta er
eiginlega sami hluturinn – annað
garðrækt og hitt mannrækt – það
eru mín stærstu áhugamál.“
Hilmar Örn Agnarsson, organisti og kórstjóri – 60 ára
Kórstjórinn Hilmar á æfingu með Kammerkór Suðurlands.
Tónlist og garðyrkja fara vel saman
Hjónin Björg og Hilmar Örn í Strandarkirkju.
Fjölskyldan Synirnir, tengdadóttir
og barnabarn um jólin 2019.
40 ára Kolbrún ólst
upp í Kópavogi og býr
þar. Hún lærði einka-
þjálfarann og til förð-
unarmeistara í Mílanó,
sem leiddi hana í
tísku- og fjölmiðla-
heiminn sem hún hef-
ur starfað við í 20 ár. Kolbrún hefur ný-
lokið við sjónvarpsþættina Ást sem má
nálgast í Sjónvarpi Símans. Hún er að
taka við kaffihúsi í Listasafni Íslands
ásamt maka sínum og fleirum.
Maki: Jón Haukur Baldvinsson, f. 1976,
veitinga- og markaðsmaður.
Börn: Sigurður Viðar, f. 2004 og Tinna
Karítas, f. 2009, Þrastarbörn.
Foreldrar: Helgi Þórisson, f. 1953, og
Ingibjörg Þorkelsdóttir, f. 1957. Þau eru
búsett í Kópavogi.
Kolbrún Pálína
Helgadóttir
Til hamingju með daginn
Þau leiðu mistök urðu í
blaðinu í gær að rangt var
farið með aldur Bjarna Torfa
Álfþórssonar. Hann er 60
ára. Beðist er velvirðingar á
þessum mistökum.
Leiðrétting
Hjónin Bjarni Torfi og Erla í hjólaferð á
Ítalíu, en Bjarni átti 60 ára afmæli í gær.